Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 33

Morgunblaðið - 25.09.1990, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. SEPTEMBER 1990 33 NYJUIMG —- Á myndinni sést Jóhann Ó. Ársælsson afhenda Jóhannesi Guðmundssyni lyklana af nýja heflin- um, en með þeim á myndinni eru f.v. Lýður Björnsson, Franz Kristinsson og Þröstur Lýðsson allir frá Merkúr hf. Á innfelldu myndinni sést inn í stjórklefa hefilsins. Bandaríkin Banka heimilað að ábyrgj- ast og selja hlutabréf Flórida. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. SEÐLABANKI Bandaríkjanna heimilaði nýlega einum öflugasta banka landsins, J. P. Morgan & Co útgáfu og sölu hlutabréfa. Slíka heimild hefur enginn bandarískur banki haft síðan í kreppunni miklu. í raun gerir þessi ákvörðun Glass-Steagall lögin frá 1933 óvirk, en þau voru sett til að að- skilja bankastarfsemi og verð- bréfasölu. Bankaábyrgð á áhættu- sömum hlutabréfum var talin ein aðal orsök hrunsins á hlutabréfa- markaðinum 1929. Fimm aðrir bankar hafa sótt um heimild til útgáfu hlutabréfa; Ban- kers Trust í New York, Citicorp, Chase Manhattan bankinn, Royal Bank of Canada og Canadian Im- périal Bank. í eina tíð stjórnaði öflugasti banki heimsins, House of Morgan, efnahag heilla þjóða, fjármagnaði styijaldir og ábyrgðist fjárlaga- halla margra ríkja. Ákvörðun Seðlabankans er mjög umdeild. Sumir telja að hún muni hleypa miklu lífi í bankastarfsemi í Bandaríkjunum sem verið hefur í lægð. Aðrir segja að þetta sé skref aftur á bak og sýni að stjórn- endur Seðlabankans hafi ekkert lært. Þá er talið víst að þetta leiði til deilna í bandaríska þinginu, því ýmsir þingmenn telja að með þessu sé Seðlabankinn að hrifsa til sín völd. HLUTABRÉFAÚTBOÐI LOKIÐ Útgefandi: Nafnvirði hlutabréfa: 24.269.850 krónur. Heildaráskrift: 64.289.700 krónur. Hlutur hvers kaupanda: 37,75%. Gíróseðlar hafa verið póstlagðir til kaupenda og ber að greiða þá í síðasta lagi 1. október nk. Nánari upplýsingar veita aðalsöluaðilar: Kaupþing hf., Kringlunni 5, 103 Reykjavík, sími (91) 68 90 80. Kaupþing Norðurlands hf., Ráðhústorgi 1, 600 Akureyri, sími (96) 2 47 00. Umsjón með útboði: kaupþing hp Lö&jí/f vcrdbréfafyrirtœki, Kringlunni 5, 10.1 Rcykjavik, simi Vl-6(im0 Innflutningur Ný tegund veghefils NÝ tegund Aveling Barford veghefils hefur verið fluttur til lands- ins, sem er algjör bylting hvað varðar stjórnun á vegheflum, að sögn Jóhanns O. Árælssonar framkvæmdastjóra Merkúrs hf., um- boðsaðila hefilsins. Það var Jóhannes Guðmundsson verktaki á Selfossi sem fékk fyrsta Aveling Barford ASG 13 veghefil- inn afhentan hér á landi. Veghefill- inn hefur það fram yfir eldri teg- undir veflieflanna, að í stað 12-13 stjórnstanga, sem raðað var fyrir framan veghefilsstjórann og „spila þurfti líkt og á píanó“, er búið að koma öllum þeim aðgerðum fyrir í tveimur handföngum ásamt stýr- ingum á fram- og afturhjólum, þannig að ökumaður þarf ekki að færa hendurnar á milli stanga eða á stýrishjólið, þess í stað hvíla þær á þessum tveimur handföngum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.