Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 13.05.1989, Blaðsíða 37
H MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1989 37 þátt í því að koma okkur heilum í höfn með Guðs hjálp. Síðar átti ég því láni að fagna að sigla sem loftskeytamaður í nokkur ár með Jón Högnasyni sem skipstjóra. Það voru yndisleg ár af ævi minni. Þá reyndist hann mér sem besti faðir og sannur vin- ur og fræðari. Með lestri góðra bóka er hann lánaði mér og nánum kynnum varð hann mér góður kennari er ég naut síðar í lífi mínu. Guð blessi minningu hans. Ol. J. Sveinsson Þá er elsku afí minn dáinn, eft- ir hetjulega baráttu við erfíðan sjúkdóm. Hann lézt á Hrafnistu í Reykjavík 1. maí á 99. aldursári, hann hélt fullri reisn og klæddist daglega þangað til fyrir tveimur mánuðum. Afí fæddist á Eystri-Sólheimum í Mýrdal 13. febrúar 1891, sonur Högna Jónssonar og Ragnhildar Sigurðardóttur, hann var næstelst- ur 5 bræðra sem allir eru látnir, en þeir hétu Sigurður sem kvæntur var Þorgerði Erlingsdóttur, Elías sem kvæntur var Steinunni Auð- unsdóttur, Eyjólfur kvæntist ekki og Sveinbjörn sem var kvæntur Þórhildi Þorsteinsdóttur. Afí var tvíkvæntur, fyrri konu sína, ömmu mína, Stefaníu Vil- borgu Grímsdóttur frá Nykhól í Mýrdal, missti hann frá fjórum börnum, öllum á viðkvæmum aldri, en þau eru: Högni, skipstjóri, kvæntur Ámýju Guðmundsdóttur húsmóður, Vilborg, húsmóðir, gift Sigurði Siguijónssyni, sjómanni, Ragnhildur, húsmóðir, gift Sigur- jóni Stefánssyni, skipstjóra, og Grímur, stýrimaður, ókvæntur. Seinni kona afa var Karítas Grímsdóttir ættuð úr Þorlákshöfn. Þeim varð ekki bama auðið. Hún reyndist afa frábærlega vel í hvívetna. Hún lézt í desember 1985. Afí byrjaði til sjós 15 ára gam- all, þá á skútum, seinna varð hann skipstjóri, fyrst með Skaftfelling, þá Gulltopp, síðan Karlsefni og síðast var afí með Haukanes. Eftir að afi hætti til sjós vann hann hjá Skipaskoðun ríkisins, þar til hann varð að hætta vegna aldurs. Afí var stór og glæsilegur mað- ur yzt sem innst. Hann var harð- gerður og skapmikill. Man ég hvað honum þótti um „hörkuna“ þegar ég sem lítil stelpa fór að skæla út af einhveiju sem var stórt í mínum augum þá og ég hélt ég fengi huggun! Eins vel man ég þegar afi kom heim á hveijum morgni til að kenna mér að lesa, þá var eins gott að vera vöknuð og klædd og búin að æfa það sem hafði ver- ið farið yfir morguninn áður. En samt var blíðan til staðar innst inni, það fann ég vel nú í seinni tíð. Eg læt hér staðar numið þó af nógu sé að taka og bið góðan guð að geyma elsku afa minn alla tíð. Sigrún Sigurjónsdóttir „Hörð var lundin, hraust var mundin, en hjartað gott sem undir slær.“ Þessar ljóðlínur úr kvæði Amar Arnar um Stjána bláa koma mér í huga, þegar ég minnist tengdaföður míns, Jóns Högnason- ar, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík á 99. aldursári. Þegar maður lítur til bernsku hans og uppvaxtarára þá þarf mann ekki að undra þó harðjaxlar hafi sprottið upp við þær aðstæður og úr því umhverfi. Hann fæddist að Eystri-Sól- heimum í Mýrdal, næstelstur af fímm bræðrum. Föður sinn missir hann 9 ára gamall, móðirin heldur áfram að búa með drengjunum sínum þar til hún deyr sjö árum síðar. Á þessum árum er hann á ýmsum bæjum í Mýrdal sem smali og vikadrengur. Aðbúnaður var ekki alltaf upp á það besta á þeim árum, vinnuharkan mikil og vos- búð. Var hann oft haldinn mikilli heimþrá, svo að hann grét sig í svefn á kvöldin. Einhveiju sinni þegar hann hitti móður sína spyr hann hana af hveiju hann sé alltaf sendur að heiman, en ekki hinir bræðurnir. „Það er af því að þú ert svo óþekkur, Nonni minn, og ég ræð ekki við þig.“ En það sann- aðist á honum hið fornkveðna, að oft verður góður hestur úr göldum fola. Árið 1906 er hann kominn á skútu frá Reykjavík með frænda sínum, Sigurði Oddssyni. Var han nokkur sumur við þann veiðiskap. Þá var lagt af stað seinnipart vetr- ar gangandi úr Mýrdal til Reykjavíkur, sem voru margar dagleiðir, og til baka að haustinu. Þegar farið er að gera út togara frá Reykjavík hefst ferill hans sem togarasjómaður. Var hann þá á tímabili með Þórarni Olgeirssyni á Great Admiral, enskum togara. Þegar her er komið fer hann S Stýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifast þaðan árið 1914. Árið 1917 er hann ráðinn til að fara til Danmerkur og sjá þar um smíði á ms. Skaftfellingi, sem byggja átti sem strandferðaskip fyrir Skafta- fellssýslur. Þegar smíðinni lauk árið 1918 fékkst engin olía til heimferðarinnar vegna stríðsins, og fóru þeir þá á seglum heim. Um tíma var hann skipstjóri á Skaftfellingi, en fer síðan aftur á togara og þá stýrimaður með Gísla Oddssyni á Leifi heppna. Þar er hann þar til hann fer á bv. Gull- topp sem skipstjóri og er á honum í Halaveðrinu og lendir þar í hinum mestu mannraunum, eins og aðrir sem þar voru. Þegar hann hættir á Gulltoppi verður hann skipstjóri á bv. Karlsefni og loks á bv. Haukanesi. Innan við fímmtugt hættir hann sjómennsku og gerist skoðunarmaður hjá Skipaskoðun ríkisins þar til hann hætti fyrir aldurssakir, sjötugur að aldri. Þegar hann nú heldur í sína hinstu ferð óska ég honum guðs blessunar með þökkum fyrir vin- áttu og tryggð sem aldrei bar skugga á. Siguijón Stefánsson Við vorum á leið til Danmerkur til að eyða þar saman sumarfríinu, sem nú er tekið frá mér svo óvænt. Einnig var alltaf gaman að sitja hjá honum niðri á rafstöð og dunda sér við ýmislegt þar. Elsku amma, ég bið algóðan guð að styrkja þig og blessa í þinni miklu sorg. Við eigum ljúfar minn- ingar sem enginn tekur frá okkur. Eg þakka elsku afa mínum fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og fyrir stundimar sem við áttum saman. Jóna Magga Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast afa míns, Páls Ás- geirssonar. Frá því um fermingu dvaldi ég á hveiju sumri hjá afa og ömmu á Flateyri. Þar var ég að vinna í físki. Á morgnana var afi alltaf vaknaður á undan mér og var bú- inn að hafa til morgunmatinn. Afi átti lítinn plastbát og við fórum oft út á sjó að ná í rauðmaga, í net sem afi hafði lagt. Það var sko skemmtilegt að vera á Flateyri. Þegar ég var átta ára fór ég til Portúgals með afa og ömmu. Það- an á ég margar góðar minningar. Á heimleiðinni sigldum við til ís- lands á togara, sem farþegar. Þá var gott að eiga afa að, þar sem ég var svo sjóveikur, var afi alltaf uð fylgjast með mér og athuga hvort mér væri ekki að batna. Afi var góður maður. Ég vil biðja góðan guð að styrkja ömmu mína. Páll Þorgeir Matthíasson Mig langar til þess að minnast kærs tengdaföður míns, Páls Ás- geirssonar, sem lést sviplega þann 6. maí síðastliðinn. Palli fæddist 12. júlí 1918, hann var sonur hjón- anna Guðbjargar Oktavíu Krist- jánsdóttur og Ásgeirs Kristjáns Matthíassonar, sem bjuggu lengst af á Baulhúsum í Arnarfirði, en fluttu síðar að Gimli á Bíldudal. Guðbjörg og Ásgeir eignuðust níu börn og komust átta þeirra upp. Bömin voru, Símonía, Daðína, Matthías, sem fórst ungur við sjó- sókn, tvíburarnir Páll og Friðþjóf- ur, Friðþjóf misstu þau ársgamlan, Kristján, Kristinn, Jóhanna og Ólafur. Forfeður Palla úr Amarfirði voru mikið sómafólk, má þar nefna móðurafa hans, Kristján Kristjáns- son bónda og hreppstjóra í Stapad- al, og föður hans, Kristján Guð- mundsson á Borg, en hann var eins og þeir feðgar allir annálaður kraftamaður. Föðurafí og langafi Palla vom einnig merkismenn, langafí hans, Ásgeir Jónsson, var mikill hvala- skutlari og er frá því sagt að hann hafi náð því að skutla 37 stór- hveli. Matthías Ásgeirsson, afí Palla, mun hafa járnað síðasta hvalinn sem skutlaður var í Arnar- fírði, en það var árið 1894. Palli kvæntist eftirlifandi konu sinni, Þorgerði Jensdóttur frá Múla í ísafjarðardjúpi. Þau eignuðust sjö böm, þau vom: Matthías Ásgeir sem lést af slysförum sjö ára gam- all. Sigríður hjúkmnarfræðingur, hún á eina dóttur. Sturlaugur, línu- maður, kvæntur Margréti Svafars- dóttur og eiga þau einn son og tvær stjúpdætur. Kristján, vél- fræðingur, kvæntur Ólöfu Helga- dóttur, þau eiga þijú böm og eina stjúpdóttur. Aðalheiður Guðbjörg, sjúkraliði. Pálína, sjúkraliði, gift undirrituðum og eigum við þijár dætur. Matthías, verkamaður, kvæntur Guðmundínu Hallgríms- dóttur og eiga þau þijá syni. Ég kveð Palla minn og þakka fyrir samverana. Ég átti því láni að fagna að eiga hann að tengdaföður og vini og hefði gjarnan viljað að við hefðum getað átt meiri tíma saman, en vegna búsetu okkar, síns á hvora landshorni og á stundum síns í hvora landi, þá var það ekki mögu- legt. Þær stundir sem við áttum þó saman hafa veitt mér mikla ánægju. Sérstaklega finnst mér ánægjulegt að minnast skaktú- ranna okkar á Bjartmari eða „Háska“ eins og hann var kallaður manna á milli. Þá var eins og hann yngdist um mörg ár og það vora ófáar minningarnar sem rifjuðust upp hjá honum á þeim stundum. Minningar um æskuárin og eins um fiskiríið í gamla daga. Eins var tíminn sem við áttum saman við vinnu hjá Rafveitunni á Flateyri. Þetta vora mér ómetan- legar stundir. Ég minnist líka ánægjustund- anna sem við áttum með honum þegar hann heimsótti okkur út til Portúgals á sínum tíma og einnig núna síðast til Danmerkur í fyrra- sumar. Við hlökkuðum til þess að fá hann og Gerðu út til okkar núna um miðjan mánuðinn til þess að eyða saman sumrinu. Við voram búnir að áætla að sigla um dönsku sundin og njóta blíðunnar og góða veðursins. En örlögin tóku í taum- ana, þegar hann var á leiðinni til móts við okkur. Dætur mínar sakna afa síns, sem var þeim mjög kær. Enda var ástúð hans og hlýja til þeirra ein- stök og það sama gilti um okkur hjónin, það var ekkert sem var okkur of gott. Hann var alltaf boðinn og búinn til þess að aðstoða ef á bjátaði. Já, þær vora ófáar ánægju- stundirnar sem við áttum með hon- um og Gerði, bæði í fríum sem hann reyndi að eyða flestum með okkur og eins þá sjaldan að við komum vestur. Fyrir allt þetta og meira til þakka ég Palla. Minningamar era mér kærar, guðs friður verði með honum. Gerða mín, ég veit að sorg þín er mikil en ég vona að góðar minn- ingar verði þér styrkur um ókomin ár. Sigmar Ólafsson HÓTEL LOFTLEIÐUM GJALDEYRIS- AFGREIÐSLA * OPINÁ ÓTRÚLEGU STU TÍMUM Já, það er ekki ofsögum sagt af þjónustu Landsbankans við erlenda jafnt sem innlenda ferðamenn. Gjaldeyrisafgreiðslan á Hótel Loftleiðum er opin sem hér segir: Mánudaga - föstudaga kl. 8:15-16:00 og 17:00-19:15. Laugardaga og sunnudaga kl. 8:15-19:15. Á sama tíma eru afgreiddar ferðatryggingar. Að öðru leyti er almenn afgreiðsla opin á venjulegum tímum: Mánudaga-föstudaga kl. 9:15-16:00 og fimmtudaga síðdegis kl. 17:00-18:00. Verið velkomin, - hvenær sem er. a: O 5 $ o T tr-l 5: § Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.