Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.07.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚLÍ 1990 mfy 990 Universal Press Syndicate , þe/ri/eri& heymarotciuíir með aJd/-inum-" Ast er — . . . að bíða barnanna heima. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffinu Við verðum að fá botn í Stærðfræði er allt mitt líf. Nú rekstrarútgjöldin án tillits til hef ég verið stærðfræðikenn- verðþátta. — Það er á tæru, ari í (9 plús 7)x2 mínus 4x3 ár. hvernig sem þú ferð að því. Bankakortið ekkert annað en ein tegund persónuskilríkja Til Velvakanda. Í dálkum Velvakanda 10. júlí sl. er grein frá „borgara", sem flallar um bankakort. Eins og réttilega kemur fram hjá greinarhöfundi þá ábyrgist íslandsbanki tékka viðskipt- amanna sinna allt að lO.OOO krónum án framvísunar bankakorts. í tengsl- um við þær athugasemdir sem grein- arhöfundur gerir er rétt að eftirfar- andi komi fram sem skýrir sjónar- mið bankans í þessu máli: 1. Sama reglan gildir hjá öllum bönkum og sparisjóðum varðandi tékkaábyrðina án tillits til hvort krafist er bankakorts' eða ekki. Hún er að ekki er tekin ábyrgð á fölsuðum eða stolnum tékkum. Því hvílir sú skylda á herðum viðtak- enda tékka að þeir skoði þá vel til að ganga úr skugga um að þeir séu útgefnir af reikningseig- endum. 2. Bankakortið er í raun ekkert annað en ein tegund persónuskil- ríkja og sem slíkt harla ófullkomið því þar er ekki mynd af reikning- seiganda. Bankakortið hefur hins vegar undirskrift reikningseig- anda og því sömu eiginleika og kreditkort sem skilríki. Auk þess er það oft svo ef tékkhefti hefur verið stolið á annað borð þá hefur bankakortinu verið stolið líka þar sem flestir geyma það í veskinu með heftinu. Þess vegna getur bankakortið í raun gefið viðtak- endum tékka falskt öryggi. Vegna þessa meðal annars tók íslands- banki þá ákvörðun að ábyrgjast tékka allt að 10.000 krónum án framvísunar bankakorts. 3. Eins og minnst var á að ofan þá hvílir sú skylda á viðtakendum tékka að skoða vel þá tékka sem þeim berast. Því var það að Is- landsbanki taldi það skyldu sína að minna viðtakendur á þetta at- riði og benda þeim á að biðja út- gefendur um persónuskilríki ef þeir teldu ástæðu til. Þetta þýðir ekki að biðja eigi alla aðila undan- tekningarlaust um persónuskilríki. Framvísun persónuskilríkja er allt- af háð mati viðtakanda og er alls ekki skilyrði fyrir ábyrgð bankans eins og margir virðast álíta. Við- takandi er hins vegar í fullum rétti að biðja útgefanda um skil- ríki ef honum finnst ástæða til. Útgefandi tékka ætti því ekki að taka það óstinnt upp þótt hann sé beðinn um skilríki hvort sem það kallast bankakort eða önnur persónuskilríki. 4. í íslandsbanka er nú unnið að endurskoðun tékkareikningsins og þá verða allar athugasemdir, sem„ komið hafa fram á síðustu mánuð- um varðandi þetta atriði, skoðaðar og ákvörðun tekin í framhaldi af því um framtíðarskipan. Auk þessa atriðis um tékkaábyrðina eru framundan nýjungar í greiðsl- umiðlun sem gera endurskoðun tékkareikningsins nauðsynlega. Að lokum vill bankinn minna á að í mörgum útibúa íslandsbanka er hægt að fá tékkhefti með mynd af reikningseiganda. Slíkt eykur mjög á öryggi í tékkaviðskiptum. Stefnt er að því að veita slíka þjónustu í öllum útibúum bankans. Vonast er til að þessar línur verði til nánari skýringar á þessu atriði. Starfsfólk þjónustudeildar Islandsbanka. Hafið nóg af strætisvögrium fyrir tónleikagesti Rokkskóga Til Velvakanda. Laugardaginn 16. júní sl. fórum við á tónleikana Rokkskóga, þar sem 8 landsþekktar hljómsveitir (og söngvarar) kornu fram. Þessi skemmtun heppnaðist rnjög vel að tvennu undanskildu. í fyrsta lagi voru auglýstar sætaferðir út um all- an bæ að tónleikunum loknum og leist okkur mjög vel á það þar sem við eigum heima úti á Seltjarnar- nesi. En þegar tónleikarnir voru bún- ir og við komum út voru aðeins þrír strætisvagnar sem áttu að ganga um borgina fyrir allt það fólk sem var á tónleikunum og þrjár rútur sem áttu að fara upp í Borgarnes, út á Reykjanes og á Selfoss. En þegar við ætluðum að fara upp í þann eina vagn sem fór út á Nes ásamt því að eiga að fara upp í Hlíðar, niður í miðbæ og í Vesturbæinn, þá var hann fullur út úr dyrum, þannig að við komumst ekki með í þeirri ferð. Við hugsuðum sem svo að við skyld- um bara bíða eftir næsta vagni, en það kom enginn. Svo loks eftir 50 mínútna bið úti (því að auðvitað máttum við ekki bíða inni í anddyri Laugardalshallarinnar), kom strætó. Við hoppuðum fegins hugar upp í hann og hugsuðum sem svo að loks- ins kæmumst við heim. Strætó lagði af stað og keyrði niður í miðbæ. En á ljósunum Hafnarstræti-Lækjar- gata-Hverfisgata beygði hann upp Hverfisgötuna í staðinn fyrir að far- ar út á Nes eins og skiltið í framrúð- inni sagði til um. Þá voru við 7 eftir í strætó og 6 okkar voru á leiðinni vestur í bæ og út á Nes. Við kölluð- um fram í og spurðum hann hvert hann væri að fara. Þá svaraði hann því til að hann væri að fara upp á Kirkjusand. Við spurðum þá hvort hann færi ekki út á Nes. Hann svar- aði: Nei, hann hefði farið eina ferð út á Nes og væri búinn að Ijúka sín- um vinnudegi. Við sögðum- þá að fyrsta ferðin hafi verið full en hann svaraði ekki. Á meðan á þessu stóð hélt hann áfram að keyra upp Hverf- isgötuna og við spurðum hann því að því hvort hann ætlaði ekki að minnsta kosti að hleypa okkur út N fyrst hann gæti ekki einu sinni séð sóma sinn í því að keyra okkur út á Nes eins og auglýst var. Þá sagði hann afskaplega frekjulega að hann neyddist þá víst til að asnast með okkur út á Nes, en þó sáum við að það var honum þvert um geð. Svo þegar við vorum komin niður í Tryggvagötu stóð sjöunda manneskj- an upp og spurði hvort hann ætlaði ekki að fara upp í Hlíðar en þá svar- ar hann: Nei! Þannig endaði það nú að hann hleypti henni út í Tryggva- götunni og svo varð hún að gjöra svo vel að labba upp í Hlíðar! Svo keyrði hann okkur út á Nes og meira varð ekki úr því. En nú beinum við orðum okkar til aðstandenda Rokkskóga. Við er- um mjög óhressar með hve fáir strætisvagnar voru þarna og það að fá svona önugan bílstjóra sem vissi greinilega ekkert um það sem aug- lýst hafði verið, þ.e. sætaferðir heim fyrir alla, út um alla borg og víðar, sbr. Selfoss, Keflavík og Borgarnes. I viðbót við þetta allt saman voru ekki einu sinni leigubílar fyrir utan og ekki komumst við í síma því það var búið að læsa okkur úti og við vorum algerlega háðar þessum sæta- ferðum. Ef svona tónleikar verða haldnir aftur, hafið þá nóg af strætis- vögnum fyrir fólkið sem er á tónleik- unum og bílstjóra sem eru þó vin- gjarnlegir, ekki einhveija önuga menn sem ekki kunna mannasiði! Tveir unglingar af Nesinu. HÖGNI IIREKKVÍSI Vík\erji skrifar að er rík ástæða til að vekja athygli fólks á yfirlitssýningu á verkum Snorra Arinbjarnar, sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Þar er á ferðinni einn af fremstu list- málurum þjóðarinnar, eins og Eiríkur Þorláksson segir réttilega í umsögn um sýninguna hér í blaðinu sl. laug- ardag. Hins vegar er ljóst, að Snorri Arin- bjarnar hefur verið mjög hógvær list- amaður og lítið gert af því, að halda verkum sínum fram, eins og bezt kemur í ijós af því, að hann hélt ein- ungis þrjár einkasýningar um sína daga. Enda segir Björn Th. Björns- son í myndlistarsögu sinni: “Hann var fáskiptinn maður og hélt hlut sínum lítt fram.“ Það verður stundum bið á því, að slíkir listamenn hljóti þá viðurkenn- ingu, sem þeim ber, en að því kemur fyrr eða síðar. Sýningin, sem nú stendur yfir í Norræna liúsinu er ekki mikil að vöxtum en hún vekur upp þörf hjá áhorfandanum til þess að sjá fleiri myndir eftir þennan merka málara. xxx Snorri Arinbjarnar hélt síðustu einkasýningu sína árið 1945 en sjö árum síðar var haldin yfirlitssýn- ing á verkum hans og um þá sýningu segir Bjöm Th. Björnsson í fyrr- nefndri bók:“...en í marzmánuði 1952 efndi Félag íslenzkra mynd- listarmanna til yfirlitssýningar í Listamannaskálanum í tilefni þess, að hann hafði þá nýlega fyllt fimmta áratuginn. Mörgum varð sýning þessi, sem opinberun; jafnvel starfs- bræður hans margir urðu undrandi, þegar blóminn í verki hans var þann- ig dreginn saman á einn stað. “Sýn- ingin er lærdómsrík og er Snorri Arinbjarnar meiri málari en margan mun hafa grunað“, skrifar Jón Þor- leifsson í umsögn sinni í Morgunblað- inu. Öðrum var sýningin eftirminni- leg staðfesting þeirrar vissu, að iist Snorra væri í senn djúpstæð, persón- uleg tjáning, og vaxin beint upp úr jarðvegi íslenzks þjóðlífs" x x,x að hefur verið töluvert af frétt- um í fjölmiðlum undanfarnar vikur um batnandi horfur í efnahags- málum okkar Islendinga. Margir túlka slíkar fréttir á þann veg, að þessi bati hljóti að koma fram mjög fljótlega í batnandi afkomu fólks. En því fer fjarri, að þetta gangi svona hratt fyrir sig. Aðili, sem rek- ur þjónustufyrirtæki sagði Víkveija á dögunum, að oft hefði ástandið verið svart en aldrei svartara en nú, svo mikill væri samdráttur í viðskipt- um. Á bankamönnum má heyra í fyrsta sinn, að þeir eru að komast í vandræði með að ávaxta sparifé fólks og fyrirtækja. Eftirspuni eftir lánum hefur stórminnkað. Ósenni- legt er, að sá efnahagsbati, sem nú má sjá í ýmsum opinberum tölum og fiskverði á erlendum mörkuðum, komi fram í buddu almennings að nokkru ráði fyrr en á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.