Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1989 USA Today: 25-30% samdráttur í sölu fiskmetis í Bandaríkjunum Flórída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÚTBREIDDASTA fréttablað Bandaríkjanna USA Today skýrði frá því á einni af sínum forsiðum á mánudag að samdráttur væri nú i fisksölu i Bandarikjunum, en á árunum frá 1982—87 jókst hún um 25% að sögn blaðsins. Meginástæðurnar fyrir þessari þróun telur blaðið vera hræðslu við afleiðingar sjávarmengunar (og er þá nær undantekningarlaust átt við mengun á fiskimiðum við strendur Bandaríkjanna) og hækkandi verð. Blaðið hefur eftir Lee Weddig vegna hins lága gengis dollarans framkvæmdastjóra National Fish- eries Institute að í bezta falli megi vænta þess að neyslan 1988 hafi verið svipuð og 1987, en hann vildi engu spá um þetta ár. Hann segir þessa breytingu megi rekja til hinn- ar óhagstæðu þróunar fískverðs og mjög neikvæðrar umræðu um fiskmeti í fjölmiðlum í norðaustur- héruðum Bandaríkjanna (New York-Boston-svæðið). Þar var mikið skrifað og fjallað um mengun í sjó af völdum efnaúrgangs, eiturefna frá landbúnaði sem renna í sjóinn og úrgangs frá sjúkrahúsum, sem fyllti allar strendur þar um slóðir í fyrra. Suður-Kórea: Andófsprest- ur handtekínn Seoul. Reuter. Suður-kóreski andófsprestur- inn, Moon Ik-hwan, var hand- tekinn í gær þegar hann sneri heim úr ólöglegri för til Norður- Kóreu. 40 óeinkennisklæddir lög- reglumenn handtóku prestinn, sem er 71 árs gamall, um borð í flugvél á flugvelli í Seoul. Til mikilla mótmæla kom á meðal 10.000 róttækra námsmanna víðs vegar um landið vegna hand- tökunnar. Moon var sakaður um að hafa brotið hin ströngu lög sem meina Suður-Kóreumönnum að hafa samskipti við kommún- ista. Séra Moon, sem starfar innan öldungakirkjunnar, var 10 daga í Norður-Kóreu í boði Kim Il-Sungs, forseta Norður-Kóreu, og átti hann viðræður við háttsetta embættis- menn um sameiningu ríkjanna tveggja. Talsmaður ríkissaksóknarans í Seoul sagði að Moon og samfylgd- armaður hans, iðnhöldurinn Yoo Won-ho, hefðu verið dæmdir í gæsluvarðhald, sakaðir um brot á þjóðaröryggislöggjöf landsins. Sðngvar Satans: Prentuð leynilega í Noregi Ósló. Frá Rune Timberiid, fréttarit- ara Morgunblaðsins. BÓKAFORLAG Aschehougs f Noregi hefur látið þýða og prenta bók Salmans Rushdie, Söngva Satans, með leynd. Bókin kom f verslanir f gær og seldist þegar upp f mörgum bókabúðum. Upprunalega var ætlunin að gefa hana út 1. júlí en framkvæmdastjóri for- lagsins, William Nygaard, ák- vað að flýta útgáfimni til að vera viss um að málsókn gæti > ekki tafið fyrir henni. Samtök múslima í Noregi hafa krafist þess að bókin verði bönnuð þar sem í henni sé guð- last. Aðeins örfáir vissu að bókin var þegar komin í prentun og nafni prentsmiðjunnar er haldið leyndu af ótta við hefndarað- gerðir. Nygaard fékk morðhót- anir þegar hann á sínum tfma skýrði frá því að aetlunin væri að gefa bókina út. Ákveðið hefur verið að lögregla gæti öryggis hans um hríð, jafnt á vinnustað sem á heimili. Margir bóksalar segjast ekki ætla að hafa bókina á boðstólum af ótta við aðgerðir múslima. Fyrsta upplag bókarinnar var 14.000 eintök og er norska þriðja tungumálið sem hún er þýdd á. Áður hafði saga Rush- die komið út á ensku og ítölsku. Blaðið segir að fisksala hjá ýms- um heild- og smásölum í Norðaust- urríkjunum hafi dregist saman um 25—30% og hefur það eftir stjóm- anda fiskdreifingarstöðvar í Alaska að „fréttimar frá austurströndinni hafi áhrif á neytendur annars stað- ar“. Allt þetta er svo farið að hafa áhrif á sölu fiskrétta í veitingahús- um, segir blaðið. Haft er eftir eiganda veitinga- húss í Santa Monica í Kalifomíu, að eftirsóknin eftir fiski sem ákjós- anlegri megrunarfæðu sé dvínandi og stöðugt sé erfiðara að fá bragð- góðan gæðafisk. í grein inni í blaðinu er ítarlega og á mjög neikvæðan hátt fjallað um vandræði sem fisksalar og veit- ingamenn hafa orðið fyrir af mis- jöfnum gæðum fiskmetis á markaði. Ég bar þessi blaðaskrif undir Þóri Gröndal fískheildsala í Fort Lauderdale í Flórída. Hann taldi þau nokkuð ýkt, en þau lýstu þó ákveðn- um staðreyndum sem væru hættu- leg fiskiðnaði íslendinga. Hugsan- legt væri að neikvæðri umræðu um fiskmeti væri hrint af stað af aðilum sem hefðu hag af því að fiskneysla minnkaði, en áhrifin væm eigi að síður alvarleg. Reuter Lainz-sjúkrahúsið í Vín. Á innfeildu myndinni eru hjúkrunarkonurnar Qórar: Maria Gruber, Rene Lei- dolf, Waltraud Wagner og Stefanie Mayen. Fjöldamorð á austurrísku sjúkrahúsi: Ottast afleiðingamar fyr- ir ímynd lands og þjóðar Vín. Reuter. „MÉR fannst hún yndisleg manneskja. Hún settist við rúmstokkinn og hélt um hönd mína þegar mér leið hvað verst. Ég treysti henni fullkomlega.“ Þannig lýsti fyrrum sjúklingur á Lainz-sjúkrahúsinu í Vín kynnum sínum af einni hjúkrunarkonunni, sem ásamt þremur öðrum hefur verið sökuð um að hafa fyrirkomið 48 gamalmennum og sjúklingum. Fyrir Austurríkismenn er þetta mál að vonum mikið áfall og þeir óttast, að ímynd lands og þjóðar sé ekki söm og áður. Franz Vranitzky kanslari segir, að manndrápin séu „grimmilegasti glæpur í sögu ríkisins“ og Giinther Bögl, lögreglustjóri í Vín, lýsti þeim sem mestu fjöldamorðum, sem framin hefðu verið á evrópsku sjúkrahúsi. Þeirri spumingu er hins vegar ósvarað hvemig ósköp hvers- dagslegar, ungar konur gátu ýmist Reuter Djöfladýrkendur fremja fjöldamorð Fjórir menn sem grunaðir eru um að hafa myrt 12 manns á sveitabýli f Mexfkó játuðu við yfirheyrslur f gær að hafa tekið þátt f galdrakukli og eiturlyQasmygli. Þeir sögðu blaðamönnum að færðar hefðu veríð mannfómir f þeim tilgangi að tryggja að smyglstarfsemi þeirra gengi áfallalaust fyrir sig en aðrir hefðu verið teknir af lífi fyrir að brjóta reglur trúarhópsins. Á mynd- inni sjást fréttamenn skoða altari djöflatrúarhópsins. Þar fund- ust ýmsir munir sem tengjast svartagaldrí. verið hjálpsemin holdi klædd eða kaldrifjaðir morðingjar. Hjúkrunarkonumar, sem vom að vísu ekki fullmenntaðar til starfs- ins, drápu fólkið ýmist með of stór- um insúlínskammti eða með því að kæfa það, þröngva vatni ofan í lungun. Fyrstu morðin frömdu þær á árinu 1983 og segja sjálfar, að þá hafi ástæðan verið meðaumkun með sjúklingum, sem þjáðust mikið. Síðar fóru þær svo að stytta því fólki aldur, sem olli þeim mestri fyrirhöfn. „Nasískur þankagangur“ eða kerfiskreppa? Helmut Zilk, borgarstjóri í Vin, líkir manndrápunum við mestu glæpi nasistatímans og segir, að enginn munur sé á hjúkrunarkon- unum og fangavörðunum í Ausch- witz og rithöfundurinn Erwin Ring- el, sem skrifað hefur nokkrar bæk- ur um hina „austurrísku þjóðarsál", tengir málið við það, sem hann kallar „leifar nasísks þankagangs meðal Austurríkismanna". Hildegard Fack, formaður aust- urríska hjúkrunarkvennafélagsins, er þó ekki á sama máli. „Ég held, að vandinn liggi í sjálfu kerfinu. Hjúkrunarkonur fá enga kennslu í sálarfræði og eru ekki búnar undir það andlega álag, sem starfinu fylg- ir. Vinnuálagið er allt of mikið og launin lág og þær geta ekki leitað til neins með áhyggjur sínar og erfiðleika," segir Fack. Viðbrögð almennings við mann- drápunum eru að sjálfsögðu hneykslun og reiði og þau hafa einnig birst í hálfgerðum ótta sumra, einkum aldraðs fólks, við hjúkrunar- og heilsgæslufólk yfir- leitt. Eru þess nokkur dæmi, að gerð hafi verið hróp að hjúkrunar- konum á götum úti en mjög marg- ir hafa líka orðið til að tjá hjúkrun- arkonum almennt hluttekningu sína vegia þessa óhugnanlega máls. Akveðið hefur verið að grafa upp lík sumra fómarlambanna til að afla frekari sannana en samkvæmt austurrískum lögum nægir játning- in ein ekki til sakfellingar. Læknar segja hins vegar, að líklega verði erfitt verði að sjá hvort fólkið hafi verið myrt eða dáið eðlilegum dauð- daga. Flestir sjúklinganna vom á reglulegri lyfjagjöf og svo veik- burða, að ekki þurfti að auka skammtinn mikið til að hann riði þeim að fullu. ERLENT Sri Lanka: 38 mísstu lifið í bflsprengingu Polnmhn Pmitnt* Colombo. Reuter. ÞRJÁTÍU og átta manns létu lífið þegar bflsprengja sprakk í gærmorgun á markaðstorgi í borginni Trincomalee á Austur- Srí Lanka. Er talið víst, að tamf- Iskir aðskilnaðarsinnar eigi sök á ódæðinu. í fyrstu var taiið, að fleiri hefðu beðið bana en það kom til af því, að sum líkanna voru talin tvisvar. 56 manns slösuðust í sprenging- unni. Hinir látnu er næstum allir af ættbálki singhalesa en tamílar vilja koma þeim burt frá austur- hluta eyjarinnar. Var fólkið að fagna nýju ári samkvæmt sínu timatali og því óvenjumargt um manninn á markaðstorginu. Skömmu síðar voru fimm tamílar, þar af flórar konur, drepnir í öðrum borgarhluta og augljóslega í hefnd- arskyni. Rúmiega 12.000 manns hafa lát- ið lífíð í óöldinni á Sri Lanka síðustu sex árin en auk styijaldarástandins mílli singhalesa og tamíla eiga stjómvöld við að stríða kommúníska byltingarflokka í suðurhluta lands- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.