Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.1989, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAUGARÐAGUR railt JANÚAR 1989 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Tvíburi og Vatns- beri Tvíburi (21. maí — 20. júní) og Vatnsberi (21. janúar — 19. febrúar) eru merki sem eru að sumu leyti lík en að öðru leyti ólík. Hugmyndir og félagslíf Það líka er að bæði þurfa að fást við félagslega og hug- myndalega lifandi viðfangs- efni til að viðhalda lífsorku sinni. Þau þurfa að taka virk- an þátt í félagsstörfum eða vinna þar sem margt fólk er í nánasta umhverfí. Þau hafa bæði ríka þörf fyrir að tjá sig og ræða málin. Breytileiki og staöfesta Það sem hins vegar er helst ólíkt er að Tvíburinn er sveigj- anlegur persónuleiki, er eirð- arlaus og skiptir oft um skoð- un á mönnum og málefnum og breytir um persónulegan stíl á meðan Vatnsberinn er fastur fyrir og óhagganlegur. Pœlingar Einkennandi fyrir samband þessara merkja er lifandi um- ræða, margs konar vitsmuna- iegar pælingar og hressilegt félagslíf. Það jákvæða við þessi merki saman er að þau reyna að leysa mál sín með skynsamlegri umræðu og vilja vera yfirveguð og jákvæð í viðhorfum. Þau búa því ekki til vandamál og lenda varla í óskiljanlegum deilum eða varpa órökréttum ásökunum á milli sín. Tvíburi og Vatnsberi eru einfaldlega of skynsöm merki. Skortur á spennu Helsta hættan í sambandi þessara merkja er að spennu getur skort á milli þeirra. Þau eru bæði það rökföst og skyn- söm að þau hætta fljótt að koma hvort öðru á óvart. Það getur því gerst að þau verði fljótlega leið hvort á öðru og þurfi að sækja annað til að fá örvun. Köld Þar sem þessi merki eru „skynsöm" og orka þeirra huglæg er hætt við að þau þori ekki, eða vilji ekki, takast á við tilfinningamál. Því er hætt við að samband þeirra verði „kalt“ og að ekki sé tek- ist á við tilfínningahnúta sem hugsanlega þarf að leysa. íloftinu Önnur möguleg.skuggahlið er sú að saman verði þau mikið í „loftinu" og hugmyndir verða það margar og háfleygar að illmögulegt verði að fram- kvæma þær. Þau geta því þurft að gæta þess að hafa jarðbundið raunsæi i lagi. Frelsi Til að vel gangi þurfa þessi merki að gefa hvort öðru svigrúm til að fást við eigin mál. Þau eru bæði frelsis- elskandi og er illa við bönd og utanaðkomandi höft. Þau þurfa því að virða frelsi hvort annars. Það er því ágætt að þau séu ekki alltaf með nefið hvort ofan í málum annars. Menningarlíf Að lokum má geta þess að Tvíburi og Vatnsberi geta gert margt verra en það að taka virkan þátt í félagslifi og vera mikið á ferðinni. Þau ættu því að sækja leikhús, stunda menningarlif, ferðast o.þ.h. Stöðug hugmyndaleg örvun er mikilvæg fyrir þau bæði. Þegar öllu er á botninn hvolft eiga þessi merki vel saman. Þegar vel tekst til ríkir á milli þeirra gagnkvæmur skilning- ur, hressileiki, jákvæðni og bjartsýni í viðhorfum. GARPUR niiMiiiiiiiiiinniiiiiiiiiniiiiiiiiinnniMniinnnnniiiinmwwimiintminimiiiiinnninnninniiininiinniiniiiiiiin .. 1 ........ 1 ■" GRETTIR BEST AD GA ) TIL VEÐORS / HMM.V11ZVIS7 VERA ÖEST ) vs AE> HALPA 5l6VIE>R0fyilP ) LEIÐINLEGT FRAMAKI AF PEGI 03 LÍKUR A f>UNG- LVNPI MBO KÖFLU/V1 ER LlÐA [7AV?e> 9-29 BRENDA STARR bsætla að SEGTA UNGFJÍU STAJSI? TTZÁ MlNNl AjyJU tseree> FlG/NkUENN/. STjÓfZN — /VteUWANNA NÚhJA EZUAA UiO HA/vt/K>6:t_' sfaoar./ én FORlVBRaR. OtCKAR HAFBU AOGA /*1E& HEAIAIt SP/N. KJAFTAÞLABUR GETUR SÖK/CT SKÚTUL/HI. UÓSKA FERDINAND Ég verð að skrifa ritgerð Hún er um sjóræningja. Ég get skáldað afgang- um „Gulleyjuna“ .. .veistu Meira þarf ég ekki að vita. inn ... um hvað hán er? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í leik Polaris og Flugleiða í undankeppni Reykjavíkurmóts- ins sögðu bæði NS pörin sex grönd á þessar hendur: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ D75 VD42 ♦ ÁDG ♦ ÁKDG Vestur Austur J 111 J ♦ 4 Suður ♦ ÁKG ▼ Á95 ♦ 9862 ♦ 854 Eftir opnun suðurs er von- laust að halda aftur af norðri. Á öðru borðinu gengu sagnir þann- ig: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 6 grönd Pass Pass Pass Útspil: hjartagosi Hvemig er best að spila? Þrátt fyrir 33 punkta á milli handanna era aðeins 9 beinir tökuslagir. Hinir þrír verða að koma á tígul. Kóngurinn verður því að liggja fyrir svíningu, helst þriðji eða annar með tíunni. En hjartaliturinn gefur þó vissa aukamöguleika. Fyrir utan þá von að austur eigi kónginn ann- an eða vestur G10 blankt, er hugsanlegt að ná fram kast- þröng ef þannig liggur í spilun- um: Norður ♦ D75 *D42 ♦ ÁDG ♦ ÁKDG Vestur Austur ♦ 9642 ♦ 1083 VG1087 II VK63 ♦ K4 ♦ 10753 ♦ 973 Suður ♦ ÁKG TÁ95 ♦ 9862 ♦ 854 ♦ 1062 Lykilspiiamennskan er að dúkka hjartagosa. Vestur skiptir væntanlega yfir í lauf og þá era innkomumar á spaða notaðar til að svína tvisvar í tígli. Austur stenst svo ekki þrýstinginn þeg- ar laufin era tekin, verður að fara niður á hjartakónginn blankan eða henda tígultíunni. í reyndinni átti vestur kóng- inn Qórða í tígli svo spilið tapað- ist á báðum borðum. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Dieren í Hollandi í ágúst kom þessi staða upp ( skák alþjóðlegu meistaranna Me- ulders, Belgíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Hartoch, Hol- landi. Svartur var of gráðugur f síðasta leik, hann seildist f peð með 24. — Bf6xd4? 25. Hxd4! - Hxd4, 26. Df6! og svartur gafst upp, því 26. — Re8 er svarað með 27. Bxd4 og hvítur vinnur mann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.