Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐŒ) IÞROT7JR I>RIDJU1)AGUR 8. NÓVEMBER 1988 B 5 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ Fátt sem gladdi augað... - er Grindvíkingar unnu Þóríslökum leik nyrðra GRINDVÍKINGAR hirtu bæöi stigin er þeir heimsóttu Þór á Akureyri á sunnudagskvöldið. Sigur suöurnesjadrengjanna var öruggur — þeir höföu yfir- höndina allan tímann. Strax í upphafí komust Grindvíkingar yfir en undir lok fyrri hálfleiks komu Þórsarar meira inn í myndina og náðu að minnka muninn niður í eitt FráReyni stig, 32:33. Þá Eiríkssyni hristu Grindvíkingar áAkuæyrí heimamenn af sér aftur og höfðu tíu stiga forskot í hálfleik. Grindvíkingar komu mjög grimmir til síðari hálfleiks og skor- uðu 13 stig gegn 2 á fyrstu mínút- unum. Eftir það var aldrei spurning um hvorum megin sigurinn lenti, aðeins hversu stór hann yrði. í heildina séð var leikurinn slakur og fátt sem gladdi augað. Þórsliðið virkaði mjög ósannfær- andi í þessum leik, hittnin var lítil og sendingar á köflum mjög slæm- ar. Þegar þetta tvennt fer saman er ekki við góðu að búast. Lið Grindavíkur komst skár frá leiknum án þess þó að virka mjög sannfær- andi. Þór-UMFG 68 : 78 íþróttahöllin á Akureyri, íslandsmótið í körfuknattleik, sunnudaginn 6. nóv- ember 1988. Gangur leiksins: 0:6, 16:26, 32:35, 35:45, 37:58, 48:63, 60:73, 68:7«. Stig Þórs: Kristján Rafnsson 14, Konr- áð Oskarsson 13, Bjöm Sveinsson 12, Guðmundur Bjömsson 11, Jóhann Sig- urðsson 10, Eiríkur Sigurðsson 6, Birg- ir Karlsson 2. Stig Grindavíkur: Guðmundur Braga- son 24, Hjálmar Hallgrímsson 12, J$n Páll Haraldsson 12, Rúnar Ámason 11, Ástþór Ingason 8, Guðlaugur Jóns- son 4, Olafur Jóhannsson 3, Sveinbjöm Sigurðsson 2. Áhorfendur: 94. Dómarar: Rafn Benediktsson og Berg- ur Steingrímsson. Morgunblaðið/Sverrir Lárus Valgarðsson tekur eitt af þremur sókn- KR-ingar höfðu betur í viðureigninni við ÍR eins og á þessari mynd arfráköstum sínum, án þess að Bjöm Steffensen fái rönd við reist. Sturla fór illa að ráði sínu ÍR-INGAR töpuðu fyrir KR um helgina með átta stigum. Það má segja að Sturla Örlygsson, þjálfari ÍR, hafi farið illa að ráði sínu í upphafi síðari hálfleiks þegar hann fékk þrjár villur á sömu mínútunni, þaraf tvær tæknivillur, og varð að yfirgefa völlinn. Það vora ÍR-ingar sem byijuðu betur á sunnudaginn. Karl náði forystu fyrir þá með þremur þriggja stiga körfum í upphafi og HHHHI hann skoraði 17 stig Skúli Unnar í fyrri hálfleik. Jafnt Sveinsson var allan fyrri hálf- skrífar leikinn. ÍR-ingar duttu eðliiega úr sambandi um stund þeg- ar Sturla var rekinn af velli. Jó- hannes Kristbjömsson skoraði sex stig úr vítaköstum vegna þessara tæknivíta og þá breyttist staðan úr 46:49 í 46:55. Jóhannes og Karl vora mest áberandi í ÍR en að auki.lék Ragn- ar vel í vöminni, tók mikið af frá- köstum. Jóhannes var sterkastur KR-inga, skoraði mikið og átti ófá- ar sendingar á félaga sína sem gáfu stig. Matthías og Birgir léku einnig ljómandi vel. ÍR-KR 85:93 íþróttahús Seljaskóla, Islandsmótið í köríuknattleik, sunnudaginn 6. nóvem- ber 1988. Gangur leiksins: 3:4, 15:4, 17:14, 25:26, 31:37, 42:41, 46:47, 46:63, 56:70 67:70, 80:90, 85:93. Stig ÍR: Jóhannes Sveinsson 22, Karl Guðlaugsson 22, Bjöm Steffensen 10, Ragnar Torfason 8, Jón Öro Guð- mundsson 8, Bragi Reynisson 6, Sturla Öriygsson 5, Gunnar ðm Þorsteinsson 4. Stig KR: Jóhannes Kristbjömsson 32, Matthfas Einarsson 25, Birgir Mikaels- son 20, ívar Webster 8, Hörður G. Guðmundsson 8. Áhorfendur: 55 Dómarar: Gunnar Valgeirsson og Kristinn Albertsson og dæmdu þeir með ágætum. Sannfærandi sigur Tindastóls gegn IBK Leikmenn Tindastóls sýndu á sunnudag að ekkert lið getur bókað sigur gegn þeim á heima- velli. Nýliðamir sem fengu Keflvík- inga í heimsókn, sýndu sínar bestu hliðar og sigruðu sannfærandi. Heimamenn tóku strax framkvæðið, börðust vel og gáfu hvergi eftir í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu reyndar að jafna um miðjan hálfleikinn, en munurinn var mest 15 stig fyrir hlé. Keflvíkingar komu grimmir til leiks eftir hlé og söxuðu jafnt og þétt á forskot UMFT. Tindastóll var samt ekki á því að láta fenginn hlut af hendi, leikmennirnir réttu úr kútnum og yfirvegaðir sigraðu þeir örugglega. Vöm heimamanna var geysilega sterk með Harald Leifsson sem áberandi besta mann. Hann tók 20 fráköst og skoraði auk þess 19 stig. Heimamenn gáfu gestunum aldr- ei færi á að sínar bestu hliðar. Sig- urður Ingimundarson var bestur hjá ÍBK í fyrri hálfleik, en hann komst lítt áleiðis gegn sterkri vöm eftir hlé og skoraði þá aðeins fjögur stig. Þá losnaði hins vegar um Guðjón Kr. Skúlason, sem hélt ÍBK á floti og skoraði 16 stig í seinni hálfleik. UMFT - ÍBK 85 : 76 íslandsmótið í körfuknattleik, íþrótta- húsinu á Sauðarkróki sunnudaginn 6. nóvember 1988. Gangur leiksins: 9:6, 17:15, 21:21, 28:25, 36:31, 50:35, 52:39, 58:51, 67:56, 71:62, 77:70, 85:76. Stig UMFT: Eyjólfur Sverrisson 20, Valur Ingimundarson 20, Haraldur Leifsson 19, Sverrir Sverrisson 10, Bjöm Sigtryggsson 9, Guðbrandur Stefánsson 7. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 20, Sigurð- ur Ingimundarson 20, Magnús Guð- fínnsson 14, Jón Kr. Gíslason 13, Nökkvi Már Jónsson 6, Gestur Gylfa- son 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Kristj- án Möller dæmdu ágætlega. Áhorfendur: Um 250. ÍS : Valur 62 : 87 íslandsmótið í körfuknattleik, íþrótta- húsi Kennaraháskólans sunnudaginn 6. nóvember 1988. Gangur leiksins: 2:0, 8:8, 14:18, 20:20, 26:22, 26:31, 28:33, 30:39, 34:48, 40:58, 47:69, 51:77, 58:83, 62:87. Stig ÍS: Páll Amar 23, Valdimar Guð- laugsson 13, Jón Júlíusson 11, Þor- steinn Guðmundsson 7, Heimir Jónas- son 4, Hafþór óskarsson 4. Stig Vals: Einar Ólafsson 15, Hreinn Þorkelsson 15, Þorvaldur Geirsson 14, Matthías Matthíasson 14, Tómas Hol- ton 13, Bjöm Zöega 6, Bárður Eyþórs- son 4, Hannes Haraldsson 3, Ámar Guðmundsson 2, Alfreð Túliníus 1. Dómarar: Leifur Garðarsson og Sig- urður Valgeirsson dæmdu vel auð- dæmdan leik. Ahorfendun 20. Frá Bimi Björnssyni á Sauðárkróki mm m Haraldur Leifsson, UMFT. Jóhannes Krist- bjömsson, KR. Sverrir Sverrisson, Eyjólfur Sverrisson og Valur Ingimundarson UMFT. Sigurð- ur Ingimundarson og Guðjón Skúlason ÍBK. Hreinn Þorkelsson og Einar Ólafs- son Val. Páll Amar ÍS. Birgir Mikaels- son og Matthías Einarsson KR. Karl Guðlaugsson og Jóhannes Sveinsson ÍR. Stúdentar eiga hrós skilið Urðu þó að sætta sig við tap gegn Valsmönnum Stúdentar töpuðu fyrir Val með 25 stiga mun en eiga engu að síður hrós skilið fyrir góða baráttu. Þeir höfðu í fullu tré við Valsmenn í fyrri hálfleik og Hörður komust yfir Magnússon skömmu fyrir hlé, skrífar en voru fimm stig- um undir í hálfleik. Torfi Magnússon, þjálfari Vals, hefur örugglega messað vel yfir sínum mönnum í hléinu því Vals- menn komu mun hressari til leiks í seinni hálfleik án þess að sýna stjömuleik og sigruðu örugglega. Pétur Arnar var bestur hjá Stúd- entum. Hreinn og Einar .voru sprækastir í slöku liði Vals, sem virtist ekki taka leikinn ýkja alvar- lega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.