Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER,1988 rU Morgunblaðið/RAX Axel Gíslason Hugmynda- frædingur að hreytingum Axel Gislason aðstoðarforstjóri SÍS hefiir lengi beitt sér fyrir skipulagsbreytingnm á rekstri SÍS. Hann er nú á förum frá SÍS í forsljórastól Samvinnutrygginga og mun einnig gjarnan vilja sjá breytingar í höfii áður en hann hverfur frá Sambandinu. það einfaldlega það að Guðjón B. Ólafsson væri ekki lengur forstjóri yfir því Sambandi sem hann er í dag. Ekki er ljóst hvert valdsvið forstjóra í nýju og breyttu Sam- bandi yrði. „Það er ekki tímabært að svara þessu, því þetta hefur ekki fengið neina umfjöllun," segir Valur Amþórsson. Guðjón B. Ólafsson tekur sjálfur f sama streng og segir: „Ég tek enga ákvörðun um það hvað ég geri, fyrr en það liggur ljóst fyrir, Kjartan P. Kjartansson Er hann nýju starfi sínu vaxinn? Ráðning Kjartans P. Kjartanssonar sem framkvæmdastjóra fjárhagsdeildar Sambandsinns hefur farið fyrir brjóstið á mönnum og margir vilja meina að hann sé starfi sínu ekki vaxinn. Forstjórinn er ekki sömu skoðunar og sagður hafa fullt traust á Kjartani. hvert stefnt verður." Endanlegar tillögur nefndarinnar eru ekki famar að líta dagsins ljós enn sem komið er, en kunnugir telja að það geti ekki dregist lengi að nefndin skili af sér, þar sem vandi SÍS sé svo bráður að ákvarðanatöku verði ekki frestað öllu lengur. Reyndar hefur verið stefnt að því að nefndin ljúki störfum nú f byijun nóvember, þannig að stjóm Sam- bandsins gæti tekið fyrir tillögur nefndarinnar á fundi sfnum sfðar í Ólafur Friðriksson Tengiliður Sambands óg kaupfélaga Ólafur Friðriksson, framkvæmdastjóri verzlunardeildar Sambandsins tók við þvi starfi sl. vor og mun markmiðið vera að hann styrki tengslin á milli SÍS og kaupfélaganna, sem munu ekki allt of náin. Hans ráðning hefiir einnig verið gagnrýnd, en þeir sem til starfa hans þekkja bera honum flestir vel söguna. þessum mánuði. Auk þess telja menn eðlilegt að þessi nefnd ljúki störfum sem fyrst, þar sem þeir Valur Amþórsson og Axel Gíslason, tveir nefiidarmanna eru báðir á för- um frá Sambandinu um áramót. Valur segir á hinn bóginn að ekk- ert liggi fyrir um það hvenær nefnd- in ljúki störfum auk þess sem hann segist gera sér vonir um að hún skili einni sameiginlegri niðurstöðu. Verði niðurstaðan sú, að neftidin skili sameiginlegu áliti, er talið líklegt að hugmyndimar að upp- stokkun og breyttu rekstrarlegu skipulagi myndu þynnast allvera- lega út, og að andstæðir pólar í nefndinni myndu bræða saman með sér samkomulag um minna róttæka millileið. Slík leið gæti verið fólgin í því að endurskipuleggja rekstrargrann alls Sambandsins og kaupfélaganna einnig, án þess að fara út í stofnun sérstakra hlutafélaga. Líklega yrðu ákveðin kaupfélög sameinuð, þann- ig að um stærri einingar yrði að ræða, jafnframt því sem ábyrgð og völd einstakra deilda Sambandsins yrðu aukin til muna. Yrði slík leið farin, gæti kaupfélögum í landinu fækkað til muna, ákveðin fyrirtæki f eigu Sambandsins verið sameinuð, en SÍS þó með endurskipulögðum hætti, yrði áfram til í svipaðri mynd og í dag. Gagnrýnendur þess að þeir Valur og Axel vilji beita sér fyrir svo rót- tækum breytingum á skipulagningu Sambandsins nú, segja aftur á móti að það geti á engan hátt tal- ist eðlilegt að tveir ráðamenn SÍS sem báðir séu á leið út úr fyrirtæk- inu geti tekið jafn afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð Sambands- ins. Þá hefur því verið haldið fram af ákveðnum mönnum að Valur Amþórsson vilji með því að hrinda þessum breytingum í framkvæmd koma eins konar lokahöggi á Guð- jón B. Ólafsson, en samband og samstarf þessara tveggja SÍS-toppa mun ekki hafa verið með allra hlý- legasta móti þann tíma sem Guðjón hefur gegnt starfi forstjóra SÍS. Þó voru fleiri úr hópi viðmælenda minna sem töldu af og frá að Valur léti stjómast af persónulegri andúð á Guðjóni f þessu máli. Hann sæi einfaldlega að ætti Sambandið að eiga sér einhveija samkeppnis- möguleika í nútímaatvinnurekstri þá þyrfti gjörbreyttur rekstur að koma til. Forstjórinn gagnrýndur Guðjón B. ólafsson, forstjóri Sambandsins liggur undir ámæli ákveðinna manna fyrir að hafa lítið aðhafst í forstjóratíð sinni og hafa verið langtímum fjarverandi. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa í raun og vera aldrei getað hætt að vera forstjóri Iceland Seafo- od. Hann hafi eytt dýrmætum tíma sínum í afskipti af fisksölumálum , en ekki látið nógu mikið til sín taka við rekstur Sambandsins f heild. Gagnrýni sem þessari vísar Guðjón aftur til föðurhúsanna og segir að honum sem stjómarform- anni Iceland Seafood beri skylda til þess að nýta þá þekkingu og þau sambönd sem hann hafi frá forstjór- atíð sinni fyrir vestan haf. Guðjón telur að gagnrýni sem þessi sé byggð á afskaplega mikilli van- þekkingu, sem komi hvað gleggst í ljós þegar verið sé að gagnrýna ferðir hans utan, sem allar hafi verið tengdar hagsmunum og við- skiptasamböndum SÍS. „Ég get sagt með góðri samvisku að ég hef sáralítið frí getað tekið mér síðan ég kom hingað," segir Guðjón. Erlend skuldastaða SÍS mun vera mjög slæm og þeim Sambands- mönnum mikið áhyggjuefni. Guðjón er nýkominn erlendis frá, þar sem hann hitti að máli fulltrúa 7 við- skiptabanka SÍS. Morgunblaðið hefiir heimildir fyrir því að Guðjón hafi m.a. átt fimm klukkustunda langan fund með fulltrúum Ham- brose Bank, sem er einn helsti lána- drottinn SÍS. Guðjón segir um þetta atriði að auðvitað hafi þeir hjá Sam- bandinu áhyggjur af erlendri skuldastöðu og flármagnskostnaði. Hann fari reglulega tvisvar á ári og geri viðskiptabönkum SÍS grein fyrir stöðu mála, og það hafi ein- mitt verið tilgangurinn með ferð hans nú í lok október. Hinir erlendu viðskiptabankar SÍS hafi ávallt nýj- ustu upplýsingar um stöðu Sam- bandsins og þeir hafi allir lýst yfir stuðningi við það sem þeir hjá SÍS væra að gera og vilja til áfram- haldandi viðskipta. Guðjón B. Ólafsson er af and- stæðingum sínum sagður hafa gert æskuvin sinn Kjartan P. Kjartans-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.