Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 Sigursveinn D. Krist insson, skólastjóri Fæddur 24. apríl 1911 Dáinn 2. maí 1990 „Byijun sólmánaðar, Skollaskálin alhvít og Skútudalurinn, en kietta- peysan hægra megin á Hólshyrnunni var svört með hvítum röndum. Suð- rið andaði þýðvindum, og þegar sól- in skein á klettana roðnuðu þeir strax á vangann." Aðfararorð þessi eru upphaf greinar sem birtist í 1. tímariti Sjálfsbjargar. Greinin er dagsett í júlí 1959. Sá sem þetta ritaði, Sigur- sveinn D. Kristinsson, frændi minn, er nú allur. Hann lést 2. maí á Borg- arspítalanum. Þetta er birt hér af þeirri ástæðu að andblærinn lýsir nokkuð hugsun Sigursveins og því meginverkefni sem hann tók sér fyrir hendur og lifði fyrir, þ.e.a.s. baráttu fyrir rétti þeirra sem af ein- hveijum ástæðum eiga undir högg að sækja. Vorið, tími leysinga, þegar jörðin brýtur af sér fjötra vetrarins og blómin, sem vart var hugað líf, lifna á ný. Það var árstíð frænda míns. Sigursveinn var fæddur að Syðsta Mói í Fljótum 24. apríl 1911. For- eldrar hans voru hjónin Kristinn Jonsson og Helga Grímsdóttir. Helga var þrígift. Synir hennar af fyrri hjónaböndum voru Rögnvaldur Guð- mundur Gíslason d. 1925, Gísli Gam- alíelsson sem dó í æsku og Magnús Gamalíelsson d. 3. jan. 1985. Al- systkini Sigursveins voru Margrét sem dó í bernsku, Gísli d. 2. maí 1975, Sigríður og Halldór sem eru búsett í Olafsfirði. Kristinn ogHelga fluttu árið 1915 að Hólkoti í Ólafsfirði. Þar ólst Sig- ursveinn upp frá 5 ára aldri. — Þeg- ar Sigursveinn var 13 ára veiktist hann af lömunarveiki sem gekk yfir Norðurland. Hann lamaðist alveg nema höfuð og hægri handleggur. Veturinn 1924-1925 lá hann á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar smit- aðist hann m.a. af berklum. Er heim kom um vorið naut hann hjúkrunar móður sinnar og náði sér fljótt. Um þetta leyti var hann aðeins farinn að fá mátt í vinstri handlegginn. Þetta vor fluttu þau Kristinn og Helga frá Hólkoti til Óiafsíjarðar. Næstu 3 árin voru að ýmsu leyti aðlögunartími Sigursveins að þeim breytta veruleika sem við blasti. Á þessu skeiði kynntist hann Sæmundi frænda sínum Dúasyni. Sæmundur og Guðrún Þorláksdóttir kona hans bjuggu að Krakavöllum í Flókadai í Vestur-Fljótum. Þau buðu Sigur- sveini til sín. Fór hann til þeirra vorið 1928 og var þar næstu 4 sum- ur og 1 vetur. Var hann látinn vera úti og basla við ýmis störf s.s. að taka þátt í heyskapnum. Sigursveinn tók þar framförum bæði andlega og líkamlega. Heimilið að Krakavöllum var sannkallaður alþýðuháskóli. Þar fékk Sigursveinn svalað fróðleiks- löngun sinni, þar var þjóðfélagsvit- und hans vakin. Eftir dvölina á Krakavöllum var Sigursveinn orðinn gagnmenntaður maður á þess tíma mælikvarða. Hann var þá orðinn læs á nokkur tungumál og mun þegar hafa skilið samhengið milli baráttu íslenskrar alþýðu og átaka sem áttu sér stað úti i heimi, þar sem fasisminn var í uppgangi og mikið lá við að jafnað- armenn fylktu liði til varnar mann- gildishugsjónum. Á árunum upp úr 1930 fékk hann ágæta tilsögn hjá vini sínum, Jóni Bergssyni, í handíðum. Vann hann oft langan vinnudag við að skera út hillur, myndaramma, mála mynd- ir og innramma og skrautrita á bækur. Listmunir þeir sem hann framleiddi urðu fljótt vinsælir og seldust víða um land. Sigursveinn var lipur og hjálp- samur. Menn leituðu gjarnan ráða hiá honuxn. Aðstoðaði hann ýmsa við bréfaskriftir* enda vel ritfær. Hann hafði bókhald Hraðfrystihúss Ólafsljarðar með höndum um skeið og mun einnig hafa stundað ein- hveija kennslu. Eiginkonu sinni, Ól- öfu Grímeu Þorláksdóttur, kynntist Sigursveinn árið 1941. Ólöf var ekkja eftir Pál Jónsson sundkenn- ara. Þau Páll eignuðust þijá syni: Kristinn verslunarmann á Akureyri, Eggert verkstjóra í Ólafsfirði og Rögnvald málarameistara í Kó_pa- vogi. Hjónaband Sigursveins og Óla- far og lífshlaup allt var farsælt og verður nánar vikið að því síðar. Fyrir ágóðann af listmunasölunm byggði Sigursveinn hús sitt í Ólafs- firði og flutti í það ásamt konu sinni haustið 1944. Húsið teiknaði hann sjálfur og nefndi Garðshorn. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1951. Sigursveinn hafði lært lítið eitt á orgelharmóníum áður en hann veikt- ist. Hann eignaðist snemma fiðlu. Það var hentugt hljóðfæri því hann gat æft sig útafliggjandi. Árið 1936 kom Theodór Árnason til Ólafsfjarð- ar. Theodór var fiðluleikari og var Sigursveinn í námi hjá honum á árunum 1936-1938. Hann söng í karlakórnum „Kátum piltum“ undir stjóm Theodórs og stjórnaði honum um skeið eftir að Theodór fór frá Ólafsfirði. Þegar hér var komið, var hugur Sigursveins farinn að hneigjast til tónlistar. Hann hóf nám í Tónlistar- skólanum í Reykjavík haustið 1946. í Tónlistarskólanum stundaði hann nám í fiðluleik og tónsmíðum til 1950. Til námsins fékk hann ár- legan styrk frá Alþingi. Það var ekki síst að þakka nokktum félögum úr verkalýðshreyfingunni, þ. á m. Einari Olgeirssyni alþingismanni. Sigursveinn vann meira og minna með náminu. Hann sá m.a. um út- gáfu íslandsljóða, söngvasafns með ættjarðar- og báráttusöngvum 1949. Hann lauk prófi í tónsmíðum frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Sigursveinn fékk snemma áhuga á verkalýðs- og stjórnmálum og skip- aði sér í raðir sósíalista, varð ritari verkalýðsfélagsins í Ólafsfirði um skeið og tók virkan þátt í baráttu Ólafsfirðinga fyrir kaupstaðarrétt- indum árið 1944. Sigursveini voru frá upphafi ljósir annmarkar verkalýðsbaráttu sem eingöngu miðaði að því að bæta efnaleg kjör fólks. Hann taldi að alþýðunni væri nauðsyn að efla sjálfsvirðingu sína og sjálfsvitund. Áðeins þannig gæti náðst árangur í baráttunni fyrir bættum kjörum í víðasta skilningi. Með þetta í huga stofnar hann árið 1950 Söngfélag verkalýðssamtakanna í samráði við verkalýðsfélögin í Reykjavík og varð stjórnandi Söngfélagsins til loka árs- ins 1955. Um þetta leyti beitir hann sér fyrir stofnun Lúðrasveitar Verkalýðsins, var stjórnandi hennar árin 1963 og 1964 og fyrsti heiðurs- félagi. Sigursveinn var virkur í þjóðfrels- ishreyfingunni. Baráttan fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar var kveikjan að mörgum tónsmíðum hans. Má þar nefna lag við ljóðið Fylgd eftir Guð- mund Böðvarsson, sem var frum- flutt á ráðstefnunni Þjóðareining gegn her í iandi, 6. maí 1953. Sigursveinn dvaldi sér til heilsu- bótar í Kaupmannahöfn 1952-1953 jafnframt því að stunda tónlist- arnám. Hann fór aftur utan til náms í tónsmíðum við Þýska tónlistarhá- skóiann í Berlín 1956. Verkalýðsfé- lögin greiddu götu hans og veittu honum nokkurn styrk til fararinnar. Er heim kom fór Sigursveinn norður til Sigiufjarðar að beiðni Óskars Garibaldasonar formanns verkalýðsfélaganna þar, til að æfa lúðrasveit og kenna börnum. Um miðjan vetur voru nemendur orðnir á annað hundrað. Um vorið, nánar tiltekið 30. mars 1958, var Tónskóli Siglufjarðar stofnaður. Sigursveinn var fyrsti skólastjórinn. Verkalýðsfé- lögin stóðu að skólanum og léðu húsnæði. Sigursveinn og Ólöf dvöldu á Siglufirði í 5 vetur, eða til ársins 1963. óskráð. Það væri þó full ástæða, fyrir forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar, að fræðast um þann sér- stæða samruna listiðkunar og stétta- baráttu sem leiddi af dvöl Sigur- sveins á Siglufirði. Af því blóma- skeiði lista má margt læra. Fyrsta Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á Siglufirði 9. júní 1958. Um allt land var fatlað fólk einangr- að og hjálparvana. Sigursveinn svat'- aði kalli þessa fólks. I vel skipulögð- um samtökum mundi því auðnast að leiða jafnréttisbaráttuna til sig- urs. Sjálfur hafði hann brotist úr ijötrum vanheilsu og fordóma og skildi mæta vel hlutskipti þeirra sem svipað var ástatt um. Þetta fólk beið þess að merki væri gefið og sóknin hafin. Félögin risu eitt af öðru og alls staðar var Sigursveinn í fararbroddi. Landsamband Sjálfs- bjargarféiaganna var stofnað vorið 1959. Eftir þessa dvöl á Siglufirði kom Sigursveinn aftur suður vegna þess að leitað hafði verið eftir því við hann að taka að sér tónlistarskóla í Kópavogi en þegar til átti að taka var annar maður ráðinn í starfið. Stofnaði þá Sigursveinn, með stuðn- ingi nokkurra félaga úr verkalýðs- hreyfingunni, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Mikilvægasti stuðningurinn kom frá fyrrverandi félögum í Söngfélagi verkalýðssam- takanna, er margir gerðust styrkta- raðilar skólans. Stofndagurinn var 30. mars 1964. Sigursveinn var skólastjóri Tónskólans frá stofnun hans til ársins 1985. Það sem hefur einkennt starf Tónskólans frá upphafi eru hugsjón- ir Sigursveins og glöggur skilningur á tónlistaruppeldi. Þar var hann drif- krafturinn og hugsuðurinn. í Tón- skólanum var kennt á hljóðfæri sem ekki höfðu þekkst áður í tónlistar- skólum s.s. gítar, mandólín, munn- hörpu og harmóniku. Mikilvægasti liðurinn var forskólinn, þar sem ung- ir nemendur voru undirbúnir undir að læra á hljóðfæri og framan af sá hann einn um þá kennslu.' í þessu starfi fékk tónsköpun hans nýjan byr. Ár eftir ár voru flutt ný verk með þátttöku fjölda nemenda. Með liðsstyrk hæfra kennara varð Tón- skólinn einn ijölmennasti tónlistar- skóli á landinu. Starfsaðferðir og ýmsar nýjungar sem Sigursveinn beitti sér fyrir eru nú fastir liðir í starfi almennra tónlistarskóla. Hann gerði sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess að tónlistarskólarnir ynnu sam- an og var einn af stofnendum Félags tónlistarskólastjóra árið 1969 og sat í fyrstu sjórn þess. Þegar Sigursveinn hafði látið af störfum árið 1985 sneri hann sér að áhugamáli sem, vegna anna, hafði setið á hakanum. Hann hóf vinnu við útgáfu á lagasafni fyrir nemendur í tónlistarskólum. í þessu starfi varð hann þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa sér til aðstoðar son sinn, Kristin (f. 14. sept. 1957. Móðir hans er Gerda Jacobi sem býr í Berlín) sem af hagleik sá um nótna- ritun og frágang bæði á frumútgáfu og bókinni í sinni endanlegu mynd. Bókin, „Leikið með tónum“, kom út í nóvember 1987. Kristinn sem nú er starfsmaður Ríkisóperunnar í Berlín hefur heimsótt föður sinn og Olöfu nánast á hveiju ári og nú seinni árin oft sumarlangt. Það varð þeim til mikillar ánægju. Seinni árin gafst Olöfu tækifæri til að sinna áhugamálum sínum í auknum mæli. Hun hóf nám við Myndlistarskólann við Freyjugötu í teiknun og málun. Jafnframt því að standa við hlið Sigursveins í upp- byggingarstarfinu, helgaði hún frítíma sinn myndlistinni. Myndir hennar voru m.a. sýndar á nokkrum sýningum. Þær vöktu athygli fyrir einlægni og innlifun. Það var afar laerdómsríkt að fylgjast með hvernig Ólöf tjáði hugsýnir sínar í myndum. Hun lést í október 1988. í erfiðum veikindum naut hún aðhlynningar Rögnvaidar sonar síns. Hann var þeim Sigursveini handgenginn alla tíð og þeirra stoð og stytta er heil- sunni hrakaði. Þegar Ólöf féll frá var missir frænda míns mikill. Milli þeirra hjóna hafði ávallt ríkt full- komið ástríki og gagnkvæm virðing. Um tónsmíðaiðkanir Sigursveins er það að segja að hann var sífellt að setja eitthvað saman. Eftir hann liggur mikill fjöldi stærri og smærri tónverka. Það er mín skoðun að samtíðin sé ófær um að leggja dóm á verk Sigursveins. Nálægð slíkrar persónu skekkir allar myndir sem reynt er að varpa upp til glöggvun- ar. Framtíðin ein mun dæma. Eftir að Sigursveinn lét af störfum sem skólastjóri Tónskólans fylgdist hann af áhuga með því sem var að gerast í skólanum og sótti tónleika þegar aðstæður leyfðu. Hann tók þátt í baráttunni gegn því að ríkið hætti stuðningi við tónlistarskólana, tjáði einarðlega skoðanir sínar í þeim efnum á opinberum vettvangi. Hón- um þótti, eins og okkur hinum, mið- ur að ekki skyldi takast að hrinda áhlaupinu en manna fljótastur var hann að hvetja okkur að horfast í augu við breyttar aðstæður og mæta þeim af skynsemi. Sigursveinn var fjölfróður og varði miklum tíma til lesturs. Aðallega las hann skáldsög- ur og sagnfræði. Hjá honum var ekki komið að tómum kofunum. I umræðum um þjóðfélagsmál forðað- ist hann að ræða einangruð fyrir- brigði. Hann var með á reiðum hönd- um hliðstæður úr mannkynssögunni og flestum þáttum mannlífsins. Hann var rökfastur,. leikinn í að færa sönnur á mál sitt og fylgdi ávallt sannfæringu sinni fast eftir. Ég kynntist Sigursveini og Ólöfu þegar ég var 9 ára. Ég var „barnið þeirra“ í hálfan annan vetui'. Þau bjuggu þá á Gránugötu 14 á Sigtu- firði, þar voru aðalstöðvar Tónskól- ans. Sigursveinn kenndi í rúmgóðri stofu, þar voru æfingar kórsins og lúðrasveitarinnar haldnar, k eftir fylltist íbúðin af fólki og Ólöf bar fram kaffi og pönnukökur. Svo voru málin rædd. Þá var gaman að hlusta. Þjóðfélagsmál bar á góma og einnig bókmenntir og tónlist. Umræður fóru jöfnum höndum fram á móður- - málinu og þýsku, en til Siglufjarðar voru jafnan fengnir hinir hæfustu kennarar frá Þýskalandi. Ég var hrifinn inn í heim þessa fólks. Hug- sjónir voru þess aðalsmerki, það var hafið yfir allan hversdagsleika. Sumarið 1966 fór ég enn til frænda SJÁ BLS. 11C. Saga Tónskóla Siglufjarðar er enn Vortilboðá BV-hancÉðkkum Góður afsláttur í maí á meðan birgðir endast. 1 Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð: 80 cm. Hentugt hjálpartæki við allskonar störf. Sparið bakið, stilliðvinnuhæðina. , j!v Eigum ávallt fyrirliggjandi ||' hina velþekktu BV-hand- lyftivagna með 2500 og 1500 kílóa lyftigetu. UMBOÐS- OG HEILDVEfíSLUN BlLDSHÖFÐA 16 SIMI672444 TELEFAX672580

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.