Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 FÓLKSFJÖLDI OG SAMGÖNGUR í VINNUSÓKN REYÐARFJARÐAR EFTIR JARÐGÖNG Neskaupstaöur 1.833 fbúar 39 km Fáskrúösfjöröur 843 fbúar 17 km Myndin sýnir mannfjölda og vegalengd aö fyrirhuguöum verksmiöjustaö fyrír botni Reyöarfjaröar eftir aö jarögöng tengja staöi á Miö-Austurlandi. Egllsstaölr, Fellabær og Miö-Héraö um 2.500 íbúar SEYÐISFJÖRDUR 1.050 íbúar 55 km fbúar f vinnusókn 8.700 Stöövarfjðröur og Brelödalsvík 700fbúar 45 og 64 km FÓLKSFJÖLDI OG SAMGÖNGUR í VINNUSÓKN REYÐARFJARÐAR Fáskrúbsljöröur 843 (buar 48 km Neskaupstábur fbúar f vinnusókn 7.000 StöOvartjörbur og Brelödalsvík 700(búar 80 og 99 km Egllsstaöir, Fellabær og Mlö-Héraö um 2.500 fbúar 35 km SEYÐISFJÖRÐUR 1.022 Ibúar 59 km Myndin sýnir mannfjölda og vegalengd aö fyrirtiuguöum verksmiöjustaö fyrír botni Reyöarfjaröar Álver á Austurlandi eftir Egil Jónsson Langt er nú liðið frá því að kenningin um byggðakjarna var uppgötvuð. Hún byggðist á því, að í hveijum landshluta yrði leit- ast við að styrkja byggðir með því að efla sérstaklega ákveðið byggðarlag sem gæti borið uppi þjónustu, markað og jafnvel menningarmál nálægra byggða. Enginn skyldi vanmeta þá við- leitni sem í þessum boðskap fólst enda auðvelt að finna fyrirmynd að þróun byggðar á þessum grunni. Dæmi þar um er Akur- eyri og byggðimar þar í grennd, m.a. blómleg landbúnaðarhéruð, sem nærst hafa af traustum markaði þéttbýlisins við Eyjafjörð. Svipað má segja um Reykjavík þar sem hver bærinn eftir annan hefur orðið til og 'eflst af návist höfuðborgarinnar svo að ókunn- ugir greina tæpast bæjarmörk. Við þetta sterka og fjölmenna byggðasamfélag hafa svo sveitir Suðurlands átt mikil viðskipti sem lagt hafa grundvöll að reisulegri byggð á þeim slóðum. En þrátt fyrir þessi dæmi þefur „Uppdráttur Byggða- stofnunar af sameigin- legu vinnusvæði á Aust- urlandi sýnir, að þar er íbúatalan um sjö þús- und.“ „kjarnakenningin" ekki skilað árangri þar sem jafnræði er milli bæjarfélaga, t.d. varðandi auð- lindir lands og sjávar og viðskipti og þjónusta er ekki ákvörðuð af náttúrulegum aðstæðum. Þessi reynsla liggur nú fyrir og hlýtur því að hafa úrslitaþýðingu þegar leitað er leiða til að efla byggðir landsins. Áf þessari ástæðu m.a. lagði byggðanefnd Sjálfstæðisflokksins til að aðgerð- ir í byggðamálum grandvölluðust á jafnræði milli byggðarlaga og fólksins í landinu án tillits til bú- setu. Þannig varð tillagan um vaxtarsvæði landsbyggðarínnar til. En þrátt fyrir þessar staðreynd- ir leggja margir kjarnakenning- una enn til grundvallar í byggða- Egill Jónsson málum, og samfélag byggða með daglegum samgöngum því stór- lega vanmetið. Á fundi á Egilsstöðum fyrir rúmu ári lýsti iðnaðarráðherra því yfir, að Reyðarfjörður væri of fá- mennt byggðarlag til að unnt væri að setja þar niður álbræðslu. Þessi framsetning ber þess sár- lega merki, að ráðherrann skortir þekkingu á landfræðilegum að- stæðum og samgöngum á Aust- fjörðum. Má því nærri geta hve erfítt er að fá trúverðuga niður- stöðu í samningum við erlenda menn þegar skoðanir þess ráð- herra, sem fer með forræði ál- málsins, era með þeim hætti sem að framan er lýst. Kostir þess að reisa álver á Reyðarfirði byggjast m.a. á nátt- úrlegum aðstæðum. Þannig er Reyðarfjörður utan eldvirkra svæða landsins og jarðskjálftar eru þar nær óþekktir. Skilyrði til hafnargerðar eru ákjósanleg og höfnin liggur vel við alþjóðasigl- ingum, byggingarland er hentugt og hagkvæmir virkjanakostir eru í nálægð Reyðarfjarðar. Þetta eru meðal grundvallaratriða við ákvörðun um staðsetningu stór- iðju. Til þess að hægt sé að nýta þessa mikilvægu kosti þarf svo nægilega fjölmennt byggðasamfé- lag til að tryggja nýrri álbræðslu vinnuafl. Uppdráttur Byggðastofnunar af sameiginlegu vinnusvæði á Austurlandi sýnir, að þar er íbúa- talan um sjö þúsund. Vinnuafls- þörf væntanlegrar álbræðsiu er innan við 10% af íbúum þessa sameiginlega vinnusvæðis. Þau byggðarlög, sem mynda þannig vinnu og þjónustu á Austurlandi, hafa eða verða á allra næstu árum tengd með vel uppbyggðum veg- um með bundnu slitlagi. En þessi árangur í vegagerð á Austurlandi á síðustu árum leggur einmitt gi'undvöll að samtengingu byggð- anna þannig að sameiginlegt þjón- ustu- og atvinnusamfélag hefur þegar myndast um miðbik Austur- lands. Forustumenn á Austurlandi fyrir byggingu álvers við Reyðar- fjörð hafa komið á framfæri með skýrum hætti hvaða þjónustu þessi byggðarlög hafa uppá að bjóða. Það verður ekki endurtekið hér. En til að auðvelda mat á þessum aðstæðum má t.d. benda á að á Norðfirði er sjúkrahús og Verkmenntaskóli Austurlands, menntaskóli er á Egilsstöðum og þar er í byggingu einn fullkomn- asti flugvöllur landsins, tvær vél- smiðjur með mikla starfsreynslu eru reknar á Seyðisfirði og á öllu þessu svæði hefur verið mikil upp- bygging á skólahúsnæði, barna- heimilum, heilsugæslustöðvum og íþróttamannvirkjum. Að þessu leyti hafa aðstæður á Austurlandi breyst stórlega á síðustu áram og einmitt þessar umbætur á málefn- um Austurlands eru grundvöllur þess að raunhæft er að setja niður stóriðju á Austurlandi. Það styrkir svo enn frekar þessi viðhorf, að framundan era miklar framkvæmdir við jarðgöng á Austurlandi. Við það fjölgar á sameiginlegu vinnusvæði á Aust- urlandi um tvö þúsund manns, vegalengdir milli byggðarlaga styttast og öryggi í samgöngum eykst. Þessar stórframkvæmdir í atvinnu- og samgöngumálum mundu þannig styðja hvor aðra, auka arðsemi og þannig sameigin- lega stórefla Austurland. Hér er því sannarlega mikið í húfi að tekið verði mið af þessum aðstæð- um þegar næsta álveri verður valinn staður. Á því veltur hvort hagkvæmasti kosturinn, bygging álbræðslu við Reyðarfjörð, verður fyrir valinu. Höfundur er alþingismaður. Áliðnaður í gjöfulu landbúnaðarhéraði eftir Þónirin E. Sveinsson Margir hafa orðið til þess að vara við því að reisa álver í Eyja- firði á þeim forsendum að þar væri blómlegur landbúnaður. Minna hef- ur borið á umfjöllun um þá kosti sem landbúnaðurinn í Eyjafirði gæti haft af sambýli við áliðnaðinn. Landbúnaðinum er talinn stafa hætta af mengun frá álverinu. í þeirri umræðu er það áberandi að hugmyndir manna um rekstur ál- versins virðast byggjast á upplýs- ingum um áratuga gömul iðjuver. Nútíma álver era búin fullkomnum hreinsibúnaði. Nýlega kom það fram að Bandaríkjamenn irnir í Atlantal-hópnum telja sig ráða yfir tækni, sem gerir þeim kleift að ná betri árangri en þeim, sem lagður var til grundvallar í útreikningum NILU um dreifingu mengunarefna frá álveri við Dysnes. Nútlma áliðnáður býr víða í frið- samiegu sambýli við landbúnað. Mér er kunnugt um það að í Banda- ríkjunum (í Suður-Karolínufylki) og í Kanada hefur áliðnaðurinn reynst falla vel að aðstæðum í landbúnað- arhéraðum. Langa þriggja daga vaktatarnir með þriggja daga frívöktum hafa héntað vel, þar sem bændur kjósa að stunda bústörf sem aukastarf. Menn hafa því getað stundað vel launuð störf við áliðnað- inn en nýtt jafnframt jarðir sínar með ýmsum hætti. Því hefur verið haldið fram að áliðnaðurinn stefni í hættu afkomu bænda, sem hafa tekjur af ferða- mönnum. Ekki fæ ég séð að það hafi við rök að styðjast. Nútímalegt álver er forvitnilegur heimur trölls- legrar tækni, sem fjöldi fólks vill skoða. Með tilkomu álvers í Eyja- fírði bætist við enn einn staður, sem ferðamenn geta haft áhuga á að kynna sér. Það er staðreynd að margir ferðamenn hafa ánægju af að skoða vinnustaði eins og frysti- hús, skipasmíðastöðvar og aðra stóra vinnustaði. Sú staðreynd gild- ir í enn ríkari mæli'fyrir nútímalegt álver, enda er svo víða í slíkum veram að gert er ráð fyrir því að þangað komi margir gestir árlega til að svala forvitni sinni. Flestir tengja saman fólksfjölda og mengun. Ef þéttbýlið við Eyja- fjörð vex, fylgir því óhjákvæmilega einhver mengun. Við megum ekki gleyma því að mikið af þeirri starf- semi sem við rekum í firðinum í dag er ekki með öllu laus við meng- un. Það kemur alltaf að því að við verðum að velja eða hafna. Sú mengun, sem af álveram stafar, er ekki meiri en af ýmsum öðrum at- vinnurekstri. Stöðnun, samdráttur og atvinnuleysi skapar líka and- rúmsloft, sem vissulega má líkja við mengun. Og sú mengun leikur mannfólkið grátt. En mestu máli skiptir, þegar sambýli álvers við landbúnaðinn er til umræðu, að menn geri sér grein fyrir hvert meginvandamál land- búnaðarins í Eyjafirði er. Eyfirskur landbúnaður er of sterkur fyrir of lítinn markað. Hann á mikilla hags- muna að gæta í því að þéttbýli vaxi og- eflist. Aukið þéttbýli og fleira fólk í einu blómlegasta land- Þórarinn E. Sveinsson „Nútímalegt álver mun því verða til þess að styrkja landbúnaðinn í heild, þóttþað muni eflaust valda því að ein- hverjar breytingar verða á búháttum í næsta nágrenni við iðjuverið.“ búnaðarhéraði landsins, getur ekki annað en styrkt landbúnaðinn. Hvernig sem mál þróast með Evr- ópubandalagi og breytt viðskipti með búvörur í Evrópu, verður sterk- ur heimamarkaður fyrir ferskar ófrystar afurðir landbúnaðar ávallt af hinu góða. Ef til vill er það sá trausti grunnur sem skiptir sköpum í harðri samkeppni við búvörafram- leiðslu annarra landa. Álver getur haft þær afleiðingar að mjólkurframleiðslu verður að hætta á nokkram býlum. En það hefur ekki nokkur áhrif á fram- leiðslugetu héraðsins í heild, sem er meiri en leyfilegt er að nýta í dag. Tilfærsla framleiðslu innan svæðis á því aðeins að auka hag- kvæmni þeirrar framleiðslu sem fyrir er og renna þannig styrkari stoðum undir sérhæfðan og hag- kvæman landbúnað. Sá landbúnað- ur og stærri heimamarkaður er ef til vill forsenda þess að við stönd- umst nágrönnum okkar snúning í harðnandi samkeppni opinna við- skipta. Þetta vita margir bændur og skilja að tilkoma álversins mun hleypa nýju lífi í þetta hérað. Nú- tímalegt álver mun því verða til þess að styrkja landbúnaðinn í heild, þótt það muni eflaust valda því að einhveijar breytingar verða á bú- háttum í næsta nágrenni við iðju- verið. Möfuudur er mjólkursamlagssijóri og bæjarfulltrúi á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.