Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUbAGUR 8. NÓVEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / IHF-KEPPNIN FH-ingar nýttuvel tímann! Guðjón Árnason tryggði Hafnfirð- ingum farseðilinn í 2. umferð Evr- ópukeppninnará síðustu sekúndu FH KOMST áfram í 2. umferð Evrópukeppni félagsliða með glæsilegum sigri á norska lið- inu Fredensborg/SKI — eftir ótrúlegar lokasekúndur — í seinni leik liðanna sem fram fór í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á sunnudag. Lokatölur leiksins urðu 29:24 og fer FH áfram á reglunni um fleiri mörk skoruð á útivelli, en fyrri leik liðanna sem háður var í Noregi lauk með sigri FSB/SKI 30:25. Guð- jón Arnason skoraði 29. mark FH á síðustu sekúndu leiksins. FH-ingar hófu leikinn staðráðnir í að leggja allt í sölumar til að vinna upp forskot Norðmann- anna úr fyrri leik liðanna. FSB/SKI lék vörnina framar- Sigurjón lega frá upphafi, Einarsson nokkuð sem olli FH skrifar erfiðleikum i fyrri viðureigninni. Lars Tore Ronglan gætti Héðins Gilsson- ar eins og sjáaldurs augna sinna, en um leið losnaði um aðra leik- menn FH liðsins. Þrátt fyrir gæsl- una reif Héðinn sig upp, skoraði falleg mörk í byijun leiks og FH náði strax undirtökunum. Góð byrjun Norðmennimir virkuðu þungir og FH-ingar gengu á lagið. Mátti sjá tölur eins og 4:1 og 9:5 á markatöfl- unni. Það voru Óskar Ármannsson og Guðjón Ámason, sem vom hvað atkvæðamestir í sókninni. Vörnin var góð hjá FH-ingum framan af með þá Þorgils Ottar og Óskar Helgason í öndvegi. En þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kom slæmur kafli hjá FH. Vörnin opnaðist oft illa, sóknimar urðu fálmkenndar og Norðmennirnir breyttu stöðunni úr 11:7 í 11:11 á skömmum tíma. FH-ingar réttu þó úr kútnum fyrir hlé og vom yfir í hálfleik 15:13. Baráttuviljl I seinni hálfleik var það sama upp á teningnum og í þeim fyrri. Norðmennimir tóku Héðin áfram úr umferð, og sóknimar hvíldu á þeim Oskari Armannssyni og Guð- jóni. Þorgils Ottar var í strangri gæslu á línunni og hafði lítið svig- rúm. Munurinn á liðunum var þetta tvö til þrjú mörk gegnum gangandi í síðari hálfleik, og virtust Norð- mennimir ætla að geta hangið í FH-ingum — var eins og herslu- muninn vantaði hjá FH. En baráttu- viljinn var mikill í Hafnfírðingunum og hann réði úrslitum í þessum leik. Takmarklnu náð Þegar um fímm mínútur voru til leiksloka, náðu FH-ingar fjögurra marka foiystu. Þorgils Ottar skor- aði fallegt mark, staðan 27:23 og fór að fara um hina fjölmörgu áhorfendur. Norðmennimir misnot- uðu sókn, Héðinn Gilsson sendi þrumufleyg í markið og fímm marka takmarkinu var náð, 28:23. Norðmennimir hófu sókn og Ronald Johansen minnkaði muninn. Þegar FH - FSB/SKI 29 : 24 íþróttahúsið í Hafnarfírði, IHF-keppn- in í handknattleik, sunnudaginn 6. nóvember 1988. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:1, 5:2, 6:3, 7:4, 8:5, 9:5, 9:7, 11:7, 11:11, 12:11, 14:11, 14:12, 15:12, 15:13, 16:13, 17:14, 17:16, 20:16, 21:17, 21:19, 23:19, 23:21, 24:21, 24:22, 25:23, 27:23 28:23, 28:24, 29:24. Mörk FH: Óskar Arm annsson 10/4, Guðjón Ámason 7/1, Gunnar Bein- teinsson 4, Héðinn Gilsson 4, Þorgils Óttar Mathiesen 2, óskar Helgason 2. Varin skot: 11 skot. Mörk FSB/SKI: Lars T. Ronglan 6, Roger Kjendalen 4, Oystein Havang 4/1, Ronald Johansen 4, Dag V. Han- stad 3, Roger Johansen 2 og Knut Haland 1. Varin skot: 12. Dómarar: Henrik Mortensen og Niels Knudsen frá Danmörku. Áhorfendur: Um 1000 — troðfullt hús. rétt rúm mínúta var til leiksloka, fékk Þorgils Ottar sendingu inn á línuna, en vamarmenn FSB/SKI þrengdu að honum og Pal O. Tjerns- haugen markvörður varði skot hans. Þar með virtist vonin úti hjá FH. Fredensborg hóf sókn, reyndi að tefja tímann, fékk dæmd auka- köst og klukkan tifaði. Átta sekúnd- um fyrir leikslok skaut svo Ronald Johnsen að marki FH-inga, en Magnús Amason varði skot hans. Magnús sendi boltann umsvifalaust langt fram völlinn, á Þorgils Ottar. Þorgils sendi hann áfram í hægra homið á Guðjón Amason, sem skor- aði með góðu skoti í sömu andrá og dómaramir flautuðu leikinn af. Hreint ótrúlegur endir á miklum baráttuleik. Iþróttahúsið í Hafnar- fírði ætlaði hreinlega að rifna af fögnuði áhorfenda og leikmanna FH enda ekki oft sem fólk verður vitni að eins spennandi lokamínút- um og ánægjulegum endalokum, og á varð raunin í þessum leik. Uðsheildin sköp slgur Leikmenn FH eygðu von allt til síðustu sekúndu og baráttan var geysileg. Leikur þeirra var samt köflóttur, en það var liðsheildin sem skóp sigurinn. Mikið mæddi á þeim Oskari Armannssyni og Guðjóni Amasyni í sókninni. Gunnar Bein- teinsson var sömuleiðis góður og Héðinn Gilsson sýndi falleg tilþrif þau fáu skipti sem hann slapp úr strangri gæslu Norðmannanna. Þorgils Ottar stýrði liði sýnu afar vel í vöminni, en hann átti erfiðara um vik inni á línunni enda tekin föstum tökum. Sömuleiðis átti Oskar Helgason góðan leik í FH vöminni. Norska liðið var áþekkt því sem búist var við. Það saman stendur af sterkum einstaklingum, og ber þar hæst þá Roger Kjendalen, Oy- stein Havang, og Dag V. Hanstad. Það var vægast sagt dauft í leik- mönnum Fredensborg/SKI eftir leikinn, og virtist sem leikmenn ættu bágt með að trúa því sem gerst hafði. Danskir dómarar leiks- ins dæmdu þokkalega, gerðu mis- tök, en dæmdu vel þess á milli. Sigurmarkið! Guðjón Amason skorar sigurmarki á síðustu sekúndunni. Eftir að hafa fengið knöttinn frá Þorgils Óttari þrumaði hann knettini - sagði Guðjón Árnason, eftir að hafa skorað á síðusti góðum degi.“ Vlggó Slgurðsson: Guðjón Amason: „Það var ólýsanleg tilfínning að sjá boltann í netinu og ég hef ekki almennilega áttað mig á þessu enn- þá. Þetta er nokkuð sem gerist bara einu sinni á ferlinum, og er örugglega mikilvægasta markið sem ég hef skorað hingað til. Leik- urinn var afar köflóttur hjá okkur en miklu betri en úti í Noregi. Þetta norska lið er svona þokkalegt, en ég er sannfærður um að við eigum að geta unnið það hvar sem er á „Þetta var virkilega sætur sigur, sem liðsheildin skóp. Lið Fredens- borg/SKI lék mjög áþekkt þv! sem það lék úti, en það vorum við sem lékum allt annan og betri leik. Við áttum von á því að þeir tækju Héð- in úr umferð, og við höfðum undir- búið okkur vel fyrir það. En leikur- inn var engan veginn án mistaka af okkar hálfu. Það var ýmislegt í þessu sem við verðum að bæta fyr- ir átökin I vetur. Dómaramir voru nokkuð góðir, við högnuðumst svo- lítið á þeim I fyrri hálfleik og Norð- mennimir í þeim seinni. Eg var orðin ansi heitur þama á tímabili í síðari hálfleik, og áminningin var réttmæt." borglls Ottar IMathleson: „Eg vil fyrst og fremst þakka áhorfendum fyrir frábæran stuðn- ing. Þeir hafa ekki svo lítið að segja I leik sem þessum, og þeir voru frá- bærir í kvöld. Tæpara gat það ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.