Morgunblaðið - 11.11.1989, Side 21

Morgunblaðið - 11.11.1989, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1989 21 Ungur Austur-Þjóðverji með þjóðfána beggja þýsku ríkjanna. Mögu- leg sameining þeirra er nú æ meira rædd eftir að slakað var til í Austur-Þýskalandi. Ágúst Þór Árnason: Svonalagað upplifir maður bara einu sinni ÁGÚST Þór Árnason, sem leggur stund á réttarheimspeki í Vest- ur-Berlín, segir að hann hafi fyrst gert sér almennilega grein fyrir hvað væri á seyði í borginni þegar hann hringdi heim til Is- lands í fyrrakvöld. „Það er búið að vera ansi líflegt hérna undanfarna 15 tíma,“ sagði Ágúst Þór í síma- viðtali við Morg- unblaðið í gær. „Kvöldfréttunum seinkaði eitthvað út af knattspyrnu- leik Stuttgart og Bayern Múnchen og þegar þær loksins komu, milli hálfellefu og ellefu, þá var strax byijað á því að sýna eitthvert fólk sem stóð við múrinn. Fréttamaður sjónvarpsins sagðist síðan vera að bíða eftir straumnum að austan. En þá var ekki nema eitt par eða svo komið vestur yfir. í fyrsta skipti síðan ég kom til Þýskalands lengd- ist fréttatíminn. Maður sá fólkið koma hikandi í gegnum hliðin. Ég hringdi heim þegar nokkuð var liðið á fréttatímann til að segja fjölskyldunni frá þessu og þá fór maður kannski fyrst að gera sér almennilega grein fyrir þvi hvað væri á seyði. Það rann upp fyrir mér að svona lagað upplifði maður bara einu sinni. Maður var hér og trúði þessu ekki alveg strax. Rétt fyrir miðnætti ákváðum við Guð- steinn Bjarnason, sem leigjum hérna saman, að skella okkur á staðinn. Upp úr miðnætti fór fólk að streyma í túgum, hundruðum og sum staðar tugþúsundum saman í gegnum múrinn. Þarna var næstum því karnivalstemning, svona allt að því eins og þegar knattspyrnuliðið manns hefur unnið stóran sigur. Þó má segja að það hafi gætt svolít- ils óöryggis. Það var verið að skjóta töppum úr kampavínsflöskum og fólk var að hittast sem búið hefur hvort sínu megin við sömu götuna án þess að hafa sést fyrr,“ sagði Ágúst Þór Árnason. Krislján Guðmundsson: Sumir réðust með hömr- um og meitlum á múrinn „ÞAÐ er dálítið merkilegt að 1961, þegar múrinn var reistur, var pabbi að læra í Berlín og nú, 28 árum síðar þegar múrinn er að missa gildi sitt, er ég að læra hérna,“ sagði Kristján Guðmundsson sem er á fimmta ári í byggingarverkfræði í Vestur-Berlín. Faðir hans, Guðmundur Ágústsson, lagði stund á hagfræði í borginni árin 1959-64. „Það var fótboltakvöld í gær þannig að ég heyrði það ekki fyrr en um ellefuleytið í sjónvarpinu hvað var að seyði. Um miðnætti fór ég út og að múrnum. Það var búið að opna öll hlið, á Checkpoint Charlie, Friedriechstrasse, og fólk gat. hlaupið yfir við Brandenborgar- hliðið. Síðan fór ég niður á Kudamm og þar var umhorfs eins og á Hall- ærisplaninu þegar það var fyllst. Þar var umferðin stopp, þriðji hver bíll var Trabant, allir flautandi og syngjandi, t.d. „So ein Tag wie wunderschön wie heute“. Þarna var allt fljótandi í freyðivíni og bjór. Um þijúleytið í nótt fór ég upp að Brandenborgar-hliðinu. Þar voru mörg þúsund manns dansandi uppi á múrnum. Sjálft hliðið er austan- megin við' múrinn og handan við það stóð austur-þýska lögreglan og gætti þess að fólk færi ekki inn í miðbæinn í Austur-Berlín. En það var ekkert mál að komast yfir múrinn sjálfan. Sumir tóku sig til og réðust með hömrum og meitlum á múrinn, jafnvel með öxi, en það þarf náttúrlega meira til að vinna á honum, hann er a.m.k. tveggja metra þykkur. Margir tóku myndir, lögreglan kom og talaði við okkur og reyndi að róa fólkið til að koma í veg fyrir múgæsingu. Svona gekk þetta í alla nótt og núna eru miklu fleiri komnir á staðinn. Það er frek- ar kalt en allir eru í góðu skapi. Um sjöleytið í morgun fór ég heim og lagði mig og mætti svo í tíma klukkan níu en ég kenni með náminu. Síðan fór maður beint í bæinn og skoðaði ástandið. Það var gaman að sjá móttökurnar sem Austur-Þjóðveijarnir fengu við múrinn; bjór, súkkulaði og ég veit ekki hvað. Á knæpunum býður ann- aðhvort vertinn eða gestirnir Aust- ur-Þjóðveijunum upp á drykk,“ sagði Kristján Guðmundsson. Nú getur farið að reka að friðarsamningum í Evrópu - segir Arnór Hannibalsson prófessor „MÉR er nú efst í huga nokkur uggur yfir framhaldinu í Austur- Evrópu. Það er erfitt að sjá fyrir hvað gerist í innanríkismálum Sovétríkjanna en sú þróun lilýtur að skipta sköpum,“ sagði Arnór Hannibalsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands, í samtali við Morgunblaðið. „Það er ekki enn búið að undir- ■rita friðarsamn- inga í Evrópu og það gæti vel orðið svo að nú fari að reka að því vegna atburðanna í Aust- ur-Þýskalandi. Einnig er stórt spurningarmerki við framtíð Aust- ur-Þýskalands sem ríkis. Austur- Þýskaland byggir á hugmyndafræði og hefur ekkert annað til að rétt- læta tilveru sína og það hafa Þjóð- veijar ætíð vitað. Ef sameinað Þýskaland segir sig úr Atlantshafs- bandalaginu, lýsir yfir hlutleysi og gerir efnahagssamvinnusamning við Sovétríkin er ekki útilokað að Sovétmenn sættist á það. Enn er að sjálfsögðu ekki vitað hvort af þessu geti orðið. En það má líta svo á að fyrst einu sinni er búið að bora gat á múrinn þá verði ekki fyllt upp i það aftur. En austpr- þýsk yfirvöld geta enn kippt að sér hendinni, t.d. þegar spurningin vaknar um afdrif ríkisins, ef til dæmis allt menntað fólk flyst vest- ur. Hvað afstöðu Vesturveldanna varðar má minna á að þegar múrinn var reistur krafðist Willy Brandt, borgarstjóri Berlína *, þess að John F. Kennedy Bandari. jaforseti gerði eitthvað en hann þagði þangað til hann kom til Berlínar með þessi orð á vörunum: „Ich bin ein Berliner". Allir Bandaríkjaforsetar hafa nefni- lega haldið Jalta-samkomulagið í heiðri, a.m.k. í raun. Vesturveldin hafa alveg frá þvi í stríðinu viður- kennt yfirráðarétt Sovétríkjanna yfir þeim landsvæðum sem Rauði herinn hertók. Við gætum hugsað okkur þann gang mála að Pólland og Ungveija- land verði sjálfstæð ríki með fijálst markaðskerfi, svo komi Eystra- saltsríkin og Sovétríkin falli í parta, tíu til tuttugu sjálfstæð ríki. Rúss- land yrði þá einangrað og van- máttugt ríki. Ég á nú eftir að sjá þetta gerast. Vesturveldin hljóta að fara mjög varlega í að breyta niður- stöðum seinni heimsstyijaldarinnar, hversu svo sem mönnum fyndist það æskilegt. Rússland hefur löng- um litið á sig sem stórveldi og þar- afleiðandi með íhlutunarrétt um málefni Evrópu. Ef til stendur að svipta Rússland þeim rétti þá er þar stefnt í nokkra óvissu því stór- veldi hættir ekki að vera stórveldi á einni nóttu og þess vegna beinist athyglin nú að því sem er að gerast í Moskvu. Við vitum ekki hvað kem- ur út úr þeirri hörðu baráttu sem þar er á bak við tjöldin," sagði Arnór Hannibalsson. Skipting landsins var gerviskipting - segir Hjörleifur Guttormsson alþingismaður „MÉR eru efst í huga þau áhrif sem þessar breytingar geta haft til lengri tíma í Evrópu þó að ánægjan yfir því sem hefúr verið að gerast undanfarna daga standi upp úr„“ sagði Hjörleifur Guttormsson alþingismaður þeg- ar Morgunblaðið leitaði til hans um álit á þróun mála í Austur- Þýskalandi. „Ef breyting- amar í Austur- Evrópu halda áfram í lýðræði- sátt koma þær til með að hafa gífur- leg áhrif í Mið- Evrópu og einnig á Norðurlöndum. Áhrifin á efna- hagssamvinnuna í Evrópu geta orð- ið margþætt. Ég hygg að áhugi Evrópubandalagsins beinist nú meira í austurátt en tll norðurs, til EFTA-ríkjanna og því verði síðustu atburðir í Austur-Þýskalandi, Póll- andi og Ungveijalandi ekki til að ýta undir myndun evrópsks efna- hagssvæðis Évrópubandalagsins og EFTA, sem mikið hefur verið rætt um að undanförnu. Ég held hins vegar að þessir atburðir eigi eftir að hafa mikil áhrif fyrir Norður- lönd, ekki síst Skandinavíu. Við Eystrasalt opnast nýjar, áður óþekktar víddir með auknum sam- skiptum og viðskiptum þjóðanna sem hafa verið aðskildar í hálfa öld. Undanfarinn sólarhringur er táknrænn og áhrifamikill og stað- festir það að þróunin í fijáisræðis- átt verður ekki stöðvuð nema með ofbeldi en sem betur hefur þetta farið friðsamlega fram. Það sem gæti falist í framhaldinu fyrir utan algera sameiningu þýsku ríkjanna eru mjög auknir möguleil^ar á hröðu framhaldi afvopnunarferlisins. Sameining er háð því að það muni verða rýmt í því gífurlega vopna- búri sem er á þýskri jörð. Ég hef trú á því að NATO verði ekki svipur hjá sjón innan skamms og áhrif þess á málefni Mið-Evr- ópu. Þróunin þýðir veikingu hernað- arblakkanna báðum megin og það er auðvitað sérstakt fagnaðarefni. Ég var við nám í Leipzig þegar múrinn var reistur 13. ágúst árið 1961 og það var mjög afdrifaríkur og raunalegur dagur fyrir þýsku þjóðina. Ég hafði það á tilfinning- unni, líkt og þarlendir, að skipting- in væri gerviskipting. Múrinn var innsigling á þeirri skiptingu Evrópu í áhrifasvæði Bandaríkjanna og Sovétríkjanna sem drög voru lögð að í Jalta 1945 og Potsdam síðar sama ár,“ sagði Hjörleifur Guttormsson. Margrét Leifsdóttir; Reynt að ná húfunum af landamæravör ðum „ÞAÐ var mikið glens og gaman við múrinn og eftirsóknarverðast að ná húfunum af landamæra- vörðunum," sagði Margrét Leifs- dóttir sem er að læra arkitektúr' í Vestur-Berlín. „Rúmlegá ellefu í gærkvöldi frétti ég að það væri búið að opna hliðin á Berlínarmúrn- um. Ég fór þá að Brandenborgar- hliðinu. Þá var fólk að byija að klifra upp á múrinn. Fyrst var reynt að draga það niður en sífellt fleiri bættust við og dön- suðu og skemmtu sér. Við Check- point Charlie var algert öngþveiti, jafnvel svo mikið að Austur-Þjóð- veijarnir komust varla í gegnum hliðið. Þarna sá maður fólkið streyma inn í einfaldri röð með tár- in í augunum. Allir klöppuðu og þetta var alveg rosalegt. Ég mætti í skólann í morgun og þar var ekki talað um annað eins og gefur að skilja. Bekkurinn fór svo að Checkpoint Charlie með kennaranum," sagði Margrét Leifs- dóttir. Atburðarásin: Lundúnum. Daily Telegraph. • September 1989: Þúsundir Austur-Þjóðveija flýja til Vestur- Þýskalands um Ungveijaland og Austurríki. • 7. október: Míkhaíl Gorbatsj- ov Sovétforseti kemur í heimsókn til Austur-Berlínar og hvetur til viðræðna um stjórnmálaumbætur. • 8. október: Lögreglan í Aust- ur-Berlín kveður niður mestu götumótmæli í landinu í 30 ár. • 18. október: Erich Honecker lætur af embætti flokksleiðtoga og við því tekur Egon Krenz. • 27. október: Tilkynnt er að ekki þurfi lengur vegabréfsáritan- ir til Tékkóslóvakíu. Austur- þýskir flóttamenn streyma til vestur-þýska sendiráðsins í Prag. • 4. nóvember: Milljón manna tekur þátt í mótmælum í Austur- Berlín. • 5. nóvember: Tugir þúsunda flýja land eftir að stjórnvöld heim- ila Austur-Þjóðveijum að fara pmyrðalaust til Vestur-Þýska- lands um Tékkóslóvakíu. • 7. nóvember: Austur-þýska stjórnin segir af sér. • 8. nóvember: Breytingar á stjórnmálaráðinu. Boðuð er kosn- ingalöggjöf sem gæti leitt til fyrstu fijálsu kosninganna í Aust- ur-Þýskalandi. • 9. nóvember: Tilkynnt er að hömlur á ferðafrelsi til Vestur- Þýskalands hafi verið afnumdar. Ættarmót afkomenda hjónanna Sigríðar Vigfusdóttur frá Grund í Skorradal og Vigfusar Höskuldssonar frá Fjalli á Skeiðum verður haldið í Súlnasal Hótels Sögu sunnudaginn 12. nóvember 1989. Húsið opnað kl. 14. Mætum öll. Nefndin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.