Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.06.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. JUNÍ 1990 37 Landvernd-Lögreglan; Dreifa bæklingi um akstur utan vega og á hálendinu BÆKLINGI um akstur utan vega og á hálendi landsins verður dreift til allra erlendra ökumanna sem heimsækja landið í sumar. Land- vernd gefur bæklingin út á ensku og >ýsku. A blaðamannafundi Landverndar og Vegalögreglunnar kom fram að bæklingnum verður dreift til allra ökumanna sem koma með feijunni Norrænu í sumar. Auk þess mun hann liggja frammi á öllum helstu bílaleigum. Á fundinum kom fram að landverðir og lögregla munu fylgj- ast grannt með að farið verði eftir þeim reglum sem settar eru fram í bæklingnum. Þessir aðilar munu eiga með sér náið samstarf í sumar auk þess sem Landhelgisgæslan aðstoðar lögregluna þegar þörf krefur. 1 máli Iandvarðanna kom fram að þeir teldu nauðsynlegt að auka lög- gæslu á hálendinu en í Vegalögregl- an hefur einungis tvo bíla til umráða í sumar. Bent var á að vel hefði tek- ist til með sérstaka hálendislögreglu sumarið 1987. OFF-ROAD DRIVING IN ICELAND PLEASE NOTE THATINICELAND ALL DRIVING OFF-ROADS OR MARKEI) 'I'RACKS IS FORBIDDEN Landvernd hefúr gefið út bækl- ing um akstur utan vega og á hálendi landsins. Hveragerði: Veðurblíðunm fagnað Hveragerði í Hveragerði fagna menn mikilli veðurblíðu þessa síðustu daga eftir snjóþungan og umhleypingasaman vetur. Garðurinn er ungur að árum, en dafnar vel á flötinni við Varmá. Aðalhvatning að gróðursetningu hans var stór peningagjöf frá Ingi- maríu Karlsdóttur og börnum henn- ar, sem gefin var til minningar um eiginmann hennar, Gunnar Björns- son, garðyrkjubónda í Álfafelli. Hefur honu verið 'reistur minnis- varði í garðinum. Margir hafa lagt fram vinnu við garðinn, bæði Lions- klúbbur Hveragerðis og einstakl- ingar. - Sigrún Helga Hjörvar, skólastjóri Leiklistarskólans, llytur ávarp við skólslitin. Moigunbiaðið/Einar Faiur Leiklistarskóli Islands: Níu leikarar útskrifaðir NÍU leikarar brautskráðust frá Leiklistarskóla Islands síðastlið- inn laugardag. Tuttugu og sex nemendur hafa stundað nám í skólanum í vetur. Leikararnir sem útskrifuðust á laugardaginn eru þau: Baltasar Kormákur, Björri Ingi Hilmarsson, Edda Arnljótsdóttir, Eggert Arnar Kaaber, Erling Jóhannesson, Harpa Arnardóttir, Hilmar- Jónsson, Ing- var Eggert Sigurðsson og Katarina Nolsoe, frá Færeyjum. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, fyrrum ritari skólanefndar, var viðstödd skólaslitin ásamt skólanefndarfulltrúum, kennurum, starfsmönnum, nemum og öðrum gestum. Einnig héldu fjórir árgang- ar leikara upp á útskriftarafmæli sín. Brynja Benediktsdóttir, leik- stjóri, talaði fyrir hönd leikara sem brautskráðust frá Þjóðleikhússkó- lanum fyrir 30 árum. Fyrir hönd þeirra, sem þaðan útskrifuðust fyr- ir 20 árum, talaði Guðrún Alfréðs- dóttir, formaður FÍL. Sigmundur Orn Arngrímsson, leikari, talaði fyrir hönd leikara, sem brauskráð- ust fyrir 25 árum frá^ Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur og Þór Tulinius, leikari, fyrir hönd þeirra se_m útskrifuðust frá Leiklist- arskóla Islands fyrir 5 árum. Við skólaslitin var úthlutað verð- launum fyrir „framsögn og meðferð íslensks máls“ úr minningarsjóði Lárusar Pálssonar leikara, sem fé- lag íslenskra leikara stofnaði 1987, ■ STEÍNGRÍMUR St.Th. Sig- urðsson opnar málverkasýningu í Staðarskála V-Húnavatnssýslu, laugardaginn 2. júní. Tilefnið er að og hlaut þau að þessu sinni Ingvar Eggert Sigurðsson og er hann þriðji nemandinn sem hlýtur þessa viður- kenningu. Skólastjóri Leiklistarskóla ís- lands er Helga Hjörvar en formaður skólanefndar Sveinn Einarsson. þijátíu ár eru liðin frá því veitinga- rekstur hófst í Staðarskála. Sýning- unni lýkur 14. júní. Steingrímur Sigurðsson, listmálari Frá skólaslitum Vélskóla íslands. jjgfc' 'Cí wBSÍl tT; f K" A1 p||§r ' Hl JgÉg WXy* i'-C.vCV | Vélskóla Islands slitið í sjötugasta og flórða sinn ÞRETTÁN nemendur brautskráðust frá Vélskóla íslands 24. maí. Þá var skólanum slitið í sjötugasta og íjórða sinn. Ætlunin er að minnast 75 ára afmælis skólans á komandi haust. í ávarpi Andrésar Guðjónssonar, skólameistara, brýndi hann fyrir nemendum að bera virðingu fyrir umhverfi sínu . Orðtakið „Lengi tekur sjórinn við“ ætti ekki lengur við. Þá talaði hann um örar tækni- breytingar og nauðsyn endur- menntunar. Við skólaslitin voru veittar viður- kenningar fyrir góðan árangur í skólanum. Gunnlaugur Skúlason hlaut viðurkenningu frá Landssam- bandi íslenskra útvegsmanna fyrir bestan árangur í í vélfræði og raf- magnsfræði og Hallgrímur Guð- steinsson hlaut viðurkenningu frá Vélstjórafélagi íslands fyrir félags- málastarf innan skólans. Auk þeirra hlutu Gísli Gylfason, Atli Dagsson, Þórður Elefsen og Jens G. Gunnars- son viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan námsárangur. Þá afhenti Georg Arnason, full- trúi 20 ára afmælisnemenda, skól- anum myndarlega peningaupphæð til' bókakaupa. Ingólfur Ólafsson vélstjóri átti 50 ára vélstjóraafmæji og af því tilefni gaf hann skólanum fé til bókakaupa. Unglingalúðrasveit frá Svíþjóð * heimsækir Njarðvík: Þeytir lúðra í Kringl- imni o g á Austurvelli í dag Keflavík. Unglingalúðrasveit frá Alvsby í Norður-Svíþjóð kom til landsins í gær og ætlar lúðrasveitin, sem heitir Alvsby-Brass, að leika þrisvar á meðán á íslandsdvölinni stendur. Sænsku unglingarnir ætla að leika fyrir Reykvíkinga tvívegis í dag, fyrst í Kringlunni kl. II og síðan á Austurvelli kl. 14. En aðaltónleikarnir verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju á mánudagskvöldið kl. 20 og verður aðgangur að tónleikunum ókeypis og öllum heimill. Hingað er Alvsby-Brass komin á vegum Tónlistarskóla Njarðvíkur og Norræna hússins og mun ís- landsdvölin standa í 5 daga. Harald- ur Árni Haraldsson skólastjóri Tón- listarskóla Njarðvíkur sagði í sam- tali við Morgunblaðið að beiðni hefði borist frá Norræna húsinu um að taka á móti hljómsveitinni og hefði Foreldrafélag Skólahljómsveitar Tónlistarskóla Njarðvíkur skipað nefnd til að annast undirbúning og taka á móti sænsku gestunum sem hefðu aðsetur í grunnskólanum. Haraldur Árni Haraldsson sagði að mikill áhugi væri fyrir þessari heimsókn og ætlaði bæjarstjórn að halda matarboð fyrir gestina og skólahljómsveit Tónlistarskólans ætlaði að bjóða þeim til grillveislu. Þá yrði farið með gestina vítt og breitt um Suðurnes og einnig til Þingvalla og að Gullfossi og Geysi. Haraldur Árni sagði að í hljómsveit- inni væru 35 hljóðfæraleikarar og hann hvatti alla tónlistaráhuga— menn til að láta tónleika Alvsby- Brass ekki fram hjá sér fara. BB Lokapred- ikun í dag FIMM guðfræðistúdentar flytja lokapredikun sína í kapellu Há- skólans í dag, 2. júní. Þar serti hópurinn er þetta fjöl- mennur er honum skipt. Fyrri at- höfnin hefst kl. 13.30 og predika þar Sigurður Kr. Sigurðsson, Guðný Hallgrímsdóttir og Hjörtur Hjartar- son. Við seinni athöfnina, sem hefst kl. 15, predika Jón Hagbarður Knútsson og Sigríður Guðmarsdótt- ir. Aðgangur er heimill almenningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.