Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1989, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MYIMDASÖGUR 20. águst isso C '2S Stiöriau- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson NautiÖ Nautin eru fædd að vorlagi (20. apríl — 20. maí) þegar sólardagur er langur og nátt- úran að vakna til lífsins. Vor- ið er fijósamur og gjöfull árstími. Vinna og nautnir Nautið er athafnamaður en vill einnig njóta lífsins, sólar- innar og ávaxta jarðarinnar. Það vill taka til höndunum og ná áþreifanlegum árangri en síðan vill það njóta afraksturs vinnu sinnar. Staöfesta í Nautinu býr ákveðin festa og stöðugleiki. Það vinnur jafnt og þétt og grunntónninn er þungur og hægur. Það er stöðugleikinn sem er að baki hinnar frægu þijósku og þol- inmæði Nautsins. Það vill ein- faldlega ekki breyta til og skipta um skoðun þegar það á annað borð er búið að taka ákvörðun. Breytingar krefjast a.m.k. vandlegrar umhugsun- ar, enda eru fæstar af stærri ákvörðunum Nautsins teknar í flýti. Það er því svo að þeg- ar aðrir ætla að pressa Naut- ið til að taka skjótar ákvarð- anir rekast þeir á steinvegg. Því meir sem pressan verður því þéttari verður veggurinn. Hlédrœgni Nautið er frekar feimið og varkárt merki. Það tekur t.a.m. tíma að kynnast Nauti. Sama atriði gerir að þú sérð ekki Naut sem treður sér fram á gólfið með hávaða og látum. Aðferð þess er sú að láta lítið á sér bera, kynna sér aðstæð- ur í rólegheitum og horfa á sviðið úr fjarlægð. Ef því líst á það sem er í boði gengur það örugglega til verks, hægt og hljótt, en af yfirvegun. Jarðbinding Nautið er raunsæismerki. Það trúir á það sem það getur séð og snert á, annað á síður upp á pallborðið. Hinn áþreifan- legi heimur er því sterkur, stundum um of. Áhersla á líkamlega vellíðan, á mat, peninga, steinsteypu og margs konar nautnir getur því orðið sterk. Stöönun Hið neikvæða í fari Nautsins er að stundum verður festan og þörfin fyrir öryggi að stöðnun. Úthaldinu er einnig hægt að beina inn á neikvæð- ar brautir, sbr. þegar Nautið þijóskast við að láta hið ómögulega verða mögulegt. það er því svo að stundum grefur það sig ofan í skurð og þijóskast við, fer dýpra og dýpra. Stundum birtist raun sæið og ástin á hið áþreifan- lega í tortryggni á allt annað en hið „hagnýta" og skapar þröngsýni. í sannleika sagt geta mörg Naut átt til að vera óttalegir „tuddar“. FriÖur Nautið er friðelskandi merki sem tekur samvinnu fram yfir keppni. „Ef þú lætur mig í friði þá læt ég þig í friði.“ Þess vegna er það yfirleitt vel liðið. Mörg Naut eru einnig listræn og unna menningu og fallegum munum. Margir góð ir söngvarar eru t.d. fæddir í Nautsmerkinu. Öryggi Til að Nauti líði vel þarf það fjárhagslegt og heimilislegt öryggi. Þegar það er blankt og daglegur grundvöllur, t.d. varðandi atvinnu og heimili, er óöruggur þá tapar það orku og verður þungt og þreytt. Það þarf einnig að standa nærri náttúrunni og hafa gras, tré og fjöll í umhverfi GARPUR ÞeTTA fle ETOd 8Ú!E> HJ/t ÞÞr. pytae en þú hefur. KO/yi/& SiÆFO/NU T/L. /yiT/J A és HEF EKKt GLE'y/Vir J '/27 SAMN/NS/ OKKAR, 8E/N/ ÉG H£F ÚTBÓ/E) SÉ/SSTAKrr /LMVATU FyRJR. (3ARJP /L/ytMTN s£Ai TR.yGÍ5/e. o/c/cu/t siou/e' GRETTIR BRENDA STARR LJOSKA FERDINAND IM 50RRY YOUR CHRI5TMA5 PLAY WAS CANCELEP.. T~ NO CHRISTMA5 PLAV..N0 CHRI5TMA5 TREE..NO CHRI5TMA5 CAROL5.. NO CHRI5TMA5 COOKIE5... T- JU5T A MATM TE5T ON REP ANP 6REEN PAPER.. Mér þykir leitt að það skyldi hætt við jólaleikritið ykkar .. Ekkert jólaleikrit, ekkert jólatré, eng- in jólalög og engar jólakökur ... Bara reikningspróf á rauðan og grænan pappír.. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Spuming: Hvað eru mistök í brids? Svar: Að bregðast og vita af því — gera ekki eins vel og maður veit að maður getur. Hver einasti spilari gerir sig sek- an um 2—4 mistök á hveiju spilakvöldi — sum em dýrkeypt, frá öðrum sleppa menn ódýrt og kannski óverðskuldað. En grundvailarspurningin er þessi: Hvað veldur því að við spilum ekki eins vel og við vitum að við getum? Hvað veldur mistökun- um? Bandaríski landsliðsmaður- inn Mike Lawrence og fyrrum liðsmaður Dallas-ásanna svarar því: skortur á einbeitingu. Norður ♦ G87 ▼ K54 ♦ ÁG965 + K2 Vestur Austur J 111 J ♦ * Suður + K10 ¥DG3 ♦ KD83 ♦ ÁG97 Vestur Norður Austur Suður — — 1 grand Pass 3 grönd Pass Pass Pass Vestur kemur út með lítinn spaða, austur drepur upp á ás og sendir spaðaþristinn til baka. Þú átt slaginn á spaðakóng, og gerir hvað? Slagirnir eru átta og tvær leiðir koma til greina til að ná í þann níunda: (1) bijóta út hjartaásinn í þeirri von að spað- arnir skiptist 4-4 á milli handa AV, (2) svína fyrir laufdrotting- una. Hvor er betri? Ef einbeitirtgin er í lagi, þá veistu auðvitað að þú hefur ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja á milli af öryggi. Eða ná- kvæmlega hvaða spaða kom vestur út með? Fimmuna eða tvistinn? Á þvl veltur ákvörðun- in. Noti AV 11-regluna gegn grandi (að spila 4. hæsta), þá er rétt að spila hjarta ef tvistur- inn kom út, þvi þá brotnar litur- inn 4-4 ef útspilið er heiðarlegt. Og því skyldi það ekki vera það? Fimman út bendir hins vegar til að spaðinn sé D9654 í vestur og Á32 í austur. Og þá er rétt að svína. Hálftíma umhugsun skilar engri niðurstöðu ef maður sofnaði í fyrsta slag — ef ein- beitingin datt niður af einhveij- um ástæðum, sem enginn veit nema kannski maður sjálfur. SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á mjög fjölmennu opnu móti í Búdapest í mars kom þessi staða upp í skák alþjóðlegu meistaranna Luthers, A-Þýzkalandi, og Jud- asins, Sovétríkjunum, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 23. Df3-h3. SMAFOLK 23. - Hxd3!, 24. Dxd3-Ba6!, 25. Dxa6-Dxc2+, 26. Kal-Dxdl+, 27. Rbl-Hcl (Svartur hefur unnið liðið til baka og er kominn í návígi við hvíta kónginn. Lokin eru skammt undan) 28. Rd2-a3, 29. Dxe6+-Kli8, 30. bxa3-Rg8! og hvítur gafst upp, því hann á ekk- ert svar við hótuninni Bf6+.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.