Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ 1990 C 5 Viðbrögð talsmanna minnihlutaflokkanna í borgarstjórn Sigrún Magnúsdóttir: Lítá migsem sigurvegara minnihlutans „ÉG ER ánægð með hlut Fram- sóknarflokksins í Reykjavík, miðað við að allir aðrir flokkar, sem verið hafa í stjórnarand- stöðu síðastliðið kjört.ímabil, tapa,“ sagði Sigrún Míagnús- dóttir, efsti maður á B-lista Framsóknarflokks, sem hlaut einn borgarfulltrúa í Reykjavík og 8,3% atkvæða. „Samanlagt fylgi G- og H-lista er minna en samanlagt fylgi G- og A-lista síðast. Þannig að ég lít á mig sem sigurvegara minnihlut- ans, fylgi okkar jókst úr 7,1% í 8,3%. Fólk hefur skynjað að Framsóknarflokkurinn er heill og óskiptur og kjölfesta andstöðunn- ar í borgarstjóm.“ Sigur Sjálf- stæðisflokksins kvaðst Sigrún einkum skýra með tilvísun til hægri sveiflu og gífurlegra vin- sælda Davíðs Oddssonar. „Margir þakka honum einum það sem gert er og við hin höfum fá tækifæri til að láta í okkur heyra. Ég varð vör við það í kosningabaráttunni að fólk var í fyrsta skipti að heyra um tillögur og mál sem við höfð- um komið í gegn og virtist telja að minnihlutinn gerði ekkert gagn, en góð stjórnarandstaða er mjög mikilvæg." Sigurjón Pétursson: Stóðumsl atlöguna „Ég tel að við höfum staðið af okkur þá atlögu sem að okkur var gerð og að við getum þokkalega við unað. Það er Ijóst að Alþýðubandalagið tapar miklu fylgi í Reykjavík en klofii- ingur hlaut að leiða til þess en það er jafnljóst að Nýr vett- vangur fékk ekki þá fótfestu sem hann reiknaði með og allt þetta hrölt er auðvitað hluti af þessum stóra kosningasigri Sjálfstæðisflokksins. Ég held að ekki sé nokkur vafí á að tölu- vert mikið af Alþýðuflokksfylgi fór yfir á Sjálfstæðisflokk vegna þess að þeir töldu sig munaðar- lausa,“ sagði Sigurjón Péturs- son, Alþýðubandalagi. Aðspurður um framhald mála innan Alþýðubandalagsins og stöðu formanns flokksins sagðist Sigurjón telja að trúnaðarbrestur milli formanns og ABR hefði ver- ið staðfestur að loknum kosning- um. „Hann fagnar því að stærsta flokksfélagið skuli hafa misst for- ystuhlutverk sitt í stjórnarand- stöðu í Reykjavík. Ég efast um að slíkt hafi nokkum tímann áður hent nokkum flokksformann fýrr eða síðar. Hins vegar verða engin skref stigin í hasti í þessum mál- um, þau verða könnuð á næstu vikum. í framhaldi af fram- kvæmdastjómarfundi, sem er haldinn að loknum kosningum, óháð deilum innan flokksins, á ég von á að haldinn verði miðstjóm- arfundur í sumarbyijun. Þar kann að verða tekin ákvörðun um lands- fund, án þess að ég vilji fullyrða nokkuð um það, en ég tel að svo þurfí að gera. Sá landsfundur yrði tæpast haldinn fyrr en í októ- ber eða nóvember.“ Kjartan Jónsson: Fólk vissi ekki að við værum til „VIÐ HÖFÐUM gert okkur vonir um meira fylgi, sjálfur var ég að gera mér vonir um Morgunblaðið/Emar Falur Svipurinn á Óskari Guðmundssyni og Kristínu Olafsdóttur, fram- bjóðanda Nýs vettvangs, var tvíræður þegar fyrstu tölur komu úr Reykjavík. að við fengjum í kringum 3%, en við urðum vör við það fram á síðasta dag kosningabarátt- unnar að margir vissu ekki að við værum til. Sjálfsagt hefði meira fjármagn og betri að- gangur að fjölmiðlum ekki skaðað en okkar málstaður er góður málstaður, við erum alls ekki niðurbrotin og það verður framhald á okkar starfi," sagði Kjartan Jónsson, fyrsti maður á Z-lista Græna framboðsins i Reykjavík, sem fékk 1% at- kvæða og engan mann kjörinn. Aðspurður um skýringar á því að fylgi við framboð umhverfís- vemdarsinna væri svo miklum mun minna hér á landi en víðast erlendis kvaðst Kjartan ljóst að Kvennalistinn reri mjög á sömu mið. „Við erum dálítið í skugga hans og höfum jafnvel fengið sendan póst erlendis frá stílaðan á „Græningjaflokk karla“. En Kvennalistinn er nú í veseni með sína hugmyndafræði og ég hef trú á að þær komi fyrr eða síðar yfír til okkar.“ Ólína Þorvarðardóttir: Fengum það sem búast mátti við „ÉG ER ánægð með þessi úr- slit. Við lýstum því yfir fyrir kosningar að þrír fúlltrúar yrðu sigur,“ sagði Ólína Þor- varðardóttir, efsti maður á H-lista Nýs vettvangs, sem hlaut 14,8% atkvæða og tvo borgarfúlltrúa í Reykjavík. „Tveir fulltrúar er það sem búast mátti við og sýnir að þetta var tilraunarinnar virði." Hún kvaðst telja rangt að ganga út frá því að fylgi Nýs vettvangs væri annars vegar sótt til G-listans og hins vegar til Alþýðuflokksins. „Stærstur hiuti okkar fólks eru óháðir kjósendur og mér finnst úrslitin sýna að flokksblokkimar virkuðu ekki. Þeir sem vildu óháð óflokksbundið afl kusu okkur, og það vom 15% kjósenda. Þetta var sigur fyrir nýtt þverpólitískt afl en þeir sem neituðu samstarfi, Alþýðubandalagið og Kvennalist- inn; biðu afhroð.“ Olína Þorvarðardóttir kvaðst ekki gera mikið út sigri Sjálfstæð- isflokksins. „Sjálfstæðisflokkur- inn bætir hlutfallslega ekki miklu við sig en þó einum fulltrúa, sem er meira en þeir hafa gott af. Skýringanna er að mínu viti að leita í því að þeir eru í stjómarand- stöðu á landsvísu, hafa yfirburði á fjölmiðlamarkaði og eiga auð- velt með að kæfa alla pólitíska umræðu ef hún er ekki Sjálfstæð- isflokknum í hag,“ sagði Ólína Þorvarðardóttir. Áshildur Jónsdóttir, efeti mað- ur á lista Flokks mannsins, á kjörstað. Sigrún Magnúsdóttir, borgar- fiilltrúi Framsóknarflokksins, greiðir atkvæði. Áshildur Jónsdóttir: Hefðum vilj- að fleiri at- kvæði „AUÐVITAÐ hefðum við viljað' fá fleiri atkvæði en við erum samt ekkert mjög óánægð með okkar hlut, ég held að við höf- um komið okkar málum á fram- feeri og við höfúm haft heilmik- il áhrif á umræðuna,“ sagði Ashildur Jónsdóttir, efeti mað- ur á M-lista, Flokks mannsins, sem hlaut 1,1% atkvæða en Elín G. Ólafsdóttir: Erfitt að sýna f ram á sér- „ÉG ER auðvitað fegin að við skyidum halda manni inni hér í Reykjavík en varð fyrir von- brigðum með niðurstöðuna annars staðar, eins og á Akur- eyri, ísafirði ojg í Kópavogi," sagði Elín G. Olafsdóttir, efsti maður á V-lista, Samtaka um kvennalista, sem hlutu 6% at- kvæða og einn borgarfúlltrúa. „Fylgisaukning Sjálfstæðis- flokksins er að vissu leyti áhyggjuefni og ekki síður um- hugsunarefni. Hvaðan kemur þetta fylgi?" Nánar aðspurð kvaðst Elín telja að fylgi það sem Kvennalistinn tapaði frá síðustu kosningum í Reykjavík hafi fyrst og fremst runnið til G-lista og H-lista en á hinn bóginn hefði alþýðuflokksfólk sennilega. kosið Sjálfstæðisflokkinn. „Þá var það einnig mjög erfítt í þessari kosn- ingabaráttu að sýna fram á sér- stöðu innan minnihlutans, sem unnið hefur vel saman að mörgum málum, eftir að H-listinn tók upp nær óbreyttar tillögur sem við höfum unnið saman að og kynnti sem sínar eigin. Það er ljóst að sumir hafa kannski ekki alveg áttað sig á því að eina takmark okkar er ekki endilega að fjölga konum í sveit- arstjómum eða á Alþingi, við er- um fyrst og fremst að tala um að bæta almennt hag kvenna og þar með barna og heimila, með því að taka þátt í sveitarstjórnum og löggjafarstarfí.“ Elín kvaðst telja eðlilegt að Kvennalistinn kannaði í framhaldi af kosningun- um hvar’ hann stæði og hvemig málflutningur hans kæmist til skiia, hvaða áhrif það hefði að listinn réði ekki eigin málgagni en þyrfti að treysta á blöð sem tengdust öðrum stjórnmálaflokk- um. Hún kvaðst telja fráleitt að Kvennalistinn drægi úr starfsemi sinni eða hætti að bjóða fram. „Við viljum bæta möguleika kvenna til þess að standa jafnfæt- is í sambandi við það að hafa áhrif á mótun samfélagsins, taka þátt í atvinnulífi, stunda lang- skólanám en eiga þess kost jafn- framt að eiga börn og bú. Þetta skiptir meginmáli og það er afar langt í land. Við verðum að skerpa á umræðunni,“ sagði Elín G. Ól- afsdóttir. hafði um 2% í kosningunum fyrir Qórum árum. „Aðrir flokkar eru farnir að taka upp stefnumál frá okkur, til dæmis hugmyndir Sjálfstæðis- flokksins um dagvistunarmál, og hugmyndir annarra um að hækka laun borgarstarfsmanna. Fleira mætti telja. Við lögðum bæði minni vinnu og peninga í þessar kosningar en 1986 og það er kannski hluti af skýringunni á því að við töpum fylgi en mér finnst samt að við höfum fengið betri Siguijón Pétursson borgarfúll- trúi Alþýðubandalagsins greið- ir atkvæði á laugardag. viðbrögð núna en þá.“ Áshildur sagði að Flokkur mannsins myndi ótrauður haida starfsemi áfram. „Þetta herðir okkur, við erum landsmálaflokkur og munum byija sem fyrst að undirbúa al- þingiskosningar í öllum kjördæm- um.“ Lítið um yfírstrikanir í Reykjavík: Ragnar Reykás fékk um 20 atkvæði LÍTIÐ var um yfírstrik- anir og breytingar á númerröð á kjörseðlum, að sögn Helga V. Jóns- sonar, varaformanns kjörstjórnar í Reykjavík. Vafaatkvæði, sem þurftu sérstakrar meðhöndlun- ar við, voru 2.270 talsins. Helgi sagði að minna hefði verið um yfirstrikanir nú en oft áður í borgar- stjómarkosningum og ekki nærri nógu margar til að hafa nokkur áhrif á röð frambjóðenda. Formsins vegna verða yfirstrikanir þó reiknaðar út nákvæm- lega. Upp úr kjörkössunum kemur ýmislegt, sem ekki kemur kosningunum beint við. Má þar nefna vísur og ýmsar glósur. Þá fékk Ragnar Reykás, frambjóð- andi Borgarstjóraflokksins, um 20 atkvæði í Reykjavík og eitt í Kópavogi. Morgunblaðið hafði spurnir af því að kjósendum hefði í a.m.k. tveimur kjör- deildum verið sagt að ekki mætti strika yfir á listum. Helgi sagði kjósendur sjálfa bera ábyrgð á því að kynna sér kosningalögin en margt nýtt fólk hefði starf- - að í kjördeildum sem væri e.t.v ekki nógu vel að sér og vegna veðurblíðu hefði það einnig mætt illa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.