Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.03.1989, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1989 29 Jónas Jósteins- son - Kveðjuorð Fæddur 7. september 1896 Dáinn 4. marz 1989 Ævi manns má líkja við bók. Hún á sitt upphaf, síðan tekur við undir- búningur undir lífið, þá manndóms- árin, þegar meginævistarfíð er innt af hendi, svo kemur ævikvöldið og loks endirinn, þegar lokapunkturinn er settur. Og eins og bækurar eru mislangar, þá gildir sama um manns- ævina. Sumir lifa aðeins skamma ævi, en aðrir feta langan veg og dveljast hér til hárrar elli. Og líkt og bókin skiptist ævin í kafla, sem hafa hver sitt sérkenni eftir því, hvert viðfangsefnið er hvetju sinni. Bækur lesum við yfírleitt frá upp- hafí til enda, oft í einni striklotu, einkum ef bókin er spennandi. Mönn- um kynnumst við aðeins á vissum skeiðum ævinnar. Þeir eru fáir, sem við fylgjum frá upphafí til æviloka, nema þá helzt nánustu ástvinir, sem við deilum ævinni með. Þessar eða svipaðar hugsanir vakna oft hjá mér við andlát vina, sem hafa á einhveiju skeiði ævinnar verjð mér sérstaklega nákomnir. Ég man ekki, hvenær fundum okkar nafna og frænda fyrst bar saman. Hitt er ljóst, að ég var ekki hár í loftinu. Til þess lágu eðlilegar ástæður. við vorum nágrannar og húsagarðamir lágu saman. Við vor- um náfrændur, bræðrasynir, þótt mér fyndist það alltaf dálítið skrítið, því að hann var 30 árum eldri en ég og aðeins 5 ámm yngri en faðir minn, fóðurbróðir hans. Og báðir bámm við nafn föðurafa okkar. Altmikill samgangtir var þá milli heimila okkar. Eg minnist samvem- stunda á heimili þeirra Grétu og Jón- asar og bama þeirra, Kristínar og Kára. Mér er minnisstætt, að Kári var áéi fyrstu svolítið tortiygginn út í mig. Hann átti svolítið erfítt með að skilja, að tii væm fleiri Jónasar en pabbi hans! Svo var það í upphafí eins af fyrstu köflum lífs míns, að leiðir okkar lágu saman til náinna sam- vista um skeið. Þegar lágvaxinn snáði steig fyrstu sporin á mennta- brautinni og hélt feiminn inn í heim skólans, varð hann fyrsti kennarinn minn og samleið okkar hélzt þau árin, sem ég sótti fræðslu í Austur- bæjarbamaskólann hér í Reykjavík. Þessi ár em mér eftirminnileg og ljúf í endurminningunni og þar á kennarinn stærri þátt í lífí mínu en flestir aðrir. Jónas var afbragðs kennari, einn af þessum hugsjónamönnum, sem þjóðin virðist hafa verið óvanalega rík af um seinustu aldamót. Honum var það hugsjón að leiða nemendur sína til sannra mennta. Hann var vakinn og sofínn að reyna að auka þekkingu okkar og átti afar auðvelt með að hrífa okkur með. Hann var lifandi í kennslunni. Kannski er endurminning mín eitt- hvað lituð rómantískum bjarma æsk- unnar, en ég man ekki, að mér hafi þótt nokkur tími leiðinlegur, þegar hann sat við kennarapúltið. Og hann var forgöngumaður á mörgum svið- um í kennslu sinni. Ég held við höf- um byijað að læra dönsku í 10 ára bekk og námsbókin var afar skemmtileg bamabók, sem vakti áhuga okkar. Það er eflaust meginá- stæða þess, að mér þótti danska með skemmtilegustu námsgreinum í skóla. Og ég minnist þess, að við vomm stolt af því að vera í bekk hjá Jón- asi. Það var nánast eins konar gæð- astimpill. Honum var jafnan falin kennsla í góðum bekkjum, enda náði hann afar góðum árangri í kennsl- unni. Og að hætti góðra kennara var áhugi hans á okkur ekki aðeins bund- inn þeim ámm, er við vomm í bekk hjá honum. Hann fylgdist með mörg- um nemendum sínum áfram, gladdist með þeim í velgengni og hryggðist í mótlæti. Bemskuárin em einn af björtu köflunum í lífsbók minni og þar skip- ar kennarinn stóran sess. Jónas var í mínum huga Kennarinn, með stór- um staf og ákveðnum greini, hug- sjónamaðurinn, sem sinnti ævistarf- inu af innri köllun. Um hann gilti í bókstaflegri merkingu, að hann kom mörgum bömum til manns. Svo skildu leiðir. Ég hélt áfram námi og manndómsárin tóku við og hann stóð áfram sinn trúa vörð við uppfræðslu bama og ungmenna. Samfundir stijáluðst, en alltaf vissum við vel hvor af öðmm. Og vegir okkar skámst öðm hveiju. Ég mun hafa borið ábyrgð á því, að hann var kjörinn í sóknamefnd Há- teigssóknar, þótt ekki yrði um frek- ara samstarf að ræða á þeim vett- vangi. Og alltaf fylgdumst við hvor með öðram, frændurnir, þótt það verði ekki rakið frekar hér. Leiðir okkar lágu saman á nokkr- um hátíðastundum í lífí fjölskyldu hans, við brúðkaup dótturinnar og tengdasonarins, Kristínar og Valdi- mars, og skím bamabama. Svo var það, þegar við fómm að halda ættarmót, Hródælir, að leiðir okkar skámst enn á ný. Þar var hann svo sjálfsagður í fyrirrúmi, að um það þurfti ekkert að ræða. Og ætli við munum ekki lengi, sem heyrðum hann kveða rímur í sam- komuhúsinu í Hegranesi á fyrsta ættarmótinu? Það var við sama tæki- færi, sem frændi okkar, Jóhann Konráðsson, söng seinast opinber- lega, að því er ég bezt veit. Þetta átti ekki að verða langt skrif, engin bók, aðeins minninga- brot, nánast örstuttur „ritdómur" um kafla í lífsbók manns, sem mér þótti vænt um og á mikið að þakka. Ég vildi með fáeinum orðum tjá þakk- læti mitt. Líf mitt væri fátæklegra í dag, ef hans hefði ekki notið við. Ég blessa minningu góðs manns og frábærs fræðara bama og ung- menna. Það er bjart yfír minningu hans í mínum huga. Og ég veit, að margir nemendur hans taka undir þessi orð. Guð blessi minningu Jónasar Jó- steinssonar. - Jónas Gíslason t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR MAGNÚSSON fyrrverandi blaðafulltrúi, er létinn. Eskihlið 23, Dýrleif Ármann og dœtur. smá ouglýsingar Wélagslíf I.O.O.F. 11 = 1703308V2 = I.O.O.F. 5 = 1703308V2 = Bingó a St.: St.: 59893307 VIII Hjálpræðisherinn, Kirkjustræti 2, f kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Völvufeili Almennur biblíulestur i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Góðtemplarahúsið Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld fimmtud. 30. mars. Verið öll velkomin. Fjölmennið. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag inn 2. apríl: Kl. 10.30 Skfðaganga á Hellis- heiði. Verð kr. 800,- Kl. 13.00 Qengið á Skarðsmýr- arfjall og einnig gengið á skfðum á Hellisheiði. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. 20.-23. aprfl - skfðagönguferð til Landmannalauga. Næsta myndakvöld verður í Sóknarsalnum miðvikudaginn 12. april. Ferðafélag fslands. Aöalfundur badmintondeildar KR verður haldinn fimmtudaginn 6. april Id. 21.00 í KR-heimilinu. Stjómin. AD-KFUM Aöalfundur KFUM og skógar- manna. Athl Fundurinn hefst kl. 20.00 á Amtmannsstíg 2b. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi eftir fund. Allir kartar velkomnir. Almenn samkoma Almenn samkoma verður í Grensáskirkju í kvöld kl. 20.30. Ræöumaöur: Hafsteinn Engil- bertsson. Allir velkomnir. HtD útivist, 0,^,1 Útivist Fimmtudagur 30. mars kl. 20. Aðalfundur Útivistar. verður haldinn i Fóstbræðra- heimilinu, Langholtsvegi 109. Aðeins þeir, sem greitt hafa ár- gjald 1988, fá aðgang. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Nánari upplýsingar í fréttabréfi Útivistar. Fjölmennið. Gerist Útivistarfélagar. Árgjaldið er aðeins 1.900.- kr. og innifalið er ársrit. Útivist, ferðafélag. AGLOW - kristileg samtök kvenna. Fundur verður haldinn i menn- ingarmiðstöðinni [ Gerðubergi, föstudaginn 31. mars nk. kl. 20.00 til 22.00. Gestur fundarins verður Guðrún Dóra Guðmannsdóttir. Kaffiveitingar kr. 250.-. Allar velkomnar. S^nhjóflp f kvöld kl. 20.30 er almenn sam- koma í Þribúðum, Hverfisgötu 42. Fjölbreytt dagskrá með söng og vitnisburðum. Samhjálparkórinn tekur lagiö. Ræðumaður: Krist- inn Ólason. Allir velkomnir. Munið opið hús á laugsrdaglnn. Samhjálp. VLennsla Vélritunarkennsla Vélritunarskólinn, s: 28040. &JÓNUSTA NATIONAL olíuofnar og gasvélar Viðgerðar- og varahlutaþjón- usta. RAFBORG SF., Rauðarárstig 1, s. 11141. RAÐAUGIYSINGAR FÉLAGSSTARF SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 30. mars 1949-1989 Brynvörn lýðræðisins Aðalfundur verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins Aðalfundur verka- lýðsráðs Sjálfstæö- isflokksins verður haldinn laugardag- inn 1. april 1989 í Sjálfstæðishúsinu Valhöll, Háaleitis- braut 1 og hefst fundurinn kl. 10.00. Dagskrá: Kl. 10.00. Fundarsetning. Kosning fundarstjóra. Kosning ritara. Kosning kjörnefndar. Nefndakjör. Kl. 10.15 Skýrsla stjórnar. Umræöur. Kl. 10.45 Ávarp, Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 11.15 Lagabreytingar (fyrri uiriræða). Lagðar fram ályktanir kjara- og atvinnumálanefndar. Kl. 12.00-13.00 Fundarhlé. Kl. 13.00-14.00 Nefndastörf. Kl. 14.30 Ræða, Ásmundur Stefánsson, forseti A.S.Í. Kl. 15.00 Kaffihlé. Kl. 15.30 Lagabreytingar (seinni umræða). Afgreiðsla ályktana - umræður. Kl. 17.00 Stjórnarkjör. Fundarslit um kl. 18.00. s Stjórnin. í dag, fimmtudaginn 30. mars eru 40 ár liðin frá samþykkt Alþingis íslendinga um inngöngu (slands í varnarbandalag vest- rænna þjóða, Atlantshafsbandalagið. Ut- anríkismálanefnd SUS og Heimdallur, FUS minnast þessa merka atburðar með sam- komu í Neðri deild Valhallar 30. mars kl. 17.00. Inngangsorð: Davíð Stefánsson, formaður utanríkismélanefndar. Sýnd verður kvikmynd Vigfúsar Sigur- geirssonar, „30. marz 1949“. Ávörp: Gunnar Helgason, forstöðumaður Ráðningarstofu Reykjavíkurborgar, sem var formaður Heimdallar árið 1949. Magnús Þórðarson, uppiýsingafulltrúi Atlantshafsbandalagsins. Lokaorð: Ólafur Þ. Stephensen, formaður Heimdallar. Boðlð verður upp á kaffiveitingar og meðlæti. Allir íslenskir lýðræðissinnar eru velkomnir. Sérstaklega eru þeir boðnir úr röðum Heimdellinga og annarra sjálfstæðismanna, sem vörðu Alþingishúsið fyrir kommúnistum fyrir 40 árum og stuöluöu að varðveislu þingræðis og lýðræðis á l’slandi. Utanrikismálanefnd S.U.S. og Heimdallur. Umhverfismálahópur málefnastarfs fulltrúaráðsins í Kópavogi og TÝS heldur fund í Hamra- borg 1 í kvöld kl. 20.30. Umhverfisátak SUS kynnt. Önnur málefni. • Allir sjálfstæðismenn velkomnir. TÝR og fulltrúaráðið i Kópavogi. Akureyri Sjálfstæðiskvennafélagið Vorn Hádegisverðarfundur á Hótel KEA laugardaginn 1. aprfl kl. 12.00. Efni fundarins: Málefni aldraöra á Akureyri. Framsögu flytur Birna Sigurbjörnsdóttir. Félagskonur mætið vel. Stjómin. Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.