Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 2

Morgunblaðið - 12.04.1990, Síða 2
f>e<íj jmma :sí ÆUDAGUttwMM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 1990 Húsnæðismálastj órn: 4.100 milljónir til 802 íbúða SKIPTINGIN á félagslegn ibúðunum, sem Húsnæðismálastjórn hefúr ákveðið að lána til er þannig, að af 802 ibúðum eru 487 á höfúðborg- arsvæðinu, 40 á Reykjanesi, 20 á Vesturlandi, 19 á VestQörðum, 20 á Norðurlandi vestra, 111 á Norðurlandi eystra, 54 á Austurlandi og 51 á Suðurlandi. Heildarupphæð lánanna til þess- ara 802 íbúða er 4.100 milljónir króna og greiðast 1.500 milljónir út á þessu ári, 2.600 milljónir á næstu tveimur árum, samkvæmt fréttatilkynningu frá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Lánað er til 351 íbúðar í verkamannabústöðum, 142 leiguíbúða, 156 félagslegra kaup- leiguíbúða og 153 almennra kaup- leiguíbúða. Pálmi Kristinsson, fulltrúi Vinnu- veitendasambands íslands, lét bóka mótmæli við þessari ákvörðun um lánveitingar. Þar segir hann m.a., að tillögurnar feli í sér allt of hátt hlutfall lánveitinga til bygginga fé- lagslegra íbúða, þar sem láta muni nærri að þær byggingar uppfylli 55% af allri íbúðaþörf í landinu. Alls bárust 80 gildar umsóknir um 1.511 íbúðir, en í heild voru umsóknir um 1.688 íbúðir. Forsvarsmenn Töggs hf, lögmaöur þess og tveir bankamenn ákærðir: Sjö sakaðir um skilasvik á greiðslustöðvunartíma Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur- fyrrum stjórnar- formanni Töggs hf, sem hafði umboð fyrir Saab-bifreiðar og var tekið til gjaldþrotaskipta í júní 1987, tveimur stjórnarmönnum og starfsmanni fyrirtækisins, lögmanni þess og tveimur forsvarsmönnum viðskiptabanka þess. Meginefiii ákærunnar, sem varðar milljóna króna hagsmuni, er skilasvik á greiðslustöðvunartíma félagsins frá janúar 1987 til dagsins fyrir gjaldþrot þannig að lánardrottnum hafi verið mismunað með því að greiddar hafi verið skuldir við ban- kann. Þá eru stjómarformaður, og stjómarmenn ákærðir fyrir fjár- drátt og fjársvik með þátttöku lög- mannsins sem einnig er ákærður fyrir brot. Sakadómur Reykjavíkur hefur fengið málið til meðferðar. Á vegum þrotabús Töggs hf em nú rekin fjögur dómsmál fyrir Hæstarétti, að sögn Skarphéðins Þórissonar hrl, bústjóra þrotabús- ins. Tvö em gegn hlutafélagi, sem er að stærstum hluta í eigu fjöl- Þjóðleikhúsið; Útboðsgögn- ínafhent BYGGINGARNEFND Þjóð- leikhússins mun í dag af- henda væntanlegum verk- tökum útboðsgögn vegna fyr- irhugaðra breytinga á hús- inu. Að undanförnu hefúr verið tekinn niður búnaður í húsinu og verður því verki haldið áfram á næstu dögum. Samstarfsnefnd um opinber- ar framkvæmdir gaf heimild til þess í gær að verkið yrði boðið út. Nefndin telur að tæknilegur undirbúningur fyrir útboð sé fullnægjandi til að gerður sé marksamningur við væntanleg- an verktaka. Jafiiframt segir, að kostnaðaráætlanir hafi verið reikular og að samkvæmt áætl- un frá því í byijun apríl, líti út fyrir að 75 milljónir króna vanti til að ljúka megi áætluð- um verkþætti. Verkinu verði því ekki lokið á árinu miðað við þær forsendur og þess vegna hafi nefndin vísað málinu til ríkisstjómarinnar. í svari fjármálaráðherra til nefndarinnar segir, að fram- kvæmdir hefjist við áfangann með þeim hætti að ekki verði eytt umfram áætlun þessa árs og að verklok verði þar af leið- andi færð yfir á næsta ár. Sækja verður því um þær 75 milljónir sem upp á vantar til ársins 1991. - skyldu stjómarformannsins, vegna yfírtöku þess á 14 milljóna úttekt hans hjá fyrirtækinu hitt vegna yfirtöku hlutafélagsins á milljón króna skuld eigenda þess við Tögg. í hinum málunum tveimur er kraf- ist greiðslu á hlutafjárloforðum stjómarformannsins og eiginkonu hans og þess að ógilt verði greiðsla á hlutafé daginn fyrri gjaldþrot með skuldabréfum til langs tíma og á lágum vöxtum. Að sögn bústjórans er enn ýmis- legt óljóst um niðurstöðu gjald- þrotaskipta Töggs hf. Síðasta áætl- un gerði ráð fyrir að um það bil fjórðungur almennra krafna greidd- ist en vinni búið fyrrgreind dóms- mál eykst það fé sem til ráðstöfun- ar er. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Vinnúpallar við Hallgrímskirkju hafa nú verið fjarlægðir. Viðgerð á tumspíru HaJlgrímskirkju lokið VIÐGERÐ á turnspíru Hallgrímskirkju er lokið og hafa vinnupall- ar verið Qarlægðir. Hermann Þorsteinsson formaður sóknamefnd- ar Hallgrímskirkju sagði að samkvæmt fyrstu áætlunum um við- gerð á efstu 24 metrum turnsins átti hún að kosta 7 - 7,5 milþ'ón- ir króna og átti að taka nokkra mánuði. Raunin varð önnur því verkið tók tvö ár og kostaði 30 milljónir króna. Mjög slæmar alkalí- og frost- skemmdir komu ekki í ljós í steyp- unni fyrr en eftir að hafist var handa við viðgerðina. Hermann sagði að í ljós hafi komið að stuðl- ar á neðri hluta tumsins eru einnig sprungnir og verður næsta verkefni að gera við þá. „Við erum ánægð með að hafa ekki guggnað á að ráðast í þessa viðgerð og vonum að hún hafí tek- ist vel og að viðgerðin sé til fram- búðar. Hallgrímskirkja er stórt steinsteypt hús sem þarfnast mik- ils viðhalds og við ætlum okkur að reyna að gæta þess vel,“ sagði hann. Aðspurður sagði Hermann að viðgerðin væri kostuð af tekjum safnaðarins, en auk þess ætti kirkj- an vini sem leggðu sitt af mörkum. Þá samþykkti Alþingi 10 milljóna króna fjárveitingu til Hallgríms- kirkju á síðasta ári. „Við hefðum viljað gera fallegt í kringum kirkjuna því þar er mik- ið eftir ógert. En við gerum okkur vonir um að Reykjavíkurborg verði samvinnufús við það verkefni," sagði Hermann að lokum. Hóftil heið- urs forseta MORGUNBLAÐINU hefur borist frétt frá forsætisráðuneytinu, þar sem segir, að ríkisstjórn íslands efni til síðdegisboðs á Hótel Sögu laugardaginn 14. apríl 1990 til heið- urs forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, í tilefni af sextugs- afmæli hennar 15. apríl nk. Frá kl. 16.00-17.00 er hófið öll- um opið meðan húsrúm leyfir. Fiskmarkaðurinn í Bremerhaven: 40 tonn af afla Ottós N. í gúanó SALA á fiskmarkaðinum í Brem- erhaven féll saman í gær eftir verðhrun frá því á mánudag. Sem dæmi um það má nefiia, að 40 tonn af afla togarans Ottós N. Þorlákssonar RE seldust ekki og fóru í gúanó. Meðalverð á seldum afla togarans var um 71 króna, en meðalverð fyrir karfa fór upp i 180 krónur í lok síðustu viku. Ottó var alls með 239 tonn og af þeim afla seldust um 200, hitt fór í gúanó. Heildarverð fyrir land- aðan afla var 395.500 mörk eða 14,2 milljónir króna. Meðalverð eft- ir sömu viðmiðun var 59,45 krónur, en 71 króna, sé miðað við þann afla, sem seldist. Jón Rúnar Kristjónsson, Qár- málastjóri Granda hf, sem gerir togarann út, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þetta væri á viss- an hátt áfall, sem menn tækju eins og hveiju öðru hundsbiti. Menn leit- uðu auðvitað skýringa á þessum ósköpum, sérstaklega í ljósi þess, að um úrvals fisk hefði verið að ræða og útflutt magn hefði verið svipað þetta tímabil og fyrir síðustu páska. Líklegasta skýringin væri sú, að kaupmenn hefðu í síðustu viku keypt of mikið af físki á of háu verði og því ekki getað meir nú. Svo væru menn að velta fleiri ástæðum fyrir sér, svo sem miklum innflutningi á ódýrum norskum laxi, en hvort það hefði haft einhver áhrif, væri erfitt að meta. Verðlaunarannsóknir á bijóstakrabbameini; Unnt að finna út hvaða kon- nr þuría ekki viðbótarmeðferð Athuganir heflast hérlendis í haust HIÐ virta vísindarit „New England Journal of Medicine" birtir í nýju hefti, sem út kemur í dag, grein eftir Helga Sigurðsson krabba- meinslækni. Grein Helga fjallar um rannsóknir á krabbameini í bijóstum, einkum hvenær frekari lyQameðferðar er þörf eftir að æxli hefur verið Qarlægt. Þær athuganir sem greinin byggist á voru gerðar í Suður-Svíþjóð á árunum 1982-86 og úrvinnsla gagna stend- ur enn yfir. Einn þáttur rannsóknanna hlaut fyrstu verðlaun á sænska læknaþinginu í lok síðasta árs. Akveðið hefúr verið að fara út í svipaðar rannsóknir á brjóstakrabbameini meðal íslenskra kvenna og Landspítalinn hefúr samið um kaup á tækjum til frumurannsókna í því skyni. Helgi Sigurðsson segir grein sína tengjast mikilli umræðu sem fram fór vestanhafs í fyrra um lyfjameð- ferð til að auka lífslíkur kvenna sem fengið hafa bijóstakrabbamein. „Horfur eru bestar þegar sjúkdóm- urinn er staðbundinn við btjóstið og ekki um eitlameinvörp að ræða,“ segir Heigi. „Konur sem þannig er ástatt um hafa lengi verið álitnar læknaðar, en sagan sýnir að um 30% þeirra fá sjúkdóminn aftur síðar á ævinni. Ljóst er að viðbótarmeðferð með krabbameinslyfjum eða hormóna- lyfjum eykur lífslíkur, eða lifun, um nokkur ár þegar eitlameinvörp eru í líkamanum. En þegar svo er ekki, hefur verið álitamál hvort beita skuli viðbótarmeðferð. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa þó mælt með slíkri meðferð fyrir allar konur sem látið hafa fjarlægja brjósta- æxli.“ í rannsókn sem Helgi stýrði í Svíþjóð voru tekin æxlissýni úr 900 konum með bijóstakrabbamein á öllum stigum. Ekki höfðu fundist eitlameinvörp í 367 konum og voru ýmsir þættir í frumum þeirra athug- aðir sérstaklega. í ljós kom að 67% þessara kvenna höfðu áþekkar lífslíkur og sænskar konur al- mennt, en hjá hinum voru áttfaldar líkur á að sjúkdómurinn kæmi upp aftur. Helgi segir að lyfjameðferð eftir að æxli hefur verið fjarlægt megi takmarka við seinni hópinn. Hann sé unnt að þekkja með mæl- ingum á atriðum eins og litninga- magni í æxlisfrumum, hlutfalli frumna í skiptingu, hormónaviðtök- um og vaxtarþáttum frumna. Helgi segir að ákveðið hafi verið að hefja hér á landi rannsókn er svipar til þeirrar sænsku. Samið hafi verið um kaup á flæðifrumu- sjá, „FAC Scan“, og myndgreini, . „CAS 200“. Tækin eru að sögn Helga væntanleg í september og verða í fyrstu notuð til rannsókna á krabbameini í bijóstum. Þau geta í sömu andrá kannað allt frá einni frumu upp í mörg hundruð þúsund, með tilliti til þess sem frábrugðið er heilbrigðum vef. Með hjálp litar- efna má einangra örsmáar eindir í æxlisfrumum og athuga sérstak- lega. „Þetta verður sameiginlegt verk- efni Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði og Krabbameinsdeildar Landspítalans. Við ætlum að byija á að athuga æxlissýni sem tekin hafa verið undanfarin ár og von- umst til að ljúka þeim áfanga upp úr næstu áramótum,“ segir Helgi Sigurðsson. Hann mun annast rannsóknina ásamt Bjarna Agnars- syni, sérfræðingi í meinafræði. Rannsókninni tengjast einnig Jó- hannes Bjömsson, sérfræðingur í meinafræði, Jónas Hallgrímsson prófessor og Þórarinn Sveinsson yfirlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.