Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 6
VALDIMAR ÖRN FLYGENRING OG HELGI BJÖRNSSON UTAN SVIÐSINS tðffaraskuffunni „UM HVAÐ?“ er fyrsta spuming Valdimars Arnar Flygenring þegar ég hringi í hann og falast eftir viðtali. „Um þig“ svara ég. „Mig? Ja, það væri tilbreyting í því,“ segir Valdimar og við mælum okkur mót daginn eftir. Þegar við hittumst erum við bæði á varðbergi. Ég vegna ótta við að mér takist ekki að komast inn úr töflaraskelinni og ná sambandi við manninn sjálfan. Hann vegna ótta við að ég hafi einungis áhuga á töflaranum. Ég geri leifturárás: Ertu ekkert hræddur við að festast í þessari töffaraímynd? Hann lítur á mig hissa: „Jú, ég er einmitt logandi hræddur við það. Ég vakti fyrst athygli sem töffarinn Teddy í Hvenær kemurðu aftur rauðhærði riddari? í Nemendaleikhúsinu og síðan hef ég leikið fimm mismunandi töffara á tveimur árum. Ég vil ekki staðna í því hlutverki og ég ætla mér ekki að gera það. Ég hef verið varaður við af fólki sem hefur trú á að ég geti gert aðra hluti og ég veit að ég get gert þá. Ég ætla að komast upp úr töffaraskúflunni, þótt það verði dýrkeypt. Ég leik ekki fleiri töffara þjá leikhúsunum." ar mátaði hann mig í fyrsta leik. Ég reyni að klóra í bak- kann: En aðdáunin? Er ekki kitlandi fyrir hégómagimd- ina að vera kyntákn? „Kyntákn hvað? Auðvitað kitlar það hégómagimdina að vera þekkt- ur en það endist ekki lengi. Það kitlar ekki hégómagimdina að vera vakinn af símhringingum drakkins fólks um miðjar nætur, fyrir utan hvað það kemur manni í erfiða aðstöðu þegar maður er í sambúð. Það er bæði fáránlegt og hættulegt að vera „stjama" í svona litlu sam- félagi. Maður hættir að vera maður sjálfur, verður eins og fólk heldur að maður sé. Það era allir að ýta manni inn í ákveðið hlutverk. Ég hef áhuga á mótorhjólum og rokk- músík, á ekki fjölskyldu, fínnst þægilegt að ganga í gallabuxum og bol og það virðist nægja til að vera stimplaður óendanlegur töf- fari um aldur og ævi. Ég er það ekki, ég er fyrst og síðast mann- eskja." Valdimar er orðinn reiðilegur á svipinn og ég sný mér í flýti að öðram atriðum: Þú ert Reykvíking- ur? „Já, ég er borgarbam. En ég var í sveit á Homafírði þrjú sumur þegar ég var strákur, hjá manni sem ég ber mikla virðingu fyrir og þá langaði mig til að verða bóndi. Hugsaði um það í alvöra að fara í bændaskóla, ég held það hefði átt mjög vel við mig. En ég er of háður borgarlífinu, ég gat ekki hugsað mér að slíta mig alveg frá því. Sveitadvölin hafði þó mikil áhrif á mig. Það er ótrúlega hollt fyrir stráka á þessum aldri að kynnast ekta íslensku kjamafólki." Hvers vegna fórstu í leiklist? „Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara ekki í frekara nám fyrr en ég væri orðinn alveg viss um hvað ég vildi. Ég hafði velt ýmsum mögu- leikum fyrir mér, en ekki komist að niðurstöðu. Svo var ég staddur á leiklistarhátíð í Mexíkó og þá sló hugmyndinni niður: hvemig væri að fara í leiklist? Ég hugsaði um þetta fram og til baka í tvo mán- uði og tók ákvörðun. Ég hef aldrei séð eftir því, þetta á mjög vel við mig, en ég geri mér fulla grein fyrir því að „í draumi sérhvers manns er fall hans falið". En svo lengi sem ég get haldið áfram að vera hreinskilinn við sjálfan mig er ég ekki hræddur, þótt vissulega detti manni oft í hug að auðvelt sé að týna sjálfum sér í leikhúsinu. Leikhúsið er lokaður og takmark- aður heimur og ég verð fljótt leiður á svoleiðis, vil geta staðið fyrir utan og horft á, ekki látið það gleypa mig. Ég hef kynnst í leik- húsinu stórkostlegu fólki, sumu því besta sem ég þekki, en þar era allir að velta sér upp úr öllum og auðvelt að ruglast í ríminu, hætta að hafa sjálfstæða skoðun. Núna er ég ekki nema í einni sýningu ög það er eiginlega í fyrsta skipti síðan ég útskrifaðist sem ég hef haft ráðrúm til að setjast niður og velta fyrir mér hvað ég sé að gera, hvert ég stefni og hvað ég vilji. Ég er ekki viss lengur. Auðvitað langar mig að leika, en ef leikstjór- ar og leikhúsfrömuðir neita að skilja það að ég geti leikið annað en töffara get ég allt eins farið á sjóinn. Mig langar að fara að læra eitthvað meira, kannski leikstjóm. Og svo langar mig til að skrifa, hef skrifað ljóð og Smásögur en finn mig ekki í því og er að byija að skrifa leikrit." Ég hlýt að vera eins og þijú stór spumingarmerki í framan. „A ég að lesa fyrir þig það sem ég var að skrifa í nótt?“ segir Valdimar, nær í blaðabunka og byijar að lesa atriði í leikriti. Átök karls og konu, þar sem konan er greinilega sterk- ari aðilinn, þótt hún sé háð karl- manninum. Að lestrinum loknum ríkir þögnin um stund. Síðan segir Valdimar: „Þegar maður er að byija að skrifa leikrit heldur maður að það sé nauðsynlegt að sjá fyrir þróun persónanna og atburðarásarinnar. Það er ekki þannig. Ekki frekar en í lífínu sjálfu. Þú sérð aldrei sjálfan þig eða aðrar persónur í heild. Það er engin leið að segja til um hvar atburðarásin byijar. Þetta er eins og draumur, myndir sem raðast upp og verða heild. Ég get ekki tekið líf mitt og tekið til þess ákveðna afstöðu, komist að niður- stöðu. Ég læri af reynslunni smám saman, en það er ekki hægt að setja upphafið niður á einhvem ákveðinn punkt. Ég held það sé þroskandi þegar maður getur skrif- að um það, maður kemst í vissa fjarlægð, getur skoðað málin utan Morgunblaðið/Bjami VILHMH OH FLVCEWUNC frá. Besta leiðin til að reyna að skila báðum hliðum er að nota myndir úr lífí persónanna, ekkert endilega samstæðar myndir." Hvenær byijaðirðu að skrifa? „Ég veit ekki hvort á að kalla þetta skriftir. Ljóðin og smásög- urnar era miklu frekar leikur að orðum og hugmyndum. Ég held þetta hafí byijað með kynþroskan- um, þegar maður uppgötvaði ímyndunaraflið, eða réttara sagt gerði sér grein fyrir því hvers það er megnugt. Ég á fulla bók af ljóð- um og hef stundum látið mér detta í hug að gefa þau út, en þau eru ekki ég. Ég skil leikritsformið miklu betur, kannski af því ég hef unnið svo mikið í þvi. Vel skrifað leikrit, eins og Dagur vonar til dæmis, breytir manni. Ef þú horfir á það eða lest það með opnum huga gerist eitthvað innra með þér, þú sérð atburði úr lífínu sjálfu einangraða og verður að taka af- stöðu. Mesta hrós sem ég hef feng- ið kom frá konu sem var fengin til að fara á sýningu á Rauðhærða riddaranum og segja frá henni í útvarpinu morguninn eftir. Konan var svo reið að hún gat varla tal- að. Hún var svo reið útí fólkið á veitingastaðnum fyrir að láta manninn fara svona með sig, hana hafði langað til að standa upp og öskra á fólkið meðan á sýningunni stóð. Hún hafði neyðst til að taka afstöðu. Hún hafði lært sem mann- eskja." Hefurðu ennþá hæfíleikann til að hrífast af góðu leikriti á þess eigin forsendum eða horfírðu á það krítískum augum leikhúsmannsins? „Ég fæ oft gæsahúð þegar ég sé góða hluti í leikhúsi, en ég get líka orðið ofsalega fúll yfír smáat- riðum sem enginn tekur eftir. Til dæmis þegar öxin sem búið er að höggva með fjölda fólks dettur blóðug í gólfíð og það heyrist að hún er úr einhveiju allt öðra en járni. Ég get ekki fyrirgefíð svoleið- is handvömm. Annars fer ég ekki mikið í leikhús. Ég reyni að sjá allt sem sýnt er í Iðnó, en þegar maður vinnur svona mikið í leik- húsinu nennir maður ekki að eyða eina fríkvöldinu -sínu í leikhúsi. Hæfíleikinn til að hrífast? Já, með tímanum hættir maður að gefa sér forsendumar fyrirfram, fylgir hjartanu. Eins og í lífinu sjálfu. Eg sé ekki lengur einhvern punkt í framtíðinni og stefni á hann því þegar maður nær punktinum fylgir því engin fullnægja. Það sem gefur fullnægingu er að vera að nálgast punktinn, leiðin að honum. Eins og ég var að tala um í sambandi við leikritið áðan. Þetta verður að þróast. Þú ferð ekkert og lærir að skrifa leikrit í eitt skipti fyrir öll, ekki frekar en þú lærir að vera manneskja." Þegar þú minnist á leikritið þitt dettur mér strax í hug styrkur konunnar í því. Hvað fínnst þér um konur? „Ég væri ekki til ef ekki væra konur! Hvers konar spurning er þetta eiginlega? Það er ekki hægt að taka fyrir helminginn af mann- kyninu og afgreiða í nokkrum frös- um, það er fáránlegt.“ Hvað um hið viðtekna viðhorf töffarans til kvenna; ágætar til eins brúks og má notast við þær til að þvo sokkana manns? „Svona hugsar auðvitað enginn maður, en sumum virðist fínnast þægilegt að ímynda sér að einhver hugsi svona. Halda jafnvel að hann hafí séð í gegnum allt svínaríið: þetta gangi hvort eð er allt útá að éta eða vera étinn. Manneskjan er nú einu sinni þannig upp byggð að hún reynir alltaf að sparka í hina. En ég vil frekar taka við spörkum en sparka sjálfur. Ef maður ætlar að sparka fyrst er vissara að sparka fast. Þeyta við- komandi manneskju útí hafsauga og hugsa aldrei meira um það. En ég er of mikil efahyggjumanneskja til þess að geta það. Annars hélt ég að við ætluðum ekki að tala um töffara. Ég er ekki töffari, en ég er fastur í þeiiyi ímynd í hugum fólks. Ég get ekki breytt framkomu minni og útliti bara til þess að fólk átti sig á hvemig ég er. Ef það vill ekki hafa fyrir því að sjá í gegn- um yfirborðið þá getur það bara átt sig. Ég ætla ekki að ljúga að sjálfum mér.“ Ertu egóisti? „Mér fannst þegar ég var að byija í leiklistinni að maður hlyti að þurfa að vera mikill egóisti, en það er bara svo leiðinlegt og tak- markandi. Það er hörð samkeppni í leikhúsheiminum og maður verður að vera varkár og allt að því lúmsk- ur og helst fram úr hófí sjálfsupp- tekinn. Þetta er öragglega ekkert betra í öðram listgreinum en mér finnst þetta alveg hræðilegt. Hversu langt þarf að ganga til að komast áfram? Ja, ég hef að minnsta kosti ekki þurft að selja sannfæringu mína ogþað er aðalat- riðið. Þetta er ekki svo slæmt hér á íslandi, ekki miðað við til dæmis New York þar sem eru milljón at- vinnulausir leikarar og 90% þeirra tilbúnir til að gera hvað sem er til að fá tækifæri. Ég er nú búinn að sjást í sjónvarpsauglýsingum í Bandaríkjunum í tvö ár og ef ég hefði verið þar lengur getur vel verið að mér hefði tekist að kom- ast eitthvað áfram. Ég er bara ekki tilbúinn að taka þátt í því spili. Það er of dýrt og verðlaunin ekki þess virði. Þau era bara pen- ingar og ég er ekki til sölu — ekki lengur að minnsta kosti.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.