Morgunblaðið - 17.11.1988, Page 48

Morgunblaðið - 17.11.1988, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 1988 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Vog og Steingeit í dag ætla ég að fjalla um samband Vogar (23. sept - 22. okt.) og Steingeitar (22.des. - 20. jan.). Ólik merki Þessi merki eru ólík í grunn- eðli sínu og þurfa því að gera málamiðlanir til að samband þeirra geti gengið vel. Ein- kennandi á að vera áhersla á félagslíf en jafnframt á vinnu —> og áþreifaniegan árangur. Vogin Vogin þarf að dvelja í hug- myndalega lifandi umhverfi til að viðhalda lífsorku sinni. Hún þarf að fást við félags- mál eða starfa þar sem margt fólk er í umhverfínu. Hún hefur ríka þörf fyrir umræðu. Vogin er opin og jákvæð, er vingjamleg og þægileg í umgengni. Hún vill vera sanngjöm og réttlát og leit- ast við að vera skynsöm og yfírveguð í hegðun. Steingeitin Steingeitin er jarðbundin og þarf að fást við áþreifanleg og uppbyggileg mál til að viðhalda lífsorku sinni. Hún þarf öryggi og fast land und- ir fótum. Vinna skiptir miklu og ábyrgðarkennd hennar er sterk. Steingeitin er varkár og frekar hlédræg, er skipu- lögð, íhaldssöm og föst fyrir hvað varðar grunnhugmynd- ir sínar. Hún er stjómsöm. Vinna ogfélagslíf ^rMögulega togstreitu í sam- bandinu má rekja til ólíks grunneðlis merkjanna. I fyrsta lagi geta áherslur þeirra rekist á, þ.e. hinn fé- lagslyndi þáttur annars veg- ar. Þörf Vogarinnar fyrir fé- lagslíf getur rekist á þörf Steingeitarinnar fyrir vinnu og það að vera upptekin af „nauðsynlegri" ábyrgð. Loftkastalar og jörö I öðru lagi geta viðhorf þeirra rekist á. Vogin lifír í heimi hugmynda, en Steingeitin í heimi hins jarðbundna, þar sem fáu er trúað nema því áþreifanlega. Bæði merkin eru hins vegar tiltölulega raunsæ. Léttleiki og alvara Það sem skilur á milli hvað varðar skapgerð er að Vogin er léttari en Steingeitin er alvömgefnari. Stifni og sveigjanleiki Hætt er við að halli á Vogina sem vill vera sveigjanleg ef Steingeitin gætir sín ekki á tilhneigingu til að vera ráð- deildarsöm, stíf og ósveigjan- leg. MetnaÖur og menningarlif Til að vel gangi þurfa merkin að gera málamiðlun og taka tillit til þarfa hvors annars. Þau þurfa að taka þátt í menningarlífi og öðmm fé- lagslegum uppákomum, en jafnframt að gæta þess að vinna og koma sér vel fyrir í lífinu. Mýkt og öryggi Hin jákvæðu áhrif Vogar og Steingeitar hvort á annað em þau að Vogin getur opnað og mýkt Steingeitina, getur hjálpað henni félagslega. .Steingeitin getur aftur á móti gefíð Voginni stöðug- leika og jarðsamband og hjálpað henni að koma hug- myndum sínum í verk. Það sem er líkt með þessu merkj- um er að bæði em yfirveguð. Samband þeirra ætti því að einkennast af formfestu, kurteisi og raunsæi. GRETTIR BRENDA STARR 20 þdSOMD DAUHe'. ktALLT hjönm /ETLA AÐ BOFK3A PAE> þ>/> KJH LJOSA , GAUfL ! HJALPADU MÉþ AB FJh/K/A HAJJAJ BynoN l'ajuahdur! Ó3SKAL L'ATA ÞlGHAFA SLATTA AF rWfc Þyxzesuoi sfbshefdl u/tadað V/ENT LHdÞFTTA V/ERJ Sl/ONA 05 AD ÞÓ , KVNN/ AD HlTTA ERTHEJþ) FOLKSEAT ÉG þEKKJ ' 8AS/L , v. HEF&/ és EKKl VEFHB ' LJOSKA I MAVE A QUE5TI0N FOR VOU, CHARLIE PROWN Ég er með spurningu fyrir þig, Kalli Bjarna. UJHVAMI 50T0TALLV FA5CINATEI7 BV THI5 6IRL AT SCHOOL UJHO DRIVES ME CRAZV? Af hveiju er ég alveg heill- aður af þessari stelpu í skólanum sem er að gera mig vitlausan? Ég er með betri spurn- ingu ... SMÁFÓLK Hvernig ætti ég að vita það? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Jón Baldursson og Valur Sig- urðsson vom ánægðir með að fara 7 niður í doblaðri slemmu í leiknum gegn Sviss á ÓL. Fyr- ir það greiddu þeir 1700, en spömðu 440 samt. Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ D96543 V 742 ♦ G43 ♦ 5 Vestur 4> Á V ÁK10853III ♦ K987 ♦ Á8 Suður Austur ♦ G108 ♦ ÁD1052 ♦ KDG94 ♦ K72 VDG96 ♦ 6 ♦ 107632 Opin salur. Vestur Norður Austur Suður — — — Pass 1 hjarta 2 spaðar 3 tíglar 3 spaðar 5 grönd Pass 7 tíglar 7 spaðar Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Stökk Vals í tvo spaða neitaði vamarslag á þessum hættum, sem auðveldaði Jóni þá ákvörðun að fóma yfír sjö tíglum. Vestur meldaði líka eins og sá sem völd- in hefur, en fímm grönd báðu austur að segja sjö tígla með tvo af þremur efstu. Lokaður salur. Vestur Norður Vestur Norður 1 lauf Pass 2 hjörtu Pass 5 grönd Pass Pass Pass Austur Suður Austur Suður — Pass 1 spaði Pass 3 tíglar Pass 7 tíglar Pass Guðlaugur R. Jóhannsson og Öm Amþórsson fengu frið í sögnum og komust fljótt á réttan stað. Guðlaugur opnaði á sterku laufi og Örn sýndi 3 hávöld (ás=2, kóngur=l) með spaða- svarinu. Aðrar sagnir em eðli- legar. Alslemman gefur 2140 stig og ísland græddi 10 IMPa. I opna salnum vom Svisslend- ingamir að gæla við 7 grönd yfír fóminni. Þau vinnast þrátt fyrir slæma lauflegu. Sagnhafi tekur slagina sína á spaða, hjarta og tígul og suður lendir í kastþröng í laufi og hjarta. Umsjón Margeir Pétursson Á leið heim frá heimsbikarmót- inu í Reykjavík kom Gary Kasp- arov, heimsmeistari, við í Köln í V-Þýzkalandi þar sem hann tefldi 3ja skáka einvígi við Vlastimil Hort, sem er núverandi skák- meistari V-Þýzkalands. Þessi staða kom upp í fyrstu skákinni, Kasparov hafði svart og átti leik. 31. - Hxe3! 32. Dxe3 (32. Rxe3 - DG1+ var ennþá verra) 32. - Hxe3+ 33. Rxe3 - Dgl+ 34. Rfl - Bxc3 35. Hbb2 - Dg2 og Hort gafst upp. Kasparov sigraði ör- ugglega í einvíginu, hlaut tvo og hálfan vinning gegn hálfum vinn- ingi Horts. Umhugsunartíminn var aðeins ein klukkustund á hveija skák. JMlOlCW3 1& y hCi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.