Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.1989, Blaðsíða 21
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1989 21 Andrej Sakharov á Ítalíu: Umbætur í Sovétríkjun- um kosta mikla baráttu Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunbladsins. Reuter. SOVÉSKI nóbelsverðlaunahafínn, Andrej Sakharov, kom til Ítalíu á sunnudag og í dag, miðvikudag, verður hann sæmdur heiðursdoktor i stjarnfræði við háskólann í Bologna. Elena Bonner kona hans kom með Sakharov til Ítalíu og ætla hjónin að fara til Bandaríkjanna að lokinni dvölinni á Ítalíu. Sakharov, sem ræddi við Jóhannes Pál páfa D á mánudag, sagði að umbætur í Sovétríkjunum myndu kosta „mikla baráttu" og kvaðst hann ekki ætla að þegja yfír því sem miður færi í sovésku þjóðfélagi. Andrej Sakharov heldur fyrir- lestra í háskólunum í Bologna og Siena, og Elena Bonner notar tæki- færið og fer í læknisrannsókn í Si- ena, þar sem hún hefur áður geng- ið til Iækna vegna augnsjúkdóms. Hjónin skoða Flórens áður en þau halda til Bandaríkjanna. Elena Bonner sagði við frétta- menn á mánudag að þau myndu ekki dvelja lengi á Ítalíu, þar sem Sakharov væri önnum kafínn vegna Bretland: Rannsókn lokið í nýrnasölumali St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðains. RANNSÓKN breskra heilbrigðisyfírvalda á meintri sölu á nýrum úr mönnum er nú lokið. Talið er víst, að rikissfjórnin leggi fram firumvarp til laga, sem banni sölu á líðærum úr mönnum. Heilbrigðisyfirvöld hafa lokið Síðar í vikunni munu ráðherrar rannsókn á ásökunum þess efnis, taka ákvörðun um, hvort lög verði að keypt hafi verið nýru úr Tyrkjum til að græða í nýmasjúklinga. Nið- urstöður rannsóknarinnar hafa ekki verið gerðar opinberar, þótt sumar þeirra hafi lekið út. Humana-Well- ington-spítalinn er gagnrýndur fyr- ir að hafa ekki eindregnar reglur um meðferð mála af þessu tagi. Enginn sé ábyrgur fyrir, að ekki sé grætt nýra í einstakling óskyldan nýmagjafanum. Einnig vanti yfir- lýsingu frá Tyrkjanum, sem þetta mál snýst um, þar sem hann sam- þykki aðgerðina. Sjúkrahúsið er ekki talið hafa tekið þátt í kaupum á nýrum. Rannsóknin á nýmamiðstöðinni, sem fékk Tyrkjann til að koma til Bretlands, hefur leitt í ljós, að ferð- um Tyrkja á vegum stöðvarinnar til London hefur flölgað mjög á síðustu árum. Einnig hafa komið í ljós tengsl á milli stöðvarinnar og Tyrkjans, sem var milligöngumaður í Ankara og situr nú í fangelsi þar. sett, sem banna sölu á líffærum úr mönnum. Margaret Thatcher for- sætisráðherra hefur lýst andstyggð sinni á slíkri sölu og sömuleiðis leið- togar stjómarandstöðunnar. Fmm- varp til slíkra laga ætti því greiða leið í gegnum þingið. Umtalsverðar umræður hafa orð- ið meðal sérfræðinga um málið. Spumingin stendur um það, hvort menn hafí eignarrétt yfir líkama sínum. Hafi þeir það, er spurt, af hveiju þeir séu þá ekki ftjálsir að því að ráðstafa honum, eins og þeim best hentar, svo framarlega sem þeir glata ekki lífinu. Aðrir spyrja sig, hvort blátt bann við sölu á nýrum muni ekki draga úr fram- boði á nýmm yfirleitt og þar með leiða til dauða fleiri manna en ella hefði orðið. Stjómmálamenn virðast vera búnir að gera það upp við sig, að á þessu sviði skuli hinn frjálsi markaður ekki ráða. framboðs síns í Sovétríkjunum. „Ég vona að hann vinni ekki," sagði Bonner brosandi við blaðamenn. „Það myndi þýða aukið vinnuálag og ég vil frekar hafa hahn heima, þar sem hann getur unnið að rann- sóknum sínum.“ Sakharov sagðist hins vegar vona að nokkrir frambjóðendur úr röðum umbótasinna ynnu sæti á fulltrúa- þinginu í kosningum í næsta mán- uði. „En þetta kostar mikla baráttu vegna þess að kerfið getur á ýmsan hátt orðið til trafala," sagði Sak- harov, sem var sjö ár í útlegð í Sovétríkjunum þar til árið 1986. í bréfi sem birt var í málgagni sovésku stjómarinnar, Ízvestíu, á mánudag segir Sakharov að þótt hann styðji Míkhaíl Gorbatsjov Sov- étleiðtoga ætli hann ekki að þegja yfír mikilvægum málum. „Ég met hlutverk upphafsmanna perestrojku mikils og á þetta einkum við um Míkhaíl Gorbatsjov. Ég hef rætt þetta bæði í Sovétríkjunum og á Vesturlöndum. Þ'ess vegna ber mér skylda til og mér er það aukin- heldur fullkomlega heimilt að tjá mig opinskátt um allt það neikvæða og hættulega í sovésku þjóðfélagi," segir í bréfi Sakharovs. Nóbelsverðlaunahafinn fór til Bandaríkjanna og Frakklands í nóv- ember og desember, eftir að sovésk yfirvöld höfðu gefið honum ferða- leyfi. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem hjónin fara saman til Bandaríkjanna. Mikill mannflöldi tók á móti Sakharov-hjónunum er þau komu til Rómar. 15 þúsund manns á Péturstorgi í Róm: Mótmæltu fóst- ureyðingum Tórínó. Frá Hrynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins. 15 þúsund manns söftiuðst saman á Péturstorgi í Róm á sunnudag til að mótmæla fóstureyðingum. Var haldið á kröfuspjöldum og borðum með áletrunum á borð við „Lengi lifi lifíð“. Jóhannes Páll II páfí kom út á svalir Páfahallarinnar og ávarpaði hópinn. „Síhækk- andi meðalaldur stofnar framtíð sumra þjóða í hættu,“ sagði páfí meðal annars. Boðskapur páfa var einnig á þessa leið:„Aukin tíðni fóstureyð- inga og ýmiskonar eigingimi á sinn þátt í þessari neikvæðu þróun. Allt líf er Guðs gjöf; líf þess sem bíður þess að fæðast, þess sem kominn er að því að deyja, þess sem er veikur og þess sem er heilbrigður. Lífið er jákvætt og við eigum ekki að raska því.“ Miklar og ákafar umræður hafa átt sér stað á Ítalíu undanfarið um fóstureyðingar. Fyrir 10 árum voru samþykkt lög sem leyfðu fóstureyð- ingar í ákveðnum tilvikum. Lögin voru samþykkt í kjölfar þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið, þar sem um 65% ítala lýstu sig hlynnta lög- um um fóstureyðingar. Nú standa ítalir frammi fyrir því að á sumum spítölum virðast fóstur- eyðingar vera framkvæmdar allt að því fram á 5. mánuð meðgöngu, en nokkur slík tilvik hafa verið Radial stimpildælur = HEÐINN = VÉLAVERSþUN SiMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Riðstraumsrafalar (alternoforar) fyrir bifreiðar, vinnuvélar og báta. Varahlutir, viðgerðarþjónusta. Hagstœð verð. Ármúli 1, 108 Reykjavík Sfmar: 686824 - 685533 - 37700 kærð, og virðast aðgerðimar hafa verið framkvæmdar, án þess að líf eða heilsa móðurinnar væri í hættu. Á Ítalíu er leyfilegt skv. lögum að framkvæma fóstureyðingu fram að 90. degi meðgöngu ef líf eða (líkam- leg eða andleg) heilsa bams eða móður em í hættu, ef ljóst þykir að fóstrið sé að einhveiju leyti van- skapað, eða ef félagslegar eða fjár- hagslegar aðstæður móðurinnar em slæmar. Eftir þriggja mánaða með- göngu getur kona látið eyða fóstri eingöngu ef líf eða líkamleg heilsa eru f hættu. Á öðmm spítölum neita yfirlækn- ar að framkvæma fóstureyðingar og hafa sptalar því orð á sér fyrir að vera „góðir" eða „vondir“ hvað þetta varðar. Lög um fóstureyðing- ar em teygjanleg og „félagslegar og fjárhagslegar" ástæður em matsatriði í hvert sinn og einnig „andleg heilsa móðurinnar". FYRIR VORUGJALDSHÆKKUN INNRÉTTINGAR GÆÐAVARA A GÓÐU VERÐI V örugjaldshækkunin er að skella á. Nú er rétti tíminn til að festa kaup á baðinnréttingmeld- húsinnréttingu eða fataskápum. Verðið hjá okkur hefur ekki hækkað síðan í júní 1988 — það eitt tryggir þér hagstætt verð. Hjá okkur í IB-búðinni fara verð og gæði svo sannarlega saman. Komdu og skoðaðu úrvalið og fáðu nánari upplýsingar. ^BCIÐIN ARMCILA 17a BYGGINGAtUÓNCISTA SÍMAR 84585-84461 k A> «lr-«S - V *■ á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.