Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.08.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 1990 25 Stríðið í Líberíu: Taylor varar við drápum á vestur-afrískum borgurum Harbel í Líberíu. Reuter. Newsweek. CHARLES Taylor, forihgi uppreisnarmanna í Líberíu, varaði við því i gær að Iiðsmenn hans kynnu að drepa óbreytta borgara frá Vestur-Afríkuríkjum ef friðargæslusveitir kæmu inn í landið. í friðargæslusveitunum, sem í ar illa búnar undir átök. Þær eru ráði er að senda til landsins, eru um 3.000 hermenn frá fimm Vestur-Afríkuríkjum. Flytja átti þær með skipum frá Sierra Leone til Líberíu í gær en ákveðið var á síðustu stundu að fresta ferðinni vegna friðarviðræðna Efnahags- bandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) og fulltrúa Taylors, sem í hófust í Gambíu sama dag. Taylor sagði að sveitir hans væru á varðbergi við landamærin að Sierra Leone, flugvelli og höfnina í Monróvíu, höfuðborg landsins, og hygðust koma í veg fyrir að þær kæmust til landsins. Talið er að í sveitum Taylors séu um 3-5.000 menn, sem eru orðnir þrautþjálfaðir í bardögum eftir átta mánaða stríð gegn stjórnarhernum. Friðargæslusveitirnar eru hins veg- til að mynda sagðar treysta á kort af landinu, sem ætluð eru ferða- mönnum, og byggja aðallega á upp- lýsingum frá fréttaþjónustu BBC. Taylor sagði að fyrir hvern Líberíumann, sem félli vegna íhlut- unar friðargæslusveitanna, yrði að minnsta kosti einn Vestur-Afríku- búi drepinn. Þegar hann var spurð- ur hvort óbreyttir borgarar yrðu myrtir í hefndarskyni sagði hann að svo gæti farið, þar sem hann hefði ekki algjöra stjóm á hermönn- um sínum á vígvellinum. Um 2.000 Nígeríumenn og 5.000 Gíneumenn eru í sendiráðabygging- um í Monróvíu og flótta.mannabúð- um í nágrenni hennar. Hörmulegt ástand er í höfuð- borginni. Ibúar hennar voru um hálf milljón fyrir stríðið en nú eru þar um 25.000 óbreyttir borgarar og um 7.000 her- og uppreisnar- menn. Sjúkrahús eru þar troðfull af fólki, matvæli af skornum skammti og óeirðir bijótast út um leið og hrísgrjónum er dreift. Smá- börn svelta vegna þess að vannærð- ar mæður þeirra geta ekki lengur framleitt mjóik. Rottur nærast hins vegar á líkum, sem liggja eins og hráviði út um allt í borginni. Líberíumenn fara upp í flutningalest til að flýja stríðið í Monróvíu. Indíánamótmælin í Kanada: Fresturimi til að ná samkomu- lagi sagður vera að renna út Reuter Magellan bilar á ný Gervitunglið Magellan bilaði í annað sinn á ferð sinni til Venusar í gær. Sl. föstudag bárust engin skilaboð frá Magellan í 14 klukkustund- ir og snemma í gærmorgun rofnaði sambandið við gervitunglið á ný. Vísindamenn Bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) vita ekki af hveiju bilunin stafar. Meðfylgjandi mynd sýnir 80 km belti á yfir- borði Venusar. Á henni sést sprunga (ljósa röndin) sem gengur gegn- um eldfjallasvæði. Gæði þessarar myndar eru u.þ.b. 10 sinnum meiri en fyrri mynda af Venusi. Montreal. Reuter. MOHAWK-indíánar í Kanada hófu í gær samningaviðræður að nýju við kanadiska embættis- menn og yfirvöld í Quebec-fylki vegna deilu þeirra um land, sem indíánarnir telja heilagt. Viðræð- unum var .hins vegar frestað síðar um daginn og oddviti samn- inganefndar Quebec-fylkis var- aði við því að fresturinn til að semja væri að renna út. Suður-Kórea: 48 manns handteknir fyrir valdaránstilraim Seoul. Reuter. TILKYNNT var um handtöku 48 manns í Suður-Kóreu í gær, þ.á m. 10 hermanna, fyrir að reyna að steypa stjórn landsins af stóli og koma á sósíalískum stjórnarháttum. Talsmenn lögregluyfirvalda í Suður-Kóreu sögðu að hinir handte- knu hefðu verið í „Byltingar- og baráttubandalagi verkamanna“ og hefðu þeir reynt að fá háskólastúd- enta til að ganga til liðs við sig og grípa til vopna. „Hinir handteknu höfðu gert áætlun um vopnaða byltingu. Fyrst ætluðu þeir að ráðast á vopnabúr hers, lögreglu og varaliðs," sagði lögreglumaður. „Þeir höfðu í hyggju að steypa hinni frjálsu, lýð- ræðislega kjörnu stjórn iandsins, mynda byltingarher og byltingar- flokk til að stofna sósíalískt ríki,“ bætti hann við. 21 hinna handteknu hefui verið ákærður samkvæmt lögum um þjóðaröryggi og getur átt dauða- dóm yfir höfði sér. Hinir verða fljót- lega ákærðir og dæmdir eftir sömu lögum. Indíánarnir hafa reist götuvígi í Oka, 12 km vestur af Montreal og á Kahnawake-friðlandinu sunnan við borgina. Þeir hafa einnig lagt undir sig Mercier-brúnna og lokað . þannig helstu samgönguleiðinni frá Montreal til útborganna. Þetta var gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að bæjaryfirvöld í Oka legðu land, sem indíánamir telja heilagt, undir golfvöll. Óeirðir brutust út 11. júlí þegar lögreglan réðist á götuvígin og beið þá lögreglumaður bana. Indíánarnir féllust á að haida samningaviðræðunum áfram í gær er hermenn voru sendir frá götuvígjunum. „Verkefni okkar er að koma í veg fyrir átök við götuvígin og fínna friðsamlega lausn á málinu,“ sagði Alex Pater- son, sem fer fyrir samninganefnd Quebec-fylkis, er viðræðunum hafði verið frestað. „Tíminn til að semja er hins vegar orðinn naumur," bætti hann við. Finnsk stjórnvöld fram- selja annan flugræningja Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. TARJA Halonen, dómsmálaráð- herra Finnlands, hefur ákveðið að sovéski flugræninginn Míkhaíl Varfolomejev verði framseldur til Sovétríkjanna. Þar með hafa Finnar framselt báða Sovétmennina sem freistuðu þess að flýja land í júnímánuði með því að ræna sovéskri farþegaflugvél og beina henni til Finnlands. Fyrr í mánuðinum var hinn ræninginn, Oleg Kozlov, látinn í hendur so- vésku öryggislögreglunnar, KGB, á landamærum Finnlands og Sov- étríkjanna. Halonen dómsmálaráðherra telur að með þessu hafi finnsk stjórnvöld gert fullljósa afstöðu sína til flug- rána. Brot Varfolomejevs var talið af því tagi að óveijandi væri að veita honum landvist á þeim for- sendum að hann væri flóttamaður. Breyttu engu fullyrðingar hans um að hann hefði sætt ofsóknum hei- malandi sínu sökum þess að hann væri friðarsinni. Framsalið er þó bundið því skil- yrði af hálfu Finna að mennirnir verði aðeins ákærðir um flugrán. Þannig hyggjast Finnar tryggja að mennirnir verði ekki sóttir til saka á öðrum forsendum t.a.m. þeim að hafa farið úr landi án tilskilinna leyfa. Finnsk stjórnvöld hafa einnig óskað eftir því að finnskum geð- lækni verði heimilað að fylgjast með læknisskoðun Varfolomejevs en hann hefur áður verið úrskurðaður geðveikur sökum þess að hafa neit- að að gegna herskyidu. Litháen: Viðbúnaður við laiida- mærin að Póllandi Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR Öryggislögreglu Sovétríkjanna (KGB) sagði í gær að hersveitir og brynvarðar bifreiðar hefðu verið fluttar til landamæra Litháens og Póllands. Viðbúnaður þessi er vegna fjöldagöngu sem litliáískir þjóðernissinnar hafa skipulagt yfír landamærin í dag. Stuðn- ingsmenn þeirra í PóIIandi hyggjast einnig fara yfír Iandamærin. Sajudis-hreyfingin, sem fer með gerðu samning þann er batt enda á völd í Litháen og krefst algjörs sjálf- stæðis lýðveldisins, hefur hvatt Lit- háa til að safnast saman á tjald- stæði nálægt Lazdijai-iandamæra- stöðinni í dag og ganga þaðan í fylk- ingu yfir landamærin til Póllands til að mótmæla skertu ferðafrelsi. Þá er þess minnst að 51 ár er liðið frá því að Sovétmenn og Þjóðveijar sjálfstæði Litháa. Valentin Gaponjenko, hershöfð- ingi í Eystrasaltsher Sovétríkjanna, sagði að Sajudis-hreyfingin ætlaði sér að ná landamærunum á sitt vald. „Við höfum eflt eftirlit á landamær- unum og komið þar fyrir auka út- búnaði, þ.á m. bryndrekum." EIMSKIP HLUTHAFAFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands veröur haldinn í Súlnasal Hótels Sögu þriöjudaginn 28. ágúst 1990 og hefst kl. 15:00. ------------- DAGSKRÁ ---------------- Tillaga um aukningu hlutafjár Hf. Eimskipafélags íslands með sölu nýrra hluta allt að 86 milljónum króna. Aðgöngumiðar aö fundinum veröa afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins frá 23. ágúst til hádegis 28. ágúst. Reykjavík, 3. ágúst 1990 STJ0RN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.