Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 Vestur-Berlín: Samið um skiptingu embætta Vestur-Berlín. Reuter. Jafnaðarmenn og græningjar í Vestur-Berlín komust að sam- komulagi um skiptingu embætta í gær og bjuggu í haginn fyrir samvinnu flokkanna I borgar- stjórn. Þar með lauk samninga- viðræðum milli forystumanna flokkanna sem staðið hafa yfír i sex vikur. Borgarstjóri hinnar nýju sam- steypustjómar verður Walter Mom- per, leiðtogi jafnaðarmanna, að því tilskildu að báðir flokkar samþykki skiptingu embætta á fundum yfir helgina. Græningjar fá embætti borgar- skipulags- og umhverfísmála, skóla- og kvennamála og æskulýðs- og Qölskyldumála. Öll önnur emb- ætti falla í skaut jafnaðarmanna. j Iq'ölfar úrslita borgarstjómar- kosninganna í Vestur-Berlín hafa kristilegir demókratar, CDU, undir stjóm Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, og systurflokk- urinn í Bæjaralandi, CSU, lýst því yfír að samstarf jafnaðarmanna og græningja í stjóm landsins myndi hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér. George Koskotas. Grikkland: Reuter Tillaga um vantraust á Papandreou Aþenu. Reuter. TILLAGA um vantraust á stjórn sósíalista í Grikklandi var lögð fram á þingi í fyrrakvöld og sögðust talsmenn stjómarand- stöðunnar vonast til að hún yrði samþykkt og að fljótlega yrði efht til nýrra þingkosninga. Vantrauststillagan er fram kom- in vegna bankahneykslisins, sem nú skekur grískt þjóðfélag. Stjóm- arandstöðuflokkamir allir hafa hvatt Andreas Papandreou, forsæt- isráðherra, til að segja af sér vegna þess. Hefur hann sagt að ekki komi til greina að flýta kosningum, sem fyrirhugaðar eru 18. júní næstkom- andi. Papandreou hefur sætt vaxandi gagnrýni í eigin flokki vegna bankahneykslisins, en í síðustu viku komu fram ásakanir um að stjóm hans hefði lagt blessun sína yfír fjármálastarfsemi George Koskot- as, höfuðpaursins í bankahneyksl- inu, sem talinn er hafa svikið jafn- virði 200 milljóna dollara, eða 10 milljarða íslenzkra króna, út úr gríska ríkinu. Papandreou hefur haldið því fram að hneykslismálið væri tilræði af hálfu Bandaríkja- stjómar við sig og stjóm sína. Reuter Líkamsrækt Rósu Richard Hayward, starfsmaður hjá Regent Park-dýragarðinum í London, ýtir af festu á bakhluta nashymingsins Rósu, sem er 15 vikna gömul. Rósa fæddist í dýragarðinum og kippir sér ekki upp við nærveru tvífætlinga. Á hveijum degi verður hún að yfirgefa stíuna og hreyfa sig, hvort sem henni líkar betur eða verr. Gro Harlem Brundtland: Aðild Noregs að EB útilokuð - myndi EB og EFTA tollabandalag Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fi*éttaritara Morgunblaðsins. GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, sagði á fundi með belgískum blaðamönnum í Ósló að kæmi til þess að Fríverslunar- bandalag Evrópu (EFTA) myndaði tollabandalag með Evrópubanda- laginu (EB) væri umsókn Norðmanna að EB úr sögunni. Brundtland kvaðst þeirrar skoðunar að einfalda ætti ákvarðanir innan EFTA t.d. með atkvæðagreiðslum þar sem meirihlutinn réði úrslitum. Jafii- framt væri æskilegt að koma á fót gerðardómi sem hefði það hlut- verk að skera úr ágreiningsefiium sem upp kæmu í samskiptum bandalaganna tveggja. Norski forsætisráðherrann lagði áherslu á að þetta væru persónuleg viðhorf hennar og að hún væri ekki að spá fyrir um niðurstöður leið- togafundar EFTA sem verður í Ósló í næstu viku. Hún sagði að EFTA yrði á einhvem hátt að koma til móts við þær hugmyndir sem Jacques Delors, formaður fram- kvæmdastjómar EB, setti fram í ræðu á Evrópuþinginu 17. janúar sl. þar sem hann sagði m.a. að EFTA yrði að tala með einni rödd í samskiptum við EB í stað sex. Brundtland sagði að EFTA stæði Sovéskur njósnari rekinn frá Bandaríkjunum: Bein ögrun af hálfti Bandaríkjastjórnar - segir talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins Moskvu. Washington. Reuter. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum vísuðu á fimmtudag hermálafúll- trúa við sovéska sendiráðið í Washington úr landi. Maðurinn var handtekinn á miðvikudagskvöld, sakaður um njósnir. Gennadíj Ger- asímov, talsmaður sovéska utanrikisráðuneytisins, sagði í gær að Bandaríkjamenn væru ábyrgir „fyrir framhaldi málsins“ og bætti við að brottvísunin væri bein „ögrun“ af hálfú Bandarikjastjórnar. Hermálafulltrúinn Júrí Pakht- var handtekinn. Embættismenn úsov var handtekinn eftir að hann sem starfa á vegum bandarísku hafði reynt að komast yfír gögn sem varða geymslu á leynilegum upplýs- ingum í tölvukerfí Bandaríkja- stjómar. Fylgst hafði verið með Pakhtúsov frá því í ágústmánuði er hann reyndi að vingast við starfs- mann fyrirtækis sem hefur aðgang að leynilegum samningum banda- rískra stjómvalda. Starfsmaðurinn lét yfírvöld þegar í stað vita af þessu en hélt áfram að hitta Pakht- úsov þar til á miðvikudag er hann alríkislögreglunnar sögðu í gær að Sovétmenn hefðu ekki komist yfír þær upplýsingar sem þeir sóttust eftir. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði á fundi með blaðamönnum í Moskvu í gær að Pakhtúsov hefði ekki gerst sekur um athæfi sem „ekki hæfði stöðu hans“ og kvað Bandaríkjamenn ábyrga fyrir þeim afleiðingum sem málið kynni að hafa í för með sér. Ljóst væri að hér væri um „beina ögrun" að ræða af hálfu stjómvalda í Bandaríkjun- um en áður höfðu starfsmenn sov- éska sendiráðsins í Washington lát- ið sams konar jrfirlýsingu frá sér fara. Ónefndir starfsmenn bandaríska utanríkisráðuneytisins kváðust í gær ekki búast við því að mál her- málafulltrúans kæmi til með að skaða samskipti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sem farið hafa batnandi að undanfömu. „Náung- inn var staðinn að verki og Sovét- menn vita fullvel að við bregðumst hart við þegar öryggi okkar er ógn- að,“ sagði einn þeirra. Efiiahagsmál í Kína: Þjóðaríramleiðsla eykst en blikur eru samt á lofti RÚMUR áratugur er liðinn frá því að Kínverjar hleyptu af stokkun- um áætlun um.víðtækar efnahagsumbætur, opnuðu landamærin í rfkari mæli fyrir erlendum Qárfestingaraðilum og juku utanrfldsvið- skipti sin stórlega. Á þessum árum hefúr efnahagslífíð tekið stakka- skiptum, ef marka má skýrslu um efnahagsframfarirnar sem birtist í kínverska vikuritinu Beijing Review í lok janúar og gerð var af Efnahagsrannsóknarstofnun ríkisins. Þar kemur fram að verg þjóð- arframleiðsla i Kína varð meiri en meðaltalsaukning i heiminum á árunum 1980-86 og jókst hún meira en f þróunarlöndunum og í vestrænum iðnrikjum. Meðaltalsaukning vergrar þjóðar- framleiðslu í heiminum á þessum árum var 2,6 af hundraði en aukn- ingin í Kína nam 9,2 af hundraði. Engu að síður hrannast óveðurský á lofti í efnahag Kínveija. Talsmað- ur Tölfræðistofnunar ríkisins, Zhang Zhongji, lýsti því yfír á þriðjudag að kínverska ríkisstjómin væri að missa tökin á efnahags- stjóm landsins því verðbólgan í landinu, sem slegið hefur öll met, virðist hreint ekki á undanhaldi. Zhang sagði við fréttamann Re- uters-fréttastofunnar að vanda- málin yrðu æ flóknari og erfíðari viðfangs. Jafnframt væri allt útlit fyrir að lífskjör meira en þriðjungs borgarbúa landsins, sem em yfír 200 milljónir, myndu versna sökum hinnar miklu verðbólgu. Hann sagði að tekjur 34,9 af hundraði þeirra sem búa í borgum myndu minnka vegna hækkunar á smá- söluverði. Embættismenn leg-gj- ast gegn aðgerðum Kínverskir ráðamenn efndu til mikilla aðhaldsaðgerða í september á síðasta ári til að slá á þenslu í landinu. Þeir hafa ítrekað sagt að verðbólgan 1989 verði mun lægri en á árinu 1988, en þá sló verð- bólguhraðinn öll met og hafði ekki verið meiri frá því í byltingunni 1949. Opinberar tölur sýna hins vegar fram á að framfærslukostn- aður borgarbúa í janúar síðastliðn- um var 30,4% hærri en fyrir ári síðan. Iðnframleiðsla jókst á hinn bóg- inn í Kína um 17,7% á síðasta ári. Utanríkisverslun jókst um 24,4%, í 103 milljarða dali, um 5.253 millj- arða ísl. króna, og fjárfestingar erlendra aðila jukust um 16 af hundraði. { aðalfrétt kínverska dagblaðsins Economic Daily á þriðjudag segir að mörgum aðgerðum ríkisstjóm- arinnar sem ákveðið var að grípa til í september á síðasta ári hafi ekki verið hrundið í framkvæmd vegna andstöðu embættismanna og fyrirtælqa. í fréttinni var vanda ríkisstjómarinnar líkt við aðstöðu fískimanns sem veit hvar fískurinn heldur sig en hefur ónýt net til að veiða. frammi fyrir því í næstu viku að ákveða framtíð fríverslunarbanda- lagsins m.a. hvemig samskiptum við EB eigi að vera háttað og hversu langt eigi að ganga í samstarfí og samræmingu við bandalagið. EFTA-þjóðirnar gætu ekki fallist á lögsögu Evrópudómstólsins í Lúx- emborg í ágreiningsmálum sem upp kynnu að koma. Hins vegar kæmi til greina að setja á fót sérstakan gerðardóm sem gegndi því hlut- verki. Brundtland kvaðst efast um að vikið yrði að hugsanlegu tolla- bandalagi í yfirlýsingu leiðtoga EFTA-ríkja í næstu viku en vafa- Iaust yrði fjallað um ýmis atriði í tengslum við það mál. Norðmenn sitja í forsæti á fundinum sem hefst á þriðjudag en þeir eru talsmenn EFTA fram á haust; þá taka íslend- ingar við. Þeir verða því í forsvari á meðan líkur eru á því að til tíðinda dragi í sögu bandalagsins. Rafsanjani um Söngva Satans: Eina lausnin er að brenna hvert eintak Nikósía, Helsinki. Reuter. RAFSANJANI, forseti íranska þingsins, sagði í gær að eina leiðin til að lægja ófriðaröldur vegna útgáfii bókarinnar Söngvar Satans, væri að brenna öll eintök bókarinnar. Ella yrðu deilur milli múhameðstrúarmanna og stuðningsmanna rithöf- undarins, Salmans Rushdies, ekki leystar. „Eina færa leiðin er að gefa út ströng fyrirmæli þess efnis að öll eintök bókarinnar hvar- vetna í heiminum verði gerð upptæk og þau brennd," voru skilaboð Rafsanjanis við bæna- hald í Teheran og íranska fréttastofan Irna greindi frá í gær. Ekki var ljóst hvort Rafsanj- ani hygðist draga til baka dauðahótanir yfír Salman Rushdie, höfundi bókarinnar, ef fyrirmæli um bókabrennur yrðu gefín út. Rafsanjani sagði að Vestur- landabúar væru í úlfakreppu. Með því að stöðva útgáfu bók- arinnar brytu þeir gegn lögum um tjáningarfrelsi en leyfðu þeir útgáfu hennar á hinn bóg- inn kyntu þeir enn undir ólgu á meðal múhameðstrúar- manna. Útgefandi bókarinnar í Finn- landi lýsti því yfír í gær að hann ætlaði að láta ágóða af sölu bókarinnar renna til PEN, alþjóðasamtaka rithöfunda. Vestur-þýski rithöfundurinn Giinther Grass sagði sig úr Listaakademíu Vestur-Beriínar í gær þegar ljóst var að samtök- in ætluðu ekki að leyfa upplest- ur úr Söngvum Satans i húsa- kynnum sínum. Grass hefur verið félagi í akademíunni frá 1963 og var forseti hennar á árunum 1983-86. ..... nn ..... .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.