Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 29.03.1989, Blaðsíða 58
58__________ Sauðárkrókur MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. MARZ 1989 Tveir nýir togarar Morgunblaðið/Bjöm Bjömsson Drangey og Skagfirðingur sigla í átt til hafhar. Sauðárkróki. TVEIR nýir togarar sem nýverið voru keyptir til Sauðárkróks, komu í fyrsta sinn til heimahafii- ar fimmtudaginn 16. mars. Mik- ill mannfiöldi tók á móti skipun- um, og við þetta tækifæri ákvarð- aði Agúst Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga viðstadda gesti, en síðan tóku til máls Stefán Guð- mundsson alþingismaður og Þor- björn Arnason forseti bæjar- stjómar Sauðárkróks. Að síðustu lýsti séra Hjálmar Jónsson pró- fastur blessun yfir skipin og skipshafhir þeirra og bað þeim Menntamálaráðherra hefur skipað Hólmfríði Garðarsdóttur framkvæmdastjóra formann Æskulýðsráðs ríkisins til næstu tveggja ára, og Pálmar Hall- dórsson framkvæmdasjóra og varaformann. Hólmfiríður er fyrsta konan sem skipuð er formaður Æskulýðsráðs ríkis- ins. Á fundi er menntamálaráðu- neytið gekkst fyrir 15.2 1989 voru kjömir þrír aðalmenn og þrír til vara í Æskulýðsráð ríkisins sam- kvæmt lögum nr. 24/1970. Þeir eru: Ámi Guðmundsson æskulýðs- og tómstundafulltrúi Hafnarfírði, alls velfamaðar. í máli ræðu- manna kom firam að með komu þessara skipa er talið að enn traustari stoðum sé skotið undir rekstur fiskvinnslunnar á Sauð- árkróki og Hofsósi, en áður var. Að loknum ávörpum, var gestum boðið að skoða skipin og þiggja veitingar í boði eigendanna, Ut- gerðarfélags Skagfirðinga hf. og Fiskiðju Sauðárkróks hf, Eigandi Drangeyjar SK 1 er Út- gerðarfélag Skagfírðinga hf. Skip- stjóri er Bjöm Jónasson, 1. stýri- maður Jón Guðmundsson og yfirvél- stjóri Aron Ámason. Jónhildur Valgeirsdóttir kennari frá AFS á íslandi, Sigurður Þor- steinsson framkvæmdastjórí Ung- mennafélags ísland, Ómar Einars- son framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, Elís Þór Sigurðsson framkvæmdastjóri íþrótta- og tómstundaráðs. Þeir tveir síðastnefndu era til- nefndir af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Yaramenn: Ámi Þór Ámason fram- kvæmdastjóri frá íþróttasambandi íslands, Árni Einarsson verkefna- stjóri frá íslenskum ungtemplur- um, Þórarinn Bjömsson framkæv- mdastjóri KFUM og KFUK. (Úr fréttatilkynningu.) Skipið er keypt af Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. og hét áður Aðalvík KE 95. Það er smíðað árið 1974 í Bilbaó á Spáni, er 451 brúttó smá- lest, 47,55 m langt með 1700 hp. Man-Basan-aðalvél. Skipið er búið öllum helstu siglingar- og fískleitar- tækjum, sem algengust eru í skut- togurum af þessari stærð. Skipið fór eina veiðiferð og seldi afla sinn í Englandi, áður en það fór í slipp til viðhalds og endurbóta í Hull í byrjun ferbrúarmánaðar stðastliðins. Áætlaður viðgerðartími var rúmlega einni viku lengri heldur en gert var ráð fyrir, en áætlaður kostnaður stóðst. Áður en Drang- eyjan fer aftur á veiðar verða gerð- ar lagfæringar á aðstöðu á milli- dekki, sem tryggja betri meðferð á fiski, en sú framkvæmd hefur venð undirbúin af viðhaldsverkstæði Út- gerðarfélagsins og unnin af því, Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. var stofnað 1967 og fyrsta rekst- ursár þess var 1968, þá með einn 250 tonna togbát. Frá árinu 1974 hefur félagið rekið þijá skuttogara og hefur afli þeirra að mestu verið unninn í tveim frystihúsum á Sauð- árkróki og einu í Hofsósi. Þessi þijú frystihús hafa veitt 180 ti| 250 manns stöðuga atvinnu, nokkuð breytilegt eftir árstímum, en Út- gerðarfélagið hefur haft starfsfólk á launum sem svarar til árlega 65 heilum ársverkum. Fiskiðja Sauðárkróks hf. er eig- andi Skagfírðings SK 4. Skipstjóri er Kristján Helgason, 1. stýrimaður Þormóður Birgisson og yfírvéla- stjóri Ómar Haraldsson. Skipið er keypt af Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. og hét áður Bergvík KE 22. Það er smíðað 1972 í Flekkefjord í Noregi fyrir ísfirðinga og hét þá Júlíus Geirmundsson, þetta skip er 407 brúttórúmlestir að stærð, 46,56 m langt og með 1750 hp. Wickmann-aðalvél. Skag- firðingur er búinn öllum nauðsyn- legum siglingar- og fískleitartækj- um og er tilbúinn til þess að láta aftur úr höfn og halda til veiða. Skipið var afhent um síðustu ára- mót og fór í stutta veiðiferð og land- aði á fiskmarkað syðra og síðan veiðiferð með karfa á Þýskalands- markaði, sem skilaði einhveiju hæsta einingarverði sem þar hefur fengist. Skipið hefur verið til viðhalds og endurbóta í sömu skipasmíðastöð í Hull, og Drangey Sk 1, enda var leitað sameiginlegra tilboða vegna beggja skipanna hjá skipasmíða- stöðvum hérlendis og í þrem öðram löndum, en tekið tilboði Globe í Hull, sem reyndist hagstæðast, bæði hvað varðar verð og viðgerð- artíma. Skipatækni hf. í Reykjavík aðstoðaði við áætlanagerð og útboð. Hlutafélagið Fiskiðja Sauðár- króks var stofnað 1955 af Kaup- félagi Skagfírðinga og Sauðár- króksbæ, en kaupfélagið tók við eignarhlut bæjarins árið 1959 og hefur síðan verið aðaleigandi en starfandi stjórnarnefndarmenn eiga litla hluti að auki. Með breyttum veiðiheimildum sem lögleiddar vora rétt um það leyti sem einum af toguram Útgerð- arfélags Skagfirðinga hafi verið breytt í alfrystiskip, var ljóst að með aðeins tveim toguram yrði varla unnt að afla hráefnis fyrir frystihúsin þijú á svæðinu, og var því bragðið á það ráð að leita eftir skipaskiptum á alfrystitogaranum í stað tveggja skipa af svipaðri stærð og þeir togarar era sem félag- ið átti fyrir. Árangur af þessu var samkomulag um skipaskipti, sem undirritað var 27. október síðastlið- inn af forsvarsmönnum Hraðfrysti- húss Keflavíkur hf. Útgerðarfélagi Skagfírðinga hf. og Fiskiðju Sauð- árkróks hf. Nú verða fjórir ísfísktogarar í rekstri fyrir frystihúsin. Þeir verða reknir sameiginlega, og reiknað er með því að allur þorskur og grálúða komi til vinnslu í landi en karfi verði fluttur ísaður á erlendan markað og sala annarra fiskiteg- unda eftir aðstæðum og verðlagi hveiju sinni. - BB Hólmfríður Garðarsdóttir formaður Æskulýðsráðs Ananausíum 15 • Sími; 6210 66 SIMI 62 10 66 REKSTUR SMÆRRI FYRIRTÆKJA Hvernig er staða fyrirtækisins? Hvernig er hægt að sjá fyrir hugsaniegan greiðsluvanda og komast hjá honum? Markmiö námskeiðsins er að gera þátttakendum kleift að setja upp og meta þá þætti í rekstri fyrir- tækja, sem hafa mest áhrif á rekstrarstöðu og greiðslugetu þeirra. A námskeiðinu verður fjallað um stefnumörkun, nýtingu fjármagns og fjármálastýringu. Einnig verður þátttakendum leiðbeint í að meta stöðu sinna fyrirtækja miðað við önnur fyrirtæki í sömu starfsgrein. Námskeiðið er ætlað stjórnend- um/eigendum smærri fyrirtækja. Leiðbeinandi: Reynir Kristinsson, rekstrarráðgjafi Hagvangs hf. Tími og staður: 10.-12. aprfl frá kl. 8.30-12.30 í Ánanaustum 15. LAGERTÆKNI Er vörulagerinn of stór? Birgðakostnaður of hár? Er beitt nýjustu tækni við vörumóttöku, geymslu, flutninga innanhúss og sam- setningu pantana? Eru tengsl við framleiðslu, innkaup og dreifingarkerfi nægjanleg? Er birgðastýringin í samræmi við kröfur um lágmarkskostnað og hámarksþjónustu? Leiðbeinandi: Thomas Möller, hagverkfræðingur Athugið! VR og starfsmenntunarsjóður BSRB styrkja félagsmenn sína til þátttöku í námskeiðum SFl. Tími og staður: 11.-12. aprfl kl. 13.00-17.00 í Ánanaustum 15. FYRIRTÆKID OG FJÁRMÁLIN Námskeið sem er ætlað að gera þátttak- endur meðvitaðri um lykilhlutverk fjármála í rekstri fyrirtækja. Helstu þættir námskeiðisins: O Skipulag fyrirtækis Hlutverk fjármála í fyrirtækinu Fjármögnun fyrirtækja - hvaðan koma peningarnir Hugtök í bókhaldi og reikningshaldi Bókhald sem stjórntæki Ársreikningar og kennitölur Áætlanagerð/Eftirlit Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað riturum í fjár- máladeildum og öðrum starfsmönnum, sem vinna beint eða óbeint að fjármálum. Ennfremur lykil- starfsmönnum í litlum fyrirtækjum. O O o o Leiðbeinendur: B l&Bwm Dagný Leifsdóttir, viðskiptafræðingur hjá Kaup- þingi og Kristín Flygenring, viðskiptafræðingur. Dags. 5.-7. aprfl frá kl. 9.00-17.00 TÖLVUSKÓLI STJÓHNUNAHFÉLAGS ISLANDS m TÖL VUSKÓLARA TÖLVUSKÓLI GÍSLA J. JOHNSEN Við minnum á: ALVÍS VÖRUKERFI 3.-6. aprfl kl. 13.00-17.00 VENTURA 3.-7. apríl kl. 8.30-12.30 TÖLVUGRUNNUR 4.-12. aprfl kl. 19.30-22.30 TÖLVUÞJÁLFUN 30. mars-19. apríl kl. 8.30-12.30 Skráning í símum 621066 og 641222 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.