Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN F. ODDSSON, Hólmgarði 22, Reykjavik, lést á Borgarspítalanum aðfaranótt 26. mars. Sigrún Kristjánsdóttir, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Hafliði Ólafsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Sigfús Garðarsson og barnabörn. t Ástkær sonur, faðir og bróðir, VALDIMAR EYBERG INGIMARSSON, póstmaður, Hverfisgötu 26, Hafnarfirði, andaðist í Landspítalanum að morgni 27. mars. Jarðarförin verð- ur auglýst síðar. Valný Benediktsdóttir, Kristján Valdimarsson, systkini og aðrir ættingjar og vinir. Eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, bóndi, BALDURÞÓRÐARSON, Hjarðarholti, Dalasýslu, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 22. mars verður jarðsung- inn frá Hjarðarholtskirkju föstudaginn 31. mars kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Ferð verður frá BSÍ kl. 8.00 og til baka sama dag. Anna Markrún Sæmundsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. HVERVANN? 11.387.234 kr. Vinningsröðin 25. mars: 2X2 - X12 - 2X1 - X1X 12 réttir = 9.311.609 kr. 6 voru með 12 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 1.551.917,- 11 réttir = 2.075.625 kr. 135 voru með 11 rétta - og fær hver í sinn hlut kr. 15.374,- -ekkibaraheppni Minning: Emil Emils Emilsson Fæddur 1. maí 1932 Dáinn 17. mars 1989 Þegar jafn hlýr og ljúfur vinur og Emil Emilsson hverfur okkur, hugleiðum við genginn veg, og finn- um hlýjar hugleiðingar renna gegn- um móðurstöðvar tilfinninganna, finnum hve hjarta og sál tendrast. Þegar atorka, þekking og reynsla eru í hámarki gerum við ekki ráð fyrir neinu, sem tefur för að settu marki í okkar heimi. Hér hafa for- lögin gripið í taumana hjá okkur. Emil Emilsson, Fálkagötu 32, dó föstudaginn 17. mars. Sjúkdómssaga Emils náði aftur til júlí 1988, en þá leitaði hann til læknis sökum slappleika, að honum fannst. Frá þeim tíma var Emil stöðugt undir læknishendi auk stór- aðgerða, sem þessum sjúkdómi fylgdi. Von, trú og fullvissa um að sigur ynnist voru einu hugsanir, sem hugleiddar voru, annað var ekki hugleitt. Emil Emils Emilsson var fæddur á Fálkagötu 32, Reykjavík, fyrsta maí 1932. Fyrsta barn foreldra sinna, sem voru Emil Ásmundsson sem var fæddur að Fálkagötu 32 og ól allan sinn aldur þar og Jónína Guðmunds- dóttir, fædd og uppalin í Skötufírði við ísafjarðardjúp. Systir Emils er Helga, sem er gift Halldóri Ingva- syni kennara í Grindavík, hógvær og veglynd kona. Hér í þéttbýlinu má sjá hversu staðfastur og trúr Emil var sínu umhverfí, að hann byggði heimili sitt á þeim grunni, sem hann var fæddur og alinn upp á. Á Grímstað- arholtinu fann Milli sig strax í æsku, því flutningur þaðan var aldr- ei til umræðu. Þar voru alltof marg- ir félagar og vinir, þar var fjaran og sjórinn, trillurnar og gömlu mennimir, sem miðluðu strákunum af reynslu sinni, einnig var fót- boltinn í hávegum hafður. Síðan kom herinn. Þama undu þeir sér vel, sem vom að alast upp á þeim tíma, því þama var frelsi til allra átta. Á þessum ámm mynduðust svo djúpar vinátturætur, að þær vara enn í dag og um ókomna tíð. Þegar Milli var 15 ára réðst hann í að læra bifvélavirkjun og bílasmíði hjá Póststjóminni, sem svo var köll- uð. Eftir að hafa öðlast réttindi í þeim greinum og að afloknu iðn- skólanámi réðst hann til Landleiða og vann þar næstu 10 árin. Þá færði hann sig til á vinnumarkaðn- um í eina skiptið á ævinni, en þó ekki lengra en úti Skerjaförð, og þá til Olíufélagsins Skeljungs. Það var 1961 og var hann þar óslitið til dauðadags, sem umsjónarmaður með bílaflota fyrirtækisins. Gríðar- leg afköst liggja eftir hann í véla- og bifreiðaviðgerðum, sem sam- ferðamenn hans geta vottað. Árið 1959 kvæntist Emil heit- konu sinni, Sigríði H. Arndal úr Hafnarfírði, en þá höfðu þeir feðgar í sameiningu reist mikla nýbygg- ingu við gamla æskuheimilið. í þessari nýju íbúð byijuðu ungu hjónin sinn búskap. Böm þeirra eru Rúnar, fæddur 25. ágúst 1958, Jónína, fædd 23. maí 1962. Sigríð- ur bjó þeim gott og hlýlegt heimili, þar sem allir vinir og kunningjar fengu að njóta þeirrar velvildar og vinarhugs, sem þau áttu bæði í svo ríkum mæli. Þar sem foreldrar Emils höfðu búið í öraggu skjóli ungu hjónanna fyrstu árin kom að því, að Jónína móðir Emils lést eftir erfíð sjúk- dómsár úr liðagigt. Eftir það naut faðir Emils stuðnings þeirra þar til hann lést 1980. 23. nóvember 1981 rís ein báran enn á þessu fámenna heimili, og sá sorgaratburður verð- ur, að þau missa einkadóttur sína úr heilablóðfalli, aðeins 19 ára gamla. Sorgin við dótturmissinn efldi samhug þeirra, þroskaði þau og jók traust þeirra hvors á öðra og má segja að þau hafí með mann- kostum og trú sigrast á þeirri þung- bæra sorg, sem þessu fylgdi, því til er sú gleði, sem enginn getur orðið hluttakandi í nema gegnum sorg, því hún er stundum einskonar útsæði, uppaf henni sprettur vaki gleðinnar, því þeir sem hafa lent í mestri alvöra lífsins skynja hugtök- in tvenn. Emil Emilsson var maður atorku og iðjusemi, alinn upp við vinnu og aftur vinnu. Að afloknum almenn- um vinnudegi var oftast bætt við sig þrem og uppí fímm tímum í viðbót, þar til vinnudegi lauk hjá Emil, enda veit ég, að öllum sam- ferðamönnum hans og vinum var þetta kunnugt. Öllum var hann búinn að greiða götu með viðhald og viðgerðir á kunningjabflunum, því vinnuþrek hans var nær ótak- markað. Emil vann verk sín eins og allir vita sem til hans þekktu af alúð og ástúð og nú þegar kvöld- sett er orðið er eins og ástúðarilm leggi frá öllum þeim verkefnum, sem hann vann. Hann var góðvin- ur. Emil Emilsson var sannur sonur íslensku þjóðarinnar og er henni vegsauki að verkum hans. Orð milli'vina gerir daginn góðan. Það gleymist ei en býr í hjarta þér sem lítið fræ. Það lifir og verður að blómi. og löngu seinna góðan ávöxt ber. (Gunnar Dal.) Söknuður er mikill í hjörtum okk- ar vina hans. Ég votta Sigríði eigin- konu hans og Rúnari einkasyni samúð fjölskyldu minnar. Gestur Eggertsson Mágur minn, Emil Emilsson, Fálkagötu 32, Reykjavík, lést að heimili sínu 17. þessa mánaðar. Emil hafði kennt sér meins fyrir um það bil ári og gengið undir upp- skurð sem bundnar vora vonir við, en sjúkdómurinn tók sig upp aftur, og þótt ættingjar bæra ugg í bijósti kom kallið fyrr en nokkur átti von á. Emil var fæddur 1. maí 1932 í Reykjavík, sonur hjónanna Emils Ásmundssonar fyrram verkstjóra t Eiginkona mín og móðir, SJÖFN A. ÓLAFSSON, Valhöll, Patreksfirði, andaðist fimmtudaginn 23. mars. Jarðsett verður frá Patreks- fjarðarkirkju föstudaginn 31. mars. Guðjón Hannesson, Anna Stefania Einarsdóttir. t GUÐMUNDUR ÁRNI JÓNSSON, Nönnugötu 7, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 30. mars kl. 10.30. Anna Andrésdóttir, Þorbergur, Gunnar, Magnús, Jón og fjölskyldur. hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur og konu hans Jónínu Guðmundsdóttur. Era þau hjón bæði látin. Emil ólst upp. á Grímsstaðaholt- inu, en svo var svæðið suður og vestur af Háskólabíói nefnt áður fyrr. Holtið var á uppvaxtaráram Emils eins konar þorp laustengt við þéttbýliskjama Reykjavíkur. Marg- ar sögur sagði Emil mér frá æsku- áram sínum á Holtinu og þá sam- stöðu sem ríkti með unglingum þar og varð kv.eikjan að stofnun Knatt- spymufélagsins Þróttar sem bundið var við það svæði fyrstu starfsárin. Lék Emil knattspymu með Þrótti í nokkur ár og sat í fyrstu stjóm félagsins. Snemma beindist hugur Emils að vélum og viðgerðum og var hann ekki hár í loftinu þegar hann smíðaði vélknúinn kassabfl. Emil lærði bifvélavirkjun hjá Sambandinu, en réði sig til Land- leiða að námi loknu þar sem hann starfaði sem bflsljóri og bifvélavirki í nokkur ár. Árið 1961 réðst hann til Olíufélagsins Skeljungs, en þar hafði hann umsjón með verkstæði og bflaflota meðan heilsan leyfði eða fram á þetta ár. Emil giftist árið 1959 Sigríði H. Amdal ættaðri úr Hafnarfírði. Þau hjón eignuðust tvö böm, Sveinbjöm Rúnar f. 1958, bifvélavirkja, nú starfsmann hjá Dælum hf., og Jónínu f. 1962, en hún lést 1981. Er því skammt stórra högga á milli hjá þeim Sigríði og Rúnari. Einn var sá geisli sem yljaði, er dökkar hugsanir sóttu að í veikind- um Emils, en það var Atli Freyr, sonur Rúnars, sem dvaldi tíma og tíma hjá afa og ömmu á Fálkagöt- unni síðustu mánuðina. Mér er þakklæti í huga, þegar ég minnist Emils. Hann tók mér einstaklega vel, er ég kom fyrst á heimili hans í fylgd með einkasyst- urinni Helgu, sem síðar varð konan mín. Með okkur þróaðist síðan vin- áttu sem ekki féll skuggi á. Margar stundimar spjölluðum við saman í bflskúmum bak við heimili hans, en þar hafði hann útbúið lítið verk- stæði. Þar dvaldi hann löngum í frístundum, því Emil var einstak- lega vinnusamur og gat helst aldrei 1 iðjulaus verið.. Margir era þeir bflamir, sem hann kom á skrið fyr- ir vini og kunningja, því alltaf hafði Milli tíma, ef illa stóð á, og ófáar era þær stundimar sem hann eyddi við mína farkosti gegnum árin. Oft er erfítt að sætta sig við þegar fólk er kallað af vettvangi, án þess að hafa lokið dagsverki. Þó léttir það söknuðinn að eiga ein- ungis ánægjulegar minningar um góðan dreng. Ykkur Siggu, Rúnari og Atla Frey sendi ég mínar bestu samúðar- kveðjur. Halldór Ingvason í dag, miðvikudaginn 29. mars, kveðjum við hinstu kveðjju, vin okk- ar Emil Emilsson eða Milla eins og við voram vön að kalla hann. Okkur langar í örfáum orðum að minnast hans og þakka þær stundir sem við áttum með honum. Það er alltaf erfítt að skilja það, þegar maður á besta aldri er kallað- ur burt frá öllum og öliu að manni fínnst. En það gerir manni það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.