Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JULI 1990 17 200 ara ártíð Adams Smíths St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I DAG, 17. júlí, eru 200 ár liðin frá dánardægri Adams Smiths, sem stundum er nefiidur höfúnd- ur hagfræðinnnar. Sjónarmið hans eru enn ofarlega á baugi meðal hagfræðinga og stjórn- málamanna. Adam Smith er oft nefndur faðir hagfræðinnar og er sennilega fræg- asti Skoti allra tíma. Hann var fæddur í bænum Kirkcaldy, sem stendur á norðurströnd Forth-fjarð- arins í Fife-héraðinu árið 1723. Það er ekki vitað hvaða dag hann fædd- ist en skírður var hann 5. júní það ár. Hann gekk þar í skóla, en í háskóla nam hann í Glasgow og í Oxford. Hann kenndi í Edinborg og við háskólann í Glasgow. Síðasta hluta ævinnar var hann tollheimtu- maður í Edinborg. Árið 1776 kom út eftir hann bókin Rannsókn á orsökum og eðli auðlegðar þjóðanna. Hún markar upphaf þeirrar fræðigreinar, sem á íslenzku hefur verið nefnd auðfræði eða hagfræði. í þessari bók leiddi Adam Smith rök að því, að fijáls markaður væri hagkvæmasta leið til að stunda viðskipti. Hann taldi, að verkaskipting myndi aukast með fijálsum markaði og þar með aukin hagkvæmni framleiðslunnar. Annar höfuðkostur fijáls markaðar var, að hann nýtti einn löst manna, eig- ingirnina, í almannaþágu. Adam Smith dró ekki í efa, að eigingirni væri öflug hvöt í mann- legu félagi, þótt hann gengi ekki að því gruflandi, að hún væri löstur í fari manna. Þess vegna taldi hann, að við þægjum kvöldverðinn ekki vegna góðvildar slátrarans, brugg- arans eða bakarans heldur vegna þess, að þeir sinntu eigin hagsmun- um. Og hann sagði að sá einstakl- ingur, sem það gerði, „væri leiddur Adam Smith. af ósýnilegri hendi til að stuðla að markmiði, sem var alls ekki hluti ásetnings hans“. Þetta er sennilega frægasta setning úr bókinni. Sjónarmið Adams Smiths hafa verið notuð í stjórnmálaátökum síðasta áratugar. Markaðskerfið gekk í endurnýjun lífdaganna, þeg- ar Margaret Thatcher varð forsæt- isráðherra í Bretlandi ög Ronald Reagan forseti í Bandaríkjunum. Talsmenn þeirra stjórna vitnuðu gjarnan til Adams Smiths. Þótt margt í riti hans styðji sjónarmið þeirra, er annað, sem gengur gegn þeim. Sjónarmið hans hafa líka öðlazt aukinn þunga vegna þess, að á síðasta hálfa ári hefur hálf Evrópa, sem reisti efnahagslíf sitt á kenningum annars hagfræðings, Karls Marx, hrunið til grunna. Ráðstefnur hafa verið síðustu vikur í Edinborg um margvísleg efni, sem tengjast ritum Adams Smiths. Fjöldamörg sjónarmið hans eiga sér djúpan hljómgrunn í sam- tímanum. Polland: Frumvarp um einka- væðing-u samþykkt Varsjá. Reuter. NEÐRI deild pólska þingsins samþykkti nýlega með miklum meirihluta atkvæða sljórnar- frumvarp um einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Stjórnin segir að verði frumvarpið að lögum geti einkavæðingin í Póllandi gengið hraðar fyrir sig en í nokkru öðru landi. 328 voru fylgjandi frumvarpinu en aðeins tveir á móti. 39 þingmenn sátu hjá. Þingmennirnir felldu nokkrar breytingartillögur, sem lagðar voru fram til að gera frum- varpið áhrifaminna og jafnvelfresta afgreiðslu þess þar til eftir alfijáls- ar kosningar í landinu. Efri deild þingsins, þar sem Samstöðumenn eru í meirihluta, þarf nú að sam- þykkja frumvarpið. Leszek Balcerowicz fjármálaráð- herra sagði á þinginu á fimmtudag að stjórnin vildi að einkavæðingin gengi hraðar fyrir sig en í nokkru öðru landi. Einkavæðingaráformin vægju þyngst í viðleitni hennar til að losa sig við arfleifð kommúnism- ans og engin stjórn í Austur-Evrópu stefndi að jafn róttækum efnahags- breytingum. I frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríkisfyrirtækjum verði breytt í hlutafélög og hlutabréfin seld al- menningi. Sérhver Pólveiji fái einn- ig ókeypis ávísun á hlut í fyrirtæki að eigin vali. Starfsmenn nýju hlutafélaganna geta keypt fimmt- ung hlutabréfa þess á hálfvirði. Þá mega útlendingar kaupa 10% hlut í fyrirtækjunum en þurfa að sækja sérstaklega um heimild til frekari fjárfestinga. Um 7.600 ríkisfyrirtæki eru í Póllandi og byggjast 80% þjóðar- framleiðslunnar á þeim. Sovéskt út- varp/sjónvarp: Flokksein- okun aflétt Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi gaf á sunnudag út forsetatil- skipun, sem varð jafnskjótt að lögum, þar sem einokun komm- únistaflokksins á á útvarpi og sjónvarpi er aflétt. I yfírlýsing- unni sagði að vaxandi lýðræði gerði nauðsynlegar „gagngerar breytingar á rekstri útvarps og sjónvarps í landinu.“ Flokkurinn mun áfram eiga sínar eigin stöðvar og Gorbatsjov lagði áherslu á að ríkisvaldið hefði áfram úrslitavald yfir ríkisreknu stöðvun- um. Hvert einstakt Iýðveldi mun fá aukið vald yfir stöðvum á yfirráða- svæði sínu. Þó er tekið fram að þau megi ekki grípa til einhliða aðgerða en verði að ráðgast við Moskvu- stjórnina um málefni útvarps og sjónvarps. Sækja þarf um leyfi til útvarps- og sjónvarpsrekstrar hjá sérstakri nefnd stjórnvalda. Veitu álaunum hjá sjálfum þér -Qáifestu í Telqubréfum! TEKJUBRÉF- 20% áreávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEKJUBRÉF - 9% raunávöxtun miðað við 6 fyrstu mánuði ársins. TEKJUBRÉF - vextir eru greiddir út á 3 mánaða fresti. TEKJUBRÉF - öruggreynslaí4ár. 02) VERÐBRÉFAMARKAÐUR FJÁRFESTING ARFÉLAGSINS HF - Löggdt verðbréfafyrirtæki - HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI689700 • AKUREYRI11100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.