Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 38
38 fclk í fréttum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Úa sýnir hæfiii sína í að klifra stíga hún hefur áhuga en svo fer hún sína leið. Sjálfstæðislundin er sterk í henni eins og öðrum íslendingum!" En Ödu hefur tekist að þjálfa Úu svo vel að hún ber af í björgun- arprófum. Þær hafa nú unnið sam- an í rúm tvö ár. Þær sækja tíma 'allan ársins hring og þjálfa með 35 öðrum hundum og eigendum þeirra. Þrír þeirra unnu björgunarstörf í Armeníu eftir jarðskjálftana þar en hundamir eru einnig þjálfaðir sem snjóflóðahundar. Úa er ekki full- þroska enn. Ada hyggst taka þátt í prófi með hana í maí en í síðasta prófi var hún best. „Hún átti að ieita í miklum rústum og var fyrst á fundarstaðinn. Hún er einstaklega fim, fljót og létt á sér. Hinir hund- amir höfðu ekki við henni." Ada er sérstaklega ánægð með árangurinn af því að hún einsetti sér að sanna að íslenski hundurinn væri vel fallinn til björgunarstarfa. „Félagar í Björgunarsveit íslands létu í ljósi litla trú á hæfni íslenska hundsins þegar ég hitti þá. En nú höfum við sýnt að honum er ekki alls vamað." BJORGUNARSTORF Ada og Ua sanna ágæti íslenska hundsins Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir Maissen hjónin með þau Úu og Mats Zttrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara w Ua, fyárhundur af íslensku kyni, hefur sýnt og sannað í Sviss að íslenskum hundum er ekki alls vamað. Úa vann fegurðarsam- keppni fyrir nokkmm ámm og er vel á veg komin með að verða viður- kennd sem björgunarhundur. Feg- urðin er henni meðfædd en björgun- arþjálfunina á hún Ödu Maissen, konu á sjötugsaldri sem er búsett í fjallabænum Laax, að þakka. „Hún verður æ viðráðanlegri með aldrinum og hæfari til björgunar- starfa," sagði Ada. Það leyndi sér ekki að þjálfun Úu krefðist þolin- mæði. „Frelsi er íslenskum hundum í blóð borið," sagði hún. Marietta Maissen og Pétur Behr- enz, sem búa á Höskuldsstöðum í Breiðdalsvík, sendu föður Mariettu Úu og hundinn Kappa í afmælisgjöf fyrir nokkmm ámm. Ada, móðir Maríettu, hafði margra ára reynslu í að þjálfa stóra, þýska ijárhunda. „Þegar Mats, hundurinn sem ég var að þjálfa, veiktist, ákvað ég að sýna hvað í hringrófu býr,“ sagði hún. „Fyrst í stað þótti mér dálítið óþægilegt að mæta með hana í þjálfunartíma og próf af því að hún er svo lítil i samanburði við aðra hunda sem ég er vön að vinna með. Hún vakti athygli og margir efuðust um að svona lítið kríli gæti gert gagn á björgunarsvæðinu. En hún leynir á sér.“ Maissen hjónin losuðu sig við Kappa, hann býr nú í nágrenni við Zúrich, en Úa hefur félagsskap af Mats, stómm og sterkum Scháffer- hundi. Hún gelti vel og lengi þegar mig bar að garði. „íslensku hund- Morgunblaðsins. amir em þekktir fyrir að gelta í tíma og ótíma," sagði ída „og hún á það til að gelta of mikið. En hún hefur lagast og mestu máli skiptir að hún geltir á réttum tíma á björg- unaræfingum." Þá kom í ljós að Úa situr og stendur eins og húsbóndi hennar skipar henni, en innan vissra tak- marka þó. Hún stóð sig vel innan dyra og var ekki lengi að finna mig þar sem ég stóð falin í kolniða- myrkri í kjallara húss Maissen hjón- anna. Hún kom hlaupandi, hnusaði og gelti eins og hún ætti lífið að leysa þangað til Ada kom. Úti fyrir hljóp hún léttfætt upp stiga og þef- aði þangað til hún fann grafinn bakpoka í snjónum. En þá var hún líka búin að fá nóg og Mats varð að hjálpa henni og grafa upp pok- ann. „Hún leggur sig fram meðan Hjá Ellingsen færðu fisléttar og sterkar snjóskóflur, sterkar snjóýtur, klakasköfur sem vinna á svellinu og strákústa sem gera sitt gagn. Sýndu fyrirhyggju og fáðu þér réttu strax. HAGSTÆTT VERÐ: Snjóskóflur kr. 1543,- Snjósköfur kr. 2149,- Kiakasköfur kr. 1559,- Strákústur m. skafti kr. 398, SENDUM UM ALLT Grandagarði 2, Rvík, sími 28855 Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Jóhann Pétur Sveinsson formaður Landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargar lengst tíl vinstri afhenti Geir Sverrissyni, lengst til hægri, viðurkenningu fyrir frækilegan árangur í sundi á Ólympíuleikum fatlaðra i Seoul, en þar hlaut Geir silfurverðlaun. Á miðri myndinni er Friðrik Magnússon varaformað- ur Landssambands fatlaðra og formaður félagsins á Suðurnesjum. SUÐURNES Landssamband fatlaðra heiðraði Geir Sverrisson sundkappa Geir Sverrisson nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja var nýlega heiðraður af Landssambandi fátl- aðra og Sjálfsbjörgu fyrir frækilegan árangur á Ólympíuleikum fatlaðra í Seoul, en þar hlaut Geir silfurverðlaun í sundi. Athöfiiin fór fram í sal Fjölbrautaskólans og afhentí Jóhann Pétur Sveins- . son, lögfræðingur og formaður Landssambands fatlaðra og Sjálfsbjargar, Geir Sverrissyni viðurkenning- una. Fjölmargir nemendur ásamt skólastjóra og kennurum voru við athöfiiina og var Geir Sverrisson hylltur að henni lokinni. gg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.