Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.02.1989, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 1989 11 — Það var árið 1934 þegar ég var enn í 5. bekk Menntaskólans ! Reykjavík en í nóvember það ár kom - út ljóðabók Tómasar, Fagra veröld. Ég hreifst mjög af ljóðum Tómasar og á menntaskólaárunum samdi ég mörg lög við texta eftir Tómas og fleiri rómantísk skáld. Mér finnst liggja mér næst að semja í þessum rómantíska stíl og þannig hef ég notað texta eftir Jón Helgason, Öm Amarson, Þorstein Erlingsson og föður minn Þorstein Gíslason og er nafn plötunnar, Ljósið loftin fyllir einmitt úr kvæði eftir hann. Það var Jón Þórarinsson sem út- setti lög Gylfa og setti þau á tón- leikaskrá Fóstbræðra en Jón hafði þá lengi fylgst með lagasmíð Gylfa. Lögin voru fyrst notuð á tónleikum Fóstbræðra árið 1968 og oft síðan. Fálkinn hefur áður gefið úr þtjár hljómplötur með lögum Gylfa. Hin fyrsta, Við sundin blá, kom út árið 1974 og söng þá Róbert Amfínnsson lögin sem öll vora við texta Tómasar Guðmundssonar. Róbert söng einnig öll lögin á annarri plötunni, Lestin branar, en á henni vora lög við texta eftir ýmsa höfunda. Þriðja platan, Ég leitaði blárra blóma, var gefin út í tilefni af 70 ára aftnæli Tómasar með textum hans en þá var það Erlingur Vigfússon sem söng flest lögin. Gylfí lærði á píanó á unga aldri hjá Bjama Þórðarsyni sem þá kenndi í því húsi við Vonarstræti sem Al- þingi fékk síðar til afnota. Hann segir að það sé mjög misjafnt hversu fljótur hann sé að semja lög. Skapstilling o g sálarró — Sem dæmi get ég nefnt lagið við textann Ég Ieitaði blárra blóma. Ég hafði komið seint heim eftir erf- iða fjárlagaumræðu á Alþingi og konan var náttúrlega farin að bíða með matinn. Ég greip bókina Við sundin blá og þegar ég opna hana lendi ég á þessu ljóði, Eg leitaði blárra blóma. Ég settist við hljóð- færið og spilaði lagið strax og kall- aði fram til konunnar minnar: Hér er komið lag til þín! Þannig hefur lagið verið síðan. Það tók mig hins vegar mörg ár að semja lagið Þjóð- vísu eftir Tómas Guðmundsson og mér fannst það veralega vandasamt. Eru ný lög í smíðum? Flutningur Kammersveitar Reykjavíkur á Des canyons aux etoi- les eftir Messiaen er stórviðburður og í heild var flutningurinn frábær- lega vel útfærður. Píanóleikur Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur var glæsilegur en hlutur pfanósins nálg- ast að vera jafn mikill og {píanókon- sert. Homeinleikur Joseph Ognibene í sjötta kaflanum, Óp stjamanna, var frábærlega vel gerður og slagverks- mennimir Eggert Pálsson og Maaten van der Valk, er léku einleik á klukkuspil og xylorimba stóðu sig með prýði. Yfir þessu vakti eyra Heimdallar er allt heyrir, snillingur- inn Paul Zukofsky, er stjómaði þessu magnaða verki af hógværð og trú- leika við boðskap meistarans. Hljómsveitin í heild stóð sig með miklum ágætum en leiðtogi hennar Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari, á þó meiri þakkir skiidar en fyrir það eitt að hafa staðið sína vakt á „1. púlti". Hún hefur í 15 ár haldið uppi starfi Kammersveitar Reykjavíkur með sívaxandi „slagkrafti" og staðið fyrir flutningi merkra nútímaverka, sem trúlega væra enn óflutt hér á landi, auk þess að hafa flutt mörg af snilld- arverkum eldri meistara. Um leið og Rut Ingólfsdóttur er óskað til hamingju með verðskulduð Menningarverðlaun Dagblaðsins, er henni þakkað fyrir ómetanlegt starf, bæði er varðar Kammersveit Reykjavíkur og framlag hennar sem listamanns. Tónskáldafélag íslands, undir tónleikaheitinu Myrkir músík- dagar, tók þátt í þessari tónveislu með Kammersveitinni og má þar kenna þann mikla áhuga sem tón- skáld hafa á verkum Messiaen, enda munu fá tónskáld hafa haft eins mikil áhrif á þróun nútímatónlistar. Með þessum tónleikum lauk Myrk- um músíkdögum að sinni en Kamm- ersveit Reykjavíkur á enn eftir eina tónleika á þessu 15. starfsári og verður þar eingöngu flutt frönsk tón- list, m.a. frumfluttur nýr blásarak- vintett eftir Martial Nardeau, flautu- leikara. — Nei, nú er ég alveg hættur að semja og ég vil leggja áherslu á það að þetta hefur alltaf verið tóm- stundaiðja mín - ég lít ekki á mig sem tónskáld því ég hef ekki neina menntun á þessu sviði. Ég hef hins vegar alltaf haft mikla ánægju af þessari tómstundaiðju og hún hefur í gegnum árin auðveldað mér að halda skapstillingu og sálarró í stjómmálabaráttunni. jt (Ljósm. Sigurgeir Siguijónsson). Þau flytja lög Gylfa á plötunni Ljósið loftin fyllir, frá vinstri: Garðar Cortes, Ólafur Vigoir Albertsson, Sigríður EUa Magn- úsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Njóttu þess að vera í góðu veðri á Spáni um páskana, liggja í sólbaði, spila tennis, stunda íþróttir, borða veislumat á hverjum degi fyrir lágt verð, skreppa í jeppa-safarí og vera hluti hins fjölbreytta mannlífs. Ferðamiðstöðin VERÖLD getur nú boðið nýjar stúdío-íbúðir á Benidorm yfir páskana á frábæru verði. Levante Club er ný hótel-íbúðabygging við hliðina á Europa Center sem býður uppá margskonar þjónustu fyrir Veraldarfarþega. Það býður enginn betur um páskana í ár. BENIDORM Brottför 21. mars - 13 dagar. í leiguflugi. Europa Center, Torre Levante, Levante Club, Verð frá kr. 32.600,-*. 2 í stúdíóíbúð frá 39.900.- COSTADELSOL Brottför 21. mars — 13 dagar. I beinu leiguflugi. Benal Beach, Santa Clara Timor Sol Verð frá kr. 34-700,- *. 2 í stúdíóíbúð frá kr. 43.800,- THAILAND Brottför 20. mars - 18 dagar. Flug um Kaupmannahöfn. Glæsileg lúxusferð með íslenskum fararstjóra. Bangkok 5 dagar, Pattaya 10 dagar. Gist verður á hinu frábæra Dusit Resort, lúxushóteli á Pattaya. Verð kr. 98.900,- Btyndís Schram, * Verð miðað við hjón með 2 böm innan 12 ára. fararstjóri í Thailandsferð Veraldar F E R fl A Kl IIISIÖ <11N AUSTURSTRÆTI17. SÍ Ml 91 -622200 Opið í dag fró kl. 10-14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.