Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 41 14. Interpolis-skákmótið: Undrabörnin í eldlínunni Skák Karl Þorsteins GLÆSTUR ljómi hefur ætíð leikið um Interpolis-skákmótin í Tilburg. Frá upphafí hefur það verið yfírlýst stefna móts- haldara að fá aðeins til leiks nokka af sterkustu skákmönn- um heims hverju sinni. Anatoly Karpov var nær einráður um sigursætið í Tilburg um margra ára skeið. Afrek heimsmeistar- ans Garri Kasparovs frá fyrra ári er þó óneitanlega hið glæsi- legasta í sögu mótsins. Þá sigr- aði hann og hlaut 12 vinninga í skákunum fjórtán og hlaut þremur og hálfum vinningi meira en næsti keppandi á mótinu! Kasparov kom þátttöku ekki við í þetta skiptið sökum undirbúnings fyrir heimsmeist- araeinvígið gegn Karpov sem hefst í New York í næsta mán- uði. Mótshaldarar þurfa samt ekki að örvænta þrátt fyrir að heimsmeistarar séu ekki á keppendalistanum þetta árið. Mótið í ár er nefnilega það sterkasta í stigum talið frá upp- hafí og meðalstig keppenda telja 2.643 ELO skákstig! Óneitanlega vekur það því mikla athygli að yngsti keppand- inn á mótinu, hinn 15 ára gamli Gata Kamskíj, er einn í efsta sætinu á mótinu þegar aðeins einni umferð er ólokið. Hann hef- ur 8 vinninga að loknum þrettán umferðum, hálfum vinningi meira en Ivanchuk, Short og Gelfand. 1. Kamskíj vinn. 8 2-4. Ivanchuk 7 l/z 2-4 Short 7 'h 2-4. Gelfand 7 'A 5. Andersson 6 ‘A 6. Nikolic 6 7. Timman 5 'A 8. Seirwan 4 Kamskíj er fæddur og uppalinn í Sovétríkjunum. Þar hlaut hann sína skákmenntun og var mikið hampað eystra sem verðandi heimsmeistaraefni. Það vakti því gríðarlega athygli fjölmiðla vestra eftir Opna mótið í New York vor- ið 1989 þegar hann og faðir hans ákváðu að snúa ekki aftur til Sovétríkjanna heldur biðja um hæli sem pólitískir flóttamenn í Bandaríkjunum. Sagan segir að karl faðir hans stjórni líferni son- arins með hörðu. Hann fylgir hon- um jafnan á skákmót og skáktekj- ur sonarins eru lífsviðurværi ekki einungis þeirra feðga heldur og móður hans sem búsett er í Sov- étríkjunum. Óneitanlega stendur Kamskíj með pálmann í höndunum fyrir síðustu umferðina. Andstæðingur hans í síðustu umferð mótsins er Yasser Seirwan sem hefur verið ófarsæll í síðari hluta mótsins. Á sama tíma bíður helstu kepp- inauta hans erfitt hlutskipti. Gelf- and hefur svart gegn Andersson, Ivanchuk svart gegn Nikolic og Short svörtu mennina gegn Tim- man. Framganga ungu kynslóðar- innar vekur strax athygli þegar mótstaflan er skoðuð. Enski stór- meistarinn Nigel Short er elstur þeirra ijórmenninga sem beijast um sigursætið á mótinu nú, aðeins 24 ára gamall. Hvort mótið er tákn um nýja tíma í skákheimin- um verður tíminn einn að segja til um en í heild hefur mótið ver- ið afskaplega skemmtilegt. Bar- áttan hefur verið í fyrirrúmi og afleikir máski fleiri en almennt gerist á mótum af svipaðri styrk- leikagráðu. Ef undanskilinn er árangur Kamskíjs kemur slök frammistaða hollenska stórmeist- arans Timmans mest á óvart. Hann var í neðsta sætinu framan af mótinu en hefur heldur rétt sinn hlut í síðari umferðunum. Ivanchuk og Gelfand hafa ekki tekist að endurtaka glæsilegan árangur á millisvæðamótinu í Manila. Sá kráftur sem einkenndi taflmennsku þeirra beggja á milli- svæðamótinu hefur ekki verið til staðar nú. Hér skulunt við skoða skák Kamskíj gegn sovéska stórmeist- aranum Gelfand í fyrstu umferð mótsins. Kasparov hefur mikið álit á Gelfand og hefur látið þau orð falla að hann vet'ði næsti áskorandi um heimsmeistaratitil- inn, væntanlega á árinu 1993. Ef dæma má af taflmennskunni í skákinni núna á hann þó margt ólært ennþá. Hvítt: Gata Kamskíj Svart: Boris Gelfand Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6 g3 Það er athyglisvert að styrk- leiki Kamskíj er einkum í miðtafl- inu. Hann virðist almennt veita bytjunum fremur litla athygli og forðast eins og heitan eldinn að tefla samkvæmt bókarfræðum langt fram eftir skákum. Hér beit- it' hann afbrigði sem fræðin álíta lítt skeinuhætt svörtum. 6. - e5, 7. Rde2 - Be7, 8. Bg2 — b5, 9. 0-0 - Rbd7, 10. h3 - Bb7?! í skákum undanfarið hefur yfir- leitt verið hrókerað strax áðut' en biskupnum er valinn staður á b7. Áframhaldið í skákinni Mtanovic — Pigusov tefldist 11. a4 — b4, 12. Ra2 — Hb8, 13. c3 en svartur hafði lítið að óttast. Eins og áframhaldið teflist hefut' svarti biskupinn lítið að gera á skálín- unni a8—hl þegar peðið á d5 skerðir athafnafrelsi biskupsins. 11. g4! — b4, 12. Rd5 — Rxd5, 13. exd5 - a5?! 14. Rg3 - g6, 15. Bh6 - Bg5? Það veldut' svörtum vandræðum að geta ekki hrókerað. Næði hann uppskiptum á svartreita biskupn- um án nokkurs tilkostnaðar væru vandræði hans úr sögunni. Kamskíj hefur annað í huga. 16. Re4! - Bxh6, 17. Rxd6+ - Kf8, 18. Rxb7 - Db6, 19. d6 - Bf4, 20. c4 Hvíta staðan er unnin. Svartur er varnarlaus gagnvart peðafram- rás eftir c- og d-línunni og ein- asta von hans felst í því að skapa einhver mótfæri á kóngsvæng. Kamskíj kemur auðveldlega í veg fyrir það. 20. - Hb8, 21. Dd5 - Rf6, 22. Df3 - g5, 23. c5 - Da6, 24. Hfel - h5, 25. gxhS - Hxh5, 26. De2 - Da7, 27. d7 - e4, 28. Bxe4 - Hxh3, 29. Bg2 - Hh2, 30. d8D - Hxd8, 31. De7+ - Kg7, 32. Rxd8 Svartur gafst upp. Hann er heilum hrók undir fyrir engar bætur. ■ JARÐHITASKÓLI Háskóla Sameinuðu þjóðanna býðut' á ári hvetju erlendum fræðimanni til ís- lands til að flytja fyrirlestra um jat'ðhita. Gestafyrirlesari Jarðhita- skólans á þessu ári er André Menjoz frá Frakklandi. Hann mun flytja fimm fyrirlestra á ensku í fundarsal Orkustofnunar, Grens- ásvegi 9, dagana 24.-28. septem- ber. Fyrirlestrarnir heíjast klukkan 16. Jarðhita er víða að finna í Frakklandi og heitt vatn er notað mikið til upphitunar þúsa, einkum í nágrenni Parísar. í dag eru um 60 hitaveitur starfandi í Frakkl- - andi. Flestar þeirra byggjast á því að 70-80 gráðu heitu vatni er dælt upp úr holu og í gegnum vartna- skipta, en vatninu síðan dælt niður aftur 35-45 gráðu heitu. Þar sem þörf er á er vatnið hitað með varma- dælum. Helstu vandamál í rekstri hitaveitu hefur verið óöryggi í rekstri dæluútbúnaðar, m.a. vegna útfellinga og tæringar í kerfunum. Þá et' ijárhagsstaða margra hita- veita ótraust enda söluverð heita vatnsins tengt olíuverði, sem hefur verið í lágmarki undanfarin ár, nokkuð sem við íslendingar könn- umst vel við. André Menkoz, eðlis- fræðingur, hefur unnið við jarðhita- rannsóknir og mat á afkastagetu franskra jarðhitasvæða frá 1978. Síðan 1983 hefur hann haft yfirum-* sjón með geymisverkfræði og gerð reiknilíkana fyrir ft'önsk jarðhita- svæði á vegum jarðhitadeildar frönsku jarðfræðistofnunarinnar (BRGM). Fyrirlestrarnir eru öllum opnir. ■ LAUGARDAGINN 29. sept- embet' klukkan 15 heldur móttöku- nefnd Nelsons Mandela opinberan fund og tónleika á Hótel Borg. Á fundinunt talar Tim Maseko, aðal- fulltrúi Afríska þjóðarráðsins fyr- ir Danmörk, Island og Færeyjar, ásamt fleirum. Blúsbandið Trega- sveitin mun spila að fundi loknum. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! Libby> Stórgóða tómatsósan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.