Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJAA/EÐUR, UDAGUR 28. JANÚAR 1990 9 Fyrirgefhing og friður eftir HERRA ÓLAF SKÚLASON Það er talað um að sofa eins og bam. Þá er svefninn svo vær, að ekkert truflar, engar áhyggjur hnykla brún, enginn kvíði rífur úr draumaheimi. Hvíldin er al- gjör. Svefninn er því manninum ekki minni nauðsyn en næring. Það em ekki aðeins baugar undir augum, sem sýna svefnvana ásjónu, heldur túlkar hegðun hið sama. Því grípur margur maður- inn eftir lausn vegna vanda svefn- leysisins. Svefnlyf gefur nokkra hvíld, en hættan er sú, að opnað sé fyrir undanbrögð við vanda í því að skoða ætíð lausn utan síns sjálfs. Guðspjall hins fjórða sunnu- dags eftir þrettánda (Matteus 8. kafli) sýnir, hve auðveldlega Jesús þáði þá fró, sem svefninn færir. Margt gekk á. Fáir þurftu meiri vanda að leysa, án þess þó að hafa tiltæk þau hjálpartæki, sem nútíminn færir önnum köfnu fólki. En hann bjó yfir því, sem er lyk- ill alls annars: Hann var að öðlast sífellt meiri skilning á sjálfum sér. Sú þekking færði honum full- vissu, sem veitti ró. Hann þekkti svar við spurningunum áleitnu, sem títt beija að hugardyrum fólks og hljóða einfaldlega á þessa leið: Hvaðan, til hvers og hvert? Hvaðan kemur möguleikinn til þess að lifa svo lífi sínu, að kinn- roði túlki ekki smám, og allt sé í samræmi við spurningarnar um til hvers við fáum hér ár og tæki- færi, og hvert allt stefni og við þá með. Hvert, spyijum við. Og þá er ekki farið eftir síðustu könnun byggðastofnunar né tekið mið af auglýsingum fe'rðaskrifstofanna, heldur er sjónum beint að lokaf- erðinni.' Og hlýtur reyndar svarið við henni að fela í sér vísbendingu um það, hvemig standa beri að því að finna svör við hinum tveim- ur. Ég leita í hinn mikla sjóð, sem guðspjöllin færa okkur og kenna, hvað við getum lært af Jesú og þar með um okkur sjálf. En það er sagt frá því, að skömmu fyrir þau lok ævi, sem krossinn trónar yfir, hafi Jesús safnað lærisvein- um sínum í kringum sig til undir- búnings hinni helgu páskamáltíð. Og guðspjallamaðurinn lýsir at- burði eitthvað á þessa leið: Og af því að Jesús vissi, hvaðan hann kom og hvert hann færi, gyrti hann sig líndúk, þ.e.a.s. tók hann handklæði, og hóf að þvo fætur lærisveina sinna. Af því Jesús vissi, að hann hafði ákveðnu hlut- verki að gegna og mundi senn hverfa aftur til þess ríkis, sem við kennum við himin, þá innti hann af hendi þá þjónustu, sem ekki þótti sæma þeim, sem gegndu háum stöðum og litu stórt á sig. Og í þessari einföldu frásögn er fólginn lykillinn að þvi, hvers vegna Jesús átti svona auðvelt með að sækja þrótt og ró yfir í ríki svefnsins og guðspjall dagsins af honum sofandi í bátnum, með- an lærisveinar hræddust ofsa storms og háar öldur, sannar svo vel. Fullvissa Jesú um köllun sína og ætlunarverk leiddu hann til þess að styrkja hugarró og safna þrótti vegna amsturs daganna með því að fara afsíðis hvem morgun og hvert kvöld og vera einn í bænagjörð sinni og til- beiðslu. Lærisveinar sáu, hversu mikils virði þessar stundir voru honum og báðu um hjálp, að þeir mættu ausa af sömu uppsprettu, og hann kenndi þeim Faðir vorið. Lífið krefst ævinlega mikils, margháttuð störf taka sinn toll af hugarró og orku. Jesús kennir okkur enn leiðina til að varðveita okkur sjálf, leið bænarinnar. Að vera í samfélagi Guðs við upphaf dags og kveðja að kvöldi á þann sama hátt er að veita honum að- gang að huga okkar og svo lífi. Og þá verða líka spurningamar þijár, sem ég vitnaði til áðan, hvaðan, hvert og til hvers ekki eins ógnandi. En á hitt ber líka að líta, að þeim verður naumast svarað án þess að Guð opni leið. Án Guðs verða þær þvingandi eyða og hrópandi angistarvein, sem rænir ró og sviftir friði. Og gott er að hafa það í huga, að enginn gengur svo lífsins leið, að hann uppfylli allar kröfur. Enginn vinnur sér að heldur þegn- rétt í ríki himna í krafti eigin ágætis, hvað þá nokkur búi yfir fullkomnuninni sjálfri. Sá þegn- réttur er gjöf Guðs fyrir frelsara manna. Það kallast fyrirgefning og án hennar öðlumst við ekki frið. En við fullvissu fyrirgefning- arinnar kemur friður í sálu, friður í samfélag. Þessi friður færði Jesú ró, svo að hann svaf, þótt aðrir óttuðst ofsa náttúruaflanna. Bænarefni okkar er því slíkur frið- ur í leit okkar að Guði, í iðkun bænalífs og göfgun samfélags. Og óróafull sál mun komast að því, að friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi mun styrkja til þess að slíkrar rósemdar né notið og af spretti betri dagar í fylgd rórra nótta. VEÐURHORFUR í DAG, 28. JANÚAR Rigning við suðurströndina YFIRLIT kl. 10:10 í GÆR: Við NV-strönd Skotlands er 975 mb lægð sem þokast A en 1020 mb hæð yfir Grænlandi. Um 400 km VSV af Hvarfi er vaxandi 977 millibara lægð á leið A. HORFUR á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt á landinu með minnkandi éljum við norður- og austurströndína en fer að rigna við suðurströndina síðdegis. Hiti við frostmark sunnanlands en víðast vægt frost norðanlands fram eftir degi en svo smám saman hlýnandi. HORFUR á MÁNUDAG og ÞRIÐJUDAG: Stíf austan- og norðaust- anátt um allt land. Úrkomulítið vestanlands, rigning eða slydda og allt að 4 stiga frost sunnanlands og austan en snjókoma og hiti nálægt frostmarki á norðurlandi og á Vestfjörðum. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 0 snjóél Glasgow 4 skúr Reykjavík 0 skýjað Hamborg 4 skýjað Bergen 2 skúr London 3 léttskýjað Helsinki 1 slydda LosAngeles 13 skýjað Kaupmannah. 3 skýjað Lúxemborg 3 skýjað Narssarssuaq -15 alskýjað Madrid vantar Nuuk -11 alskýjað Malaga vantar Osló -2 alskýjað Mallorca 11 léttskýjað Stokkhólmur -5 snjókoma Montreal vantar Þórshöfn 0 heiðskírt NewYork 3 skýjað Algarve 15 alskýjað Orlando 7 heiðskírt Amsterdam 4 hálfskýjað París 5 skýjað Barcelona vantar Róm 7 þoka Chicago 3 heiðskírt Vín 2 skýjað Feneyjar 5 þoka Washington 7 heiðskírt Frankfurt 5 skúr Winnipeg vantar Ó Heiðskfrt r r r r r r r r r r Rigning V Skúrír A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrimar á Lóttskýjaö * r * Slydda # Slydduól vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. & ' r * V Hilfskýjað r * r •J 0" HHastig: Skýjað * * # # # * * * * * Snjókoma V Él 10 gráður á Celsíus = Þoka Sk Alskýjað 5 ? 5 Súld oo Mlstur = Þokumóða Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 26. janúar til 1. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Lyfjabergi. Auk þess er Ingólfs Apótek opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnu- dag. Læknastofur eru lokaðar laugardaga og helgidaga. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Tannlæknafél. Símsvari 18888 gefur upplýsingar. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími fram- vegis á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkr- unarfræðingur munu svara. Uppl. í ráðgjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styöja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka '78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símevari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viðtalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíö 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12. Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó-, tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofa Ármúla 5. Opin miðvikudaga og föstudaga 13.00-17.00. s. 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. MS-félag íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21260. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aöstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Betlands og meginlands Evr- ópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 15767, 15790, 13855 og 11418 kHz. kl. 18.55-19.30 á 15767, 13855, 11418, 9268, 7870 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum er bent á 15790, 11418 og 7870 kHz og á 15767 kHz kl. 14.10, 13855 kHz kl. 19.35 og 9268 kHz kl. 23.00. Kanada og Bandaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 13855, 13830, 15767,og kHz. Kl. 19.35-20.10 á 15767, 15780 og 13855 kHz. 23.00-23.35 á 13855, 11418 og 9268 kHz. Hlustendur geta einnig oft nýtt sé sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55 og hlustendum í mið- og vesturríkjum Banda- ríkjanna og Kanada er bent á 15780, 13830 og 11418 kHz. Að loknum lestri hádegisfrótta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla dagá kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. kvennadeildin. kl. 19.30-20. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Landakotsspít- ali: Alla daga kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19. Barna- deild : Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16-17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugardög- um og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúk- runarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensás- deild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Kl. 14 til kl. 19. — Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. — Kleppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flóka- deild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstað- asprtali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsókn- artími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíð- um: Kl. 15.00—16.00 og 19.00-19.30. Akureyri — sjúkra- húsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00- 8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðal lestrarsalur opinn mánud. — föstudags kl. 9-19. Laugardaga kl. 9—12. Útlánssalur (vegna heimlána) mánud. — föstudags 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opið* mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Árnagarður: handritasýning StofnunarÁrna Magnússon- ar, þriðjud., fimmtud.- og laugardögum kl. 14-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriöjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Þjóðminjasafnið: Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi s. 671280. Akureyri: Amtsbókásafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafn Akureyrar: Opið sunnudaga kl. 13-15. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122 og 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsal- ur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Hof- svallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud. — föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. — Sýningarsajir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuveg. Opiö alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Sýningin Islensk myndlist 1945-’89 stendur yfir. Safn Ásgríms Jónssonar: Opið alla daga nema mánu- daga frá kl. 13.30-16.00. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún er opið alla daga kl. 10-16. Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn dag- lega kl. 11-17. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á þriðjudagskvöldum kl. 20-22. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opið á miðvikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Aðra eftir samkomulagi. Heimasími safnvaröar 52656. Sjóminjasafn íslands: Laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. ORÐ DAGSINS Reykjavík sími 10000. Akureyri s. 96-21840. Siglufjörður 96-71777. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavik: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug kl. 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laugardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vesturbæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholtslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laug- ard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — föstu- daga kl. 6.30-21.30. Föstudaga kl. 6.30-20.30. Laugar- daga-kl. 10-18. Sunnudaga kl. 10-16. Sundhöll Keflavíkur er opin mánudaga — fimmtudaga. 7-9, 12-21. Föstudaga kl. 7-9 og 12-19. Laugardaga 8-10 og 13-18. Sunnudaga 9-12. Kvennatimar þriðjudaga og fimmtudaga 19.30-21. r Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-12. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Siminn er 41299. Sundlaug Hafnarfjarðar er opin mánud. — föstud. kl. 7-21. Laugard. frá kl. 8-16 og sunnud. frá kl. 9-11.30. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Seltjamarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.