Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1989, Blaðsíða 39
M nuoAaunmi^ QII/I^IASIVIAS aiaA.mviuoflOM MÖRGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 12. MARZ 1989 C 39 Nú er öðruvísi um að litast í Viðeyjarstofu. Húsið hefur löngum verið erfitt í viðhaldi. Á háaloftinu er nú skemmtilegur ráðstefnusalur og þótt kolaeldavélar hafi sinn „sjarma" er þessi sennilega ekki notuð í dag. SÍMTALIÐ... ER VIÐ HEIÐARIONES VITAVÖRÐ Á DALATANGA Orðinn vanur að geta ekki hlaupið á bíó eða ball 97-71199 „Halló." -Góðan dag. Þetta er á Morgun- blaðinu, Friðrika Benónýs heiti ég. Mig langaði að forvitnast um hvernig þið hefðuð það þarna fyr- ir austan." „Við höfum það ágætt þakka þér fyrir.“ -Og hvemig er veðrið? „Veðrið er nú að skána. Það er sólskin eins og er, en þetta er búið að vera ansi rysjótt í vetur, óvenjulega vindasamt, en þó eng- in stórviðri.“ -Og færðin? „Landleiðin inn í Mjóafjörð er alveg lokuð og til þess að komast sjóleiðina verður að vera alveg sléttur sjór, sem kemur nú ekki oft fyrir á þessum árstíma." -Hvað gerið þið þá ykkur til dundurs? „Það er nú ósköp fátt annað en að sinna verkunum. Veðrið er tekið á þriggja tíma fresti og svo erum við með skepnur, tvær kýr og töluvert af kindum, sem þarf að sinna, þannig að það er nóg að gera.“ -Hvað emð þið mörg þarna? „Það em ég og kona mín, Marzibil Erlendsdóttir, og tvö böm okkar, fimm og tveggja ára. Svo em tengdaforeldrar mínir, Erlendur Magnússon og Elfri- ed Pálsdóttir, sem hafa verið hér vita- verðir í 20 ár og em það ennþá, við emm bara að leysa þau af um tíma.“ -Og ykkur leiðist ekkert í fá- menninu? „Nei, alls ekki. Konan mín er nú alin upp við þetta og ég var sjómaður áður en ég kom hingað, svo ég var orðinn vanur því að geta ekki hlaupið á bíó eða ball þegar mér sýndist. Það er helst að krakkamir sakni leikfélaga, maður er ekki alltaf nógu viljugur að leika við þau. Auðvitað er allt- af leiðinlegra þegar vegurinn lok- ast eins og núna og maður óttast hvað gerist ef eitthvað kemur uppá, en maður forðast að hugsa um það.“ -Þið hafið þá ekki komist á þorrablótið? „Nei, en ég minnist þess nú ekki að hafa komist á það þessi sex ár sem ég hef verið hér, svo það vom engin vonbrigði.“ -Heldurðu að það fari ekki að vora? „Ég er nú ekki viss um það. Það er oft hvasst hér fram eftir vori og sjórinn úti fyrir er kaldur, svo það getur orðið bið á því. Síðasta vor var ekki gott, en þau næstu tvö þar á und- an vom mjög góð. Maður vonar bara það besta.“ -Ég vona lika að þið farið að komast aftur í samband við umheiminn. Þakka þér fyrir spjallið Heiðar og vertu blessaður. „Þakka þér sömu- leiðis. Blessuð." 'í ■( A . janúar 1965. Framsýning A'iá Hver er hræddur við Virginiu Woolf? eftir Edward Albee í Þjóðleikhúsinu. Baldvin Halldórsson var leikstjóri og aðal- hlutverkin léku þau Helga Valtýs- dóttir og Róbert Arnfinnsson. Ungu hjónin vom leikin af Gísla Alfreðssyni og nýútskrifaðri leik- konu, aðeins tvítugri að aldri, Önnu Herskind. Gagnrýnendur luku lofsorði á sýninguna, allir nema einn, og hrifust ekki síst af leik þessarar ungu leikkonu. Sýningin naut gífurlegra vinsælda og var sýnd fyrir fullu húsi út leikárið. Sumarið eftir var síðan farin leikferð um allt landið og stóð hún í sex vikur. Anna Herskind hélt áfram að leika í Þjóðleikhúsinu í nokkur ár og 1971 lék hún frú Finndal í framhaldsleikritinu Sambýli sem byggt var á sögu Einars Kvaran og flutt í útvarp. Síðan hefur ekk- ert frá henni heyrst í leiklistinni. Við höfðum samband við Önnu til að forvitnast um hvað hún væri að gera um þessar mundir. „Það er dálítið skrýtið tímabil í lífi mínu núna“ segir Anna, „ég var búin að vinna við tölvuskrán- ingu í 18 ár, lengst af hjá Búnað- arfélaginu, en hætti siðastliðið haust og fór að læra nudd. Það er virkilega skemmtilegt enda hefur mig alltaf langað til að vinna með fólk. Svo hef ég ofan af fyrir mér með því að lesa inn á hljóðbækur fyrir Blindrabóka- safnið. Hvað ég les? Allt mögu- legt. Núna er ég að lesa inn ástar- sögu en er nýbúin að lesa inn HVAR ERU ÞAU NÚ? ANNAIIERSKIND LEIKKONA Draumurinn um leiksvið- iðyfirgefiir mann aldrei íslenska málfræði. Annars snýst allur minn áhugi um dulspeki og dulfræði og margir segja að ég sé stórskrýtin." Anna útskrifaðist úr leiklistar- skóla Þjóðleikhússins 1964 og meðal þeirra sem vom í sama árgangi era Arnar Jónsson, Bryndís Schram, Jón Júlíusson og Þómnn Magnea Magnúsdóttir. Anna talar með söknuði um árin í skólanum og starfið í Þjóðleik- húsinu, en aðstæður neyddu hana til að fá sér öruggari vinnu árið 1971. Hún segir það ógleyman- lega og ómetanlega reynslu að hafa fengið að vinna með lista- fólki eins og Helgu Valtýsdóttur og Róbert Arnfinnssyni strax eft- ir útskrift og að hún hafi verið dauðhrædd um að leika svo illa að það skemmdi sýninguna. Hún beið því með mikilli eftirvæntingu eftir leikdómunum og sá fyrsti, sem birtist í Vísi daginn eftir fmmsýningu, var mjög neikvæð- ur. „Mér brá alveg óskaplega þeg- ar ég sá þennan fyrsta leikdóm, en síðan birtust dómar í hinum blöðunum og þeir gagmýnendur vom rífandi lukkulegir með sýn- inguna og mig. Mikið var ég feg- in.“ Um það hvort hana dreymi um að leika aftur segir Anna: „Ég er raunsæ og geri mér grein fyrir því að allar slíkar vonir em tál- sýn. En draumurinn um leiksviðið yfirgefur mann aldrei.“ Ánna með Róbert Arnf- innssyni og Gísla Al- freðssyni í sýningu Þjóð- leikhússins á Hver er hræddur við Virginiu Woolf? 1965. Anna var búin að starfa við tölvuskráningu í 18 ár, en hætti síðastliðið haust og er nú að læra nudd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.