Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 * Ast er... .. .að taka á móti henni. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1909 Los Angeles Times Syndicate HÖGNI HREKKVÍSI (/ sewi Þau eru nO tkúlofue>- ÞÁ br fO/VJiMNJ TÍ/Vll TlL AD HIT7A R7ÖLSKVLPO HÖ6WA- MR verði flölbrautaskóli Til Velvakanda. í vetur reit Magnús nokkur Skarphéðinsson mjög góða grein í Velvakanda um vegvillur mennta- stefnu MR-skólans og misskilda góðmennsku MR-vinafélagsins. Auðvitað á að færa skólann í sitt upprunalega hlutverk sem Ást- mögur þjóðarinnar ætlaði honum. En ekki hvað? Þess vegna verður að breyta tilgangi og markmiðum skólans sem fyrst í almennan fjöl- brautaskóla. Myndi skólinn því heita eftir það Fjöibrautaskólinn við Lækjargötu, og sóma sér vel. Skammstafað FL. Ekki er hægt að fara í neinar vegvillur með hvaða hlutverk leið- togi Jón Sigurðsson ætlaði Lærða skólanum (sem er MR í dag). Enda var hann helsti talsmaður þess og hugmyndafræðingur að skólinn var fluttur með konungsúrskurði frá Bessastöðum til Reykjavíkur árið 1841. Fylgdi þeirri tilskipun að aðskilin skyldi kennsla prests- efnanna og stúdentsefnanna, og því stofnaður sérstakur prestaskóli árið 1847. Víkur forseti Jón víða að þessu í ritum sínum, m.a. Nýjum félags- ritum, (Um skóla á Islandi, 149) sem einnig endurvarpast allvel í ræðum hans úr Alþingistíðindum frá 1859, (583). — (Sjá nánar í grein í Sögnum 6, 1985, bls. 84, og víðar.) Félagi Jón lagði til að kennsla í handiðnum, stýrimennsku og kaupmennsku yrði kennd í Lærða skólanum. Og neðstu bekkir hans yrðu fyrir þá sem nema vildu borg- araleg fræði, auk þeirra sem taka vildu stúdentspróf. Hér má því ein- mitt sjá fjölbrautaskólahugmynd- ina komna holdi klædda úr hinum 130 ára gömlu endurreisnarhug- myndum þjóðfrelsishetjunnar miklu. í ljósi ofanritaðs geri ég það að tillögu minni til menntamálaráð- herra, (sem þekkja mun stétta- skiptingu MR allvel af eigin reynslu,) að MR verði breytt í fjöl- brautaskóla við fyrsta tækifæri. í síðasta lagi um leið og skólinn flyt- ur úr miðbænum til að rýma fyrir bílastæðum miðbæjarlífsins. Allir hljóta að sjá að ekki er glóra í að hafa skóla í hjarta borg- arinnar sem þarf 200 til 300 bíla- stæði fyrir nemendur og kennara í öllu bílastæðahallærinu í bænum. Lausar skólabyggingar hljóta að vera til í einhveijum úthverfum borgarinnar fyrir skólann svo rýmra verði um kennsluna og nem- endur hans með allan sinn bílflota, sem og annað starfsfólk þessarar fomu stofnunar. Annars eru næg bílastæði í Ár- bænum og eldgamla MR-skólahú- sið sæmdi sér mjög vel uppí Árbæj- arsafni innan um öll hin fomu húsin þar. Það væri með elstu kofum á svæðinu. Auk þess sem hægt væri að kenna í hinum húsun- um þar eitthvað líka ef plássleysi bagaði. Er ekki alltaf verið að tala um að hafa einhverja lifandi starf- semi í safninu? Þetta myndi leysa öll þessi bílastæða- og safnavanda- mál í einu lagi. Ég sé ekki betur. Ef mark er þá takandi á þessu sífellda plássleysistali MR-vinafé- lagsins á annað borð. Magnús H. Skarphéðinsson, fyrrverandi MR-ingur Reykjavík; Varðveitum gömul örneftii Til Velvakanda. í ákafanum við að byggja upp nýtt þorp innan marka Reykjavíkur á kambinum upp af Gufunesi, innan með Grafarvogi, og nú áfram í Keldnaholtið, hefur gjörsamlega gleymst að reyna að varðveita þau örnefni sem þarna eru fyrir. Þess vegna halda margir íbúar Grafar- vogsþorps að þeir búi á eða við Grafarholt. jafnvel aðilar sem eru með framkvæmdir í Keldnaholti halda sumir að þeir séu í Grafarholti. En þá verður náttúrlega líka að flytja Keldnaholtið dálítið til. Elías Kristjánsson framkvæmdastjóri Kemis (hvað svo sem þetta Kemi er), skrifar í Morgunblaðið sl. laug- ardag, 20. maí, um mömmuhlutverk Reykjavíkur í hópi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar segist hann um nokkurt skeið hafa verið þeirrar skoðunar að besti staðurinn fyrir sorppökkunarstöð innan Reykjavíkur „væri neðanjarðarhús í Keldnaholti sunnan Vesturlands- vegar undir hitaveitugeymum". Bréfi þessu er ætlað að benda lesendum Morgunblaðsins á og und- irstrika að enginn hluti Keldna- holts er sunnan Vesturlandsveg- ar. Holtið sem heitavatnsgeym- arnir standa á, sunnan Vestur- landsvegar, heitir Grafarholt. Gaman væri nú ef Davíð borgar- stjóri gengi nú í það með þeim fítonskrafti sem hann sýnir stundum að tína til örnefni innan borgarmar- kanna og halda þeim til haga, svo íbúum og gestum höfuðborgar allra landsmanna geti verið þau ljós. Þætti til dæmis ekki íbúum Álf- heima gaman að vita — ef rétt er sem mér hefur verið sagt — að þar hafi áður heitið Þjófaskörð? í lokin langar mig að spyija Morgunblaðsmenn hvers vegna orð- ið „fyllirí" er alltaf skrifað „fyllerí“ — með e-i — í blaði þeirra (síðast tók ég eftir þessu 21. maí, bls. 12, 2. dálki ofarlega). Er þetta gert með einhveijum skynsamlegum rök- um, eða er prófarkadeildin „á kend- eríi“? Sigurður Hreiðar Víkverji skrifar Yíkveiji hefur oft orðið undrandi vegna þess, hvemig póstur berst til landsins. Auðveldast er að fylgjast með þessu, ef menn eru áskrifendur að blöðum eða tímarit- um, sem koma jafnan út á sama tíma. Hér skal tekið dæmi af blað- inu International Herald Tribune, alþjóðlegu blaði sem prentað er á fjölmörgum stöðum og leggur höf- uðáherslu á að berast fljótt og skilv- íslega til áskrifenda. í síðustu viku bárust öll blöð úr vikunni þar á undan í einum bunka til Morgunblaðsins. Nokkrum dög- um síðar kom síðan mánudags- blaðið úr síðustu viku en síðan ekki söguna meir fyrir helgina. Hvað veldur því að blöðin berast svona stopult, þegar flogið er mörgum sinnum milli íslands og annarra landa á hveijum degi? Póstþjónustan okkar vísar kvört- unum af þessu tagi venjulega frá sér. Forráðamenn hennar segja, að hér sé við aðra að sakast. Flugfélög kannast auðvitað ekki við að skilja póstpoka eftir. Ef geðþótti erlendra póstvarða ræður þessu, er brýnt fyrir íslenska starfsbræður þeirra að láta kvartanir berast til þeirra. xxx Laugardaginn 20. maí birtist í dálkinum Fólk í fréttum hér í blaðinu smáklausa um poppstjörnu í Kína og var talað um Bluce Splingsteen í fyrirsögn þessarar klausu en maður að nafni Bruce Springsteen er frægur á Vesturl- öndum. Hugmyndin að setja I í stað r var fengin úr erlendu blaði og með henni er vísað til þess á græskulausan hátt, að enskumæl- andi menn hafa jafnan látið sem svo, að Kínveijar ættu erfitt með að bera fram r. Víkveiji ræður það af viðbrögðum samstarfsmanna hans, að líklega hafi fáir íslenskir lesendur Morgunblaðsins áttað sig á þessum stafaleik. Hið sama verð- ur ekki sagt um tvo banöaríska námsmenn við Háskóla íslands, Paul Lydon og Lauru Valentino, sem saka Morgunblaðið um „kyn- þáttaóhróður" vegna þessa. Paul Lydon spyr í bréfi sínu hvort Morgunblaðið sé að kenna krökkum að fyrirlíta fólk sem það þekkir ekki. Hvort ritstjóri Morgunblaðsins haldi, að Kínveijar geti ekki talað ensku eða enginn þeirra geti lesið íslensku. Blaðið ætti að gæta þess að ísland verði ekki talið land þar sem kynþáttahatur sé umborið. xxx Laura Valentino segir meðal annars í bréfi sínu: „Ég var hneyksluð að sjá þann augljósa og smekklausa kynþáttaórhróður sem birtist í þessum skrifum. Ég er viss um að þið vitið um kínverskt fólk sem býr á íslandi í dag. Haldið þið að það líti aldrei í fréttablað? Því miður hefur Hollywood skemmt ímynd Kínveija en eins og allir vita er það hugarburður sem er framleiddur í Hollywood. Maður býst hins vegar við staðreyndum í Morgunblaðinu. Ég held að stórt blað eins og Morgunblaðið hafi ábyrgð við les- endur sína. Viljið þið hvetja til kyn- þáttahaturs með því að viðhalda stöðluðum hugmyndum um aðra kynþætti? Ég ætla að spyija einnar spurn- ingar í lokin; eruð þið alveg reip- rennandi í í kínversku máli?“ Síðustu spurningunni er fljót- svarað neitandi. Almennt finnst Víkveija að hér eigi við orðtakið: oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Vonandi líta bréfritarar ekki á það 'sem kynþáttahatur, þótt fólk hafi orð á því við þau, hvernig þau tala íslensku. Að minnsta kosti er fullvíst að ekkert slíkt vakti fyrir Morgunblaðinu með umræddrum stafaleik. Til eru Kínveijar sem tala íslensku af ótrúlegri leikni. Þá hef- ur Víkveiji dáðst að því hve góða ensku, frönsku eða þýsku fulltrúar námsmannanna á Torgi hins himn- eska friðar hafa talað í erlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum und- ahfarið. i I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.