Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.1989, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. MARZ 1989 ann ercÁ xto. s\g L hraHbiestri ■" Ást er ... að þekja hana hjarta- hlýju. Með morgunkaffinu TM Reg. U.S. Pat Off. —aH rights reserved ° 1989 Los Angetes Times Syndicate 03? CCP ccCb ‘i',. 'ifc V.. Örlítinn spðl í viðbót og þá getum við sparað bens- inið alla leið inn í Dal... HÖGNI HREKKVÍSI Gróðureyðingin á Reylganesskaga Náttúruunnandi skrifar: Undarlegar ritsmíðar hefur mátt líta á síðum dagblaðanna, einkum Tímans, að undanfömu. Þar er því haldið blákalt fram, að fátt sé gróðrinum hollara en beitin. Gróð- ureyðingin sé öll veðurfarinu að kenna. Nú vita allir, sem vita vilja, að landið var viði vaxið til foma og allt fram á þessa öld voru víða skógar, sem nú eru horfnir, og því er það stóra spumingm: Hvenær nam veðurfarið land á íslandi? Ef satt væri, að gróður dafnaði betur við beitina væri hér allt vafíð milli Q'alls og fjöru en hvað er það, sem við okkur blasir, ekki aðeins íslenskum almenningi og vísinda- mönnum, heldur einnig kunnum, erlendum fræðimönnum? Einhver mesta gróðureyðing í víðri veröld. Ég hef lengi verið við athuganir og fylgst með gróðurfari á Reykja- nesskaga, allt frá Reykjavík og vestur úr, og ég hef séð hvemig gróðrinum hefur hnignað ár frá ári á ofbeittu landinu. Á skikunum, sem hafa verið girtir, er hins vegar öðm vísi umhorfs og það leiðir aftur hugann að veðurfarskenningunni. Svo mikill er nefnilega máttur nokkurra gaddavírsstrengja, að innan girðingar virðist ríkja allt annað veðurfar en utan. Þar em birki og víðir að brölta á fætur og blómjurtir, sem sumir vissu ekki, að yxu á þessum slóðum, em fam- ar að prýða holt og hæðir. Það er nefnilega svo, að landið blæs ekki upp nema svo nærri því hafi verið gengið, að gróðurinn nái ekki að binda jarðveginn. Eftir það þarf ekki nema örfáar rollur til að viðhalda eyðingunni og auka eins og sjá má svo glögglega hér á Reykjanesskaga. Grímstorfa í austurhlíðum Hafrafells á Fljótsdalshéraði er mörgum kunn og eingöngu fyrir það, að hún er skógi vaxin. Svo vill nefnilega til, að sauðkindin nær ekki til hennar og þá ekki veðurfarið heldur! Á Reykjanesskaga hefur veður- farið ekki valdið gróðureyðingunni. Þar hefur maðurinn einn komið við sögu og gegndarlaus ofbeit. Frístundabændumir, sem virðast miklu rétthærri en samborgarar þeirra, gera síðan sitt besta til að eyða því, sem eftir er, með því að senda þúsundir fjár á síðustu gróð- urleifamar. Víkveiji skrifar Nýlega lauk í Stokkhólmi þingi Norðurlandaráðs, sem er formlegur samstarfsvettvangur þjóðþinga norrænu frændþjóðanna. I ráðinu eiga sæti 87 fulltrúar kjömir af þjóðþingunum (7 frá Al- þingi) og þeir ráðherrar, sem ríkis- stjómimar tilnefna. Ráðherramir hafa málfrelsi en ekki atkvæðisrétt. Norðurlandaráð er ráðgefandi og samþykktir þess og ályktanir fara til Norrænu ráðherranefndarinnar, sem er formlegur samstarfsvett- vangur ríkisstjómanna, eða til einn- ar eða fleiri af ríkisstjómum land- anna. Norðurlandaráð var stofnað árið 1952 í skugga Kóreustríðsins, kjamorkusprengjunnar og ekki sízt jámtjaldsins, sem skipti Evrópu í ríki lýðræðis í vestri og ríki einræð- is og kúgunar kommúnismans í austri. Ástandið var viðsjárvert í Vestur-Evrópu í kjölfar hörmunga heimsstyijaldarinnar, víða matar- skömmtun og atvinnuleysi og kommúnistar kyntu undir óánægju fólksins. Margir óttuðust því, að fleiri þjóðir hyrfu austur undir jám- tjaldið. óttinn við nýja styijöld var yfirþyrmandi, þrátt fyrir stofnun Atlantshafsbandalagsins árið 1949. ijú Norðurlönd, sem voru her- numin í heimsstyijöldinni, ís- land, Noregur og Danmörk, gerðust aðilar að NATO, Svíar héldu fast við hlutleysi sitt, og Finnar voru undir hrammi Sovétríkjanna og höfðu þurft að láta mikið af landi sínu til þeirra og sultu hálfu hungri til að greiða Rússum „stríðsskaða- bætur". Það var við þessar aðstæður, sem hugmyndin um stofnun Norður- landaráðs fæddist og þróaðist með- al norrænna stjómmálamanna. Til- gangurinn var að treysta samstarf þeirra á sem flestum sviðum, en einkum þó menningarlegum, efna- hagslegum og hemaðarlegum. Hugmyndin um norrænt hemaðar- bandalag varð þó fljótlega að engu, því aðstæður og hagsmunir vom of ólíkir. Stuðningur við stofnun Norður- Iandaráðs varð fljótt víðtækur og fyrsta þingið kom saman í Kaup- mannahöfn. Finnar voru þó ekki með, því Rússar snerust harðlega gegn stofnun ráðsins, svo og komm- únistar um öll Norðurlönd, m.a. á íslandi. Finnar bættust þó fljótlega f hópinn. ær miklu vonir, sem bundnar voru við stofnun Norðurlanda- ráðs, hafa svo sannarlega rætzt. Samstarf og samskipti Norður- landabúa era með ólíkindum víðtæk og náin og eiga sér enga hliðstæðu. Það era ekki aðeins opinberir aðilar og stofnanir sem standa að þessu samstarfi. Það byggist ekki sízt á samskiptum íbúanna sjálfra og hvers konar félagasamtaka þeirra, svo og fyrirtækja. Nú þegar Norðurlandaráð er 37 ára er stjómmálasviðið í Evrópu gjörbreytt. Velmegun ríkir í vestur- hlutanum og austan götótts jám- tjaldsins ber sífellt meir á hræring- um til aukins ftjálsræðis. Samning- ar um samdrátt í vígbúnaði gefa vonir um friðvænlegri tíma. Norðurlöndin era á krossgötum. Þau verða innan tíðar að móta af- stöðu sína til þeirrar þróunar sem á sér stað innan Efnahagsbanda- lagsins. Hvort og með hvaða hætti þau taki þátt í þeirri þróun. Svarið mun liggja fyrir þegar haldið verður upp á 40 ára aftnæli Norðurlanda- ráðs árið 1992.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.