Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1989, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JULI 1989 Bryggjan í Stykkishólmi laust fyrir síðustu aldamót. Stykkið er fremst á myndinni. Hafiiargarður á Flæðiskeri Rætt við Jóhann Raftisson um gömlu hafskipahöfhina sem nú er 80 ára gömul Jóhann Rafhsson Á þessari mynd sést Súgindisey vel eins og hún var og til hægri sést Flæðiskerið. í Stykkishólmi stendur mikið til um þessar mundir. Senn verður ný bryggja tekin í notk- un fyrir nýja Breiðafjarðarferju og jafhframt er nú haldið hátí- ðlegt 80 ára afmæli gömlu haf- skipabryggjunnar sem vígð var þann 18. júlí 1909. Stykkis- hólmur er ævagamall verslun- arstaður og þar hefur verið hafharaðstaða öldum saman, bæði þar sem Stykkishólms- kaupstaður er nú og einnig i Búðarnesi í Viðvík sem er spöl- korn frá bænum. Nýlega var einnig fullgerður nýr ha&iar- garður sem tekur nú á sig hinn þunga straum sem áður lá frá Hvammsfirði inn f Stykkis- hólmshöfii og bætir sú fram- kvæmd höfinina mikið að því leyti. Ég var á ferð í Stykkis- hólmi fyrir skömmu og skoðaði þá hina nýju trébryggju og gömlu hafskipabryggjuna sem oft hefur reyndar verið endur- bætt frá því hún var vígð fyrir 80 árum. Við höfiiina hitti ég að máli verkstjóra bryggju- framkvæmdanna, Aðalstein Aðalsteinsson frá Hvallátrum. Hann segir mér að umrædd trébryggja sé 45 metrar að Iengd þar sem feijan mun liggja við en muni þegar fram í sækir verða um 120 metra viðlegu- bryggja til viðbótar. Framhald bryggjunnar mun verða innan á nýja grjótgarðinum sem teng- ir saman Súgindisey og fast land. Þar sem feijubrúin kemur er hins vegar stálþil sem tengja á saman trébryggjumar. Aðal- steinn segir mér að viðurinn sem notaður sé við bryggju- gerðina komi frá suðurhluta Asíu. Þessi viður hefiir það sér til ágætis að fiúna afar seint og standast vel þau skordýr sem í slíkan við sækja í sjó. Ég hitti einnig að máli Sturlu Böðvarsson bæjarstjóra í Stykkis- hólmi. Hann segir að hafnarfram- kvæmdimar hefðu hafist á síðasta ári með gerð fyrmefnds hafnar- garðs sem veitir höfninni skjól auk þess að vera akstursleið að feiju- bryggjunni. Gijótgarðinn kveður hann unninn af vinnuflokki undir stjórn Högna Bæringssonar verk- stjóra. Garður þessi sýnist mér vera veglegur og vel upp hlaðinn. Sturla segir að verktaki við gijó- tröðun hafi verið Friðgeir Hjaltalín en eftirlit hafi anhast Verkfræði- stofa Sigurðar Thoroddsens hf. „í upphafi voru menn ekki á eitt sátt- ir um þessar framkvæmdir, sagði Sturla ennfremur. „En nú eru menn á því að vel hafi til tekist, enda var áhersla lögð á að mannvirkið félli vel að þeim sérstöku aðstæðum sem eru við Súgindisey. Starfs- menn Hafnarmálastofnunar hönn- uðu hafnarmannvirkin en arkitekt- amir Ormar Þór Guðmundsson og Ömólfur Hall voru ráðgjafar við verkið." Sturla segir mér einnig frá ljós- myndasýningu sem haldin er í til- efnL af 80 ára afmæli hafskipa- bryggjunar í Stykkishólmi. Þar getur að líta ljósmyndir frá þessu 80 ára tímabili sem höfnin hefur staðið og einnig eldri ljósmyndir af hafnarsvæðinu. Ljósmyndimar eru úr ýmsum ljósmyndasöfnum m.a. ljósmyndasafni Jóhanns Rafnssonar í Stykkishólmi. Á Flæðiskeri stödd Niður við gömlu hafskipabryggj- una hitti ég einmitt hinn ötula ljós- myndasafnara Jóhann Rafnsson. Hann er þar á 'skemmtigöngu og ég slæst í för með honum. Við göngum sátnan út á hinn nýbyggða hafnargarð. Þar staldrar Jóhann og segir: „Nú erum við í orðsins fyllstu merkingpi á flæðiskeri stödd.“ Umræddur hafnargarður stendur að hluta til á skeri sem nefnt var Flæðisker, þess sér nú lítinn stað lengur. Sama má segja um Stykkið eða Stykkishólm sem bærinn heitir eftir. Það litla sker hvarf undir hafnarmannvirki árið 1909. í einni af fyrstu lesbókum Morgunblaðsins var viðtal við Ingi- björgu Jensdóttur, bróðurdóttur Jóns Sigurðssonar forseta, hún var lengi læknisfrú í Stykkishólmi. í viðtalinu sagði hún: „Ég sé eftir Stykkinu undir bryggjuna." Á sama hátt sáu margir Hólmarar eftir Flæðiskerinu undir hafnar- garðinn. Ég spyr Jóhann um af- stöðu hans í þessu máli. Hann seg- ist hafa verið í þeim hópi sem var að fetta fingur út í verkið, að svo mæltu bendir hann mér á Hafnar- bryggjuna, sem hann segir að hafi tvímælajjiust venð stærsta mann- virki sinnar tegundar á íslandi til þess tíma. „Árið 1909 áttu Reyk- víkingar bara bryggjustubba," seg- ir hann og hlær. „En gamla bryggj- an entist ekki vel,“ heldur hann áfram. „Það þurfti að endurnýja bryggjuhausinn uppúr 1920 og hann hefur síðan nokkrum sinnum verið endurbættur. ísinn hér á árum áður fór illa með bryggjuna, flaut uppi með hana og braut hana.“ Við Jóhann göngum út á gömlu hafskipabryggjuna og hann lýsir fyrir mér járnbraut sem áður lá frá bryggjunni og hann man vel eftir. „Annars var ekki einhugur um þessa bryggjusmíði fremur en um nýja hafnargarðinn," segir Jóhann. „Konur í Stykkishólmi voru mjög á móti nýju bryggjunni. Töldu víst að gerð hennar myndi verða til að svipta þær vinnu við uppskipun. Þær höfðu fram að því borið mest allar vörur frá skipunum. En þar höfðu þær ekki rétt fyrir sér. Þær misstu ekki vinnu vegna bryggj- unnar fyrr en löngu seinna þegar farið var að draga vörumar á hest- vögnum frá bryggjunni." Verslun í Stykkis- hólmi var ábatasöm Áður en bryggjur voru byggðar var allt flutt að og frá skipum á bátum. Jóhann leggur á það áherslu að höfnin í Stykkishólmi hafi ekki lengi framan af verið útgerðarhöfn. „Hér var fyrst versl- unarhöfn'," segir Jóhann. „Hér komu vorskipin sem mikið voru þráð og þau lágu hér við festar fram á haust og sigldu svo burt með framleiðslu Islendinga. Svona gekk þetta lengi lengi. En svo þótti óhagkvæmt að láta skipin liggja hér í aðgerðarleysi og þá var farið að senda þau á handfæraveiðar á meðan þau biðu. Margir íslending- ar voru þá í skiprúmi hjá Dönum- á sumrin. Á þeim tíma var sagt að Hólmarar töluðu dönsku á sunnudögum. Það var nokkuð til í því. Einn vinur minn, Hákon Jóns- son, talaði allvel dönsku og hafði lært hana á þann hátt að vera í skipsrúmi hjá Döiíum á sumrin. Hákon þessi stamaði mikið en það merkilega var að hann stamaði aldrei þegar hann talaði dönsku." Nú hlær Jóhann dátt og við göngum burt frá hafskipabryggj- unni. Norska húsið blasir við og út frá því gekk í gamla daga ein fyrsta bryggjan sem byggð var í Stykkishólmi, það gerði Ámi Thorlacius. Hann hóf útgerð þil- skipa frá Stykkishólmi árið 1827. Seinna eignaðist Norska húsið Bjami Jóhannsson. Hann hóf skútuútgerð í Stykkishólmi og þar með byijaði skútuöldin þar uppúr 1890. Bjami var mikill sjósóknari og aflakló. Hann var einnig fjáraflamaður í besta lagi. En hann dó ungur og þá tók við Sæmundur Halldórsson. Hann keypti skip Bjama og bætti við fleirum. En 1929 vom skúturnar orðnar úreltar og veldi Sæmundar liðið undir lok. Þá vom erfiðir tímar og tap á út- gerð mikið í Stykkishólmi. Næst víkur sögunni að Leonhard Tang sem lengi verslaði í Hólminum. Seinna fór hann að gera út ásamt Riis kaupmanni. Þeir verkuðu mik- ið af saltfiski og hjá þeim vann Jóhann Rafnsson. „Skyldi maður muna þá tíma, í góðu veðri vomm við búðarstrákarnir stundum kall- aðir út að breiða fisk.Þá var maður alltaf skraufþurr ofan í maga af saltinu. Mér leiddist alltaf að vinna í saltfíski. Hér er oft þurrt, jafnvel í sunnanátt og gott að breiða fisk. Hér var reyndar oft svo þurrt að til vandræða horfði með vatn. Það lagaðist ekki fyrr en vatnsveitan kom.“ Jóhann vann hjá Tangsversl- un og segir mér að verslunarsvæði þeirrar verslunar hafi verið mjög stórt. „Það var Stykkishólmur, Helgafellssveit, Fellsströndin, Skarðsströndin og alla leið inn í Saurbæ í Dölum. Svo vom auðvitað eyjarnar og þorpin á Snæfellsnesi, t.d. Gmndarfjörður. Verslunin hér var ábatasöm þá. Kaupfélagið var stofnað árið 1920 en tók til starfa árið 1923. Lengi gekk því margt í haginn en svo tók það þessa upp- dráttarsýki sem hijáir kaupfélög víða um land og líklegast þykir mér að nú fari að renna upp þeir tímar að öll þjóðin versli í Reykjavík, samgöngur eru orðnar svo góðar,“ segir Jóhann og kveður fast að orðunum. Land Grunnasundsness Við Jóhann röltum áleiðis að Búðamesi þar sem elsta höfn Stykkishólms var. Á leiðinni segir hann mér frá nýskipunarskipunum sem urðu til þess að landróðrar hófust frá Stykkishólmi. Fram að þeim tíma höfðu ekki verið til skip til að sækja eins langt og þurfti. Svo kom til útgerð Sigurðar Ágústssonar og enn seinna skel- vinnslan sem Stykkishólmur er þekktur fyrir í dag. En það var nú allt saman í „ húfuskotti" guðs og meira til þegar gömlu skipin lágu við akkeri við Búðarnesið*Þangað> var mikið siglt þar til leyfí fékkst til verslunar í Stykkishólmi árið 1597. Fljótlega eftir það lagðist verslun í Búðamesi niður. í Stykk- ishólmi verslaði fyrstur íslenskra manna Jón Kolbeinsson frá Flatey, hann hóf verslun þar árið 1794. Svo komu til sögunnar feðgamir Ólafur og Árni Thorlacius sem versluðu frá 1806. Ámi lét af kaup- skap 1837 og hætti útgerð 1845. Tuttugu ámm seinna dró mjög úr útgerð vegna mikilla óhappa en sá atvinnuvegur rétti aftur út kútnum árið 1890 þegar skútumar komu, eins og fyrr sagði. Við Jóhann snúum baki í Búðar- nesið eins og landar okkar á sex- tándu öldinni gerðu forðum og rölt- um hægt til baka að hafskipahöfn- inni. Við lítum aðeins inn í Slippinn í leiðinni og virðum fyrir okkur nokkuð stórt skip sem þar bíður viðgerðar. Svo leggjum við lykkju á leið okkar til að koma við þar sem Grunnasundsnessbærinn stóð áður. Úr landi hans er Stykkis- hólmur byggður. Gamli bærinn í Grunnasundsnesi er nú löngu horf- inn, eina sem vitnar þar um foma byggð er fiskisteinn sem Jóhann sýnir mér. Fyrri tíma menn börðu á honum harðan fisk en við Jóhann höfum ekkert með slíkt að gera og höldum áfram göngunni niður í bæinn. Þegar við höfum lokið hringferðinni og stöndum við haf- skipabryggjuna berst talið af ísnum sem stundum fyllir alla voga sunn- anmegin í Breiðafirðinum. Jóhann man svo langt að hestar fóru þar um sem venjulega eru skipaleiðir, það var harðindaveturinn 1918. Oft og mörgum sinnum síðan hefur ís valdið erfíðleikum í Stykkis- hólmshöfn en nú binda menn vonir við að nýi hafnargarðurinn taki að einhveiju leyti á móti isrekinu inn- an úr Hvammsfirðinum. En á vor- ljósu kvöldi við Breiðafjörðinn er kuldi og ís Qarlægur huganum. Við Jóhann stöndum stundarkom þegjandi í kvöldsólinni og hlustum á hljóð fuglanna. Svo hljóðna þeir líka og í þeirri þögn kveðjumst við Jóhann og höldum hvort sína leið. Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.