Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 33 NYJUIMG —- Á myndinni sést Jóhann Ó. Ársælsson afhenda Jóhannesi Guðmundssyni lyklana af nýja heflin- um, en með þeim á myndinni eru f.v. Lýður Björnsson, Franz Kristinsson og Þröstur Lýðsson allir frá Merkúr hf. Á innfelldu myndinni sést inn í stjórklefa hefilsins. Bandaríkin Banka heimilað að ábyrgj- ast og selja hlutabréf Flórida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SEÐLABANKI Bandaríkjanna heimilaði nýlega einum öflugasta banka landsins, J. P. Morgan & Co útgáfu og sölu hlutabréfa. Slíka heimild hefur enginn bandarískur banki haft síðan í kreppunni miklu. í raun gerir þessi ákvörðun Glass-Steagall lögin frá 1933 óvirk, en þau voru sett til að að- skilja bankastarfsemi og verð- bréfasölu. Bankaábyrgð á áhættu- sömum hlutabréfum var talin ein aðal orsök hrunsins á hlutabréfa- markaðinum 1929. Fimm aðrir bankar hafa sótt um heimild til útgáfu hlutabréfa; Ban- kers Trust í New York, Citicorp, Chase Manhattan bankinn, Royal Bank of Canada og Canadian Im- périal Bank. í eina tíð stjórnaði öflugasti banki heimsins, House of Morgan, efnahag heilla þjóða, fjármagnaði styijaldir og ábyrgðist fjárlaga- halla margra ríkja. Ákvörðun Seðlabankans er mjög umdeild. Sumir telja að hún muni hleypa miklu lífi í bankastarfsemi í Bandaríkjunum sem verið hefur í lægð. Aðrir segja að þetta sé skref aftur á bak og sýni að stjórn- endur Seðlabankans hafi ekkert lært. Þá er talið víst að þetta leiði til deilna í bandaríska þinginu, því ýmsir þingmenn telja að með þessu sé Seðlabankinn að hrifsa til sín völd. HLUTABRÉFAÚTBOÐI LOKIÐ Útgefandi: Nafnvirði hlutabréfa: 24.269.850 krónur. Heildaráskrift: 64.289.700 krónur. Hlutur hvers kaupanda: 37,75%. Gíróseðlar hafa verið póstlagðir til kaupenda og ber að greiða þá í síðasta lagi 1. október nk. Nánari upplýsingar veita aðalsöluaðilar: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91) 68 90 80. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími (96) 2 47 00. Umsjón með útboði: kaupþing hp Lö&jí/f vcrdbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 10.1 Rcykjavik, simi Vl-6(im0 Innflutningur Ný tegund veghefils NÝ tegund Aveling Barford veghefils hefur verið fluttur til lands- ins, sem er algjör bylting hvað varðar stjórnun á vegheflum, að sögn Jóhanns O. Árælssonar framkvæmdastjóra Merkúrs hf., um- boðsaðila hefilsins. Það var Jóhannes Guðmundsson verktaki á Selfossi sem fékk fyrsta Aveling Barford ASG 13 veghefil- inn afhentan hér á landi. Veghefill- inn hefur það fram yfir eldri teg- undir veflieflanna, að í stað 12-13 stjórnstanga, sem raðað var fyrir framan veghefilsstjórann og „spila þurfti líkt og á píanó“, er búið að koma öllum þeim aðgerðum fyrir í tveimur handföngum ásamt stýr- ingum á fram- og afturhjólum, þannig að ökumaður þarf ekki að færa hendurnar á milli stanga eða á stýrishjólið, þess í stað hvíla þær á þessum tveimur handföngum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.