Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 Stföriiu- Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson Heilsurœkt í dag er það umfjöllun um Vogina (23. september — 23. október), Sporðdrekann (23. október — 21. nóvember) og Bogmanninn (22. nóvember — 21. desember) útfrá heilsu- farslegum sjónarmiðum. Dans og hópíþróttir Vogin þarf að stunda líkams- rækt eða íþróttaiðkun í sam- vinnu með öðrum. Hópíþrótt- ir eiga því betur við hina dæmigerðu Vog heldur en einstaklingskeppni. Það er einnig sagt að þær íþróttir sem efli jafnvægisskynið eigi hvað best við. Þess má einnig geta að Vogin þarf að hugsa um mjaðmir og mjóbak og ætti að gera æfingar sem styrkja þessa líkamshluta. Dans á vel við Vogarmerkið. Sund Það litla sem ég veit um Sporðdrekann útfrá heilsu- ræktarmálum er að hann býr yfir mikilli einbeitni og þarf að beina athygli sinni að fáum frekar en mörgum greinum íþrótta. Mýkjandi íþróttir eiga einna best best við hann, svo sem gönguferð- ir og sund. Annars held ég að hinn dæmigerði Sporð- dreki sé ekki mikill íþrótta- maður í sér. Það skiptist auð- vitað í tvö hom þegar hann er annars vegar. Sumir drek- ar eru á móti íþróttum en hinir stunda þær af lífi og sál. Það er ekkert hálfkák þegar blessaður Sporðdrek- inn er annars vegar. Bogmaður Af öllum merkjunum er Bog- maðurinn sennilega sá sem er best fallinn til íþróttaiðk- ana og almennrar líkams- ræktar. Hann þarf á því að halda að hreyfa sig. Sporð- drekinn getur setið kyrr á sama staðnum og sökkt sér ofan í afmörkuð mál, rann- sóknir, dulspeki, fjármála- vafstur, sálfræði og annað slíkt allt eftir upplagi hvers og eins. Hann getur end- umýjað sig á hugarorkunni einni saman. Óróleiki Bogmaðurinn verður aftur á móti órólegur ef hann getur ekki hreyft sig. Hann þarf sífellt að skipta um umhverfi og bijóta upp tímann, þ.e.a.s. að fást við eitthvað nýtt frá klukkustund til klukkustund- ar eða frá degi til dags. Lífogfjör Það á ágætlega við Sporð- drekann að æfa útaf fyrir sig. Bogmaðurinn þarf aftur á móti að hafa margt fólk í kringum sig og umhverfið þarf að vera lifandi. Tónlist, §ör og hressileiki þurfa að ráða ríkjum. Fjölhœfni Það er erfitt að nefna éitt- hvað eitt þegar Bogmaður er annars vegar því hann verður leiður á einhæfu æf- ingarmynstri. Það er því best fyrir hann að finna eins og þrjár til fjórar greinar og skipta tíma sínum á milli þeirra. Þar sem hann elskar ferðalög eiga fjallaferðir og göngur vel við hann og einn- ig hestamennska, en hann þarf að hafa vítt í kringum sig. Eróbikk og dans eiga ágætlega við Bogmanninn enda eru t.d. Jane Fonda og Agústa Johnson f Bogmanni. Valdimar Grímsson og Her- mann Gunnarsson eru aðrir Bogmenn sem mér koma í hug. Af landsliðsmönnunum í handbolta er það að segja að Héðinn Gilsson er Vog en Bjarki Sigurðsson er Sporð- dreki. GARPUR /MÓA'ÍAN VAKKíAK TIL i_fFSINS EFTIl? 3000 'AfZA SVEFN 06 STlLUR l/EKJARAKLOWCUNA 6iNA 'A ElNA ÖLP íVIÞBÓT UÓSKA YES, MA'AM, I KNOU) l’M LATE.. U)ELL, UJE MI55EP THE 5CH00L BU5..MY 5I5TER FELL A5LEEP A6AIN5T A TELEPMONE POLE... Já, kennari, ég veit að ég er seinn, við misstum af skólabílnum.. systir mín sofhaði upp við síma- staur. VE5, MAAM.. SITTINé ON THE 5IPEU)ALK..U)ELL,I PIPN‘T UIANT TO WAKE HER [)?, ANP I FELT I COULPN'T LEAVE HER... 501 JU5T SATTHERE, TOO... Já, kennari, hún sat á gangstétt- inni... ja, ég vildi ekki vekja hana og mér fannst ég ekki geta skilið hana eftir heldur, svo að ég sat bara þarna líka.__________________ SMÁFÓLK ACTUALLY, I FELT A LITTLE BIT LIKE LAS5IE.. Reyndar fannst mér ég vera eins og tíkin Lassie. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spil dagsins er frá bandarísku bikarkeppninni, eða „Grand Nationals", eins og keppnin er nefnd þar vestra. Sveit Alans Sontags vann auðveldan sigur á andstæðingum sínum í undanúr- slitunum, en Sontag var þó heppinn að missa ekki öruggt geim út úr höndunum í síðustu setunni: Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 85 ♦ G75 ♦ Á8643 ♦ 1062 Vestur ♦ KG1043 ♦ D83 ♦ 5 ♦ D984 Austur ♦ D7 ♦ Á10962 ♦ G9 ♦ G753 Suður ♦ Á962 ♦ K4 ♦ KD1072 ♦ ÁK Vestur Norður Austur Suður - - - 1 tígull 2 spaðar 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Útspil: lauffiarki. Sontag var með spil suðurs og var býsna feginn að fá ekki út spaða. Það hefði þó litlu breytt, því samningurinn vinnst alltaf með því að dúkka einu sinni spaða og spila sfðar að hjartakóng. Sama spilamennsk- an á við eftir laufútskotið, en austur var eitthvað utan við sig og bjó til nýjan valkost með því að svíkja lit þegar Sontag lagði niður tígulkóng í öðrum slag. Hann lét hjartatvistinn, en átt- aði sig áður en Sontag spilaði út í næsta slag. Viðurlög við slíklu broti eru skýr: hjartatvisturinn var refsi- spil, sem austur varð að spila við fyrsta tækifæri. Sontag reyndi að gera sér mat úr þess- um mistökum austurs og spilaði næst litlu hjarta frá kóngnum! Austur stakk upp drottningu og gat nú hnekkt spilinu með því að skipta yfir í spaða. Það yrði Sontag að dúkka, en þá myndi austur aftur söðla yfir í laufið. En vestur missti af þessum milli- leik, spilaði laufi áfram, þannig að Sontag vann sitt spil, eins og örlögin höfðu greinilega ætl- að honum. Umsjón Margeir Pétursson Hollenska meistaramótinu lauk fyrir helgina með óvæntum sigri stigalægsta þátttakandans Albert Blees, sem fæstir hafa líklega heyrt getið. Þessi staða kom upp á mótinu í viðureign þeirra Gelpke og hins unga og efnilega Jeroen Piket, sem hafði svart og átti leik. 21. - Hxf4!, 22. Bxf4 - Dxf4 (Eftir skiptamunsfómina er hvítur vamarlaus á svörtu reitunum. Helsta hótun svarts er 23. - Bh6, 24. Dc3 - Dxd2+I, 25. Dxd2 - Bxd2+, 26. Kxd2 - Rf3+) 23. Re2 - Dh4+, 24. Kdl (Eftir 24. Rg3 er Dd4 sterkt) 24. - Rxc4, 25. Hg4 og hvítur gafst upp án þess að bíða eftir svari svarts sem yrði 25. - Dxg4. Sigurvegarinn, Albert Blees, er með 2345 skák- stig, hann skaut m.a. stórmeistar- anum Van der Wiel (2560) og alþjóðlegu meisturunum Piket (2500) og Van der Sterren (2500) ref fyrir rass.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.