Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989 Haftiabolti og kynlíf Poirot í Palestínu Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn Stefiiumót við dauðann - Appoíntment With Death Leikstjóri Michael Winner. Handrít Anthony Shaffer og Peter Buckman byggt á sögu eftir Agöthu Christie. Kvik- myndatökustjóri David Gurfink- el. Tónlist Pino Donaggio. Aðal- leikendur Peter Ustinov, Lauren Bacall, Carrie Fisher, John Gielgud, Piper Laurie, Hayley Mills, Jenny Seagrove, David Soul. Bandarísk. The Cannon Group Inc. 1988. Myndin hefst í New Jersey, þar sem Boynton-Qölskyldan er saman- komin. Tilefnið er fráfall heimilis- föðurins. Undir lestri erfðaskrár- innar kemur á meðlimina, seinni eiginkonan, Laurie, er einkaerfíngi og brögð í tafli. Hún heldur því næst með hópinn í ferðalag um Evrópu til Palestínu (mjmdin gerist á fjórða áratug aldarinnar), og bætist fleira fólk í hópinn. Fyrstan skal frægan telja sjálfan leynilög- reglusnillinginn Poirot (Ustinov), lækninn Seagrove og Gielgud, höf- uðsmann hans hátignar. Síðan kemur að hinu óumflýjanlega morði, er Poirot er annars vegar, og fer hann nú að vinsa þá sak- lausu frá hinum seka . . . Þær eru orðnar margar Poirot- myndimar með Ustinov í aðalhlut- verkinu og eru þær flestar þokka- legar til afþrejnngar. Svo er með Stefnumót við dauðann. Bókin flettist á tjaldið án umtalsverðra tilþrifa að neinu leyti. Skelfíngar ósköp átakalaus. En það hefur ver- ið hlaðið á hana sómasamlegum leikumm í aukahlutverkin og ekk- ert hefur verið til sparað að hafa rammann sem bestan, því myndin er tekin víðsvegar í Evrópu og í ísrael. Sviðsmynd og búningar með þeim ágætum að endursköpun lið- inna tíma hefur tekist prýðilega. En andann og spennuna vantar. Alls ekki leiðinleg, en heldur ekki beint skemmtileg. Enda Winner við stjómvölinn. Háskólabíó Bull Durham Leikstjóri og handrítshöfundur Ron Shelton. Kvikmyndatöku- stjóri Bobby Byrne. TónUst Michael Convertino. Aðalleik- endur Kevin Costner, Susan Sarandon, Tim Robbins, Trey Wilson, Robert Wuhl. Bandarísk. Orion 1988. Að óséðu skilgreina menn gjaman „Bull Durham" sem „hafnaboltamynd", sem ,er, svo vitnað sé í Walt Whitman, „HINN ameríski leikur". Og satt best að segja hef ég álíka þekkingu á þessu fyrirbæri og hundurinn minn á umferðarreglunum. Og litlu nær eftir sýninguna. Enda, er að var gáð, fjallar Bill Durham ekkert frekar um hafnabolta en margt annað. Fyrst og fremst mannlífsmynd þar sem hressilegt kynlíf kemur við sögu, mannleg samskipti, töp, sigrar. Hafnabolt- inn er þó oftast í bakgrunni en þá er oftar verið að bregða ljósi á viðskipti leikmannanna, eðli þeirra og hvað heldur þeim gang- andi. Maður þarf því ekki að hafa hundsvit á hafnabolta til að hafa gaman af mjmdinni, sem að auki er bráðfyndin og frásögnin oftast á léttu nótunum. Costner, seigur og ákveðinn leikmaður sem er að komast á aldur, er fenginn til smábæjarliðs- ins Bull Durham, sem spilar í annarri deild. Hlutverk hans að „temja" hinn unga og efnilega Robbins, sem hefur allt vitið í hægri handlegg og milli fóta sér. Sannkölluð valkyija býr í bænum (Sarandon), mikill hafnaboltaunn- andi og ekki hefur hún minni áhuga á spengjlegum leikmönn- unum. Hefur það fyrir sið að velja sér þann efnilegasta í liðinu við upphaf hvers tímabils, sem bólfé- laga meðan á því stendur. En hún þræðir með þeim fleiri stigu en unaðsbrautir amorsbragða, því stúlkan hefur næmt auga fyrir blæbrigðum boltaleiksins sem og seiðmögnun fagurbókmennta, sem piltarnir hennar fá að kjmn- ast, hvort sem þeir vilja eða ekki. En nú er Sarandon vandi á höndum, getur ekki gert uppá milli Robbins og Costners. En gamli naglinn er ekki tilbúinn í neina útsláttarkeppni og Robbins dettur því í lukkupottinn. En und- ir niðri geijast tilfinningarnar. Það er unun að fylgjast með aðalleikurunum þrem, ekki síst Sarandon. Hún minnir á Sírenur Homers, sem seiddu til sín menn og tortímdu. Hún er stórglæsileg, hæfíleikamir og kynþokkinn geislar af henni. Það má mikið vera ef hennar verður ekki getið í næsta mánuði er greint verður frá Óskarsverðlaunatilnefningum. Hinn lítt kunni Tim Robbins (Howard The Duck) fer á kostum sem nýliðinn „með milljón dollara handlegginn en frmm senta haus- inn“, og Costner er traustur að vanda. Aukaleikarar vel valdir. Klipping og kvikmyndataka eru í fyrsta gæðaflokki og þrátt fyrir nokkrar brotalamir, einkum í handriti, má það teljast lygilegt að Bull Durham er byijunarverk leikstjórans og handritshöfunds- ins Sheltons. Satt og logið í gömlu Hollywood Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Gáskafullir grallarar („Sunset"). Sýnd í Stjörnubíói. Bandarisk. Leikstjóri: Blake Ed- wards. Helstu hlutverk: Bruce Willis, James Gamer, Mariel Hemingway og Malcolm McDow- eU. Gáskafullir grallarar („Sunset") er ein af þessum myndum sem hef- ur allt með sér. Aðalleikaramir eru Bruce Willis og James Gamer í hlut- verkum sögufrægra persóna og aukaleikaramir engir aukvisar heldur. Leikstjóri er gamansmiður- inn Blake Edwards, sögusviðið er Holljrwood þöglu myndanna á ofan- verðum þriðja áratugnum, sagan er um morð og spillingu og berg- málar af raunverulegum Holly- wood-hneykslum sem skóku draumaverksmiðjuna á sínum tíma og komu illu orði á starfsfólk henn- ar. Allt er þetta verulega lokkandi, frumlegt og frísklegt á pappímum en myndin stendur sjaldnast undir þeim væntingum sem efniviðurinn gefur tilefni til og nýtir góða hug- mynd illa. Fyrst og fremst er um að kenna bragðlitlu og dauflegu handriti, sem situr fast einhvers staðar á milli farsakennds gamans og dauðans alvöru, og leikstjóm Edwards, sem er fljótfæmisleg, yfírborðskennd og tilgerðarleg þegar kemur að sam- skiptum persónanna og lýsingu á umhverfi þeirra. Hann virðist hafa ósköp litla tilfinningu fyrir persón- um sínum, staðnum sem þær búa á og tímanum sem þær lifa í. Gáskafullir grallarar, sem sýnd er í Stjömubíói, segir frá því þegar þjóðsagnapersónan Wyatt Earp (James Gamer) kemur til Holly- wood til að vera ráðgjafí við gerð þögullar kúrekamyndar byggð á löggæslustörfum hans í Tombstone. Earp er langskemmtilegasta per- sóna myndarinnar, þökk sé einstak- lega aðlaðandi leik og jrfirveguðu stórstjömufasi Gamers. Hann er ein af lífseigustu Holljrwood-stjöm- unum og einn af þessum sem mað- ur nýtur þess að horfa á hvað sem hann leikur á sinn rólyndislega, eðlilega hátt, fullkomlega laus við sýndarmennsku. Sú skæra stjama Tom Mix (Bruce Willis), vestrahetja þöglu myndanna í jólaskrautlegum kúrekafötum — sem gera hann tals- vert hlægilegan hvort sem Edwards hafi ætlað það eða ekki (líklega ekki) — leikur Earp í myndinni sem verið er að gera og er lítið annað en sýndarmennskan. Það er ekki burðarmikið hlutverk frekar en önnur í myndinni en gefur svölum og töffaralegum Willis tækifæri til að spóka sig í skrautklæðnaðinum. Bæði Earp og Tom Mix, sem var einn fremsti kúrekaleikari þöglu myndanna, voru til í raunveruleik- anum en hneykslis- og morðmálið sem þeir lenda í og leysa í mynd- inni er tilbúningur — það munar einni lygi eða svo eins og þeir segja. Því tengist sadistalegur Mal- colm MacDowell í hlutverki kvik- myndaframleiðanda með slæma samvisku ef hann hefur þá ein- hveija, Mariel Hemingway, sem leikur unga mellumömmu og elsk- una hans Gamers, spilltur lögreglu- foringi og gangster frá Síkakó. Gáskafullir grallarar er stundar- skemmtun sem vantar hold á bein- in. Það getur verið gaman að fylgj- ast með stjömunum en það nægir ekki eitt sér þótt James Gamer komist nokkuð langt með það. BORGARTÚNI 32 - SÍMI 35355 {jgcÆÉa.//- -úety Cubaóskar Bíóhöllinni til hamingju með frumsýningu á toppmyndinni Coctail. Af því tilefni sýnum við valin skot úr myndinni á risaskjánum, leikum lögin og gefum heppnum gestum boðsmiða. Opið í kvöld kl. 23-03 Kr. 600,- Ný tónlist - Suðrænt andrúmsloft Gömlu dansarnir Hljómsveit Jóns Sigurðssonar og söngkonan Pálína Vagnsdóttir. Aðgöngumiðar í síma 685520 frá kl. 18.00. Allirvelkomnir. Næsta ball verður 11. febrúar. Eldridansaklúbburinn Elding. QLÆSIBÆ ÁIFHEWMJM74. SáM686220.'\ LAUGARDAGUR: Alltupppantaðímat. SUNNUDAGUR: Gömludansarnir. Hljómsveit Jóns Sigurðssonar leikur gömlu dansana frá kl. 21.00 til 01.00. Snyrtilegur klæðnaður. Rúllugjald kr. 600,- OPIÐ í KVÖLD Lágmarksaldur 20 ór Kr. 600,- KOSS KODBDLÖDRKOmiWm 32. sýn. í kvöld kl. 20.30. 33. sýn. sunnud. 29/1 kl. 16.00. Nzst síðasta sýnhelgi! Sýningar ern i kjallara Hlaðvarp- ans, Vesturgötu 3. Miðapantanir x síma 15185 allan sólarhringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum 14.00- 14.00 virka daga og 2 tímum fyrir sýningn. GUÐMUNDUR HAUKUR Leikur í kvöld QHOTELO mtCtlKM ^VNOIII Fntl inntynrW 21 00 Aðgangseynr kj 3M tí U 21 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.