Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 9 UHPPOÞREMMÍI HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLANS fBÍLASTÆÐASJÓÐUR REYKJAVÍKUR og gjöld vegna bílastæða Frá 1. september 1990 verða gjöldin þessi: kr. Tímagjald í stöðumæla 50,- M bílastæðishús, fyrsta klst. 30,- M M síðar 50,- M Bakkastæði, fyrsta klst. 30,- M M síðar 50,- M Tollbrú, heill dagur 200,- M M hálfurdagur 100,- Mánaðargjald Bakkastæðis 4.500,- M M hálfurdagur 3.000,- M Kolaport 5.500,- M M hálfurdagur 3.000,- M Vesturgata 7 5.500,- M Bergstaðir 5.500,- Aukastöðugjöld 500,- M innan 3ja daga 300,- Stöðubrotagjald “ innan 3ja daga 1.000,- 600,- GATNAMALASTJORINN Alþýðubandalagið haíhar álveri á Keilisnesi: |Fórnum ekkl álveri fyrii Alþýðubandalagið - segir Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýöuflokksins - sjá baksíðu Engin er rós án þyrna Engin er rós án þyrna — allra sízt þyrnirós hins nýja vettvangs. Þetta sést bezt af því að pólitískar ástir A-flokka — á rauðu Ijósi stjórnarsamstarfsins — eru að þreytast í gamalkunnugt norðanháv- aðarok eftir því sem nær dregur lokum kjörtímabilsins og kosning- um. Átök harðna bæði milli brotabrotanna í Alþýðubandalaginu og milli A-flokka. Staksteinar glugga í nokkur ný vettvangssýnis- horn frá því í gær og fyrradag. Alþýðubanda- lagið andstætt þjóðarhags- munum I.öngiim liefur verið tekizt á um það hér á landi, hvort breyta eigi óbeizluðum fallvötnum okkar í störf, verðmæti og lífskjör með orkufrek- um iðnaði. Alþýðubanda- lagið hefur rembst eins og rjúpa við staur gegn þessari leið til að stækka skiptahlutinn á þjóðar- skútunni; gegn stóriðju- skrefi að lífskjarabata. Að minnsta kosti í orði. Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðflokks, orðar þennan veruleika svo í blaðaviðtali í fyrra- dag: „Alþýðubandalagið hefúr í áranna rás verið á móti stóriðju á Islandi og staðið í vegi fyrir því og heft framfarir." Aðspurður um stór- yrði Steingrims J. Sigfús- sonar, samgönguráð- herra, um hugsanlega staðsetningu nýs álvers, segir Karl Steinar: „Við getum ekki fóm- að þjóðarhagsmunum fyrir setu Alþýðubanda- lagsins í rikisstjóm!" Karl Steinar þarf vart að hafa stórar áhyggjur. Það væri nýlunda ef Al- þýðubandalagið kok- gleypti ekki eins og eina heitstrengingu, einn svardaga, til heiðurs ráð- herrasósíalismanum. Það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni. Skiptimynt hugsjóna og samvizku Ragnar Stefánsson, miðstjómarmaður í Al- þýðubandalaginu, lýsir pólitísku umhverfi sínu þar á bæ með þessum orðum í Þjóðviljanum i gær: „Eg gekk til liðs við Alþýðubandalagið fyrir nokkrum ámm. eftir að hafa einbeitt starfsorku minni um skeið innan pólitískra samtaka til vinstri við Alþýðubanda- lagið og innan ýmis kon- ar baráttusamtaka, allt frá verkalýðsfélögum yfir í Mið-Amerikuneftid- ina. Eg fann að fólkið sem ég starfaði með var allt hálfgert Alþýðu- bandalagsfólk, jafnvel þótt sumt kysi Kvenna- Ustann ... Eg gerði mér hins veg- ar grein fyrir því að það sem birtist okkur sem Alþýðubandalag er oft allt annað en þetta [sem stefnuskráin tiundar]. Það er Alþýðubandalag flokksbroddanna, þing- mannanna, ráðherranna og strákanna þeirra í ráðuneytunum. Þetta Al- þýðubandalag leggur allt í söiumar fyrir ráðherra- dóminn, bæði samvizku sína og stefiiu flokksins. Til þess að tolla i ríkis- stjórn sjá þeir þann kost einan að aðlaga flokkinn öðrum flokkum, að kom- ast á lygnan sjó hins al- gera pólitíska sammna.“ Já, Karl Steinar þarf ekkert að óttast. Ráð- herrasósíalisminn kami að ráðstafa sínum kau- peyri: fiokkssamvizku og samþykktum. „Allsheijar bull“ þing- flokksins Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins sendi á dögunum frá sér eina samþykktina enn, að þessu sinni um smábáta- veiðar. Það er mikið skrafað yfir kaffibollum sósíalismans á íslandi, eins og fyrri daginn, og samþykktir gerðar út og suður, og síðan er sagan ekki lengri. Fram- kvæmdir em ekki sérsvið sósíalismans. Þær keflast þess að menn rísi úr sæt- um og loki jafnvel munn- inum. Rökhyggja þessarar nýjustu þiugflokkssam- þykktar fær ekki margar stjörnur hjá þeim þing- manni sem fjarstaddur var samsetningu heimar. Þjóðviljinn segir í gær: „Skúli Alexandersson þingmaður Alþýðu- bandalagsins á Vestur- landi segir að samþykkt þingflokks AB um smá- bátaveiðar frá því á þriðjudag sé eitt allsherj- ar bull og alveg yfir- gengileg samsuða ... Skúli segir að þing- flokkur sem samþykkti lög um stjómum fisk- veiða á Alþingi í vor geti ekki látið frá sér fara aðra eins vitleysu og samþykkt hans um smá- bátaveiðar ber með sér.“ Týndur landshluti Þjóðviljinn rekur í fyrradag framvinduna í atvinnulífi helzta þéttbýl- is á Vesturlandi, Akra- nesi. Þar segir frá upp- sögn 40 starfsmanna skipasmíðastöðvar, vegna verkefnaskorts, til viðbótar við viðvarandi atvinnuleysi 130 einstakl- inga. Síðan er rakin gjaldþrotasagan: sauma- stofa, prjómistofa, veit- ingaliús, fiskiðja, auk nokkurra smærri fyrir- tækja og nú uppsagna í skipasmíðum. Blaðið hef- ur eftir bæjarstjóranum á staðnum að Vesturland sé_ „týndi fjórðungiirinn á íslandi". Það er máske huggun harmi gegn að helzti fé- lagshyggjuflokkur fé- lagshyggjustj ómarinnar leggur á borð með sér „eitt allsheijarbuH" um triUur og loftferðasamn- ing við Sovét? Sólstofur '""Tv'*..... '■!"*... Svalahýsi Smíðum úr viðhaldsfríu PVC-efni: Sólstofur, renniglugga, renni- huröir, útihuröir, fellihurðir, skjólveggi o.m.fl. /2227Í 'Qluggar og Qardhús Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ, sími 44300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.