Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 Virðisaukaskattur á snjómokstur sveitarfélaga: Ovíst er hvort skattur- inn verður endurgreiddur Tveir dælubílar frá slökkviliði Ha&iar dæla úr skipinu. SVEITARFELOGIN þurfa að greiða 24,5% virðisaukaskatt af öllum snjómokstri og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þau fá hann endurgreiddan, að sögn Marðar Arnasonar upplýs- ingafulltrúa fjármálaráðuneytis- Óskar Halldórsson tók niðri 1 Hornafírði: Fjögurra feta rifa neðan sjólínu Hornafirði. FJÖGURRA feta rifa kom vel neðan sjólinu að mb. Óskari Halldórs- syni RE 157 er hann var á leið inn til Hafhar í Hornafirði á miðviku- dagsmorgun. Báturinn komst sjálfur inn að bryggju og kom slökkvi- lið Hafnar strax með tvo dælubíla á vettvang og hóf að dæla úr bátnum. Dælur slökkviliðsins geta dælt Qórum tonnum á minútu við bestu aðstæður en þær gerðu ekki betur en hafa undan við að dæla úr bátnum. Óhappið varð er báturinn rakst í Hlein, klettanös er gengur úr Hvanney í óskjaftinum. Eftir að afla hafði verið skipað frá borði var Óskar Halldórsson í Hornafjarðarhöfn. Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson Sementsverksmiðja ríkisins: 11% samdráttur í sölu sements á síðasta ári SALA á sementi frá Sementsverksmiðju ríkisins dróst saman um 11% á síðasta ári miðað við söluna árið 1988. Að sögn Gylfa Þórðarson- ar, framkvæmdasljóra SR, varð nokkur halli á rekstri verksmiðjunn- ar á síðasta ári, aðallega vegna gengistaps og fjármagnskostnaðar, en hann sagði endanlegt ársuppgjör ekki enn liggja fyrir. Gylfi sagði að miðað við að for- sendur nýgerðra kjarasamninga haldi ætti rekstur Sementsverk- smiðjunar að verða hallalaus á þessu ári, en samkvæmt þeim er heimilt að hækka verð á sementi um 10% á árinu. Á síðasta ári seldi Sementsverk- smiðjan um 117.500 tonn af se- menti. Árið 1988 seldust 132 þús- und tonn, en að sögn Gylfa seldi verksmiðjan þá meira magn en nokkuð annað ár síðastliðinn ára- tug. Hann sagðist reikna með að einhver samdráttur í sölu yrði á þessu ári, en það færi þó fyrst og fremst eftir veðurfari. „Við höfum þegar orðið að grípa til sparnaðaraðgerða vegna sam- dráttar, og til dæmis hefur öllum fjárfestingum verið haldið í algjöru lágmarki. Þá höfum við fækkað starfsfólki um 45 á á undanförnum sex árum og því á eftir að fækka meira á næstu árum, en 132 stöðu- gildi eru í fyrirtækinu núna. Ef þær verðbreytingar ganga eftir sem okkur eru ætlaðar á þessu ári þá ætti þetta að ganga upp rekstrar- lega, en við reiknum með því að einhver samdráttur verði í ár miðað við síðasta ár,“ sagði Gylfi. Sala á Perrier-vatni var stöðvuð •í Bandaríkjunum fyrir yiku, þegar í ljós kom að það innihélt þrisvar sinnum meira af aukaefninu benz- ene en leyfilegt er. Hér á landi hefur Perrier-yatn verið til sölu í stærstu verslúnum í Reykjavík. Sala á því var hins vegar stöðvuð eins og lekinn ykist og síðari hluta dagsins kom mb. Hrísey til aðstoðar með loðnudælu. Að morgni fimmtu- dags var komið vel á veg með að þétta rifuna þannig að báturinn komist í slipp til viðgerða. Þá hefur loðnudæla verið tengd dælukerfi bátsins til frekara öryggis. Slökkvi- liðið er þó enn með bíl á staðnum ef eitthvað færi úrskeiðis. - JGG ins. Mörður sagði í samtali við Morgunblaðið að búist væri við að reglugerð um virðisaukaskatt sveitarfélaga yrði tilbúin í næstu viku en þau hefðu fengið reglu- gerðina til umsagnar. Mörður Árnason sagði að 25% söluskattur hefði verið lagður á snjómokstur en sveitarfélögin hefðu fengið hann endurgreiddan að mestu leyti. Mörður sagði að trú- lega hefðu sveitarfélögin fengið endurgreiddar samtals 20 milljónir króna vegna greiðslu þeirra á sölu- skatti af snjómokstri í fyrra. Sveitarfélögin þurfa að greiða virðisaukaskatt af öllum snjó- mokstri, bæði með tækjum verk- taka og þeirra_ eigin tækjum, að sögn Marðar Árnasonar. „Vegna jafnræðisreglunnar þurfa sveitarfé- lög að greiða virðisaukaskatt á þeim sviðum, þar sem þau eru í sam- keppni við einkaaðila," sagði Mörð- ' ur Ámason. Viðmiðunarskrá ríkisskattstjóra um lágmarksverð á snjómokstri með eigin tækjum sveitarfélaga kemur út á næstu dögum, að sögn Jóns Guðmundssonar hjá ríkisskatt- stjóra. „Þar sem ekki er um véla- deild að ræða hjá sveitarfélögunum þarf að meta þetta,“ sagði Jón. Kostnaður við snjómokstur í Reykjavík var um 90 milljónir króna í fyrra, að sögn Inga Ú. Magnússon- ar gatnamálastjóra. Hann sagði að hins vegar hefði söluskattur af þessum mokstri verið endurgreidd- ur. „Við erum með 65 milljóna íjár- veitingu til snjómoksturs í ár, þar af 20 milljónir króna til moksturs af gangstéttum," sagði Ingi Ú. Magnússon. Vegagerð ríkisins greiddi 25% söluskatt af öllum snjómokstri og var skatturinn ekki endurgreiddur, að sögn Hannesar Más Sigurðsson- ar viðskiptafræðings hjá Vegagerð- inni. Hann sagði að Vegagerðin þyrfti nú að greiða 24,5% virðis- aukaskatt af öllum snjómokstri og skatturinn yrði ekki endurgreiddur. Niðurstaða rannsókn- ar á Perrier vatni í dag NIÐURSTAÐA rannsóknar á Perrier-ölkelduvatni, sem verið hefur til sölu í verslunum í Reykjavík, liggur fyrir í dag. Þá skýrist hvort vatnið inniheldur of mikið af eftiinu benzene, eða hvort sala á því verður leyfð á ný. nú í vikunni og ákveðið að rannsaka hvort um mengun í því er að ræða. Halldór Runólfsson hjá Hollustu- vernd sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að niðurstaða rann- sóknar á vatninu liggi fyrir í dag og þá verði tekin ákvörðun um hvort sala verður leyfð á ný. Áfram ísland Afram Island Áfram ísland Áfram Island HEIMSMEISTARAKEPPNIN í HANDKNATTLEIK 1990 # | * | * osiovakiu Við fylgjum strákunum okkartilTékkósló- vakíu og hvetjum þá til dáða. Vilt þú ekki slást í hóp áhugasamra stuðningsmanna íslenska landsliðsins og horfa á leikina í C-riðli í Gottvaldov, milliriðli í Bratislava, allt til úrslitaleiks- ins í Prag? Látum „Áfram ísland“ hljóma á áhorfendapöll- unum íTékkó. Komdumeé i fjörió og f relsió. ÁFRAM ÍSLAND! Ferðaskrifstofurnar Saga og Úrval-Útsýn bjóða upp á eina ferð til Tékkóslóvakíu í tengslum við heimsmeistaramótið. Fyrst er flogið til Frank- furt, þaðan ekið til Vínarborgar og gist þar í eina nótt. Síðan ekur hópurinn til Gottvaldov í Tékkóslóvakíu og fylgist með leikjum í C-riðli og þaðan til Bratislava, þar sem leikir í milli- riðli fara fram. Loks heldur hópurinn til Prag til að hvetja liðið okkar áfram í úrslitakeppninni 9. og 10. mars. Frá Prag verður ekið til Lúxem- borgar og flogið heim þann 11. mars. Farar- stjórinn okkar Jóhann Ingi Gunnarsson sér um að halda uppi fjöri og réttri stemmningu innan hópsins. Tryggðu þér sæti í tíma. FERÐ 1 Dagar 13 Leikir 21 Brottför 27. febrúar Heimkoma 11. mars Verð kr. 86.400,- Innifalið í verði er flugfar, akstur, fararstjórn, gisting í tvíbýli með morgunverði, hálft fæði í Gottvaldov og Bratislava og aðgöngumiðar (sæti) á leiki í C-riðli, milliriðli og úrslitum. Dvöl í einbýli greiðist auka- lega. Flugvallarskattur er kr. 1.150,- á mann. Gengi 19.01. 1990. FERÐASKRIFSTOFAN Suðurgötu 7, sími 624040. ÚRVAL/ÚTSÝN Álfabakka 16, sími 603060. Afram Island Afram Island Afram Island Afram Island

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.