Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ EIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ, 1989 Þrotabú Norðurljóss hf. Kröfiir í búið nema um 57 millj.króna skaðabótakrafa frá þrotabúi Sæbliks hæst FYRSTI skiptafundur í þrotabúi Norðurljóss hf. var haldinn í gær, miðvikudag. A fúndinum var lögð fram kröfúlýsingarská, en alls var lýst 109 kröfúm í búið, samtals að upphæð 57,4 milljónum króna. Skiptafúndinn átti að halda í apríl síðastliðnum en vegna verkfalls lög- fræðinga í ríkisþjónustu varð lítið úr þeim fúndi. Amar Sigfússon skiptaráðandi apríl, en vegna verkfalls varð lítið sagði að á meðal krafna í búið væru nokkrar umdeilanlegar og ætti eftir að taka afstöðu til þeirra. A næsta skiptafundi í búinu, sem haldinn verður í ágúst ætti að vera búið að afgreiða hinar umdeildu kröfur. Arn- ar sagði að kröfur í búið gætu lækk- að um allt að 15-20 milljónir króna ef hinum umdeildu kröfum verður hafnað. Forgangskröfur í búið nema sam- tals rúmum 15 milljónum króna, en Amar sagði þá tölu geta lækkað eitt- hvað þar sem kröfur upp á 4-5 millj- ónir króna væra umdeildar. Stærsta krafan í búið var skaðabótakrafa frá þrotabúi Sæbliks hf. á Kópaskeri vegna verks sem Norðurljós hafði með höndum fyrir fyrirtækið. Krafan hljóðaði upp á 15 milljónir króna. Skiptaráðandi hefur hafnað kröf- unni, en Sæbliksmenn hafa fengið frest til að færa ítarlegri rök fyrir henni. Landsbanki íslands lýsti 6,4 millj- óna króna kröfu í búið og innheimtu- maður ríkissjóðs vegna skattakrafna samtals 5,3 milljónum króna. Rafiðn- aðarsamband íslands lýsti 3,8 millj- óna króna kröfu í búið vegna ið- gjalda og stéttarfélagsgjalda. Aðrar kröfur vora minni. Norðurljós hf. fékk greiðslustöðv- un í október á síðasta ári, sem rann út í desember síðastliðnum. Greiðslu- stöðvunin skilaði ekki þeim árangri sem ætlast var til og var því óskað eftir gjaldþrotaskiptum 4. janúar. Fyrsta skiptafundinn átti að halda í Kjördæmishátíð Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi eystra: 3.000 plöntur gróðursettar „ÞETTA er allt að smella sam- an hjá okkur,“ sagði Kristín Trampe í Ólafsfirði, en hún á sæti í undirbúningsnefnd vegna kjördæmishátíðar Sjálf- stæðisflokksins á Norðurlandi eystra. Hátíðin verður haldin í Ólafsfirði um helgina og er liður 1 60 ára afinæli flokksins á þessu ári. Kjördæmishátíðin hefst á laugardag og verða þá gróður- settar um 3.000 plöntur, m.a. ofan bæjarins þar sem skriðurn- ar féllu í fyrra, en meiningin er að græða landið upp. Gróður- setningin stendur yfir frá kl. 14.00-17.00 og á meðan á henni stendur er boðið upp á barna- gæslu fyrir yngstu krílin. Um kvöldið verður grillveisla og síðan kvöldvaka með heima- tilbúnum skemmtiatriðum. „Það má búast við fjölda fólks hingað til Ólafsfjarðar ef veður verður gott, en veðrið skiptir auðvitað miklu máli í þessu,“ sagði Kristín. í Ólafsfirði era ágæt tjaldstæði, auk þess sem hægt er að fá svefnpokapláss og gist- ingu á hóteli. Kristín kvaðst vænta þess að félagar mættu vel til hátíðarinnar um helgina og hvatti hún fólk til að tilkynna þátttöku annað hvort til sín, eða Katrínar Eymundsdóttur á Húsavík í síðasta lagi á föstu- dag. úr fundinum. Eignir þrotabúsins eru tvær fast- eignir, á Furavöllum og á Óseyri, og er nýlega búið að selja þær á nauð- ungaruppboði. Þá er einnig búið að selja úr lager búsins. Auk þessa var talsvert af útistandandi kröfum í inn- heimtu, en enn liggur ekki ljóst fyrir hvað innheimtist af þeim. Líkan af nýbyggingu Amtbókasafnsins. Viðbótarbygging við Amtsbókasafiiið: Byggingarnefiidarteikning- um hefur verið skilað inn Þetta var vandasamt verk, segir Guðmundur Jónsson arkitekt GUÐMÍUNDUR Jónsson arkitekt hefúr skilað öðrum samningi sínum við Akureyrarbæ vegna hönnunar á viðbótarbyggingu Amtsbókasafiisins. Gerðir hafa verið tveir samningar við Guð- mund, sá fyrsti um forhönnun verksins og siðan var gerður samningur sem felur það í sér að verkið er komið á það stig að skilað hefúr verið inn byggingar- neftidarteikningum. Það var á hátíðarfundi í bæjar- stjórn Akureyrar í tilefni af 125 ára afmæli bæjarins sem samþykkt var að bæjarbúar skyldu gefa sjálfum sér í afmælisgjöf verulega stækkun við Amtsbókasafnið. í framhaldi af því fékk menningarmálanefnd mál- ið til umfjöllunar og þar var einróma samþykkt að láta fara fram sam- keppni um viðbótarhúsnæði við safnið. í dómnefnd voru tilnefndir annars vegar fagmenn úr Arki- tektafélagi íslands og hins vegar þrír frá bænum, þau Gunnar Ragn- ars formaður menningarmála- nefndar, Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi og Ágúst Berg húsa- Bæjarfógeti í Ólafsfírði: Tveir sóttu um stöðuna TVÆR umsóknir bárust um stöðu bæjarfógeta í Ólafsfirði, en um- sóknarfrestur rann út nýlega. Frá því Barði Þórhallsson bæjarfógeti lét af störfúm 1. júní á síðasta ári hefiir ekki verið fógeti með fast aðsetur á staðnum. Þeir sem sækja um embættið eru Kjartan Þorkelsson fulltrúi sýslu- manns í Rangárvallasýslu og Ólafur Ólafsson aðalfulltrúi bæjarfógeta- embættisins á Akureyri og sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu. Barði Þórhallsson var bæjarfógeti í Ólafsfirði um ellefu ára skeið, en hann lét af störfum á síðasta ári og hafa tveir fógetar haft með málefni Ólafsfirðinga að gera síðan. Fyrst Elías I. Elíasson bæjarfógeti á Akur- eyri sem settur var í embættið til 8. september á síðasta ári, en þá tók bæjarfógeti Siglfirðinga við og hefur gegnt embættinu síðan. Á þessari mynd er horft frá anddyri og að veitingasal inn að samein- uðum fjölnýti og myndlistarsal. meistari Akureyrarbæjar. Fyrir réttu ári vora úrslit úr samkeppn- inni kunngerð og var niðurstaðan sú að tillaga Guðmundar Jónssonar arkitekts hlaut fyrstu verðlaun og í framhaldi af því voru gerðir við hann tveir samningar, um for- hönnun verksins og síðan samning- ur sem fól í sér að hönnuninni yrði komið á það stig að hægt yrði að skila inn byggingamefndarteikn- ingum. Guðmundur hefur nú lokið þessum samningum og að sögn Gunnars Ragnars verður næsta skref í málinu áframhaldandi hönn- unarvinna. Amtsbókasafnið er nú 1.156 fer- metrar að stærð og skortur á geymslurými er mikið. Viðbótar- byggingin er samtals 2.080 fer- metrar og sagði Guðmundur að rýminu væri skipt upp í tvo hluta, annars vegar rými fýrir safnið sjálft og héraðsskjalasafnið óg hins vegar rými fyrir ýmiskonar menningar- starfsemi. Þannig verða í húsinu tveir salir, myndlistarsalur og svo- kallaður fjölnýtisalur, þar sem hægt verður að halda tónleika, fundi eða ráðstefnur og ýmislegt fleira. Þess- um tveimur sölum veður hægt að slá saman í einn stóran. „Þessi þáttur skapar nýja möguleika fyrir safnið og eflir gildi safnsins sem menningarmiðstöðvar fyrir Akur- eyrarbæ," sagði Guðmundur. Þá verður aðstaða til veitingasölu í húsinu auk möguleika fyrir sölu veitinga utandyra í garði framan hússins. „Þetta var vandasamt verk,“ sagði Guðmundur. „Það sem mér fannst einna vandasamast var að ná fram aðlögun við gömlu bygg- inguna, en samt í leiðinni að tjá einhvers konar andstæðu í tíma, sem hver ný bygging hefur. Bygg- ingarnar verða að njóta sín sem ein heild og gæta verður þess að sú eldri njóti fullrar virðingar." Morgunblaðið/Rúnar Þór Bílasalan Ós teng- ist bifreiðaskrá ríkisins BÍLASALAN Ós á Akureyri hefúr tengst Bifreiðaskrá ríkis- ins, fyrst bílasala á Akureyri, en með því moti má koma í veg fyrir ýmis óþægindi er komið geta upp vegna veðbanda og gjalda sem hvíla á bifreiðum. Armann Kr. Ólafsson hjá Ós sagði að salan hefði verið í sam- ræmi við tiðarfarið; hún hefði farið talsvert seinna af stað nú en að jafnaði. Ármann sagði nokkuð einkennandi að spurt væri um góða bíla sem fengust á um 100 þúsund staðgreitt og svo aftur væri fólk að leita að nýlegum bílum á bilinu 6-800 þúsund. Á myndinni eru Aðal- steinn Sigurðsson og Ármann Kr. Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.