Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ STJORNUSPA eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hugrekki og frumleiki eru lykil- orð þín í dag. Þér finnst tími til kominn að þú færist umtalsvert upp á við í starfi og fáir að reyna fyrir þér á nýjum vettvangi. Var- astu óhófseyðslu. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú lendir í smáþrasi við einhvem í fjölskyldunni. Það verður gest- kvæmt hjá þér á næstu vikum. Þú færð bráðsnjalla hugmynd sem þú getur útfært á skapandi hátt í vinnunni. r Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú færð áhuga á óvenjulegu fjár- festingarverkefni. Það em nokkr- ar helgarferðir fram undan hjá þér núna. Stilltu hraðanum í hóf ef þú ekur eftir hraðbrautum á næstunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H&g Þú eignast nýja kunningja í dag, en ættir að varast að deila um peninga. Tekjur þínar fara vax- andi á næstu vikum, en þú getur einnig þurft að snara út pening- um vegna óvæntra útgjalda. , Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Óþolinmæði getur dregið úr af- köstum þínum núna. Láttu nægja að fylgja fyrir fram gerðum áætl- unum. Nýbreytni er æskileg fyrir þig núna, en hugsaðu málið vand- lega áður en þú aðhefst nokkuð. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þér getur sinnast við ráðgjafa þinn núna. Eitthvað sem gerist á bak við tjöldin hefur slæm áhrif á ástarsamband þitt. Þú ert í skapi til að skemmta þér. Gættu þess að festast ekki í einhveiju vanafari. V°g ^ (23. sept. - 22. október) Félagslífið tekur vei við sér hjá þér á næstunni, en það væri tvíbent fyrir þig að bjóða til þín gestum núna. Forðastu allt fljót- ræði. Fjárhagsáætlun þín þarfn- ast endurskoðunar. Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú hefur mikinn hug á að kom- ast upp metorðastigann, en mundu * eftir að hafa þarfir og óskir annarra einnig í huga. Hjón uppgötva ný blæbrigði í sam- bandi sínu. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) & Það er ekki alltaf sjálfsagt að flýta sér. Hugmyndir þínar eru vissulega snjallar, en þú ættir að hægja á ferðinni við að fram- kvæma þær. Allt hefur sinn tíma. Steingeit (22. des. - 19. janúar) m Notaðu krítarkortið af fyllstu hófsemd núna. Þú þarft að gæta vel að taumhaldinu. Skemmtu þér á nýjan hátt og haltu friðinn við þina nánustu. Vatnsberi > (20. janúar - 18. febrúar) Sofðu á áætlunum þínum um breytingar heima fyrir fremur en að tjúka til og framkvæma þær. Hafðu gott samband við ástvini þína og haltu því opnu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) •Sk Þú kemur ekki eins miklu í verk í vinnunni f dag og þú ætlaðir þér. Þú átt í vændum góðar stundir í hópi vina og fjölskyldu. AFMÆLISBARNIÐ getur náð árangri á sviði lista og vísinda. - i Það er gætt innsæi sem það þarf að læra að treysta. Það á sér hugsjónir og er oft á undan sinni samtíð. Það er meiri alheimsborg- ari í hugsunarhætti en títt er um fólk í þessu stjömumerki og heig- ar sig oft störfum í þágu líknar- mála. Oftast eru það hugsjónir sem ráða starfsvali þes?. Stj'órnuspána á aó lesa sem '' dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staóreynda. DYRAGLENS EG VEIT EKJCEET UA1 bessi „ SAMHJÁimZ- TEM6SL " EN> ÉG VEJT BAKA AÐ pö E&T ORÐlfM 5N/IR - &UGLAE>ue'-.>:— *-----------Y ©1989 Trlbune Medle Servlce*. Inc. l\-U GRETTIR (kONUNGUH Peo/HSKÓGAZlNSl TOMMI OG JENNI LJOSKA FERDINAND SMAFOLK I 5I6NEDUPF0RA SUMMER REAPIN6 PR06RAM AT THE LIBRARY... 60D DIDN T MAKE THE 5UN FOR YOU TO 5IT IN THE LIBRARY, MARCIE YOU KN0U) MORE AB0UT THEOL06Y TMAN I TH0U6HT 5IR Ég skráði mig í sumar-lestrardag- skrá á bókasafiiinu ... Guð skapaði ekki sólina handa þér Þú veist meira um guðlræði en ég til að sitja á bókasafhinu, Magga. hélt. BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson . Annaðhvort-þetta-eða-hitt opnanir eru mikið í tísku á Norð- urlöndunum. Þær eru kenndar við sænska Carrotti-sagnkerfíð, en hugmyndin varð fyrst til sem varnarkerfi gegn sterku laufi — svokallað „Crash“. Opnanir á 2 hjörtum, 2 spöðum og 2 grönd- um sýna þá 7-11 punkta og annaðhvort einhverja tvo liti, eða hina tvo. Valgerður Kristjóns- dóttir og Esther Jakobsdóttir biðu rólegar á meðan hinir finnsku mótheijar þeirra gösl- uðust upp í 4 spaða eftir slíka opnun: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á62 VD32 ♦ Á10985 *G4 Vestur Austur ♦ K9853 ... ♦- VG VÁ954 ♦ 74 ♦ KG632 + KD1053 +Á986 Suður ♦ DG1074 ▼ K10876 ♦ D ♦ 72 Esther og Valgerðurvoru með spil AV: Vestur Norður Austur Suður — — — 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar 4 grönd Pass 5 lauf Pass Pass Pass Útspil: tígulás. Með 2 gröndum kvaðst suður eiga hálitina eða láglitina. Norð- ur spurði með 3 hjörtum og hækkaði geimið, þrátt fyrir fremur rýran háspilastyrk. Esth- er hefði svo sem getað doblað, en kaus 4 grönd til að biðja makker að velja á milli lág- litanna. Norður vissi að suður var með 5-5 í hálitunum og því mjög líklega einspil í tígli. Hún hafði rétt fyrir sér í því efni, en tígul- stungan létti fremur róður Val- gerðar en hitt, og hún átti ekki í neinum eriðleikum með að taka 11 jiæstu slagi. Á hinu borðinu þögðu Anna Þóra og Hjördís allan tímann á meðan AV fetuðu sig.upp í sama samning. ut kom hjarta og sagn- hafi tók að víxiltrompa hjarta og spaða. Það gaf ekki góða raun, því norður yfirtrompaði fjórða hjartað og gaf makker tígulstungu. Einn niður og 12 TMPar fil TtjlqnHc: SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Manila, sem lauk um síðustu helgi, kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Yassers Seirawan (2.635), Bandaríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Petars Popvic (2.520), Júgóslavíu. Svartur lék síðast 32. - Hf7-d7, en staðan var hvort eð var töpuð. 33. Rh5! og svartur gafst upp. 33. - gxh5 er auðvitað svarað með 34. Df5+ og svartur á því enga vörn við hótuninni 34. Rf6+. Seirawan hefur átt mikilli vel- gengni að fagna í vor og sumar, en í Manila var hann allt of róleg- ur í byijun, gerði hvert stórmeist- arajafnteflið á fætur öðru. Eftir tap fyrir Short hafði hann síðan misst af lestinni. Bandaríkjamenn áttu sjö fulltrúa i Manila, en þeim til sárra vonbrigða komst enginn þeirra áfram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.