Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 17
17 H- MORGUNBLAÐIEl SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ E vinnu sem eKKi er gefin upp, gjaman kölluð svört vinna. Þá vinnu án nauðsynlegra leyfa og skiptivinnu. Nótulaus við- skipti og þóknanir/greiðslur fyrir þjónustu sem ekki eru gefnar upp til skatts. Óuppgefna sölu á hei- maunnum munum eða eigin fram- leiðslu beint til neytenda eða kaup- manna. Tekjur af okurstarfsemi og smygl á hátollavörum svo sem áfengi auk smygls/sölu á fíkniefn- um. Suma af þessum þáttum er engin leið að afla nákvæmra upplýs- inga um eða nokkurra upplýsinga yfirleitt. Á það til dæmis við um fíkniefnamarkaðinn. Að sögn Amars Jenssonar yfír- manns fíkniefnalögreglunnar treystir lögreglan sér ekki til að leggja mat á umfang þessa markað- ar hérlendis og hefur ætíð skort alvörakannanir á þessu sviði hér- lendis. Nú er hinsvegar ætlunin að leggja meiri áherslu á þetta starf og hefst sú vinna í haust hjá emb- ættinu. Hvað aðra þætti neðanjarðarhag- kerfísins varðar er auðveldara að geta sér til um umfang þeirra og taldi nefndin sem vann fyrrgreinda skýrslu 1985 sig komast nálægt kjama málsins. En það er eitt að koma upp um ólöglega starfsemi og annað að bregðast við henni. Embætti skattrannsóknarstjóra er ætlað það hlutverk að upplýsa um hverskonar skattsvik. Því er hins- vegar alls ekki gert kleift að sinna þessu hlutverki sem skyldi og má þar nefna sem dæmi að árið 1984 vora 25 stöðugildi við embættið. í dag era þau enn 25 talsins þótt framteljendum hafí fjölgað um 13.000 á þeim tíma sem liðinn er. Sömu forsendur í ár og voru 1986 Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að engar þær breytingar hafí orðið í þjóðfé- laginu frá 1985 er breyti þeim for- sendum sem fyrrgreind nefnd gekk út frá. Vel megi notast við vinnu hennar til að meta umfang neðan- jarðarhagkerfísins í dag og það sé ekkert sem bendi til að umfangið sé meira, eða minna, í dag en það var 1985. Það sé hinsvegar opin spuming hvort skattkerfísbreyting- in um áramót er virðisaukaskattur- inn var tekinn upp skili meira en gamla fyrirkomulagið. Þórður telur að reikna megi með slíku þar sem undanþágum í hinu nýja kerfí sé haldið í lágmarki. Méstar líkur á dulinni efnahags- starfsemi og skattsvikum taldi nefndin vera að fínna í byggiriga- starfsemi. Þar á eftir kom persónu- leg þjónustustarfsemi, iðnaður, _ verslun og veitinga- og hótelrekst- ur. • Hvað varðar skil á söluskatti komst nefndip að því að engar óyggjandi leiðir væra til að áætla söluskattsvik en samkvæpit þeirri aðferð sem nefndin beitti til að gefa mynd af umfangi þeirra mátti gera ráð fyrir að umfang svikanna væra 11% af skiluðum söluskatti. ‘ Söluskattur á árinu 1989 nam í heild rúmum 34 milljörðum króna. Samkvæmt þeim forsendum sem nefndin gaf sér má áætla að sölu- skattsvik á því ári hafi numið tæp- um 4 milljörðum króna. Ekki er hægt að nota þessa pró- sentutölu til að meta svik á VSK. Bæði er sá skattur ólíkur söluskatt- inum og ekki er í honum að finna jafnmikið af undanþáguákvæðum sem tíðum vora misnotuð í sölu- skattskerfinu. Hinsvegar er margt sem bendir til að VSK hafí dregið mjög úr því svindli sem viðgengst í söluskattskerfinu. Jón Guðmunds- son forstöðumaður gjaldadeildar hjá ríkisskattsstjóra segir þannig að margir hafi notað tækifærið til að koma sínum málum í rétt horf og tilkoma VSK hafi greinilega lag- að mikið það slæma ástand sem . orðið var. Og tölumar sem nú gepð óf tílraun tjl að skilgreina alla þættj neðanjarðar- hagjierfjsjns er um auðugan garð að gresja. Má þar nefna þættj eins og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.