Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.1990, Blaðsíða 24
24 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Þú ert óvenjulega kraftmikill og drífandi í dag. Byijaðu á n>jum verkefnum og farðu þínar eigin leiðir. Varastu ráðríki og óþolin- mæði. Brjóttu nýtt land. Naut (20. apríl - 20. maí) Ljúktu hálfunnum verkefnum og skipuleggðu framhaldið. Þú gætir þurft að bregða þér í óvænta ferð. Frumleiki kemur þér vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú getur orðið of opinskár þar sem það á ekki við. Reyndu að forðast illdeilur við vini þína. Ef þú ætlar að taka úr þér hrollinn skaltu ekki draga það fram á kvöldið. Því er best varið í faðmi fjölskyldunnar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú verður á tánum í allan dag. Þú ert reiðubúinn að takast á -hendur verkefni sem er mikilvægt fyrir frama þinn í starfi.- Sýndu þeim virðingu sem það eiga skilið. Þú skemmtir þér betur í kvöld en þú bjóst við. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ætlar í ferðaiag, en flýttu þér hægt. Óvænt tækifæri berst þér upp í hendur í dag. Þú færð hug- myndir sem gagnast þér vel. Meyja (23. ágúst - 22. september) 32 Þú helgar lungann úr deginum ákveðnu verkefni. Forðastu þræt- ur við samstarfsmann. Byijaðu á nýjum verkefnum, en hafðu gát á skapinu. Kvöldið verður Ijúft. Vog (23. sept. - 22. október) Gerðu það sem í þínu valdi stend- ur til að komast af við náinn ættingja. Vertu ekki ósamvinnu- þýður við maka þinn. Ný áætlun um fjölskyldumál eða ljárfestingu er í bígerð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Gtffé Þú vinnur af eldmóði í dag. Berðu ekki við að ráðskast með annað fólk. Maki þinn kveikir hjá þér nýjar hugmyndir. Kvöldið hefur upp á ýmislegt að bjóða á sviði samkvæmislífsins. Bogmadur (22. nóv. -21. desember) m Þú sérð nýja leið í fjármálunum í dag, en freistingamar eru á hverju strái. Reyndu að forðast fjölskylduerjur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Farðu varlega heima við í kvöld. Haltu friðinn við fjölskylduna. Þú ert í skapi til að leita nýrra leiða til að slaka á. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú þarft á lagni og tillitssemi að halda i skiptum þínum við annað fólk í dag. Farðu nákvæmlega eftir umferðarreglunum ef þú ekur bíl. f kvöld færðu fréttir af einhveijum úr fjölskyldunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Sk Þú hefur mikið ráðstöfunarfé á miili handanna í dag. Notaðu dómgreindina ef þú ætlar að kaupa eitthvað og forðastu að eyða úr hófi fram. Farðu að finna vini þína í kvöld. AFMÆLISBARNIÐ er metnaðar- gjarnt, óeirið og ifkiegt tii að þreifa sig áfram áður en það stað- festist í starfi. Það kann að hafa óvenjulega hæfileika á sviði leik- listar eða hvers konar miðlunar. Því er ekki á móti skapi að taka áhættu öðru hvoru, en það nýtur sín samt best þegar það hefur unnið sér sess í ábyrgðarmiklu starti. Það er frumlegt í hugsun og getur í krafti þess öðiast leið- togastöðu. Það laðast að stórum fyrirtækjum og fer ótroðnar slóð- ir í vísindum og listum. Stjörnuspána á að tesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísiúdalegra staðreynda. GARPUR LJOSKA FERDINAND SMÁFÓLK YES, MAAM, I 5AW VOU AT OUR 6AME LA5T WEEK..ANP I 5AW VOU 6ET INTO THAT OTMEK CAK ANP LEAVE . Já, kennari, ég sá þig á leiknum okkar í síðustu viku og ég sá þig fara inn í hinn bílinn og aka í burtu ... /THAT FELLOLU YOU LEFT UUITH...PO WE KNOW \ANTTHIN6 ABOUTHIM? ' i L S C w k} 1 1! Þessi náungi sem þú fórst með. Vit- um við eitthvað um hann? Afsakaðu kennari, ég hljómu eins og faðir þinn eða eitthvað svoleiðis, er það ekki? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson „Haltu spilunum betur að þér makker,“ sagði austur og gaf suðri hornauga. En sagnhafi þurfti ekki á augunum að halda til að „sjá“ spil austurs. Hann notaði heilann. Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 83 ¥ DG102 ♦ KDG ♦ ÁKG7 Vestui ♦ ÁKE ¥K ♦ Á52 ♦ 952 Vestur Norður Austur Suður — 1 grand ’Páss 2 tíglar 2 spaðar 3 lauf Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðaás. Tveir tíglar suðurs eru yfir- færsla í hjarta og norður sýnir stuðning og styrk til hliðar með þremur laufum. Austur lætur spaðasjöuna í fyrsta slag, sem gefur til kynna tvílit og vestur skiptir yfir í laufníu. Sagnhafi drepur í blind- um og spilar strax hjarta upp á ásinn!! Vestur hafði ekki aðeins hald- ið spilunum þétt að sér — hann hafði líka varist vel. Hann vissi að makker var með 1-2 spaða, en gæti ekki yfirtropipað blind- an. Með því að spila laufi gæti hann hugsanlega breitt yfir vandann og lokkað sagnhafa til að svína. En suður vissi líka hvað aust-' ur átti í spaða og undraðist því hvers ,vegna vestur hélt ekki sókninni þar áfram. Á því var aðeins ein rökrétt skýring. Austur ♦ 72 ¥654 ♦ 1097643 ♦ 43 Suður ♦ 654 ¥ Á9873 ♦ 8 ♦ D1086 Umsjón Margeir Pétursson Á opna móti stórmeistarasam- bandsins í Palma de Mallorca í desfember Rbm þessi staða upp í viðureign stórmeistaranna Mio- drag Todorccvic (2.530), Júgó- slavíu, sem hafði hvítt og átti leik, og Juri Averbakh (2.470), Sov- étríkjunum. Hvítur hafði fórnað manni til að ná stórsókn eftir h-línunni, og eftir síðasta leik svarts, 37. — e5-e4, þvingaði hann fram mát með drottningarfórn: 38. Dxg6+! og Averbakh gafst upp l>ví eftir 38. — Kxg6, 39. Bh5+ - Kh7, 40. Bf7+ blasir mátið við. Averbakh var á meðal öflugustu skákmanna heims á sjötta áratugnum, en teflir nú sárasjaldan. Upp á síðkastið hefur hann verið þekktastur fyrir enda- taflsbækur sínar og störf fyrir sovéska skáksambandið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.