Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAI 1990 Hvað segja þau um úrslit kosninganna? Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar- flokksins: Bjóst við meiri hægri sveiflu um landið „ÞVÍ verður að sjálfsögðu ekki neitað að í þessum kosningum varð töluverð hægri sveifla, sér- staklega hér á höfuðborgarsvæð- inu,“ sagði Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er Morgunblaðið leitaði álits hans á niðurstöðum kosninganna nú á laugardag. „Sjálfstæðisflokkurinn er þannig sigurvegari kosninganna. A hinn bóginn er það athyglisvert að þess- arar hægri sveiflu gætir lítið sem ekki á landsbyggðinni, nema þá á einstaka stað eins og Stykkis- hólmi,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist hafa búist við að hægri sveiflan um landið yrði meiri en orðið hefði, með hliðsjón af þeirri erfiðu stóðu sem ríkisstjómin hefði verið í um nokkum tíma. Steingrímur kvaðst telja það at- hyglisvert hversu lítið landsmálin hefðu blandast inn í þessar kosning- ar og kosningabaráttuna. „Eg tek það sem vísbendingu um að menn telji að við séum að komast fyrir vind með þetta. Hvað varðar út- komu Framsóknarflokksins sér- staklega, þá er ég á heildina litið prýðilega ánægður. Víða varð út- koman mjög góð, bæði í kaupstöð- um og kauptúnum. En ég varð fyr- ir vonbrigðum með útkomu flokks- ins í mínu kjördæmi, bæði í Keflavík og Kópavogi," sagði Steingrímur. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: Mikill per- sónulegur sigur Davíðs Oddssonar „ÞAÐ SEM gnæíír upp úr er að sjálfsögðu inikill persónulegur sigur Davíðs Oddssonar í Reykjavík. Úr mínum herbúðum gnæfir upp úr mikill persónuleg- ur sigur Guðmundar Árna Stef- ánssonar í Hafnarfirði," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins í samtali við Morgunblaðið um kosninga- úrslitin á laugardag. Jón Baldvin sagði að þessi sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík styrkti tvímælalaust stöðu Davíðs innan flokksins, þótt ekki mætti gleyma „vel smurðri kosninga- maskínu Sjálfstæðisflokksins og hennar hlut í þessum sigri." „í Reykjavík telst það helst til tíðinda að Alþýðubandalagið hrundi í fyrsta sinn og forystuhlutverki þess og forvera þess, Sósíalista- flokksins, meðal andstöðuafla Sjálf- stæðisflokksins er Iokið. í annan stað vekur það athygli að Kvenna- listinn er á niðurleið, kannski á útgönguleið úr íslenskri pólitík," sagði Jón Baldvin. Um Nýjan vettvang sagði Jón Baldvin að hann hefði fengið minna kjörfylgi, en gert hefði verið ráð fyrir. „Það tókst ekki að tryggja þijá borgarfulltrúa, sem var lág- markskeppikefli. Það breytir hins vegar ekki því að Nýr vettvangur getur orðið vísir að öðru og meira. Það tókst að hnekkja forystuhlut- verki Alþýðubandalagsins og Nýr vettvangur hefur sterkasta stöðu andstöðuaflanna með um 15% og hefur því tekið við forystuhlutverk- inu. I þeim skilningi getur Alþýðu- flokkurinn sæmilega við unað í Reykjavík. Hann átti frumkvæði að þessu framboði og hefur þar með tryggt áhrif sín í borgarstjórn Reykjavíkur. Svo geta menn velt vöngum yfir því hvort þau hefðu verið betur tryggð með einlitu flokksframboði," sagði Jón Baldvin. Aðspurður hvort Alþýðuflokkur- inn teldi sig eiga fulltrúa í borgar- stjórn Reykjavíkur, sagði Jón Bald- vin: „Alþýðuflokkurinn telur sig eiga það, með aðild sinni að þessum lista og þar með að borgarmálaráði listans. Síðan verður þeirri spurn- ingu betur svarað á næstu vikum og við skulum láta tímann leiða það í ljós.“ Jón Baldvin sagði að Alþýðu- flokkurinn hefði fengið á hreinum flokkslistum utan Reykjavíkur 18% atkvæða og væri næststærsti flokk- urinn utan Reykjavíkur. 1986 hefði flokkurinn unnið sinn stærsta sigur í sveitarstjómarkosningum og feng- ið 20,1%. Hann hefði því í stómm dráttum haldið stöðu sinni og því væri rangt að halda því fram að Alþýðuflokkurinn hefði beðið hnekki af núverandi stjómarsam- starfi. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubanda- lagsins: Hið mikla tap i Reykjavík setur mestan svip á út- komuna ÓLAFUR Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að ' það sé margbreytileg mynd sem kosningaúrslitin um síðustu helgi birti. „Sjálfstæðisflokkur- inn vinnur mikinn sigur á höfúð- borgarsvæðinu, en fylgisbreyt- ing hans út um land er mjög lítil," sagði Ólafúr Ragnar í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að það sem setti mestan svip á útkomu Alþýðubandalags- ins væri hið mikla tap í Reykjavík. Ólafur Ragnar sagði að hinn stjóm- arandstöðuflokkurinn, Kvennalist- inn, tapaði í fyrsta sinn allverulega í kosningum. Ólafur Ragnar benti á að víða hefðu stjómarflokkamir bætt stöðu sína vemlega úti á landi. Hann nefndi sérstaklega sigur Al- þýðuflokksins í Hafnarfírði og á Akranesi, góða útkomu Framsókn- arfiokksins í Norðurlandskjördæmi eystra og kosningasigur hinnar nýju forystu Alþýðubandalagsins á Neskaupstað og Egilsstöðum. „Annars staðar var útkoman lak- ari, sem nemur fylgistapi 1% til 3% að jafnaði. Hvað útkomu Alþýðu- bandalagsins snertir þá var hún nokkuð breytileg. í Reykjaneskjör- dæmi fékk flokkurinn nokkuð þokkalega útkomu miðað við síðustu kosningar og í mörgum kaupstöðum hélt hann í grófum dráttum sínu fylgi þótt hann tapaði mest á nokkrum stöðum 4% til 7%,“ sagði Ólafur Ragnar. Aðspurður um skýringar á tapi Alþýðubandalagsins í Reykjavík, sagði formaður flokksins: „Það sem setur mestan svip á útkomu flokks- ins er hið mikla tap í Reykjavík, sem á sér margbreytilegar skýring- ar. I fyrsta lagi, þá náðist ekki ein- ing um framboð flokksins í Reykjavík og stór hluti flokks- manna kaus að styðja annað fram- boð, Nýjan vettvang. Á það var einnig Iögð rík áhersla af þeim sem að G-Iistanum í Reykjavík stóðu. En auðvitað er það alvarleg staða fyrir Alþýðubandalagið í Reykjavík að hafa glatað þeirri forystu sem flokkurinn hafði í stjórnarandstöð- unni gegn Sjálfstæðisflokknum og fá jafnframt lægsta hlutfall allra G-lista á landinu,“ sagði Ólafur Ragnar. Ölafur Ragnar sagði að það væri einnig einkenni þessara kosninga að þær tilraunir sem gerðar hefðu verið til sameiginlegra framboða hefðu víðast hvar ekki skilað þeim árangri sem vænst hefði verið. Slíkir listar, sem boðnir hefðu verið fram gegn meirihluta sjálfstæðis- manna á höfuðborgarsvæðinu, hefðu leitt til þess að styrkja Sjálf- stæðisflokkinn í sessi á viðkomandi stöðum. „Heildamiðurstaðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn, að mínum •dómi, fékk utan höfuðborgarsvæð- isins á engan hátt þann sigur sem hann hafði búist við og náði auk þess ekki þeim árangri sem hann hafði búist við í kaupstöðum eins og Kópavogi og Hafnarfirði. Út- koma stjómarflokkanna í heild sinni er þannig að hún þarf ekki að hafa neikvæð áhrif á stjómarsamstarf- ið,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Þorsteinn Pálsson formaður Sj álfstæðisflokksins: Algjör pólitísk um- skipti frá síðustu al- þingiskosn- ingum „VIÐ sjálfstæðismenn erum mjög ánægðir með þessi úrslit. Þetta var mikill og góður sigur. Sér- staklega stendur upp úr sigurinn í Reykjavík og bæjunum hér umhverfís, en við fáum góða kosningu um allt land. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefúr gert heldui- meir en að ná fyrri styrk,“ sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er Morgunblaðið leit- aði álits hans á kosningaúrslitun- um nú um helgina. Þorsteinn sagði jafnframt: „Það er ljóst að það hafa orðið algjör pólitísk umskipti frá því að síðustu alþingiskosningar fóru fram. Það er alveg ljóst hvaða óskir kjósenda búa þar að baki.“ Þorsteinn sagði að það færi ekki á milli mála að þessi úrslit kosning- anna staðfestu að sameiningartil- raunir formanna A-flokkanna hefðu runnið út i sandinn. „Þar sem þess- ir fiokkar bjóða fram sameiginlega, tapa þeir greinilega miklu fylgi. Það er mjög áberandi hér í Reykjavík og á Seltjarnarnesi, þar sem þrír ráðherrar stóðu að sameiginlegu framboði, og það er áberandi i Garðabæ, þar sem forsætisráðherr- ann stóð að sameiginlegu fram- boði. Sömu sögu er áð segja af Selfossi, þar sem Kvennalistinn tók þátt í slíku sameiginlegu framboði og tapaði líka fylgi,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn kvaðst telja það at- hyglivert að formenn A-flokkanna hefðu lýst því yfir, eftir að niður- stöður lágu fyrir, að þrátt fyrir þær ætluðu þeir að halda áfram með sameiningartilraunirnar. „Sjálf- stæðismenn hljóta auðvitað að gleðjast yfir því. Slíkar tilraunir formannanna auka líkumar á því áð við munum enn styrkja stöðu okkar í næstu þingkosningum," sagði Þorsteinn. Svavar Gestsson: Óhjákvæmi- legt aðræða stöðu Ólafs Ragnars „Ég tel að komið hafi í ljós að þar sem menn gátu einbeitt sér að framboði Alþýðubandalagsins, G-listanna, með heilsteyptum hætti hafi flokkurinn yfirleitt komið allsæmilega út en ég tel að kosningarnar sýni að það er ekki eftirspurn eftir þessum bræðslusamlögum ólíkra afla,“ sagði Svavar Gestsson mennta- málaráðherra og fyrrum formað- ur Alþýðubandalagsins. „Égtel að í Reykjavík hafi G-list- inn sloppið með skrekkinn. Það var auðvitað vegið mjög hart að okkur en við náðum þrátt fyrir allt þeirri stöðu að vera með samstæða sveit, sem er örugglega nægilega öflug til að byggja Alþýðubandalagið upp til nýrrar sóknar með öðrum alþýðu- bandalagsmönnum allt í kringum landið. Aðspurður kvaðst hann telja óhjákvæmilegt að ræða rækilega innan flokksins stöðu Ólafs Ragn- ars Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins. „Sú umræða hefst væntanlega á framkvæmdastjóm- arfundi [í dagj, þar sem kosnin- gaúrslitin verða rædd. Þar verður tekin ákvörðun um hvenær haidinn verður miðstjómarfundur og ég reikna með að það verði í júní eða byijun júlí.“ Svavar kvaðst ekki vilja láta uppi hvort hann teldi nauð- synlegt að boða til landsfundar fyrr en þau mál hefðu verið rædd innan flokksins. Kristín Á. Ólafsdóttir, Nýjum vettvangi: Mikil von- brigði með úrslit kosn- inganna „ÉG varð fyrir miklum vonbrigð- um með úrslit kosninganna. Þeir sem stóðu að Nýjum vettvangi höfðu hugsað sér að ná þremur mönnum inn, jafhvel fjórum. Ég er jafnframt hissa á því að yfir 60% Reykvíkinga skuli kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Fyrir hvað er verið að verðlauna Sjálfstæðis- flokkinn? Aðbúnað barna? Or- yggi gamla fólksins? Húsnæðis- mál? Ég undrast mjög hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins," sagði Kristín Á. Ólafsdóttir, borgarfúll- trúi Nýs vettvangs." „Nýr vettvangur var stofnaður til þess að ná fólki saman, fólki sem hefur svipaðar hugmyndir um hverju þarf að breyta í borginni. Ég lít á Nýjan vettvang sem mikil- vægt skref til þess að styrkja eitt afl gegn Sjálfstæðisflokknum. Skrefið var minna en ég bjóst við, en það verða fleiri skref stigin á þessari braut. Nú er það verkefni okkar að styrkja grunninn undir Nýjan vettvang. Það komu fram margar góðar hugmyndir í undir- búningsvinnu okkar fyrir. kosning- arnar sem munu smátt og smátt birtast í borgarstjóm í formi til- lagna. Ég trúi því að margir Reyk- víkingar séu sammála okkur um að í borgarstjóm þarf að vera þetta sterka afl til mótvægis við Sjálf- stæðisflokkínn. Tregðulögmálin eru auðvitað sterk þannig að nýsköpun í pólitík eins og annars staðar tekur sinn tíma,“ sagði Kristín. Aðspurð um ummæli Ólafs Ragn- ar Grímssonar, formanns Alþýðu- bandalagsins, í útvarpsþætti síðast- liðinn sunnudag um að hann hefði HMBRMM lagst gegn því að Alþýðubandalags- menn stæðu að baki stofnun Nýs vettvangs á sínum tíma, sagði Kristín: „Ég hef sjálf bent á þetta í aðdraganda kosninganna, meðal annars í útvarpsumræðum. En við látum toppana ekki segja okkur fyrir verkum. Ef mikill þrýstingur er meðal okkar stuðningsmanna og innan okkar raða þá hlustum við á þær raddir og tökum ekki síður mark á þeim en flokksforystunni. Formaður Alþýðubandalagsins nýt- ur engu að síður trausts. Margir þeirra sem áttu þátt í að stofna Nýjan vettvang kusu Ólaf Ragnar formann Alþýðubandalagsins á sínum tíma. Ég veit ekki til þess að neitt okkar sjái eftir því. Við búum hins vegar ekki við einræði í Alþýðubandalaginu." Ólafur Helgi Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á ísafírði: ur miðað við aðstæður „Ég tel að menn hafi staðið mjög þéttan vörð um D-listann í kosningunum á laugardaginn og tel að miðað við aðstæður hafi árangur verið mjög góður,“ sagði Ólafúr Helgi Kjartansson, fyrsti maður á lista Sjálfstæðis- flokksins á ísafirði. „Atkvæða- hlutfall okkar er nú svipað og það var fyrir átta árum og miðað við að í gangi var sérstakur fram- boðslisti sem réri á sömu mið, verður árangurinn að teljast góð- ur. Mér er efst í huga þakklæti til þeirra sem störfúðu fyrir D- listann í þessum kosningum." Ólafí Helga fannst athyglistverð- ast tap Alþýðuflokksins, sem verið hefur leiðandi afl í meirihlutasam- starfi A, B, og G-lista síðustu fjög- ur ár. Þá benti hann á að fylgi Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks virtist mjög tryggt. „Kvenna- listinn sem nú bauð fram í fyrsta sinn, fékk ekki mikinn byr. Fylgi í-listans er mikið en til þess ber að taka að ný framboð sem bera keim af uppreisn vekja ætíð at- hygli. Mér þykir ánægjulegast hvað fylgi Sjálfstæðisflokksins um allt land hefur aukist mikið.“ Haraldur Líndal Haralds- son, bæjarstjóri á ísafirði: Viðurkenning á stefnunni „ÚRSLIT kosninganna eru viður- kenning á þeirri stefiiu okkar, að taka beri á fjármálum bæjar- ins af ábyrgð og festu,“ sagði Haraldur Líndal Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði, sem skipaði efsta sætið á í-lista Sjálfstæðs framboðs við bæjarstjómarkosn- ingaraar. Sjálfstætt framboð, sem varð til við klofning i röðum sjálfstæðis- manna á ísafírði, fékk 18,75% at- kvæða í kosningunum og tvo bæjar- fulltrúa kjöma. Haraldur Líndal Haraldsson segir, að þessi úrslit séu viðurkenning á þeirri stefnu Sjálf- stæðs framboðs, að taka beri á íjár- málum bæjarins af ábyrgð og festu og Sjálfstætt framboð sé tilbúið til viðræðna um meirihlutasamstarf við hvern þann flokk sem vilji vinna að því marki. „Ég tel úrslitin vera ákveðin skilaboð til sveitarstjómarmanna um land alít um að almenningur vilji festu í fjármálum og að ekki sé ráðist í framkvæmdir nema til þess sé nægt fjármagn," sagði Haraldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.