Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990 Guðmundur Daníelsson rithöfundur - Minning Það var yfir kaffíbolla í bóka- safninu á Selfossi að Guðmundur sagði okkur Önnu Guðmundsdóttur, bókaverði, hvað hefði haft mest áhrif á skáldskap hans og stíl. Hann nefndi íslendingasögur og Biblíuna. Hann lét ógetið þess sem er rót og uppspretta alls hins mikla verks, sem hann lætur eftir sig. Hann víkur að þessu í fyrsta kafla síðustu bókar sinnar. Skáldskapurinn lifir og nærist á því tungutaki sem menn nema við móðurkné. Valgerð- ur amma hans kunni ógrynnin öll af kvæðum og sögum. Líf kynslóð- anna spratt fram í þeim. Guðmund- ur helgaði líf sitt því að yrkja um það líf sem lifað er á íslandi á þvi máli sem hann lærði í æsku. Verk hans eru ekkert uppskrúfað kúnst- verk sem haldið er uppi af utanað- lærðum formúlum. Hann einfald- lega færði í letur reynslu sína af því lífí sem lifað er í landinu. Sum- ir halda að sveitamenn geti ekki ort, af því að þeir séu negldir niður í flórinn og hafi hlaðshelluna fyrir sjóndeildarhring. Menn verði að hafa tileinkað sér eitthvað af glæsi- leik heimsmenningarinnar til að geta sett saman orð á blað. Vel má vera að það líf sem er í útlend- um bókum sé forvitnilegt og fróð- legt. En það væri engin heimsmenn- ing til ef bændur og búalið hefðu ekki um hönd vísur og kvæði um það sem gerist í sveitinni. Heims- bókmenntirnar eru symfónía þeirra stefja. En hvaðan kom Guðmundi eljan og krafturinn sem efldu hann til þeirra stórvirkja, sem hann lætur eftir sig? Því verður seint svarað úr þessu. En maðurinn var einfald- lega gæddur óviðjafnanlegu ímynd- unarafli, þekkingu og kunnáttu á íslenzku máli og óbrigðulum smekk á því sem fer vel í kvæði eða sögu. Ég minnist þess er hann var að þýða kvæði eftir Maxím Tank. Eitt þeirra vildi ekki lukkast. Það vant- aði neistann, þetta sem gerir texta að ljóði. Við fórum yfír þýðinguna og bárum saman við frumtextann. Á augabragði kom Guðmundur með fjölda tillagna til breytinga og henti á lofti þær, sem ótvírætt voru hinar beztu, og á skammri stund var kvæðið fullort. Næsta kynslóð á eftir að endur- meta skáldskap Guðmundar, og ekki hvað sízt það sem hann ritaði í bundnu máli. Hann gat þess oft við mig hversu mörg ungskáldin virtust villast á óbundnu máli og Fæddur 10. maí 1939 Dáinn 17. nóvember 1989 í dag fer fram í Akraneskirkju minningarathöfn um Guðjón Gísla- son, skipstjóra, sem féll útbyrðis af báti sínum og drukknaði. Föstudaginn 17. nóvember sl. barst sú sorgarfregn hér um Akra- nes að eins af okkar alreyndustu og traustustu sjómönnum væri - saknað og leit væri hafín að báti hans, Síldinni AK-88. Þegar hann var ekki kominn að landi á svipuð- um tíma og hann var vanur og svar- aði ekki kalli hófst skipuleg leit. Margir bátar og flugvél leituðu á stóru svæði og fannst báturinn mannlaus á reki um 13 sjómílur út af Akranesi seint um kvöldið. Var þá ljóst að hann hafði fallið fyrir borð. Við sem heima biðum trúðum ekki að þetta hefði gerst, en þetta var staðreynd. Hann var farinn. Hann hét fullu nafni Guðjón Ingvi Gíslason og var fæddur 10. maí 1939 hér á Akranesi. Hann var elstur af þremur sonum þeirra Ingi- leifar Guðjónsdóttur og Gísla Páls Oddssonar frá Hliði á Akranesi. bundnu. Þau virtust halda að bera mætti fram sem kvæði texta sem gersneyddur var myndhvörfum og líkingum. Guðmundur hélt fast hið það viðhorf, að verkefni ljóðskálds- ins væri helzt það að meitla og hnitmiða líkingar. Guðmundur mátti sæta því, að vera litinn hornauga af þeim, sem um áratugaskeið þóttust hafa and- legan styrk til að gefa tóninn í bókmenntum þjóðarinnar. „Bók- menntir og aðrar listir voru mældar á vog hugmyndafræði, sem glæpa- menn höfðu löggilt sem trúarbrögð. Menningin þjáðist af rauðum hund- um. Smitberarnir óðu uppi og stimpluðu þá heimskingja, sem ekki sýktust." Svo skrifar Guðmundur á bls. 140 síðustu bókar sinnar Óskin er hættuleg. Hann hittir sem oftar naglann á höfuðið. Enn eru smit- beramir á vakki, þótt af þeim sé dregið. Og stendur nú fyrir dyrum uppgjör við þá. Guðmundur gekk aldrei í lið með hinum rauðu hund- um. Hann neitaði að undirrita „Stokkhólmsávarpið“, trúarjátn- ingu kommúnista. Frá viðskiptum sínum þá gekk hann með heiðri og sóma. Guðmundur orti einatt um veru- leikann í kring um hann. Má þar til nefna Tólftónafuglinn. í þeirri bók er eftirtektarverð saga sögð milli línanna, og þarf að segja, þótt seinna verði. Það varð mér ljóst, þegar við Guðmundur bröltum einn sólríkan vordag um móa skammt frá Litla-Hrauni til að leita uppi hinn eiginlega Tólftónafugl, sem þar stendur í þrívíðum veruleikan- um, frekar einmana og dálítið yfir- gefinn. Það er erfitt að sætta sig við þá hugsun, að aldrei framar muni Guðmundur hringja til að ræða menn og málefni skáldskaparins, og að aldrei framar komi bréf með rithönd hans. En Guðmundur hefur sjálfur reist sér minnisvarða með verkum sínum, og hann er óbrot- gjarn. Arnór Hannibalsson í ljóðabókinni Skáldamót, þýdd ljóð, sem kom út í byrjun vetrar er margt snilldarlega vel gerðra ljóða. Guðmundur færði mér þessa bók. Ég veit hann var stoltur af þessu síðasta afreki sínu enda ástæða til. I bókinni er kvæðið Að velja eft- ir Ivan Fedosejev: Næstur er Oddur, skipstjóri, fæddur 1942 og yngstur er Egill Steinar, húsasmiður, fæddur 1956. Áhugi Guðjóns á sjómennsku var snemma vakinn, enda átti hann til sjómanna að telja í báðar ættir. Strax um fermingu var hann farinn að stunda sjóinn. Leið hans lá í Stýrimanna- skóla íslands, þaðan sem hann út- skrifaðist árið 1963. Upp frá því yar hann lengi skipstjóri á bátum héðan frá Akranesi. Fyrstu vertíð- ina sína var hann með Sæfara AK en tók fljótlega við skipstjórn á Önnu SI og var með hana næstu tvö ár. Haustið 1966 réðst hann til Haraldar Böðvarssonar & Co og var þar næstu tíu árin. Fyrst með Skírni, síðan Harald og loks Höfr- ung II. Um mitt ár 1975 fór hann út í smábátaútgerð, fyrst í félagi með öðrum og síðan einn. Hann kunni best við að vera sinn eiginn herra og engum háður. Lengst af átti hann sex tonna bát, sem bar nafn- ið Síldin AK-88, en fyrir rúmum þremur árum lét hann smíða níu tonna bát, sem bar það sama nafn. Á honum reri hann þar til yfír lauk. Ef að eg mitt endadægur ætti að velja, mundi eg segja: „Vinur minn, sjá, vor er komið, vetrarisi af fljótum rutt. Sikkju grænni skrýðist landið, skvaldra gæsir mál sitt frægt, loksins komnar lengst úr suðri. Líf mitt kveðja? Deyja núna? Útilokað! Ekki hægt!“ og í sama kvæði: Ekki á hausti hætta að lifa, hverfa í kistu undir svörðinn. Þegar engið allt er slegið, ótal litir skóginn prýða, berin tínd og hirt er heyið, hörpu í skýjum vindur slær, vil eg lifa, vinur kær. Skáldið, Ivan, austan frá Siberíu, þar sem fljótið Lena rennur til norð- urs, skildi og skynjaði Guðmundur enda voru þeir bræður þó að annar væri mongólskrar ættar en hinn af rammíslenskum ættum, bóndason- ur úr Rangárþingi. Þetta kvæði ber í sér mynd Guðmundar Daníelsson- ar. „Ekki á hausti hætta að lifa ...“ „hörpu í skýum vindur slær.“ Ég hefi í meir en tvo áratugi verið nákunnugur Guðmundi og konu hans, Sigríði. Kynni mín af honum voru aldrei tengd skvaldri, þó að dægurmálin ættu hug hans ekki síður en annarra manna. Það að þrasa var honum þvert um geð. Vandamálin stílfærði hann og hóf til hugsunar og tilgangs. Um það vitna hinar fjölmörgu greinar, sem hann reit í eigið blað, Suðurland, og ótal önnur blöð. Það var eins og ekkert bæri fyr- ir hann á lífsleiðinni, sem hann gat ekki gert að yrkisefni sínu. Margir deildu á Guðmund fyrir það hvað hann var nærtækur um efnisval en aðdáun mína átti hann meðal ann- ars þess vegna. Ritsnilld var Guðmundi meðfædd gáfa. Hann reit málið eins og hann hafði numið það í föðurgarði, til- gerðarlaust en þó mergjað. Leitin að sannleikanum svo nefnda var honum og eðlislæg og djúp hvöt. Ég minnist þess samtals við Guðmund þegar umræðan sner- ist um lifandi og dautt efni og niður- staðan varð í algjörri _ sátt sú, að allt efni væri gætt lífí, steinninn eins og blómið, viska okkar eins lítil og sandkom sjávarstrandar, þroskinn væri í því fólginn að vita af þessu en láta sem annað væri. Það er undarlegt að eiga ekki von á því lengur að hitta Guðmund Hin seinni ár reri faðir hans með honum og voru þeir feðgar.einstak- lega samrýndir. Stunduðu þeir sjó- inn saman allt fram á síðasta sum- ar er Gísli Páll fór í land, en hann lést 16. september sl. Það urðu því einungis tveir mánuðir milli þeirra feðga. Guðjón kvæntist hinn 6. júní 1970 Valdísi Guðnadóttur. Valdís er ættuð frá Bolungarvík, dóttir hjónanna Guðrúnar L. Kristjáns- dóttur og Guðna Bjarnasonar, en Daníelsson að máli og það er erfítt að hugsa sér Selfoss án hans. Hann var skáldið okkar, ritnsillingurinn, maðurinn sem breytti gráum hvers- degi í skáldskap og sögur. Selfoss- kaupstaður á honum skuld að gjalda. Bækur hans munu um ókomna framtíð varðveita mannlíf þessarar aldar eins og því var lifað í Flóa og Holtum og raunar um íslands allt. Minning Guðmundar mun lifa því að „hörpu í skýum vindur slær“. Ég votta Sigríði, börnum og vensla- mönnum samúð mína og minnar fjölskyldu. Brynleifur H. Steingrímsson Guðmundur lést í Sjúkrahúsi Suðurlands þann 8. febrúar sl. Við kynntumst honum sem börn á Eyr- arbakka er hann var skólastjóri við barnaskólann þar. Hann kenndi okkur alla bamaskólagöngu og þeg- ar við fórum í Gagnfræðaskólann á Selfossi var hann hættur sem skóla- stjóri á Eyrarbakka og orðinn kenn- ari við Gagnfræðaskólann þar og kenndi hann okkur þar líka þau 4 ár sem við vorum þar. Við eigum margar góðar og skemmtilegar minningar frá þess- um árum. Það var oft líf og fjör í kennslutímum hjá Guðmundi og margar sögumar sagði hann okkur og oft var setið í kringum hann við borðið í kennarastofunni og oft sagði hann okkur söguna af „Sinn- epskettinum". Guðmundur sagði mjög skemmti- lega frá og hafði gaman af því, hann var mjög góður og þolinmóður kennari. Eins og gengur og gerist voru oft framin einhver strákapör en Guðmundur var alitaf fljótur að fyrirgefa. Þegar í Gagnfræðaskól- ann kom fannst okkur það mikið öryggi að hafa Guðmund þar, því þau bjuggu þár til ársins 1966, er þau fluttu til Akraness. Guðjón og Valdís byggðu sér hús á Hjarðar- holti 17 hér í bæ og áttu þau heim- ili sitt þar upp frá því. Þau eignuð- ust þijú böm, sem öll eru í for- eldrahúsum. Elst er Inga Lilja, fædd 24. október 1970. Hún varð stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi nú um jólin. Unnusti hennar er Ein- ar Maríasson. Næst er Guðný, fædd 29. ágúst 1972, hún er nemandi við Fjölbrautaskólann. Yngstur er Gísli 'Páll, fæddur 27. febrúar 1976 og fermist að vori. Tengdamóður sinni reyndist Guð- jón góður og var mikill kærleikur milli þeirra, en tengdaföður sinn missti hann 1971. Fjölskyldan var samhent, börnin hænd að föður sínum og veit ég að vandfundinn hefur verið eins góður faðir og Guðjón var börnum sínum. Börnin voru mikið með hon- um í leik og starfí og reri elsta dóttir hans, Inga Lilja, með föður sínum í þijú sumur. Guðjón og Valdís áttu sumarbústað við Langá á Mýrum og þangað var farið eins oft og kostur var og dvalið í fallegu umhverfi. Þar var þeirra sælureitur og þangað var gott að koma í heim- sókn. Fjölskyldan vann að eigin útgerð og verkaði að mestu leyti sinn fisk sjálf. Þar lögðu allir hönd á plóginn og stóð Valdís ásamt börnunum dyggilega við hlið eiginmanns síns það voru mikil viðbrigði að koma úr fámennum skóla á Eyrarbakka í Gagnfræðaskólann á Selfossi með mörgum sinnum fleiri nemendum. Það væri hægt að minnast margra atvika en við látum hér staðar numið. Með þessum fáu orðum viljum við þakka Guðmundi fyrir sam- fylgdina. Við geymum minningarn- ar um hann í hjörtum okkar. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til þín, elsku Sigríður, ijölskyldu þinn- ar og annarra ættingja. Megi Guð geyma ykkur. Gógó og Uwe Mig langar að minnast með nokkrum orðum elskulegs afa míns, Guðmundar Daníelssonar, sem fæddist 4. október 1910 að Gutt- ormshaga í Holtum, Rangárvalla- sýslu. Orð mega sín lítils í þeirri sorg og söknuði sem fyllir huga manns við fráfall afa. Ég varð þeirrar hamingju aðnjót- andi að fá tækifæri til að umgang- ast afa mjög mikið allt frá því ég var lítið bam. Svo margar góðar minningar á ég um afa minn að ekki nema örlítið brot af þeim verð- ur rakið hér. Ég man fyrst eftir afa þegar þau amma bjuggu á Eyrarbakka, en þar var hanri skólastjóri og kennari í mörg ár. Þá dvaldi ég oft hjá þeim bæði í lengri og skemmri tíma. Einn af fjölmörgum skemmtilegum at- burðum sem við afí upplifðum sam- an átti sér stað eftir að hann flutt- ist ásamt ömmu á Selfoss, í nýtt hús sem þau byggðu. Það þurfti auðvitað að útbúa garð í kringum húsið. Ég lá ekki á liði mínu, þá á sjöunda aldursári, að hjálpa afa við að tyrfa grasflötina. Éftir langan og strangan vinnudag veitti okkur svo sannarlega ekki af hressingu. Þá fékk ég í fyrsta sinn alvöru kaffísopa, „kaffí að hætti afa“, sem var bæði lútsterkt og dýsætt svart kaffi. Við sátum á trékössum úti í bílskúr og spáðum í dagsverkið og sparaði afi ekki lýsingarorðin á þeirri miklu og duglegu aðstoðar- manneskju sem hann hafði. Mér þótti þetta þvílík upphefð að mér líður þetta seint eða aldrei úr minni. Já, hann afi var alveg einstakur afi. Aldrei getur maður verið sáttur við að missa ástvini, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðið fólk. En við sem eftir stöndum verðum að læra að lifa með þessu. Þótt hann afí sé dáinn þá lifir minningin um hánn í hjörtum okkar sem eftir lifum að eilífu. Elsku amma mín. Megi Guð styrkja þig í sorg þinni og fylla þig krafti til að halda áfram með okkur. Sigríður María Gunnarsdóttir eins og í öllu öðru. í.janúar 1986 byggðum við saman fískverkunar- hús við Ægisbraut og upp frá því var mikil og góð samvinna milli fjöl- skyldna okkar. Guðjón var traustur félagi og mér var hann alla tíð góður frændi, allt frá því að fjölskylda mín bjó á Hliði. Hann var mikið ljúfmenni og barngóður og nutu börn okkar þess í ríkum mæli. Guðjón var hæglátur og lítt gef- inn fyrir að láta á sér bera, en þeim mun traustari og áreiðanlegri. Sam- vinna okkar var ánægjuleg og með honum var gott að vinna. Hann var einstaklega vandvirkur, mikið snyrtimenni sem vildi hafa hlutina í röð og reglu. Guðjón var þekktur fyrir gætni og varfærni, útbjó ávallt skip sitt og búnað allan svo að til fyrirmyndar var. Stórt skarð er nú komið í fjöí- skylduna á Hliði, þegar feðgarnir kveðja með svo stuttu millibili. Þung eru sporin fyrir móður hans, er sér nú á bak eiginmanni sínum og elsta syni, en henni reynd- ist hann traustur sonur og var sam- band þeirra náið. Mikill er missir eiginkonu og barna er nú sjá á bak ástríkum eig- inmanni og föður. Við biðjum guð að styrkja ástvinina og treystum því að minningin um góðan dreng verði huggun harmi gegn. Herdís Þórðardóttir og Jóhannes Ólafsson Guðjón Gíslason, Akranesi - Miiming

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.