Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 17
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANUAR 1990 C 17 BRÓSI EINS OG frægir meistarar í sama fagi hreyfir Brósi sig hratt en svífandi, notar mörg og hröð handtök, talar með hönd- unum, dregur alltaf seiminn í síðasta orði og á ótrúlega auðvelt með að koma fólki í gott skap. Þannig er hann á hárgreiðslustofúnni og ekki er hann ósvipaður heima fyrir hvað skapið snertir, en ýmislegt kemur þó á óvart. Þar klæðist hann hjólabuxum og firaman á bolnum hans brosir Mikki mús frísklega og á engan veginn heima innan uin virðu- leg rokokohúsgögn hárgreiðslumeistar- ans. Tilvist Mikka áþessu heimili lýsir best andstæðunum í fari húsbóndans, stráknum í vanafastri manngerðinni. Eg er að tína hérna klipsin upp úr vasanum," segir hann nýkom- inn heim úr vinnunni rétt eftir kvöldmatarleyti, „ég var nefni- lega að greiða vini mínum sem liggur á Landsspítalanum.“ Býður mér svo inn á heimili sitt, sem er á efstu hæð í húsi í Hólahverfi, og minnir óneitanlega á glæsileg húsakynni plantekru- eiganda í Suðurríkjunum eins og þau gerð- ust áður fyrr. Rokokohúsgögnin spegla sig í gljáandi viðargólfinu og stórir speglar í dökkum römmum eru áberandi á veggjun- um. Allt er í fullu samræmi, — nema síminn sem Addú kona hans er að tala í, — hann er Mikki mús í fullu veldi. „Ég keypti hann úti og ætlaði að gefa Viktor syni okkar hann, en tímdi því svo ekki,“ segir Brósi og er nú kominn í heimafötin, svartar hjóla- buxur og Mikka mús-bol. Svo lagar hann kaffi í „ekta“ capuccino vél og hefur á orði að svona vél þurfi allir að fá sér. Franska blóðið Nafnið Brósi er fyrir löngu orðið þekkt í hárgreiðsluheiminum, en það mun vera stytting úr orðinu „bróðir". Þegar Brósj var sex ára úti í Eyjum var heiðarleg tilraun gerð til að losa hann við gælunafnið, hann færður til prestsins fínn og strokinn í bláum matrósafötum, vatni ausinn og gefið nafnið Sigurður Grétar. En „litli bróðir“ var þó aldeilis ekki laus við gamla nafnið og nú þekkir hann varla sála undir öðru nafni. „Ég á þetta nafn orðið einn, held ég, og er farinn að nota það meira og minna í daglegum viðskipt- um,“ segir hann. Brósi er yngsti sonur af lakóngsins fræga í Eyjum, Binna í Gröf, en þau voru átta systkinin, fjórar stúlkur og fjórir drengir. „Þetta voru allt miklir sjómenn í fjölskyld- unni og því spurðu menn pabba oft hvernig stæði á þessum hárgreiðsluáhuga hjá stráknum. Pabbi sagði þá alltaf að hann hefði það frá sér. Hann var víst duglegur að laga hárið á systrum sínum hér áður fyrr!“ Reyndar var nú hárgreiðslumaður í ætt- inni, Frakkinn Jose Van der Cruyce hárkollu- gerðarmaður, en það var sonur hans, Louis Henri Vanercruyse, sem kom til íslands á skútuöldinni og átti soninn Benóný, langafa Brósa, með íslenskri stúlku. Kannski var þetta í blóðinu, en Brósi segir ferilinn hafa byijað þegar hann fór að laga hárið á móður sinni. Hún vandi synina fljótiega á að snyrta sig og laga hárið undir hattinum, því sjálf hafði hún slæma sjón. Á Bítlatímabilinu fór Brósi að klippa félaga sína og þeir hvöttu hann til að læra fagið. Hárgreiðslan lék í höndum hans og svo fór að hann lærði hana, þótt hann hafi upphaflega ætlað að verða gull- smiður. „Ég held það hafi kitlað hégóma- girnd pabba, hann var kannski orðinn ieiður á sjómönnum. En hann sagði líka að ég yrði að vera góður, helst sá besti.“ Feimnin Síðan 1973 hefur Brósi rekið hárgreiðslu- stofu í Reykjavík ásamt eiginkonu sinni, Arnþrúði Jósepsdóttur, sem auðvitað fékk gælunafnið Addú, því í Eyjum þóttu skírnar- nöfnin fullhátíðleg. Addú lærði upphaflega tískuhönnun í Danmörku, en fór síðan í hárgreiðslunám hjá éiginmanninum. Þau hafa verið saman síðan þau voru fimmtán gömul og eiga einn sextán ára gamlan son. Brósi hefur unnið ótaldan, keppnir og haldið sýningar bæði hér og erlendis með íélögum sínum í Intercoiffeur. Sá félags- skapur er alþjóðleg regla hárgreiðslufólks, sem terigist vináttuböndum. Aðeins tvö þús- und manns eru meðlimir, þar af þrettán frá íslandi, og má þar finna frægustu og þekkt- ustu hárgreiðslumeistara heimsins. Ég spyr hann hvort hann hafi tekið ein- hvern af þessum meisturum, t.d. Alexand- er, hinn fræga franska hárgreislumeistara, sér til fyrirmyndar, og hann segir að auðvit- að hafi hann verið ofarlega í huga sér alla tíð, „en veistu, ég er alls ekki góður kenn- ari, mér fellur miklu betur að sýna hár- greiðslu." — En þessi fijálslega framkoma við „kúnnana," hefurðu lært hana af þessum mönnum? „Nei þetta er eitthvað í mér,“ segir Brósi. „Þegar einhver ókunnur kemur, hvort held- ur er á stofuna eða hingað heim til mín, þá hugsa ég strax, þessari manneskju verð- ur að líða vel hjá mér. Til að vera virkur sem hárgreiðslumaður og sem manneskja, verð ég að hafa gott andrúmsloft í kringum mig. Mér finnst ég skyldugur til að ná góðu sambandi við fólk, kannski fyrst og fremst svo mér líði vel sjálfum. Ég hef aldrei verið nógu „töff“ til að láta mér standa á sama um fólk. Og þú trúir því kannski ekki, en Brósi er óskaplega feim- inn, spéhræddur 'og óöruggur. Eg verð oft að taka í hnakkadrambið á sjálfum mér þegar ég geng t.d. inn í sal fullan af fólki, og eins þegar ég vil bíða úti í bíl svo ég komist hjá því að hitta fólk. Heyrðu karl minn, þú ert hræddur við fólk, áminni ég þá sjálfan mig! Á stofunni er ég aftur á móti í konungs- ríki mínu!“ Morgunstundin „Fyrir nokkrum árum var tískan uppá- þrengjandi," segir Brósi þegar við tölum um konur og hártísku. „í dag er hún skemmtilegri, það geta ailir fundið eitthvað fyrir sig. Þegar kona kemur til mín á stof- una þá reyni ég að komast að því hvað hún vill að ég hjálpi henni með. Það gildir ekki lengur að segja konu að hafa einhveija ákveðna hárgreiðslu, hver veit nema hár- greiðslan sem hún sjálf kýs verði í tísku á morgun? Hún verður sjálf að fá að ráða með og ef hún er ánægð þá kemur hún aftur. Ég hef fylgst með konum í starfi mínu í tvo áratugi og sé mikinn mun á þeim frá því sem áður var. Þær eru húsmæður, mæður, vinna úti, en klæða sig svo sjálf- stæðiskápunni, og ég held að hvergi í heim- inum fylgist konur jafnvel með gangi heims: mála og hér. Samt halda þær sínu striki sem kynverur. Já, þær þurfa að vera allt í öllu,— ég huridvorkenni þeim stundum!“ — En karlarnir, hafa þeir breyst? „Þeir hafa verið tuskaðir til og því farið upp á við með konunni! Ég er nú ekkert sérstakur hér heima fyrir, kem til dæmis aldrei nálægt mat. En ég sé um að leggja á borðið, ég er í essinu mínu þegar ég get skreytt eitthvað og skapað.“ — Brósi, ertu aldrei í vondu skapi? „Nei, ég hef óskaplega gott skap. En sjáðu til, helgustu stundir mínar eru á morgnana þegar ég er nývaknaður. Þá vil ég vera í næði í svona hálftíma. Kannski þá gæti ég hreytt einhveiju í fólk ef það er að skipta sér af mér. Ég hef líka þörf fyrir að vera einn og þegja í smátíma þegar ég kem úr vinn- unni. Oft koma vinir mínir og þá þegjum við bara saman og horfum ef til vill á sjón: varpið. Því eins og spámaðurinn sagði: í ■ - #8lf j- -M c ■ '...... Morgunblaðið/Árni Sæberg Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson HARGRE siiywr þögulli vináttu finnur sálin morgun sinn og endurnærist." Þunglyndi ásækir sjaldan Brósa eftir því sem hann segir, en með hækkandi sól fær hann þó ákveðna vorveiki. „Þá verð ég að komast í burtu, ferðast eitthvað. Ef minnsti vottur depurðar sækir á mig þá reyni ég að gera eitthvað sem mér þykir skemmti- legt. Ýti öllu öðru frá mér, því það er ekk- ert sem má ekki bíða. Einnig er gott að eiga vin sem maður getur þusað yfir og togar mann upp úr lægðinni. Jú auðvitað hefur „þessi þunglyndi" bank- að á dyrnar hjá mér, en ég hleypi honum bara aldrei inn.“ Lítið ljóð Fólk heldur gjarnan að hárgreiðslufólk stundi mikið samkvæmislífið, og Brósi segir það oft hafa fylgt starfi sínu. „En nú er ég farinn að velja og hafna. Eiginlega vil ég helst að fóik komi til mín, ég er latur að fara út sjálfur. Skemmtilegast finnst mér að vera innan um fólk sem ég elska, sjá það glatt. Mér finnst gaman í einkaboð- um þar sem er spilað á gítar og sungið, þá er fólk nær barninu í sjálfu sér. Ég gæti vel að drengnum í mér. Ef ég gerði það ekki þá væri ekkert gaman að lifa. Mér finnst alltaf jafn gaman að fá pakka, þótt ég sé nú hættur að kíkja í jóla- pakka löngu fyrir jól eins og ég gerði hér áður fyrr. Þá læddist ég með límband og vasaljós inn í skápinn hennar mömmu þar sem allir pakkarnir voru geymdir og opnaði hvern einasta og lokaði svo aftur.“ Ég spyr hann hvort hann sé gefinn fyrir munað og hann jánkarþví:„En aðeins ef ég fæ að njóta hans með fólki sem mér þykir vænt um. Ég er mikið fyrir alla tækni,“ segir hann og sýnir mér tækjasafn í skápn- um undir.sjónvarpinu, „og ég vil helst eiga SJÁ NÆSTU OPNU eftir Kristínu Marju Baldursdóttur Fyrir tveimur áratugum þótti það undarlegt ef karlmenn lærðu hárgreiðslu, — of kven- legt starf að margra dómi. En Guðbjörn Sævar og Sigurður Grétar Benónýsson skelltu skolleyrum við öllum athugasemdum þar að lútandi, og eru núna þekktustu karlkyns meistarar í sínu fagi hér á landi. Eins og títt er um hárgreiðslufólk eru þeir þekktir undir gælunöfhum og þykir þeim sem til þekkja einhver Ijómi, léttleiki og glans yfír lífsstíl þeirra. En hveijir eru þeir í raun og veru? Eru þeir í stöðugum samkvæmum, eða eru þetta alvarlega þenkjandi menn? Hvaðan fá þeir orkuna sem heldur þeim léttum og kátum allan daginn? Leggjast þeir aldrei í þunglyndi? Þessu svara þeir sjálfir, Dúddi og Brósi. DÍIDDI ) MEÐ MÝKT kattarins hreyfir Dúddi sig í kringum konurnar þegar hann klippir þær, handtökin eru fá en ákveðin og rödd hans lág og djúp. Hann spjallar um heima og geima meðan hann vinnur og allir eru svo vissir um að Dúddi sé maður- inn sem allt snýst í kringum þegar glaumur og glans er annars vegar. Fæstir vita að þegar hárgreiðslumeist- arinn kemur heim hendir hann af sér haminum, klæðist stígvélum og reið- buxum og þeysir upp í sveit þar sem hann kann best við sig þegjandi á hest- baki, órakaður og ógreiddur. Aníunda tímanum að kvöldi til er Dúddi að koma úr vinnunni og ég verð honum samferða upp á efstu hæð í húsi við Þing- holtsstrætið. „Ég ætlaði að vera búinn að kveikja ljós þegar þú kæmir,“ segir hann þegar við opnum dyrnar að íbúðinni. En ljósahafið frá borginni gæti þess vegna dugað og engar gardínur eru til að skyggja á dýrðina. Hvítar flísar eru á gólfinu nema í stofunni þar sem fá en stílhrein leðurhúsgögn eru. Ábstrakt myndir hanga á veggjum og neðan úr miðju loftinu leikur lítil brúða lausum hala, karl í svörtum trúðsfötum. — Er allt svona frumlegt hjá þér? segi ég, þegar ég fæ kaffi úr bollapari þar sem undirskálin er eins og samanbrotið blað. „Ég er hrifinn af stílhreinum hlutum, ákveðnum formum og skúlptúrum," segir hann og teiknar form í loftið, „ég er lítið fyrir skraut." Dúddi segist smám saman vera að flytja dótið sitt úr íbúðinni yfir til sambýliskonu sinnar, en sjálfur var hann giftur eitt sinn og á fjórar uppkomnar dætur. Fallegu konurnar Dúddi var aðeins átta ára gamall þegar hann ákvað að verða hárgreiðsiumaður. „Ég var á gangi niður Bankastrætið með mömmu þegar ég sá Nýja bíó. Þá ákvað ég að eignast svona hús þegar ég yrði stór og taka inn feitar og ljótar konur sem færu fallegar út frá mér aftur! Það var nú ekki algengt hér á landi þeg- ar ég var unglingur að karlmenn lærðu hárgreiðslu, enda var kjarkurinn í mér ekki meiri en svo, að ég þóttist vera veikur fyrsta daginn sem ég átti að mæta í vinnuna. Og þegar ég var spurður fyrstu árin hvar ég ynni, þá nefndi ég aldrei hárgreiðslustof- una, sagðist bara vinna á Hverfisgötunni. En mér hefur aldrei leiðst í starfinu mínu, og kannski ekkert skrýtið því ég er allan daginn að búa eitthvað til. Það besta er að fá að ráða því hvernig hárgreiðslan á að vera. Mér þykir verra þegar konur koma til mín með fullmótaðar hugmyndir, því oft- ast veit ég hvað hentar þeim best. Oft er það að konur þora ekki að breyta til, og þá er það verkefni mitt að gera það. Nú er ég ekki að ræða um algjöra byltingu, heldur frekar formbyltingu sem gefur annan svip. Hér áður fyrr hlupu konur eftir hverri nýrri línu sem kom, eitt var í tísku og allt annað hallærislegt. Núna eru þær meðvitaðri um hvað þær vilja. Konur eru miklu opnari og sjálfstæðari núna finnst mér. Og þótt þær séu alltaf uppteknar þá gefa þær sér tíma til að fara á hárgreiðslustofu." Bóndinn í rúma tvo áratugi hefur Dúddi, eða Guðbjörn Sævar, rekið hárgreiðslustofu og verið mikið í sviðsljósinu sem sannur meist- ari í sínu fagi. Hann er forseti Haute Coiff- eur Prancaise og félagi í Intercoiffeur, og allar sýningarnar hafa ekki síður gert hann þekktan; það er eins og flestir þekki nafnið Dúddi, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver maðurinn er. Dúddi var skírður tveggja ára gamall, en gælunafnið festist þó við hann engu að síður. Hann hefur aldrei notað föðurnafn sitt, er reyndar Karlsson, og finnst föður- nöfn algjör óþarfi. „En ég held það hafi verið mun algeng- ara hér áður fyrr að kalla börn gælunöfn- um. Konan, sem ég var skírður eftir, átti tvíbura sem voru kallaðir Diddi og Dússi, svo það var ekkert eftir nema Dúddi handa mér! — Hvers vegna eru allir hárgreiðslumenn kallaðir gælunöfnum? „Ég hef nú ekkert hugleitt það, en senni- lega skapar það ákveðinn léttleíka." Ég spyr hann hver sé fyrirmynd hans hvað fagið snertir og hann segist auðvitað beina augum sínum til Frakklands. „Annars er Spánveijinn LLongeras í uppáhaldi hjá mér. Hann er frumlegur, notar ákveðin form og línur.“ — Reynir þú að vera ákveðin „týpa“? „Nei alls ekki. Ég virka öruggur, en það er bara fasið. Stór hluti af starfi mínu er að tala við viðskiptavinina, og þá verður maður að vera opinn og fijálslegur. Mér er sagt að ég eigi auðvelt með að tala við fólk, en ég er ekkf duglegur að halda ræður! Hárgreiðslustofan er heimavöllur minn, — annars staðar er ég ekki eins örugggur, þá dreg ég mig frekar til baka. Dúddi og Guð- björn Sævar eru ekki sami maðurinn. Dúddi er hárgreiðslumaðurinn sem er alltaf á sýn- ingum og innan um fólk, Guðbjörn vill vera til hliðar. Vera á hestum uppi í sveit. Draum- urinn hans er að verða bóndi. Mér var skemmt þegar húsfreyjan á bænum þar sem ég er alltaf komst að því að ég væri þessi Dúddi. Þú ert svo frægur, sagði hún, og þú ert svo venjulegur!" Kryddið í tilveruna Fyrir rúmum tveimur árum fór Dúddi einu sinni sem oftar upp í sveit með dæturn- ar í útilegu. „Við vorum uppi í Borgarfirði og ætluðum að grilla okkur mat um kvöldið en höfðum þá gleymt öllu kryddi. Mér leist ekkert á kryddlaust lambakjöt og eftir að hafa reynt að ná í krydd uppi í Húsafelli þar sem allt var lokað, fór ég á næsta bæ sem voru Bjarnastaðir og fékk þar lánað krydd. Húsfreyjan tók mér óskaplega vel og þarna á bænum reyndist vera hesta- leiga. Það var nú upphafið á hestamennsk- unni. Ég var alltaf í útilegum þegar ég var krakki, og svo síðar með stelpurnar mínar fjórar. Eftir að hestarnir komu til sögunnar hef ég notað hvert tækifæri til að komast upp í Borgarfjörð og kann þar best við mig, í reiðstígvélum, órakaður og ógreiddur. Gríp oft í heyskap og önnur störf með hesta- mennskunni. Mér finnst fólkið í sveitinni líka vera ein- lægara og jákvæðara, það er ekki að velta sér upp úr þessum vandamálum og lífsgæð- um sem einkenna oft borgarlífið. Ég hafði nú áður farið á hestbak, en þetta er allt öðruvísi þegar maður þekkir hestinn. Þá ert það þú sem stjórnar, ekki hann. Það er kannski egoið, — að finna að maður stjórnar!" Ertu egoisti? „Já, kannski er það ákveðið „ego“ að vilja sýna föt og hárgreiðslu. Ég kvíði aldr- ei fyrir því að fara upp á sviðið, nýt þess reyndar. Ég sýndi oft föt, var alltaf innan um fólk og það er skemmtilegt svo framar- lega sem maður staðnar ekki i því. En ég hef dregið mig út úr skemmtanalífinu því ég hef áhuga á öðru núna. En mér finnst ákaflega gaman að dansa, og við förum oft út eingöngu til þess, en ekki þó á þessa almennu skemmtistaði, þar er hávaðinn og lætin of mikil. Mér finnst líka skemmtilegt að fara 'út að boi’ða, og vera innan um góða vini.“ SJÁ NÆSTU OPNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.