Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.11.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. NÓVEMBER 1988 ttSIMFit! o 1982 Unlvrnl Presi Syndlcile þú vilt c!h Kún uerSi e<5li leg, er f?a& ekki p'' HÖGNI HREKKVÍSI Um mislukkaðan matvælaiðnað Kæri Velvakandi. Fyrir nokkrum vikum var ég á ferðalagi um Evrópu og kom m.a. til Lúxemborgar, Frakklands, Þýskalands og Sviss. Eins og nærri má geta borðaði ég þar um slóðir minn daglega mat, bæði á veitinga- húsum og eins keypti ég stöku sinn- um matvæli í verslunum. Ég borð- aði vitanlega brauð með smjöri á hveijum degi. Og þvílíkt smjör, ferskt, létthnoðað, lítt saltað og dásamlegt á bragðið. Það kostar í verslunum meira en helmingi minna en íslenska „gæðasmjörið". Gæði smjörsins, alveg sérstaklega í Frakklandi og Lúxemborg, eru langtum meiri, og varan raunar vart sambærileg við „gæðasmjörið" okkar. Mér er því spurn: Hvað veld- Sköruleg’ur ræðuflutn- ingur Til Velvakanda. Hætt er við að sá gamli góði Cicero hefði fengið snert af tauga- áfalli, hefði hann mátt sjá og hlýða á fulltrúa elsta löggjafarþings ver- aldar í umræðum frá Alþingi sl. fimmtudagskvöld. Hvílík ömurleg- heit. Hefur meirihluti þingmanna aldrei lært grundvallaratriði í ræðu- mennsku? Þar komu menn í pontu, drógu upp blöð úr vösum, og hófu síðan lestur sem einna helst minnt.i á lestrarpróf hjá þriðja bekk í grunnskóla! Sumir þingmenn voru á mörkunum að vera læsir á eigin ræður, ogjafnvel „vinsælasti stjóm- málamaður þjóðarinnar", sjálfur Steingrímur Hermannsson, flutti og las ræðu sína af slíkum dróma að undran sætti. Það var því sem sólar- geisli í svörtu skammdegi þessa kvölds að hlýða á ræðu formanns Sjálfstæðisflokksins, Þorsteins Pálssonar. Þar fór þingmaður sem kann þá list að tala beint til fólks- ins í landinu, ekki með því að hiksta og tönglast á skrifuðum orðum af blaði, þess í stað flutti hann snjalla skörulega ræðu blaðlaust. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Þorsteinn Pálsson sýnir að hann er í sérflokki sem stjórnmálamaður. Líklega er það þessvegna sem andstæðingar hræðast hann, og hafa att hann meira skítkasti en flesta aðra for- ingja Sjálfstæðisflokksins. „En lak- ur því, að við skulum dæmd til að borða rándýrt, bragðlítið smjör í þessu landi, smjör, sem framleið- endur dirfast að kenna við gæði en er bara salt og aftur salt á bragðið og hefur furðulega fomíslenskan keim, líkt og skinnhandrit. Hvers vegna haldast ekki þau miklu gæði, sem vitað er að íslenska mjólkin er gædd? Hvar kemst þetta fomfálega margarínbragð inn í vöruna? Þegar ég var barn og unglingur, var ég mörg sumur í sveit og kynntist þar, m.a. íslensku heimalöguðu smjöri, sem bragðaðist mjög áþekkt og erlenda smjörið. Þetta viðmeti, sem okkur Islendingum er núna boðið upp á, er vissulega engin fyrsta flokks vara, nema þegar asti gróðurinn er ekki það sem orm- arnir helst vilja naga" — og því á sjálfstæðisfólk um land allt að slá sterka skjaldborg um þennan glæsi- lega unga stjórnmálaforingja. Hitt er svo allt annað mál, hvort þingmönnum sé nokkur greiði gerð- ur með því að senda slíkar umræð- ur út í sjónvarpi? Þjóðin fékk nefni- lega séð í hnotskum hvernig þing- menn haga sér á þingfundum. í fyrsta lagi var af gömlum vana aðeins annarhver þingmaður mætt- ur í sæti sitt. Aðrir (eins og Svavar Gestsson) lásu reyfara, og enn aðr- ir geispuðu af slíkri ákefð framan í alþjóð af meðaumkvun vakti. Fyrir þingmenn væri það fyrir bestu að „gamla gufan" væri látin nægja! Það er nefnilega ekki neima einn Þorsteinn Pálsson á Alþingi. Magnús neytandinn á að borga hana við kassann. Saltvinnslan Og þá em það unnu kjötvörurn- ar! Þar sem ég ferðaðist um erlend- is, virtust tugir tegunda af bragð- góðum, vel krydduðum áleggspyls- um, steikarpylsum og bjúgum, stór- um sem smáum, vera á boðstólum fyrir verð, sem var aðeins brot af því sem maður átti að venjast hér- lendis. Ég smakkaði á mörgum pylsutegundum og komst ekki hjá því að finna þann mikla gæðamun, sem var á þessari matvöru, miðað við ísl. framleiðslu. Munurinn liggur ekki hvað síst í því, hve lengi harð- ar áleggspylsur eru látnar hanga erlendis og hve saltmagnið er áber- andi minna en það sem tíðkast í íslenskri pylsugerð. Ég er satt að segja alveg að gefast upp á að leggja mér til munns þetta harðsalt- aða, fítumettaða álegg, sem okkur er boðið upp á hér á landi og kallað alls konar þekktum erlendum nöfn- um. Annað hvort er hráefnið hér- lendis svona miklu lélegra en á meginlandinu eða þá kunnáttan og viljinn til að framleiða góða kjöt- vöru er í slakara lagi hjá okkur. Harðsöltunarstefnan virðist vera alls ráðandi: Maður fær munn- herkjur af ofsöltuðu hangikjöti, harðsöltuðum reyktum laxi og sil- ungi. Salt, meira salt, virðist vera æðsta boðorðið! Og verðið fyrir þessar „kræsingar" viðist fara hækkandi með viku hverri, senni- lega af því að saltverð fer hækk- andi á heimsmarkaði. „Fólk vill þetta svona“ Sé salt ekki við hendina, virðist helst gripið til sykurs í ísl. matvæla- framleiðslu, og það heldur ótæpi- lega. Hver man ekki eftir bleiku sykursmeðjunni, sem hellt var yfir salat og annað ferskt grænmeti á veitingastöðunum hér á landi fyrir nokkurum árum? Þetta undarlega hnossgæti gekk undir heitinu „kok- teilsósa", en var í reynd áhrifaríkt uppsölumeðal. Væri kvartað og beðist undan þessu gumsi, var við- kvæðið jafnan: „Nú, en fólk vill hafa þetta svona!“ í reynd eru íslenskir neytendur sjaldnast spurð- ir álits, heldur er þeim boðin vara, sem undantekningarlítið þykir víst fullgóð handa þeim. Stundum má jafnvel efast um að framleiðendur sjálfir smakki á góðgætinu sínu. Um langan aldur var brauðgerð ósköp nöturleg hér á landi, en á síðustu árum hefur þetta gjörbreyst og komið mikið úrval af hágæða brauðtegundum — að vísu rándýr- um. En það sýnir þó, að það er vel hægt að framleiða góð, lystileg matvæli hér á landi, rétt eins og í nágrannalöndum okkar. Vilji er allt sem þarf. H. Yíkveiji skrifar Fólk er greinilega orðið vant því að a.m.k. tvær akreinar séu í hvora átt á helstu götum borgarinn- ar. Hvað eftir annað síðustu vikur hefur Víkveiji orðið vitni að því, að á Háaleitisbraut stýri þeir, sem koma í átt frá Borgarspítalanum, hiklaust yfir á vinstri akrein ef þeir ætla að beygja vestur Bústaðaveg. Gætir þetta fólk alls ekkert að því að ein akrein er í hvora átt — ekki tvær. Einu sinni hefur skrifari séð árekstur þama og oftsinnis mynd- ast af þessum sökum tappi á gatna- mótunum. Auðvitað eiga ökumenn að vera vakandi við stýrið og merkingar eru ágætlega skýrar þarna, þannig að erfitt er að fínna haldgóðar afsak- anir. Það er eigi að síður spuming fyrir borgaryfírvöld hvort ekki er fyrir löngu orðið tímabært að tvö- falda akreinar þama. Ekki út af sofandi bílstjórum, heldur miklu fremur út af hinni miklu umferð sem er um þessi gatnamót. XXX Meðal samferðamanna Víkveija heim frá London á dögunum var ungt fólk, strákur og stelpa, piltur og stúlka, maður og kona, eftir því hvernig á það er litið. Þau vom um tvítugt, málkunnug, en hittust af tilviljun í flugvélinni. Þau höfðu um ýmislegt að tala, en mest- ur tími fór í að dásama Eddie nokk- urn Murphy. Þau sátu við hlið Víkveija sem gat ekki annað en heyrt hvað þau ræddu. Að því kom að Víkveiji gat ekki á sér setið lengur og blandaði sér í umræðumar með einfaldri spum- ingu: Hver er þessi Eddie Murphy? Eftir nokkra þögn, heldur óþægi- lega, og margar spumingar í ung- um andlitum sessunautanna var Víkveiji leiddur í allan sannleikann um manninn. Krakkarnir bókstaf- lega þuldu ævisögu þessa manns, sem Víkveiji kapnaðist bara ekkert við. Það sem meira var; stúlkan hafði farið á skemmtistað í London og hitt þennan stórkostlega Murphy. Hún hafði meira að segja komið við hann. Þetta var bara eins °g þegar hljómborðsleikari nokkur, góðvinur Víkveija, hitti Fats Dom- ino í fyrsta skipti, eða þegar rosk- inn norskur blaðamaður, sem Víkveiji þekkir, fór á blaðamanna- fund með Dolly Parton. Meiri háttar eins og krakkamir orðuðu það. Víkveiji dagsins telur sig enn ekki kominn á besta aldur, fylgjast allvel með og viðurkennir ekki kyn- slóðabilið. Samræðumar þama í flugvélinni voru því talsvert áfall fyrir hann. Níu ára vinur Víkveija bjargaði þó miklu er hann plataði skrifara í Háskólabíó til að sjá mynd með þessu goði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.