Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.11.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐŒ) VEROLD/HLAÐVARPIIMM SUNNUDAGUR 6. NÓVEMBER 1988 23 tuðningsmenn Duk- akis leggja áherzlu á hann sé gáfaður og hæfur stjómandi, sem eigi auðvelt með að taka ákvarðanir og leysa vandamál. Sjálfur bendir Dukak- is á að velmegun hafí aukizt í heimaríki hans og þakkar það svokölluðu „kraftaverki í Massachusetts." Hann telur sig geta gert sama gagn í Hvíta húsinu, en and- stæðingar hans draga „krafta- verk“ hans í efa og kalla hann litlausan, durtslegan „kerfis- karl“, sem hafí enga sérstaka forystuhæfíleika. Dukakis kveðst vilja veita öll- um Bandaríkjamönnum aukin tækifæri og hjálpa milljónum landsmanna, sem hafí dregizt FORSETAKOSNINGAR í BANDARÍKJUNUM Á ÞRIÐJUDAG með neðanjarðarlest og spor- vagni í vinnuna. Hann kaupir föt á útsölum og fékk eitt sinn frakka að gjöf frá starfsmönnum sínum, því að frakki hans var rifínn. Hann eyðir ekki peningum í óþarfa. „írska mafían“ Dukakis var fyrst kosinn ríkis- stjóri Massachusetts 1974. „Irsku mafíunni" í flökki demó- krata tókst ekki að koma í veg fyrir framboð hans. Hann hét því að hækka ekki skatta og vildi ekki svíkja það loforð þegar mik- ill halli á §árlögum kom í ljós. í staðinn skar hann niður fram- færslustyrki og gerði frjálslynda æfa. Hann virtist líka mótfallinn hátækni-iðnaði, sem fór að ryðja sér til rúms og ýtti undir velmeg- un. Hann jók hins vegar tekjur ríkisins með auknu skatteftirliti og var heiðarlegur. Ekki voru allir ánægðir með það. Vinir hans fengu ekki stöður, sem þeir ásældust, og hann vildi engin pólitísk hrossakaup. Fjórum árum síðar var Dukak- is ekki tilnefndur í ríkisstjóra- fi-amboð á ný. Hann beið ósigur í forkosningum fyrir Edward King, frambjóðanda fíjálslyndra, írsku mafíunnar og óánægðra demókrata. Dukakis tók ósigur- inn nærri sér, en neitar því að hafa leifað til geðlæknis, eins og repúblikanar hafa haldið fram. Hann telur að þetta hafí verið erfíð og dýrmæt reynsla, sem hafí kennt honum að stjómmál snúist um að tryggja samstöðu. Hann var aftur kosinn ríkisstjóri 1982 og endurkjörinn 1986 með 67% atkvæða. Lækkun skatta og hallalaus fjárlög hafa styrkt stöðu Dukakis í Massachusetts. Hann hefur ekki verið viðriðinn hneykslismál og FYRIR fimm mánuðum hafði Michael Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts og forsetaefni demókrata, meira fylgi en George Bush varaforseti, keppinautur hans, eða jafnmikið fylgi og hann. Síðan sneri Bush við tafiinu og virtist öruggur um sigur eftir síðara sjónvarpseinvigi þeirra, en síðustu daga hefur keppinautur hans sótt í sig veðrið og hafði gagnsókn. „Maraþonmaðurinn", eins og Dukakis hefur verið kallaður vegna langrar og strangrar baráttu fyrir því að verða forseti, gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana. Demókratar minnast óvænts sigurs Harrys S. Trumans á Thomas Dewey 1948 og vona að endaspretturinn tryggi þeirra manni sigur. Teikning/Pétur Halldórsson MICHAEL DUKAKIS aftur úr í lífsgæðakapphalupinu. Hann heitir aukinni umhverfís- vemd, bættri menntun, stuðningi við minnihlutahópa, harðari bar- áttu gegn eiturlyijum og alnæmi og tryggari læknisþjónustu handa öllum. Hann er hlynntur fóstureyðingum og andvígur dauðarefsingu og það virðist há honum. Skattahækkanir? Hann hefur forðazt að ræða óvinsælar skattahækkanir og ekki gert mjög mikið úr gífurleg- um fjárlaga- og viðskiptahalla, en boðað aukið skatteftirlit. Kjós- endur virðast tiltölulega ánægðir með efnahagsástandið og það háir honum. í utanríkismálum boðar Duk- akis svipaða stefnu og demó- kratar hafa fylgt. Hann vill draga úr herútgjöldum og íhlutunum í erlend deilumál og styður auknar tilraunir til að koma á friði í Miðausturlöndum, harðari refs- iaðgerðir gegn Suður-Afríku og markvissari tilraunir til að fylgja eftir samningi Ronalds Reagans forseta við Sovétstjórnina um lqamorkuvopn. Hann deilir hart á utanríkisstefnu Reagan-stjóm- arinnar. „Hún hefur gripið til gagnráðstafana í stað þess að leita eftir stuðningi annarra. Hún •hefur treyst á valdbeitingu í stað þess að beita stjórnmálalegum ráðum. Hún hefur reynt að ráðskast með aðrar þjóðir í stað þess að skilja þær.“ Dukakis hefiir verið andvígur „Stjömustríði", MX-eldflauginni „Honum leiðist aldrei það sem öðr- um finnst leiðin- legt.M og fleiri hemaðaráætlunum. Þetta veldur íhaldssömum dem- ókrötum áhyggjum og repúblik- anar hafa reynt að færa sér það í nyt. Zbigniew Brzezinski, einn helzti „haukur" Carter-sljómar- innar, hefur lýst yfír stuðningi við Bush vegna reynsluleysis Dukakis. Mynd af Dukakis í skriðdreka, vakti hlátur, því að hann minnti á teiknimyndaper- sónuna „Snata" í „Smáfólki." Grikkinn Dukakis, sem varð 55 ára á fimmludaginn, er fæddur í Bos- ton og er sonur grískra innflytj- enda. Panos, faðir hans, kom til Bandaríkjanna frá grísku þorpi í Tyrklandi 1912 með 25 dollara í vasanum og kunni ekkert í ensku. Hann brautskráðist frá læknadeild Harvard-háskóla átta árum síðar, fyrstur Grikkja, og komst í góð efni. Kona hans, Euterre, kom frá Grikklandi níu ára gömul, og varð kennslukona að námi loknu. „Þegar ég tala um að allir eigi að fá tækifæri til að njóta sín, þá á ég ekki við eitthvað, sem ég hef lesið um í kennslubókum," segir Michael Dukakis. Á skólaárum sínum var Duk- akis forseti nemendaráðsins og „Hann er sterkur persónuleiki og ánægður með sig M ... fyrirliði tennisliðsins og vann til flestra verðlauna. Að loknu námi í Swathmore College, virtum kvekaraskóla í Pennsylvaníu, og lagadeild Harvard-háskóla fékk hann styrk til náms í Perú 1954. Þar fylltist hann óbeit á eymd og spillingu og afskiptum Banda- rílgamanna af málefíium annarra ríkja og lærði spænsku, sem hef- ur komið honum vel. Árið 1962 var Dukakis kjörinn í fulltrúadeild ríkisþingsins í Massachusetts. Ári síðar kvænt- ist hann nýfráskilinni konu af Gyðingaættum, Katherine („Kitty") Dickson og ættleiddi son hennar. Hjónabandið hefur verið farsælt, þótt þau séu ólík. „Hann er snyrtilegur, hún er ósn- yrtileg; hann er traustur, hún er brokkgeng; hann er hlédrægur, hún er uppstökk,“ segir vinur þeirra. Hjónin eiga tvær dætur. Hrokafullur? Dukakis virtist utanveltu í litríku stjómmálalífí Massac- husetts. „Fólk heldur að hann sé leiðinlegur, af því honum leiðist aldrei það sem öðrum fínnst leið- inlegt," segir vinur hans. „Hann er sterkur persónuleiki og ánægður með sig,“ segir fv. rit- stjóri Boston GIobe“, Michael „Sumum finnst að þegar hann haf i kynnt sér mál telji hann það útrætt.“ Janeway. „Þess vegna hefur hann enga þörf fyrir fjölmiðlar- áðgjafa og heilræði um hvemig hann eigi að koma fram. Sumum fínnst að þegar hann hafí kynnt sér mál telji hann það útrætt." Repúblikanar hafa kallað and- stæðing sinn „ísmanninn," en Dukakis, sem er maður lágvax- inn, er ekki sneyddur kímnigáfu. Nýlega mætti hann á fundi með Bush, sem segir gjaman „ég er sá maður," þegar hann talar um heppilegasta arftaka Reagans. Dukakis sagði: „Þú hefur oft sagt að þú viljir að Bandaríkin verði aftur land litla mannsins. Herra varaforseti, ég er sá mað- ur!“ Dukakis tók aldrei þátt í mannréttinda- og Víetnam- göngum fyrir 20 árum. Mesta afrek hans á þingi Massachusetts var að tryggja skynsamlegar breytingar i bílatryggingamál- um. Hann hefur búið mestalla ævi við rólega götu í Brookline, út- hverfí Bostons, og ræktað græn- meti í garði sínum. í Brookline býr velefnað, gamaldags og fijálslynt fyrirfólk, sem má muna fífíl sinn fegurri. Dukakis fer flýtti sér að reka John Sasso, aðstoðarmann sinn, þegar í ljós kom fyrir ári að hann hafði dreift myndböndum, sem sýndu Joseph Biden, sem keppti við hann um tilnefningu í forsetaframboð, hafði notað orðrétta kafla úr ræðum Bretans Neils Kinnocks og fleiri stjórnmálamanna. Bj argvætturin Eftir útnefninguna í Atlanta í sumar hafnaði Dukakis tilboðum um aðstoð flokksins í kosninga- baráttunni, en þegar hann dróst aftur úr Bush í skoðanakönnun- um kvaddi hann Sasso aftur til starfa. Sasso er eini maðurinn, sem getur sagt Dukakis hvenær honum skjátlast. Honum hefur smám saman tekizt að bæta stöðu hans, en dýrmætur tími fór til spillis. Starfsmenn Dukakis hafa minni reynslu og stjómmála- þekkingu en menn Bushs og voru óviðbúnir hörðum og neikvæðum árásum þeirra. Þær hafa greini- lega borið árangur. í ágúst tóku 19% kjósenda neikvæða afstöðu til Dukakis, en 38% um miðjan október. Mörgum demókrötum þykir Dukakis hafa verið of linur í kosningabaráttunni og ekki þjarmað nógu vel að Bush, eink- um í síðara sjónvarpseinvíginu. Hann hafi ekki kunnað að nota vopnasölumálið, tengsl Bushs við Noriega hershöfðingja og val hans á Dan Quayle í varaforseta- framboð. Ef til vill hefur hann verið of hógvær og málefnaleg- ur, en hann hefur sýnt meiri hörku á lokasprettinum, hvort sem það nægir til að fleyta hon- um inn í Hvíta húsið eða ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.