Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.06.1989, Blaðsíða 47
MÖRGUNBLAÐIÐ FlMMTUDAUUá'29. JÚNÍ 1989 •47 . VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS I I Milliliðir Þessir hringdu . . Fiskurinn bestur Matmaður hringdi: „Vakin hefur verið athygli á hinu gífurlega háa verði sem hér er á landbúnaðarafurðum miðað við nágrannalönd okkar. Við þessu virðist lítið að gera, í það minnsta hefur ekkert verið gert árum saman og verður sjálfsagt ekkert gert. Hins vegar er góður fiskur ódýr hér og það ættu neyt- endur að nota sér. Fiskurinn er líka besta matvaran sem fáanleg er ef hann er rétt matreiddur en það er heldur meiri kúnst að matreiða fisk en kjöt. En með því að þreifa sig'áfram í matseldinni má komast uppá lag með að gera fína fiskrétti og það ódýra rétti.“ Kettlingar Tveir fallegir kassavanir kettl- ingar fást gefins. Upplýsingar hjá Svönu í síma 657572 eða síma 43710. Hálsmen - silfurarmband Silfurhálsmen með laufi og blá- um steini tapaðist 17. júní, í Holly- wood, við Háaleitisbraut eða á leiðinni þaðan niður í bæ. Silf- urarmbanda með litlum steini fannst við Bergstaðastræti sama dag. Vinsamlegast hringið í síma 83792. Lesandi hringdi: „Mikið hefur verið rætt um að verð landbúnaðarvara sé svona hátt vegna þess að milliliðir hafí komist upp með að taka til sín stór fé og hefur Sambandið a.m.k. miklar tekjur af þessu. Greinilegt er að bóndinn fær óeðlilega lítið í sinn hlut. Hvernig væri að bænd- ur færu sjálfir að vinna vörur sínar meira, eins og gert var hér áður fyrr, og setja þær beint á markað sjálfir? Þannig mætti ná verðinu niður og losna við millilið- ina. Sparnaður og ábyrgð þing-manna Til Velvakanda. Oft hefur verið talað um sparnað í ríkisrekstri en það er eins og allar aðgerðir renni út í sandinn sem miða að því að spara hjá ríkinu. Við íslendingar höfum því miður tilhneigingu til að fara illa með verðmæti og hefur það verið sér- staklega áberandi síðustu áratugi Týndur bangsi Halló! Ég er þriggja ára strákur og mér varð á að glata bangsanum mínum. Ég held að það hafi gerst í Seljahverfi. Ef einhver skyldi hafa fundið hann er hann Jói minn brúnn, loðinn og með rauða slaufu um hálsinn. Ég sakna hans mikið í rúminu mínu á kvöldin og yrði mjög glaður ef einhver hefur fundið hann. Hægt er að hringja í mig í síma 74071 eftir kl. 19. þegar þjóðartekjurnar hafa að jafn- aði verið miklar. Að undanförnu hefur verið vakin athygli á veislu- höldum stjórnmálaskörunga sem greidd eru úr sameiginlegum sjóði þjóðarinnar. Þarna er um bjánalega eyðslu að ræða og þennan útgjalda- lið má skera alveg niður. Athyglisvert er að meirihluti fólks virðist vilja að þingmönnum verði fækkað svo sem um helming. Þetta er athyglisverð hugmynd því spurningin er hvort þingmenn eru ekki allt of margir. Verulegur sparnaður myndi hljótast af þessu, ekki síst þar sem núverandi Al- þingishús myndi þannig nýtast áfram óbreytt. Virðing fólks fyrir ráðamönnum almennt hefur því miður farið minnkandi og stafar það líklega af hringlandahætti for- ystumanna. Þeir lofa t.d. ávalt stöð- ugu verðlagi en alltaf er það verð- bólgan sem hefur vinninginn. Væru þingmenn færri myndi ábyrgðin ekki dreifast á eins marga og þann- ig myndi hver einstakur verða ábyrgari. J.G. Fyrr á öldum var latína kölluð föðurmál. Þess vegna var farið að nefna aðrar tungur móðurmál. Er ekki íslenska örugglega móðurmál okkar? Astæðulaust þetta bros. Ég verð ekki lengi í burtu ... HÖGNI HREKKVlSI i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.