Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.1989, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989 44 Borgarböni í sveit Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: A síðasta snúningi — Funny Farm Leikstjóri George Roy Hill. Handrit Neil Tolkin. Kvik- myndatökustjóri Miroslav Ondricek. Aðalleikendur Chevy Chase, Madolyn Smith. Bandarísk. Universal 1988. Chase er vissulega einn fyndnasti gamanleikarinn á tjaldinu síðasta áratuginn en hefur jafnframt gert sig sekan um að taka við öllu sem að hon- um er rétt, en aðdáendum hans til huggunar skal það tekið fram í upphafi að hér er þessi skemmtilega maníski ruglukollur á réttri braut með óvenjulega vitrsent handrit sér til fuiltingis. Chase leikur íþróttafrétta- mann við dagblað í New York, sem skyndilega fær þá flugu í kollinn að semja skáldsögu. Selur nú allar eigur sínar í borginni og flyst með konu sinni (Smith) norður í sveitasæluna. Þar kem- ur fljótiega í ljós að heilaspuni bónda er heldur rýr og ekki á setjandi, hinsvegar reynist eigin- konan búa yfir áður óþekktum skáidskaparhæfileikum. Þetta er ekki eina áfallið sem dynur á hjónakornunum, sveitasælan reynist borgarbörnunum hin fú- lustu vonbrigði og hriktir í undir- stöðum hjónabandsins. Rykkjótt og skrykkjótt. Fer undurlétt á stað, miðbikið heldur óbroslegt en nær sér svo aftur á strik og endirinn er hreinasta afbragð, er hjónakomin borga varginum fyrir að haga sér ein- sog þau vilja hafa hann! Þessi kafli sýnir líka ein fyrstu tilþrif George Roy Hill í áraraðir, eða allt frá því hann lauk við Sting fyrir langtum löngu. Tæknivinna og útlit allt í Hollywood-hágæð- astíl og Ondricek og Bernstein láta myndina líta út fyrir að vera enn betri en hún er. Chase og Smith slá á rétta strengi í hlut- verki hjónakornanna sem kom- ast að sannleikanum í sveitinni og eiga stærsta þáttinn í að gera A síðasta snúningi að frambæri- legri afþreyingu. Heitt og kalt í grínsmiðjunni Stjörnubíó: Hlátrasköll — Punchline Leikstjóri og handrit David Seltzer. Aðalleikendur Sally Field, Tom Hanks, Mark Ry- dell. Bandarísk. Columbia 1988. Hlátrasköll er laglega gerð blanda af gamni og alvöru, skyggnst á bakvið tjöldin í lífi tveggja grínista, (Hanks og Fi- eld) og fylgst með þeim á sviði. Þau eru skemmtikraftar af þeirri gerð sem koma einir fram og láta móðan mása. í einkalífinu blasir alvaran við, Hanks ræður ekki við metnaðarfulla lækna- drauma föður síns og Field fær lítinn skilning heima fyrir hjá eiginmanni og börnum á kvöld- vinnunni. Lokakeppnni grínis- tanna greiðir talsvert úr flækj- unni. Ljúf, oft bráðfyndin og mann- eskjuleg mynd og meginstyrkur hennar felst einmitt í að hún sýnir okkur fleiri fleti á aðalper- sónunum en við eigum að venj- ast. Lífið er ekki einn brandari heldur sorgir og gleði, tap og sigrar. Hanks túlkar af þroskuðu innsæi hinar björtu og dökku hliðar spaugarans, hann er einn efniiegasti leikari Bandaríkja- manna í dag, minnir meira en lítið á Jack Lemmon á yngri árum. Field er í prímadonnuhlut- verkinu, en þrátt fyrir gamal- kunn, ósvikin tilþrif, fellur hún nokkuð í skuggann af Hanks og er aukinheldur fullgömul í hlut- verkið, virkar ekki sem hið eina, sanna hjartansmál Hanks, sem bersýnilega er mun yngri. En hún er sönn sem húsmóðirin sem á litla fatapeninga og ekkert of næmt auga fyrir litasamsetning- um en á sér draum, finnst hún hafa hæfileika til að skemmta öðrum og vill ekki fórna þeim í ruslafötuna og ryksuguna. Þá nýtur myndin góðs af leik tveggja manna sem kunnari eru sem leikstjórar; Marks Rydells og Pauls Mazurskys. Og John Goodman (Raising Arizona) stendur jafnan fyrir sínu. Hluti af hinni nýju áhöfii skipsins. Hernan Vargas Pinto, skipstjóri, er fyrir miðri mynd. Utgerðar- og fískvinnslufyrirtæki í Chile: Kaupir hér togara og vör- ur fyrir 100 milljónir króna ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyr- irtækið Pesquera Friosör SA. í Chile hefur keypt togarann Karlsefni af Sjólastöðinni hf. í Hafiiarfirði fyrir um 85 milljón- ir króna. Skipið, sem nú heitir Friosör IV, lagði af stað til Chile 1. maí og með því fóru sjávarútvegsvörur sem fyrir- tækið keypti hérlendis fyrir um 13 milljónir króna. íslenska ráð- gjafarfyrirtækið Icecon hafði milligöngu um viðskiptin, svo og að Jens Valdimarsson, fyrr- verandi framkvæmdasljóri Hraðfrystihúss Patreksfiarðar, var ráðinn sem rekstrarsljóri Pesquera Friosör næstu tvö ár- in, að sögn Sverris Guðmunds- sonar hjá Icecon. Með skipinu fóru meðal annars vogir frá Marel, tvær DNG-hand- færarúllur, troll frá Hampiðjunni, plastkör og -bretti frá Sæplasti, bobbingar, kassaklær og kassalos- ari frá Odda, flotkúlur frá Pla- steinangrun, dagmerkingamiðar frá Vörumerkingu, notaðir fisk- kassar, og notaðar flökunar- og hausunarvélar frá Baader, að sögn Sverris. Siglingin frá íslandi til Chile tekur 30 til 40 daga. Óli Már Morgunblaðið/Emilía Togarinn Karlseftii í Hafriarfiarðarhöfti fyrir skömmu. Hann hefur verið seldur til Chile fyrir um 85 milljónir króna og heitir nú Frios- ör IV. Eyjólfsson fer með skipinu og verður vélstjóri á því fyrst um sinn. Stefnt er að því að þrír aðrir ís- lendingar verði í áhöfn skipsins þegar það heldur til veiða seint í júní næstkomandi. Hinn nýi eig- andi skipsins, Pesquera Friosör, átti fyrir tvo skuttogara og eitt línuveiðiskip, auk þess sem fyrir- tækið er með frystingu, niðursuðu og fiskeldi, að sögn Sverris Guð- mundssonar. TllGUD Diskótek frá kl. 22-03 Miðaveró kr. 700,- BÍÓKJALLARINN Hljómsveitin Sköllótt mús 17.-22. maí íTunglinu THEGRINDERS SÆNSK/ÍSLENSK BLÚSHLJÓMSVEIT OPIÐ 'l WÖL-0 lOKPtO 'a möR&USJ { HVimSifMUU 0tf?S Rls/veeu/RW 7 21' on* O^stapUttushOða^ ‘jifróri 7 6Mnnm'\Hú k hansaœxanþbr 0?\*TÍLKL 3- MiPAVeRÐ kr. eoo -r LA&HARKSfirLDUR. ZoÁr. ■.,C_ í Firðinum í kvöld Opið frá kl. 22-03 Aldurstakmark 20 ár - Snyrtilegur klœðnaéur áskilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.