Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.09.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 1990 21 Höfn: 273 tonn af humri á land í sumar Höfn. HUMARVERTÍÐ lauk hér á Höfn fyrir skemmstu. Fiskiðju- ver Kaupfélags Austur-Skaftfell- inga tók á móti 229 tonnum af humri. Af þeim voru 125 tonn af heilum humri og 104 tonn af slitnum humri eða humarhölum. Heildaraflinn svarar til um 150 tonna af slitnum humri. Á vertíðinni 1989 tók KASK á móti tæpu 81 tonni af hölum og 71,5 tonnum af heilum humri. Sá afli samsvarar 103 tonnum um- reiknaður í hala. Aukning milli ára er því 46% eða tæp 50 tonn. Áð sögn Ara Þorsteinssonar hjá Fiskiðjuverinu var meðalkaupverð hala 764 krónur kílóið og fyrir kíló af heilum humri greiddi kaupandinn (eða KASK) að meðaltali 1.055 krónur. Ari kveður verð hafa verið að lækka undanfarið í erlendri mynt og í framhaldi af því ætlar KÁSK að reyna að selja eitthvert magn á jólamarkað á Spáni. Æskan SF lagði upp mestan afla hjá KASK eða 22.064 kg umreikn- að í hala. Hvanney SF lagði upp 17.062 kgogLyngey SF 16.636 kg. Skinney hf. tók á móti 14.997 Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason Ari Þorsteinsson framkvæmda- syóri Fiskiðjuvers KASK. kg af heilum humri og 28.592 kg af humarskottum, alls um 43,6 tonn. Þetta magn mun svara til um 33.211 kg af hölum er það hefur verið umreiknað. - JGG SIF tekur formlega við franska saltfisks- fyrirtækinu Nord Moru Sighvatur Bjarnason ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1 DAG, laugardaginn 1. septem- ber, tekur Sölusamband islenskra fiskframleiðenda form- lega við franska matvælafyrir- tækinu Nord Morue, sem samtök- in keyptu nýverið. Nord Morue er söíu- og framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig i saltfísksrétt- um fyrir franskan neytenda- markað. Með kaupunum á franska fyrirtækinu fær SÍF greiðari aðgang að frönskum markaði fyrir íslenskan saltfisk, sem er virt gæðavara þar í landi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Gilles Mercier en hann hefur gegnt því starfi undanfarin ár og hafa forráðamenn SÍF endurráðið hann í starfið. Sighvatur Bjarnason, sem verið hefur sölustjóri hjá SIF, tekur samtímis við starfi aðstoðar- framkvæmdastjóra Nord Morue. Hann hefur starfað hjá SÍF með hléum allt frá árinu 1981 er hann var við nám í viðskiptafræði við _ Háskóla íslands. Sighvatur lauk prófi í rekstrarhagfræði frá háskól- anum í Árósum árið 1987. Að loknu námi hóf hann störf hjá Útflutn- ingsráði íslands en hefur starfað samfleytt hjá SÍF síðaiTi desember 1987. Hann mun sjá um innkaup og útflutningsmál verksmiðjunnar svo og vöruþróunar- og markaðs- mál. Sighvatur Bjarnason Verksmiðjufyrirtækið Nord Morue er í bænum Jonzac í suðvest- urhluta Frakklands og um 100 kíló- metra fyrir norðan Bordeaux. Með þessari fjárfestingu í frönsku fyrir- tæki er SÍF að styrkja stöðu sína á Evrópumarkaði og um leið að auka sölu á saltfisksafurðum frá íslandi, segir í frétt frá fyrirtækinu. Finnskir rithöfundar í Norræna húsinu HÉR Á landi eru nú staddir 9 fínnskir rithöfundar í stuttri heim- sókn til að kynna sér land og þjóð. 1 dag, laugardaginn 1. septem- ber kl. 16.00, munu þeir efna til skrár í Norræna húsinu. Jarkko Laine formaður finnska rithöfundasambandsins mun segja frá starfsemi þess og auk þess lesa nokkrir rithöfundanna úr verkum sínum. Dagskráin fer fram á finnsku og sænsku og verður túlkur til aðstoðar ef tungumálaerfiðleikar skyldu gera vart við sig. i.þ.b. kiukkustundar langrar dag- Rithöfundarnir sem eru með í förinni eru Jarkko Laine, Anni Lahtinen, Jukka Parkkinen, Arto Seppálá, Keijo Siekkinen, Anneli Toijala, Kaarina Toijanniemi, Kaari Utrio og Kaarina Valoaalto. Allir eru velkomnir. Virðisaukaskattur hefur verið felldur niður af bókum. Réttlætismáli hefur verið komið í höfn og við bjóðum til bókaveislu. Hundruð bókatitla á hagstæðara verði en nokkru sinni fyrr. Tækifæri sem býðst aldrei aftur. Barna- og unglingabækur sem nauðsynlegar eru á hverju heimili. íslenskur fróðleikur. Æviminningar. Við- talsbækur. Þýddar bækur. Ástarsögur. Sakamálasögur. Ljóðabækur. BÆKUR SEM ALDREI HAFA VERID BOÐNAR AÐUR A AFSLATTARVERÐI: VERÐ VERÐ áður nú Davíö borgarstjóri - Eiríkur Jónsson ... 3.488 1.980 Ástandiö - Bjarni Guöm., Hrafn Jökulsson ... 4.493 2.200 íslendingatilvera - Jón Örn Marinósson .... ... 2.998 1.980 Örlagasaga - Þorsteinn Antonsson ... 2.998 1.490 Aulabandalagið - John K. Tool ... 3.388 1.980 Krabbamein - Heidi Tuft ...1.980 1.390 Nasistar á íslandi - Hrafn og lllugi ... 2.998 1.980 Golfbókin - Geir Svansson ... 2.998 1.980 Gullfoss - Pétur Már Ólafsson ... 4.495 2.200 Hallbjörg - Stefán Jökulsson ... 3.495 1.980 Á miðjum vegi - Ólafur Ketilsson ... 2.885 2.200 Bömin svikin .1.980 1.390 Ættemisstapi og 18 vermenn - Þorsteinn frá Hamri 1.500 Hugarfar úr viðjum vanans 68 980 Gagnnjósnarinn 980 Kiros spádómar um framtíð .... 2.350 1.490 Hvora höndina viltu? - Vita Andersen 980 VEISLAN STENDUR í NOKKRA DAGA OPIÐ: Alla daga nema sunnudaga..kl 9-18 j Skjaldborg Ármúla 23 - 108 Reykjavík" Símar: 67 24 00 67 24 01 31599 sértilboð SSWoe*éTm Q'æsiSfreS ?Son' 'an*unaó»1nojm 'an«' aldirnar. m' ge9num Sk"dvaitAue,H(! *gPW«HWim!f£L. SÉRTILBOÐ VSSTAN nitsafn/ð AÐ VESTAN Ss&znáS* HMMBIND4VEP®m WLBqq fcr, 2,aSll^: Jps®* ■jssSSs: seinniárum "10,unt)“rá i meook,. 2.900..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.