Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 24
24 MÖRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990' Stórveldasamkomulag fastafiilltrúa í öryggisráði SÞ: Ovíst um viðbrögð vold- ugustu heija í Kambódíu París, Bangkok. Reuter. FULLTRÚUM fímm ríkja, sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna, tókst að sameinast um tillögu að friði og frjálsum kosningum í Kambódíu á tveggja daga fimdi sem lauk í París á þriðjudag. Gert er ráð fyrir að friðargæslulið SÞ annist eftirlit með kosningunum og gæti þetta orðið dýrasta og umfangsmesta verkefini sem samtökin hafa tekið að sér frá upphafi. Þetta er í fyrsta sinn sem Kínverjar taka í mál að samtökin sendi firiðargæslulið til Kambódíu. I samkomulaginu er ekki útskýrt nákvæmlega hvert hlutverk gæsluliðsins eigi að vera. Óljóst er um viðbrögð voldugustu stríðandi aðila í htndinu; kommúnistastjórnar Hun Sen, sem Yíetnam- ar styðja, með bakhjarl í Sovétríkjunum, og kommúnistahreyfingar Rauðu khmeranna, er Kínveijar styrkja með vopnasendingum. Auk Kínveija áttu Sovétmenn, Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk- ar fulltrúa á Parísarfundinum. Háttsettur bandarískur embættis- maður sagði að það færi eftir við- brögðum stríðsaðila hve fjölmennt friðargæsluliðið yrði, „frá fáeinum þúsundum upp í tugi þúsunda.“ Styijöld hefur geisað } Kambódíu í rúm 11 ár samfleytt. SÞ hafa á undanfömum árum með góðum árangri tekið að sér málamiðlun í átökum við Persaf lóa, í Afganistan, Vestur-Sahara og Suð-Vesturhluta Afríku þar sem fulltrúar samtak- anna sáu fyrir skömmu um fram- kvæmd fijálsra kosninga í Namibíu. Samkomulagið í París verður rætt á fundi öryggisráðsins í New York eftir hálfan mánuð. Shianouk, fyrrum forseti Kambódíu, er formlegur leiðtogi þriggja hreyfinga sem beijast gegn kommúnistastjóm Hun Sen í Pnom Penh, höfuðborg Kambódíu. Rauðu khmeramir em ein þessara hreyf- inga og hafa unnið nokkra hemað- arsigra undanfarnar vikur, hinar tvær em and-kommúnískar. Shi- anouk er hlynntur afskiptum SÞ en segir um Parísarsamninginn að samtökin verði að taka að sér alla stjóm landsins áður en til kosninga komi og víkja frá öllum embættis- mönnum núverandi valdhafa um leið og herir stjórnarandstæðinga verði leystir upp. Einnig verði að ganga úr skugga um að allt herlið Víetnama sé á brott en það fullyrða Víetnamar. Áhrif Sovétmanna og Kínverja Óvíst er hvort Sovétmenn geta fengið Víetnama til að beita sér fyrir ofangreindum aðgerðum en ljóst er að Hun Sen á allt sitt undir stuðningi Víetnama. Hann hefur ávallt harðneitað að leysa upp stjórn sína og vill enga samn- inga við Rauðu khmerana. Sömu- leiðis er ekki víst að Kínverjar geti haft hemil á þessum skjólstæðing- um sínum, sem taldir eru hafa drepið allt að milljón saklausra borgara í stjórnartíð sinni á áttunda áratugnum. Vestrænn stjórnarer- indreki í nágrannalandinu Tælandi segir að Rauðu khmerarnir hafi grafið jniklar vopnabirgðir í jörð og geti því barist lengi án aðstoðar utan frá. Þeir gætu því staðið vel að vígi ef eitt af ákvæðum samkom- ulagsins í París; algert bann við vopnasendingum til stríðandi aðila, yrði virt. Hluti þeirrar aðstoðar, sem vestræn ríki hafa veitt hreyf- ingum stjómarandstæðinga, hefur endað hjá khmerunum og hefur þetta vakið deilur á Vesturlöndum, ekki síst í Bretlandi, vegna fortíðar khmeranna. Reuter Afmælisfrímerki Breski frímerkjateiknarinn Jeffrey Matthews með stækkaða mynd af nýju bresku frímerki, sem gefið var út í síðustu viku í tilefni þess að þá voru liðin 150 ár frá útgáfu fyrstu bresku frímerkjanna, Svörtu pennímerkjanna svonefndu. A frímerkjunum nýju eru bijóstmyndir af Elísabetu Englandsdrottningu og Viktoríu drottningu. ■ AMSTERDAM - Hollenskir sjómenn á 75 bátum lokuðu fyrir nokkrum dögum skurðinum eða innsiglingunni til Amsterdam og vildu með því mótmæla litlum veiði- kvótum. Stöðvuðu þeir alla umferð um skurðinn með mótmælaaðgerð- unum, sem eru þær mestu, sem um getur meðal sjómanna. ■ SAN JOSE - Flugvél af gerð- inni Aviocar, sem er 26 sæta skrúfu- þota, fórst í fjöllum Costa Rica á þriðjudag og bíðu allir sem um borð voru, 17 farþegar og fjögurra manna áhöfn, bana. Astæður óhappsins eru óljósar en flugvélin var á leið frá San Jose til bæjarins Palmar Sur. Rostropovitsj-hjónin: Veittur sovéskur ríkis- borgararéttur á ný Moskvu, Washington. Reuter. SELLÓLEIKARINN Mstislav Rostropovitsj og eiginkona hans, óperu- söngkonan Galína Visnevskaja, hafa fengið sovéskan ríkisborgara- rétt á ný. Þau voru svipt ríkisfangi sínu árið 1978, fjórum árum eftir að þau yfírgáfu Sovétríkin og búsettu sig í Bandaríkjunum. Hjónin fagna tíðindunum en segjast fyrst verða ánægð þegar rithöfiindinum Aleksander Solzhenítsyn „fái afitur að hitta þjóð sína.“ Er Rostropovitsj-hjónin yfirgáfu heimaland sitt báru þau því við að frelsi til listsköpunar væri þar af skornum skammti. Á síðastliðnu ári sagði Rostropovitsj að hann hygðist fara í hljómleikaferð til Sovétríkj- anna með bandarísku Þjóðarsinfón- íunni sem hann stjórnar. Hann hefur áður hrósað Míkhaíl Gor- batsjov Sovétleiðtoga fyrir umbóta- stefnu hans sem m.a. hefur stórauk- ið frelsi listamanna. „Við lítum á veitingu borgara- réttarins sem undanbragðalausa og augljósa viðurkenningu á því að mistök hafi áður verið gerð,“ sagði í yfirlýsingu hjónanna í gær en TASS-fréttastofan skýrði frá ákvörðun forsætisnefndar Æðsta ráðsins á þriðjudag. Hjónin veittu Aleksander Solz- henítsyn húsaskjól í mörg ár, snemma á áttunda áratugnum, er verk hans voru ýmist bönnuð eða Mstislav Rostropovitsj. ritskoðuð af yfirvöldum. Rithöfund- urinn var síðar gerður útlægur og býr nú í Vermont í Bandaríkjunum. A- og V-Þýskaland: r Kirkjan hlynnt sameiningu Loccum, Austur-Berlín. Reuter. ÆÐSTU biskupar lútersku kirlq- unnar í Austur- og Vestur-Þýska- landi tilkynntu í gær, að þeir í tilkynningu norska umhverfis- málaráðuneytisins sagði, að norr- ænu ríkin þrjú hefðu mótmælt áætl- unum um að kasta 50.000 tonnum af úrgangi frá lyfjagerð í Norðursjó- inn en Grænfriðungar hafa meðal annars skorað á norsku stjórnina að kæra þá bresku fyrir Alþjóða- dómstólnum. Segja þeir, að fyrir- ætlanir Breta bijóti í bága við samkomulag átta ríkja um bann við að kasta eitruðum úrgangi í styddu sameiningu ríkjanna og kváðust vona, að kirkjudeildirn- ar yrðu einnig sameinaðar. Ný Norðursjó frá og með 1. janúar 1990. í samkomulaginu, sem gert var fyrir tveimur árum, segir, að kasta megi í sjóinn úrgangi eftir þennan tíma sé hann sannanlega skaðlaus og ekki unnt að urða hann á landi. Bretar leyfa enn, að iðnaðarúrgangi sé kastað í sjóinn og halda því fram, að hann uppfylli áðurnefnd skilyrði. samtök í Austur-Þýskalandi ætla að berjast fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um sameiningarmálin og helst fyrir kosningarnar í vor. Martin Kruse, yfirmaður lútersku kirkjunnar í Vestur-Þýskalandi, og starfsbróðir í eystri helmingnum, Werner Leich, segja í sameiginlegri tilkynningu, að þeir vilji, að „þýsku ríkin vaxi saman“ en leggja áherslu á, að sameiningin verði að vera innan ramma samevrópsks skiln- ings. Þá lögðu þeir til, að stofnuð yrði samstarfsnefnd um sameiningu kirknanna. Ný samtök í Austur-Þýskalandi, Þýsk eining, hafa hvatt til, að hald- in verði þjóðaratkvæðagreiðsla um sameiningu þýsku ríkjanna og ætla að hefja undirskriftasöfnun henni til framdráttar. Þá segir formaður austur-þýska jafnaðarmanna- f lokksins, Ibrahim Böhme, að f lokk- ur sinn vilji einnig efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um þetta mál og beri hann sigur úr býtum í kosning- unum í vor muni strax verða hafist handa við stofnun sambandsríkis. Norðursjór verði ekki sorphauffur Ósló. Reuter. ^^ NORÐMENN, Svíar og Danir hafa formlega mótmælt við bresku stjórnina áætlunum hennar um að kasta iðnaðarúrgangi í Norðursjó. Hefur verið óskað sérstaks fundar um þetta mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.